Morgunblaðið - 26.10.1978, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978
13
— Við höfum nú svo sem áður
verið í fréttum, enda er svolítið
um þingeyskt blóð í Jökuldæl-
ingum svo að okkur þykir þetta
ekki endilega sem verst, sagði
Sigvarður Halldórsson, annar
bóndinn á tvíbýlinu á Brú á
Jökuldal. — En að öllu gamni
slepptu, þá er hér mikil alvara á •
ferðum og þessi niðurskurður, ef
af honum verður, kemur sér
verulega illa fyrir okkur, ekki
sízt þar sem mágur minn, Einar
Jónsson, og kona hans, Anna
Halldórsdóttir, hafa nýlega
hafið hér búskap og ætluðu
einmitt í haust að stækka
fjárstofninn.
Við erum stödd í eldhúsinu
hjá Sigvarði og hjónunum
Einari Jónssyni og Önnu
Halldórsdóttur, og búa foreldrar
þeirra Önnu, Stefáns og
Sigvarðar hjá þeim, Halldór
Sigvarðsson og Unnur Stefáns-
dóttir. Meðan drukkið var kaffi
Heimilisfólkið á öðrum bænum á Brú, f.v.i Einar Jónsson, Unnur Stefánsdóttir, Anna Halldórsdóttir,
Sigvarður Halldórsson og Halldór Sigvarðarson.
Leggjum áherzlu á að
fullar bætur komi fyrir
— segir Sigvarður Halldórsson
og með því var rætt um ýmsar
hliðar þessa riðumáls, og tóku
þátt í þeim umræðum Sig-
varður, Anna og Halldór, en
Einar var úti við að brynna
lömbum.
— Við höfum haft féð í
gömlum fjárhúsum, torfhúsum,
sem komin eru til ára sinna og
lögðu sérfræðingarnir til að þau
yrðu hreinlega jöfnuð við jörðu,
því ekkert annað er hægt að
gera við þau. Það er líka ein af
ástæðum þess að þessi niður-
skurður og aðgerðir í framhaldi
af honum koma svo illa við
okkur.
Hefur verið rætt um hvers
konar bætur koma fyrir húsin?
— Það liggur ennþá ekkert
fyrir um það, en það er ljóst að
við getum í raun ekki samþykkt
þennan niðurskurð nema ljóst
verði hvernig þeim málum
verður háttað og við getum ekki
leyft að rokið verði til niður-
skurðar með ekkert slíkt í
höndunum. Komið hafa fram
hugmyndir um að við yrðum
aðstoðaðir við að byggja upp ný
fjárhús sem við erum örlítið
byrjaðir á og myndi það líka
verða til þess að búsetan hér
breyttist ekki, því hér er ungt
fólk nýkomið hingað og vill ekki
fara héðan strax.
Anna sagði að þau Einar,
maður hennar, hefðu selt íbúð
sem þau hefðu átt á Akureyri í
fyrra og ákveðið að snúa sér að
búskapnum. Þau fluttust að Brú
í fyrrahaust, byrjuðu fjár-
búskap og ætluðu að stækka
stofninn í haust, en verða
líklega að hverfa frá því af
skiljanlegum ástæðum. Saman-
lagt hafa þau og Sigvarður
rúmlega 200 fjár þannig að á
Brú eru nærri 800 fjár, sem
ráðgert er að slátrað verði í
haust. Heimamenn voru spurðir
um ákvörðun þessa og hvernig
fundurinn með bændum af
Jökuldal hefði lagst í þá:
— Við þolum þetta alveg og
verðum að sætta okkur við þessi
sjónarmið, sem eru ekki óeðli-
leg. Krökkunum finnst það
kannski leiðinlegast þegar þarf
að lóga þeirra kindum. En með
þessu fé fer nokkuð góður stofn,
gamli Brúarstofninn, sem löng-
um hefur þótt vænn og sami
Fjárhúsin á Brú. Gömlu húsin, þar sem Sigvarður og Einar hýstu fé sitt, eru lengst til vinstri, en húsin
til hægri eru í eigu Stefáns, þau sem rífa á úr allt tréverk, en gömlu húsin verða líklega jöfnuð við jörðu.
stofninn verður ekki fáanlegur
aftur. Lítið hefur að vísu farið í
hinn nýja stjörnuflokk en hlut-
fallslega hefur Brúarstofninn
lagst einna þyngst.
Ein af tillögum Sauðfjársjúk-
dómanefndar miðaði að því að
heyflutningar milli svæða yrðu
bannaðir og voru þau spurð
hvernig það kæmi við Jökuldæl-
inga:
— Það gæti orðið erfiðara
með he.v og það er nokkuð erfitt
hér á efstu bæjum, en þó er ekki
líklegt að það hafi verulega
varanleg áhrif.
»Þau voru einnig spurð hvort
þau hefðu einhverja hugmyndir
um hvernig riðan hefði borizt að
Brú:
— Það mun vera erfitt að
gera sér einhverjar hugmyndir
um það, riðan hefur enn sem
komið er að minnsta kosti
aðeins komið fram í fé Stefáns,
en nefna má að hingað koma
stundum flækingar t.d. frá
Vopnafirði, Möðrudal og víðar
og vera má að hún berist með
þeim eða frá hrútasýningum,
eins og nefnt var á fundinum,
þótt fátt eitt sé hægt að segja
með vissu í þessu sambandi.
Svipaður tónn var í umræðum
þeirra á þessum helmingi býlis-
ins á Brú og á hinum helmingn-
um, þrátt fyrir aðsteðjandi
erfiðleika var ekki að heyra
neinn uppgjafar- eða vonleysis-
tón.
. — Á það verður að leggja
ríka áherzlu að fullar bætur
komi fyrir niðurskurðinn og
annað tjón, sem við hér á Brú
verðum fyrir með þessum
aðgerðum og benda má á þá
hættu, að verði þær ekki sann-
gj'arnar er vissulega sú hætta
fyrir hendi að byggðin hér kunni
að þynnast. Hér á Efra-Dal
verða bændur að treysta mikið
hver á annan, við erum á vissan
hátt hver upp á annan komnir
þegar eitthvað bjátar á, e.t.v. í
ríkara mæli en annars staðar,
og því getur ástandið orðið
alvarlegt ef einhverjir þurfa að
yfirgefa byggðina. Hér á bæjun-
um í kring er ungt fólk víða að
hefja búskap og því ekki fyrir-
1 sjáanlegt annað en byggðin eigi
eftir að haldast hér um langa
framtíð meðan hægt er að leysa
þau vandamál, t.d. af þessu tagi,
er upp koma. j.
Það er eins með osta og ástir -
það tekur langan tíma að kynnast
þeim í öllum sínum fínu
blæbrigðum. Og menn verða að
gefa sér góðan tíma til að njóta
þeirra til fulls. Rétta
umhverfið hefur líka mikið að
segja.
Þeir sem vilja gefa sér tíma til að
lenda í ostaævintýri ættu að
heimsækja ostavikuna í
Blómasalnum á Hótel Loftleiðum
vikuna 26. okt. til 2. nóvember.
Ótal tegundir osta og ostarétta
verða þá boðnir gestum sem
ábætisréttur.
Til hátíðabrigða býður hótelið upp
á sérstakan matseðil, mat og
kynningu á þeim Ijúfu veigum sem
hæfa innilegu ostasambandi.
,,Salatbar“ verður á borðum.
Og um salinn berst Ijúf tónlist
frá bíóorgeli
Sigurðar Guðmundssonar.
Velkomin á ostakvöld
Borðpantanir í síma 22321
Matseöill
Kiötseyði, Celestine
Innbakaður skelfiskur með humarsósu
Gufusoðin smálúðufíök, Mornay
Blandaðir kjötréttir á teini með krydduðum hrisgrjónum og paprikusósu.
Nautabuffsteik, Bordelaise
Matargestum boðnir blandaðir ostaréttir af hlaðborði.
HÓTEL
LOFTLEIÐIR