Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 20

Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 Þórunn Elfa: Lesandi góður, hefurðu tekið eftir því, hvað mella er þægilegt rímorð? Ella, mella, kúadella o.s.frv. o.s.frv. Þegar ég var unglingur hér í Reykjavík heyrði ég minnst á skipamellur, nafngiftin þarfnast varla nánari skýringar, nú er allt í einu komið nýtt og dýrt orð á orðamarkaðinn: Eldhúsmellur! Ekki gátum við verið svo slyng hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu, þar sem flest mun af tegundinni að slampast á orðið, heldur sýna Norðlendingar í þessu sem öðru, að þeir eru flestum slyngari, ungur Norðlingur hefur orðið fyrstur manna til að flytja löndum sínum nafnið, er það heiti á nýútkominni bók, sem ég hef lesið í inflúenzulegu og reyni að láta hugann leika við stund- arkorn, með þeim fyrirvara, að veirur kunni að villa mér sýn, eða gera mig glapskyggnari en ella. Ég hef löngum reynt, eftir því, sem föng og tími gefast til, að fylgjast með því, sem lesendum býðst, síðustu misserin hef ég lesið þó nokkrar skáldsögur þar sem mér virðist, sem ungir höfundar geri sér far um að færa lesendum heim sanninn um það, að maðurinn sé viðbjóðslegasta skepna þessarar jarðar, mannlífið botnlaust for- ardýki. Við lestur soralegustu og svartsýnustu kafla þessara sagna vaknar sú spurning: Gera þessir ungu höfundar sér ekki neina grein fyrir því, hvílík ábyrgð fylgir því að leggja lítt þroskuðum, oft ungum lesend- (im, til lestrar- og íhugunarefni? Hverjir eru (auk jafnaidra) sálufélagar þessara höfunda? Eru það einkum hinir svoköll- uðu„menningarvitar“.sem hafa til þess fjárhagslegt afl og hverja aðra aðstöðu, sem með þarf til að efla brautargengi þessara höfunda, sem væru illa komnir berskjaldaðir í vályndri veröld, „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. “ En á móti kemur, að höfundarnir „makki rétt“. Stundum virðist manni sem klæmst sé í gegnum þá, svo að notuð sé hér hin þekkta líking um dauðan fylli- raft, sem nær tökum á lifandi manni, sem veikur er fyrir og drekkur í gegnum hann. Ég hef minnst á, að ég hafi lesið þó nokkrar bækur yngri höfunda, sem eiga sitthvað sameiginlegt um lýsingar á óhugnanlegu mannlífi, fram- setningarmáti og orðaval er að sjálfsögðu í samræmi hvað við annað. Tíminn leyfir mér ekki að gera þessu efni skil nema í einu tilviki, er þar um að ræða síðustu skáldsöguna, sem ég hef handa milli, en það eru Eldhús- mellur Guðlaugs Arasonar. Eft- ir myndum að dæma virðist þetta vera gáfulegur og geð- þekkur maður. Mér er því spurn: Hvernig stóð á því, að þau ósköp komu yfir hann, að skrifa svo ókræsilega bók? Hefur ein- hvergert honum þann illa grikk að klæmast í gegnum hann? Að öllu samanlögðu getur söguefnið naumast hafa höfðað óum- flýjanlega sterkt til hans. Raunar mætti nefna fleira sem fer boðskaparleið gegnum höfundinn. Sagan hefst með hjónabands- nauðgun, síðar er sagt frá hópnauðgunum í áfengis- og hasssvalli. Skipstjóri, svolamenni kemur heim af sjónum til konu sinnar, sem að honum fjarverandi er orðin ein eftir í heimilinu, börnin þrjú uppkomin og flogin úr hreiðrinu, konan tæplega hálffimmtug. Annar tveggja sona lærir félagsfræði. Umsögn föðurins: „Félagsfræðingar voru ekkert annað en helvítis komm- ar, snarvitlausir út í allt og alla.“ „Hvað er að éta?“ spyr skip- stjórinn, en kemur svo ekki niður bita af beztu steik, svo skyndilega verður hann sem djöuflóður af kvensemi og kvalalosta, tekur eiginkonu sína frillutaki, dregur hana eftir gólfum og stiga og nauðgar henni grátandi og blæðandi í sjálfum helgidóminum, hjóna- sænginni. Krassandi lýsing af því sem fram fer ásamt orð- bragði, sem ekki fyrir margt löngu hefði þótt óprenthæft. Þetta er forréttur,sem á að magna lyst lesandans. Sagan býður upp á ýmsa möguleika sem hægt hefði verið að láta sér verða eitthvað úr, t.d. er vikið að einmanaleika Önnu Dóru. Hana hrjáir verkefna- skortur, einhvern til að annast, finnst „... það eitt skipta máli að einhver þurfi á henni að halda ... lofaði henni að finna, að hún væri einhvers virði." Einmanaleikinn er að verða eitt hið mesta átumein nútímans, að finna ráð til að lina þessa kvöl væri gáfuðum höfundi, sem vildi verja hæfi- leikum sínum vel, verðugt við- fangsefni. Ur einmanaleika má Þórunn Elfa. t.d. draga með góðri og skemmtilegri bók. — Fanney, ung frænka Guðmundar skipstjóra, kemur í heimsókn og veitir konu hans, Önnu Dóru, mikfa ánægju, þegar hún er heima frá vinnu sinni í frystihúsinu á Seyðis- firði, en jafnframt flökuninni vinnur hún kappsamlega að því að kenna fólkinu að þekkja sinn vitjunartíma, skilja, að það er þrælar djöfuls auðvaldsins, en ætti sjálft að eiga öll fyrirtæki og vera allsráðandi, framtak, stjórnunarhæfileikar og annað eins „dótarí" kemst ekki á umræðustig. Kynlíf Krists þekkir hún eins og puttana á sér hann var bæði „hommi og kommi", þar um víðtækari fræðsla og ekki sápuþvegin. Hjónabandið fær sinn skammt svo og margt fleira að sjálf- sögðu. Mikil vinátta tekst með Önnu Dóru og Fanneyju, sem heillast hvor af annarri, svo að til ásta dregur. Fátt get ég til mála lagt um þessa hlið mannlífsins en finnst höfundi takast þokkalega að gera þessum innileik kvenn- anna skil. Þarna örlar á ein- hverju, sem er ekta, skilið af næmleik. Aftur á móti er afmælishóf kvennaklúbbsins Nálin ekki einu sinni „farsi“, of fáránlegt og skemmtanasnautt til þess, tæplega trúi ég því að nokkur sambærileg samkunda eigi sér stað, þegar konur koma saman, svo að höfundur hefur ekki einu sinni getað haft leynilega segul- bandsupptöku við að styðjast. Hugstæðast virðist þessum seyðfirsku klúbbkonum, sem eru að keppa við „læonið" og „kíóvanið", vera kynlíf sitt og annarra, þær eru löðrandi af holdsvessum hið ytra og hold- legum þenkingum hið innra. Mikið er talað um þunganir og óvissar feðranir og karlarnir standast glúrheitum kvennanna ekki snúning. Miklar uppljóstr- anir! Fanney gerir þó sina játningu í einrúmi með Önnu Dóru. Sú reynsla, sem hún skýrir frá gæti verið efni í mikla og tímabæra harmsögu. Hér verður aðeins stiklað á nokkrum staksteinum. Fanney drekkur sig ölvaða í partíi þar sem henni er boðið upp á hass, þó tekið fram að reykblandan sé sterk, en Fanney sem hefur aðeins einu sinni borið við að reykja veika hassblöndu og ekki fundið fyrir áhrifum lætur aðvörunina sem vind um eyrun þjóta. Hún finnur óljóst fyrir því að hún er svipt klæðum og síðan velt eftir gólfinu, leiksoppur þriggja dólga, sem hún veit engin deili á og veit ekkert um það, hvað oft þeir níðast á henni, (endursögn þessarar frásagnar að mestu mitt orðfar). Þegar Fanneyju verður fullljóst að hún hefur orðið þunguð í vín- og hassvím- unni verður hún í fyrstu gjör- samlega ráðvillt, hún hefur ekki kært, hefur því ekkert læknis- vottorð í höndum, hún hefur veigrað sér við að komast í blöðin sem unga stúlkan í Breiðholti, sem hefur ekki „lyft litla fingri“ sér til varnar, þegar dólgarnir þjörmuðu að henni. Þegar langt er um liðið hefur hún ekki kjark til að leita til lögreglunnar, heldur engar sannanir, óttast yfirheyrslur, tortryggni. „Vildi hún þetta ekki sjálf?“ Eftir neitun um fóstureyðingu og árangurslausar eigin tilraun- ir kemst hún til útlanda, þar sem fæðing fimm mánaða fóst- urs er framkölluð. Óbærileg andleg kvöl leiðir hana út í eiturlyfjanotkun, sem hún getur þó rifið sig upp úr. Hún sér ímynd barns síns fyrir sér hverja vökustund meðan hún þjáist mest, ófullburða barns- mynd, en barn þó, blóðug augu þess stara á hana hjarta barns- ins slær í glærum líkama. Tveimur árum eftir fæðingu barnsins kemur hún til Seyðis- fjarðar, líkamlega hraust, hitt getur valdið nokkrum vafa. — Lítið er borið í frásögn um kunningsskap Fanneyjar við hrjáðan einstæðing, sem hún verður óbeint að bana með skilningsleysi sínu. Aftur á móti er miklu sögu- rúmi eytt í pólitískt kjaftæði hennar, sem ekki getur talizt sönnum sósíalista heppilegur boðskapur enda er hún kommi. Skoðanaofstæki gerir fólk ómanneskjulegt, tiltinningalífið brenglast. Aumingja börnin hér og þar í veröldinni eiga samúð- ina, enda bágindi þeirra mikil, við eigið barn engar skyldur ræktar. Fanney á nefnilega litla dóttur, sem, hvílík skömm! mun vera hjónabandsbarn, guðsfegin eftirlætur hún föðurnum, „Baldri sáluga", telpuna, svo að hún geti sjálf valsað um og lagt alla lífs- og sálarkrafta í að frelsa bandbrjálaða veröld okk- ar. Aumingja Fanney með kommúnu og kommúnisma á heilanum. Jafnvel það, sem breyta mætti í skynsamleg pólitísk rök verður að sápu- kúlum í meðferð hennar. Eldhúsmellur! 99% giftra kvenna, hver er eina prósentið? Kannski seyðfirsk kvinna, því að Seyðisfjörður er sögusvæðið. Hvað með eiginmenn fyrr- greindrar stéttar? Er það kannski óskhyggja þeirra að sænga hjá mellu, hvenær sem tækifæri gefst? Hentar þeim ekki betur að eiga konu, sem umber þá, þegar þeir eru ekki mellufærir en eru þó að basla við einhverja tilburði, þegar tvö skaut mætast. Eftir myndum að dæma gæti höfundur lumað á ýmsu, en hann er enginn ritklaufi, þrátt fyrir fremur hversdagslegan frásagnarmáta, tímaskorti kanna að vera um að kenna að persónur virðast í fáum tilvik- um hafa samsamast höfundi sínum. Þess er að vænta að tíminn gangi í lið með honum, og hann haldi vöku sinni, hvað dóm- greind um eigin verk snertir. Ég óska þess að hann verði heppinn með næsta söguefni sitt, það verði honum nærstæð- ara og hann vinni það sjálfstætt og samvizkusamlega. Ymislegt, sem ég hef ekki viljað beina athygli að, bendir til að ofanrit- að sé honum þörf hvatning. Með Félagskveðju Þórunn Elfa. Mella H ug] íeiðing um 1 3Ók rímar á móti della... Fréttabréf úr Breiðavíkurhreppi 13. október 1978 Tíðarfar og heyskapur Síðan í ágúst, er ég skrifaði síðasta fréttabréf, hefur veðrátta verið mjög góð. Urkomulítið, hlýtt og ekki vindasamt. Fjórar frost- nætur hafa komið. Heyskapur var lengi á döfinni vegna stopulla þurrka og voru sumir að heyja fram undir septemberlok. Heyin munu vera mjög góð hjá bændum, þó misjöfn eins og alltaf. Sums staðar var gras í minna lagi þegar byrjað var að heyja, en þá spratt vel á því sem fyrst var slegið, og slógu sumir há í vothey. Göngur og réttir Gangnamenn fengu góð veður við smölun og réttahald. Suma bændur vantar margt af fjalli en aðrir eru búnir að heimta vel. Lömb munu vera í meðallagi væn. Útgerö Mjög lítið hefur verið róið síðan í ágúst frá Hellnum og Stapa, 2 og 3 trillur farið nokkra róðra og fremur tregur afli þá róðra sem farnir hafa verið. Jarðir Nú hefur L.Í.Ú. fest kaup á jörðinni Skjaldartröð við Hellna, en jörðin verður höfð í ábúð. Jóhann Hjörleifsson frá Hrísdal í Miklaholtshreppi fær lífstíðar- ábúð á jörðinni og hyggst hann flytja þangað í vor, en hann þarf að byggja þar nýtt íbúðarhús. Jörðin Brekkubær við Hellna hefur nú verið seld. Bóndinn sem selur, Örn Hjörleifsson, flytur á Hellissand og hefur hann fest kaup á húsi þar. Sá sem kaupir Brekkubæinn er Jón Jónsson frá Akranesi, fjölskyldumaður. Hann ætlar að búa á jörðinni og flytja á hana í haust. Hann mun vera búinn að kaupa eitthvað af kindum og heyi. Bóndinn á Felli, Kristgeir Kristinsson, er að flytja burtu af jörðinni í haust og hefur hann fest kaup á íbúð á Akranesi og flytur þangað. Jörðin Fell er á Arnar- stapa. Landið er ríkiseign en öll hús á jörðinni á Loftur Jónsson forstjóri í Reykjavík. Byggingar Nú er verið að byggja véla- geymslu á jörðinni Bjargi á Arnarstapa. Þar búa Högni Högnason, synir hans þrír byggja húsið. Þeir byrjuðu á byggingunni nú í haust. Nú er hafin bygging íbúðarhúss hér á Hellnum í Hleinarplássi á Melabúðartúni. Það eru ung hjón sem standa að þessari byggingu, Kristján Gunnlaugsson og Sigríð- ur Helgadóttir. Þau ætla sér að búa þarna og hafa í hyggju að kaupa jörðina Barðarbúð. Það má segja, að í þessari sveit Kína-Bandaríkin: Tókýó, 25. október. AP. TENG Hsiao-ping varaforsætis- ráðherra Kína sagði í dag að vel miðaöi á viðræðufundum Kín- verja og Bandaríkjanna um að löndin tækju upp eðlilegt stjórn- málasamhand og tengsl sín á milli, samkvæmt Shanghai til- kynningunni frá 1972. séu töluverðar byltingar en það hlýtur að vera öllum sveitungum gleðiefni, ef svo vel tekst til að jarðir fara ekki í eyði og eins það, að ungt fólk setjist að í sveitunum. Sú ósk er mín, að á íslandi megi haldast blómleg byggð í sveitum landsins um alla framtíð. — Finnbogi G. Lárusson. Teng sagði að meginhindrunin væru tengsl Bandaríkjanna við Formósu, en Kínverjar halda enn við þann ásetning sinn að Banda- ríkin kalli herlið sitt þar heim, slíti stjórnmálasambandi við eyjuna og slíti jafnframt varnar- sáttmála sínum við Formósu. Vel midar í átt að eðlilegri sambúð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.