Morgunblaðið - 26.10.1978, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978
Jón Þ. Árnason: Lífríki og lífshættir XXVII
Uppgjöf er dauði,
drottnun líf
Aðvörun og Bjartsýnismað- Þrjár góðar
áminning ur sér svart bækur um tilfinn-
Egyptans og játar anlega kreppu
Mostapha Tolba
,JSökum offjölgunarinnar, fólksflóttans til borganna og
útþenslu iðnaðarins, mun sérhver einstaklingur aðeins
hafa 0.16 hektara til lífsframfæris um aldamótin — ef
hann á annað borð verður á lífi — i stað 0.31 hektara
nú, þrátt fyrir allar ræktunaráætlanir. Ef einhver
segir mér, að þessir 0.16 hektarar muni gefa jafn mikið
af sér og 0.31 hektaramir nú, þá hefi ég sem
vísindamaður mínar efasemdir.“
— Mostapha Tolba.
Ákjósanleg
örbirgð
Aö undanteknum ofbeldis- og
hryðjuverkum, bardögum og
blóðsúthellingum víðs vegar um
heim, skipar nánast ekkert gildara
rúm í daglegum fréttaflutningi en
árekstrar og illindi út af kaupi og
kjörum. Allir sérplægnishópar eru
á einu máli um, að þeir hafi verið
leigðir of lágt, geti ekki lengur
lifað af laununum og beri ekki
nægilegt úr býtum til þess að seðja
þarfir sínar. Til áherzluauka er
gjarnan bent á einhverja aðra
stétt eða starfshóp, sem njóti
hagstæðari skilyrða. Niðurstaðan
verður vanalega sú, að allir fá
„kjarabætur", þeir síðustu þó ekki
sé til annars en „samræmingar" til
að „dragast ekki aftur úr hinum“
eins og það heitir á stéttabaráttu-
máli.
Ef síðan „kjarabæturnar" verði
ekki annað en ímyndun áður en
varir, og skyldu hrökkva til
fullnægju tiltekinna þarfa, verða
samstundis til nýjar þarfir, sem
máski ennþá brýnna telst að
mæta; þá hefst leikurinn á ný og
síðan koll af kolli, því að sú
hagfræðilega staðreynd er gamal-
kunn, að sérhver fullnægð þörf eða
„þörf“ fæðir af sér tvær nýjar.
Kröfugerðir eru því í tölu eilífðar-
mála — án hliðsjónar af því, hvort
getan til að verða við óska-
draumunum er hugsanlega fyrir
hendi eða ekki.
Hér er ekki vakin athygli á öðru
en því, sem alkunna er, og ekki
heldur gefið í skyn, að allar
kaupkröfur séu óréttmætar. Hins
vegar hlýtur að vera umhugsunar-
vert, að hvergi eru gerðar hávær-
ari lífskjarakröfur en einmitt í
löndum, þar sem almenn neyzla er
mest, sums staðar óhófleg, og
efnahagslegar framfarir hafa orð-
ið mestar og víða komnar yfir þau
mörk, er skynsamleg arðnýting
setur. Þetta undirstrikar því það,
sem áður er drepið á, og sannar
auk þess hið fornkveðna, að
„ágirnd vex með eyri hverjum."
Um þarfir má endalaust deila og
er enda gert hvíldarlaust. Þær eru
að mestu háðar mati einstaklings-
ins hverjd sinni og breytilegar úr
einum tíma í annan. Það, sem einn
telur þarft, telur annar óþarft.
Eitt eiga þó allar kröfur um
aukinn eyðslumátt sameiginlegt:
Gjaldandann. Hann er ævinlega sá
sami, nefnilega náttúruríkið.
Ekki er betur vitað en að
frumþarfir allra manna séu í
meginatriðum þær sömu, og sem
viðmiðun óraskanlegar, ef frjótt
og gróandi líf er framtíðarmark-
mið. Ef lífsskilyrðin fullnægja
þeim ekki ellegar lífshættirnir
misbjóða þeim eða spilla á
áþreifanlegan hátt, bíður tor-
tímingin á næsta leiti; undir
fyrrnefndu kringumstæðunum
nær, undir hinum síðarnefndu
eitthvað fjær. Allsherjarkröfur
um sívaxandi lífsþægindi í efnis-
legum skilningi, út og yfir eðlislæg
og náttúrubundin skilyrði, þjóna
þess vegna engu fremur en
munaði, óhófi og bruðli, sem ekki
fæst nema um takmarkaðan tíma
á kostnað móður jarðar — og
niðjanna.
Þeir, sem ekki eiga alltof erfitt
með að samsinna svona þurrum
hugleiðingum, munu einnig fallast
á, að náttúruránskapur hljóti því
ávallt að bitna á manneskjunni
sjálfri fyrr eða síðar, hún hljóti að
bíða tjón á sálu sinni ekki síður en
líkama. Enn eru þeir þó í hverf-
andi, máttlausum minnihluta.
Fjöldinn hyllir fyrirheit þeirra,
sem boða honum viðstöðulausar
kjarabætur á grundvelli töfra-
máttar vísinda og tækni, og
ómældrar blessunaruppskeru af
auknum áhrifum hans á þjóð-
félagsmál yfirleitt og löggjöf alveg
sérstaklega, sem innan tíðar muni
gera draum hans um Paradís á
jörðu að veruleika.
Þessi marxiska fávísi hefir ekki
aðeins megnað að slæva skapandi
sjálfsbjargarviðleitni. Henni hefir
að auki tekizt að dauðsvæfa
meðvitund manneskjunnar um
þau ævarandi sannindi, aö
hamingja og sönn Iífsgleði þrífst
ekki í skauti peningahyggju,
heldur fær aðeins dafnað í skjóli
frelsis undan ágirnd og öfund, sem
m.ö.o. táknar, að fýsnafátækt er
ætíð auðlegðin mesta og bezta.
Hátt kaup
og atvinnuleysi
„Ef heimurinn vill lifa fram yfir
árið 2000, verða ríku þjóðirnar að
breyta lífsháttum sínum,“ segir
Mostapha Tolba, egypzkur gerla-
fræðingur, fyrrverandi samstarfs-
maður Sadats forseta, og nú
yfirforstjóri Umhverfisverndar-
ráðs Sameinuðu þjóðanna, er
aðsetur hefir í Nairobí í Kenía,
hinn 3. þ.m. í viðtali við „Europa“,
sem heimsblöðin „Die Welt“, „The
Times", „Le Monde" og „La
Stampa" gefa út í sameiningu.
„Við verðum þess vegna að snúa
við, takmarka neyzlu okkar við það
allra nauðsynlegasta til þess að
geta jafnnýtt möguleika okkar á
komandi árum, og umfram allt
annað verðum við að forðast að
eyðileggja ræktunarlönd og óskyn-
samlegum aðgerðum," bætir hann
við.
Undir ummæli Tolba geta víst
flestir raunsýnismenn tekið, enda
eru þau ekki annað en endurtekn-
ing þess, sem fjöldi lærdóms- og
vísindamanna Vesturlanda hefir
margsagt og lagt þunga áherzlu á
við óteljandi tækifæri — og ítreka
stöðugt. En þó að „ríku þjóðirnar",
þ.e. Vesturlandabúar, hafi vissu-
lega fulla þörf fyrir góð ráð og
áminningar, jafnvel úr örbirgðar-
heiminum, fer því víðsfjarri, að
þeim einum veiti ekki af hollráð-
um. Það staðfestir Tolba líka
hreinskilningslega í viðtalinu.
Hann tekur sérstaklega fram, að
mestu fátæktarlöndin standi allra
landa mestar tortímingarógnir af
náttúruránskap. Sú staðreynd
þarf ekki að koma á óvart, m.a.
vegna þess, að gengdarlaust arð-
rán þrælstjórnarríkjanna á fyrr-
verandi nýlenduþjóðum Evrópu-
ríkja blasir við öllum, sem sæmi-
lega fylgjast með heimsviðburð-
um.
Þótt enginn raunsýnismaður
telji, að Tolba hafi tekið of djúpt í
árinni, hljóta aðvaranir hans og
annarra að mega skoðast dávænn
löðrungur framan í þá, sem
trúaðastir hafa verið og eru á
hamingjuheim „framfaranna",
efnishyggju óstöðvandi hagvaxtar
í krafti tækniafreka. Á því leikur
ekki minnsti vafi: Hagvaxtartrúin
hefir borið sigurorð af fyrirhyggju
og raunsýni, vísindin hafa fært
tækninni kynnimagnaða töfra-
sprota og tæknin hefur leyst
hlutverk sitt næstum óaðfinnan-
lega. Hún hefir náð takmarki því,
sem henni var ætlað: að margfalda
framleiðslu og spara vinnuafl. Á
engum öðrum 100 árum en þeim
síðastliðnu, allt frá því að mann-
eskjan hóf feril sinn á jörðinni,
hafa efnahagsframfarir orðið ör-
ari og meiri. Á þessari einu öld,
sem er aðeins- stundarkorn í
samanburði við fortíðina, hafa
stórbrotnari uppfinningar og upp-
götvanir, nýjungar og umbætur
séð dagsins ljós, en á liðnum
árþúsundum samanlagt.
Þrátt um það, virðist sortinn
framundan aldrei hafa verið
svartari en einmitt nú. Svo svartur
og nálægur, að tvær grímur eru
m.a.s. teknar að renna á heims-
þekkta bjartsýnismenn.
Þannig lét t.d. þýzki kjarnorku-
vísindamaðurinn og heim-
spekingurinn, prófessor Carl
Friedrich von Weizsácker, þá
skoðun sína í ljós í blaðaviðtali
fyrir tæpu ári („Evangelische
Kommentare“, Stuttgart 3. janúar
þ.á.), að trygg atvinna væri
óskadraumur. Hátt kaup taldi
hann hafa knúið fram viðstöðu-
lausa hagræðingu, þ.e. aukna
framleiðslu á vinnustund, sem nú
hefi náð því marki, að sér virtist
„vonin um að auka eftirspurn eftir
vinnuafli með því að örva hagvöxt
vera draumórakennd". Hins vegar
taldi hann hagvöxt geta dregið úr
fjölgun atvinnuleysingja og bætti
við: „Sá árangur, sem við höfum
raunverulega náð, er það, sem við
höfum keppt að, þegar við tókum
nútímatækni í þjónustu okkar,
nefnilega vinnusparnaður."
Hugsjónakreppa og
leiðtogaskortur
Ég hefi aldrei dregið ágæti
vísinda og tækni í efa, og mun
sjálfsagt seint gera. Aftur á móti
hefi ég verið og er á þeirri skoðun,
að visindi og tækni hafi náð
margfalt meiri árangri en hin
vanþroskaða, staðnaða þjóðfélags-
skipun, sérstaklega stjórnmálahlið
hennar, samfara öfgakenndum
hagvaxtarhugmyndum, hafi haft
nema afar takmörkuð skilyrði til
að nýta mannkyninu á viturlegan
og réttlátan hátt.
Þessi skoðun mín er aðallega
reist á þeirri nöturlegu staðreynd,
að til þjóðaforystu veljast — með
nokkrum undantekningum þó —
helzt ekki annað en undirmáls - og
meðalmenn í frjálsræðisríkjum
heims, og skálkar og illmenni í
þrælaríkjunum. Ástæðulaust er að
fara nánar út i þessa sálma nú, en
hins vegar þykir mér rétt að nota
tækifærið til þess að benda þeim
fjölhyggjumönnum, sem hvað
ákafast leitast við að fela stjórn-
málalegt hugsjónagjaldþrot sitt og
heldur óglæsilegan árangur af
frammistöðu sinni í keppninni við
kommúnismann á bak við skamm-
ir um Platon og Hegel, á þrjár
eftirtaldar bækur þeim til nokkurs
skilningsauka:
1. Joachim H. Knoll: „Fúhrungs-
auslese in Liberalismus und
Demokratie", Stuttgart 1957,
2. Dino Del Bo: „La crisi dei
dirigenti" í þýzkri útgáfu „Die
Krise der politischen Fúhrungs-
schicht", Freiburg im Breisgau
1966, og
3. Júrgen Eick: „Das Regime der
Ohnmáchtigen", Frankfurt 1976.
Um höfundana skal tekið fram
til þess að firra ótta, að þeir eru