Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 47

Morgunblaðið - 26.10.1978, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. OKTÓBER 1978 47 ÞESSAR myndir eru úr filmu sjónvarpsins af úrslitaleik Vals og Víkings í Rcykjavíkurmótinu í handknattleik og sýna atvik, sem varð eftir að leiknum lauk. Atvik þetta hefur verið mikið til umræðu en það sýnir þegar Viggó Sigurðsson leikmaður Víkings hljóp á Ilannes Þ. Sigurðsson dómara og felldi hann. Hannes hefur sagt í samtali við Mbl. að þarna hafi verið um vítaverða framkomu að ræða og vegna þess muni hann ekki dæma fleiri leiki hjá Víkingi. Viggó hefur hins vcgar sagt hér í blaðinu að um óviljaverk hafi verið að ræða. Hér verður ekki lagður dómur á þetta atvik en það hefur kveikt umræður um samskipti leikmanna og dómara, sem eru m.a. gerð að umtalsefni í grein hér á síðunni. Skotar rett mörðu Noreg! SKOTUM gengur illa að príla upp úr þeim öldudal sem þeir flatmaga ofan í þessa dagana. Þrátt fyrir sigur gegn Noregi, getur hinn nýi þjálfari Skota vart verið í skýjunum yfir framgöngu sinna manna. því að sigurinn hljóðaði upp á 3—2 og mark var dæmt af Norðmönnum auk þess sem þeir fengu nokkur góð marktækifæri sem ekki nýttust. Norðmenn tóku forystuna þegar honum stóra sínum, er varnar- á 3. mínútu, þegar Aase skallaði í netið hornspyrnu Sven Mathiesen. Það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn, sem Dalglish tókst að jafna eftir undirbúning McQueen. Þannig var staðan i hálfleik. Báðir markverðirnir urðu að taka á menn gerðu mistök á hálum vellinum. Á 64. mínútu náði Noregur forystunni á ný, er Arne Okland skallaði glæsilega í netið eftir fyrirgjöf Mathiesens, sem rétt áður hafði skorað rangstöðumark. Nokkrum mínútum síðar átti Johagsen þrumuskot í þverslá. En Skotar sóttu allan tímann mun meira og þegar 8 mínútur voru til leiksloka, tókst Dalglish að þvæla knettinum yfir marklínuna og jafna. 3 mínútum fyrir leikslok var Graham síðan brugðið innan vítateigs og Archie Gemmell skoraði sigurmarkið úr víti. LIÐ SKOTLANDSi Stewart. Donachie. F. Grey, Souness, McQueen. Buchan, Dalulish. Gemmel. A. Gray. Hartford ok Graham. Jafntefli erkif jenda ENGLENDINGAR standa nú mjög vel að vígi í riðli sínum í Evrópu- keppni landsliða í knattspymu. Þeir sóttu írska lýðveldið heim í gærdag og höfðu þaðan á brott með sér eitt stig. Englendingar eru nú efstir í riðlinum. en hafa þrátt fyrir það ekki leikið nema á útivöllum til þessa. Lokatölurnar í ieiknum urðu 1 —1 og voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. írarnir réðu gangi leiksins lang- tímum saman, með þá Liam Brady og Dave 0‘Leary mjög sterka. Það var einkum framan af fyrri hálfleik, sem Englendingarnir mölduðu í • Bob Latchford skoraði mark Englands í gær. móinn og á 8 mínútu skoruðu þeir eina mark sitt, en þá skallaði Bob Latchford í netið eftir hornspyrnu Trevor Brooking. Brooking var besti leikmaður Englendinga og var maðurinn að baki flestra sóknarlota Englendinga. Irar náðu smám sam- an góðum tökum á leiknum og rétt fyrir hlé tókst Gerry Daly að jafna metin með góðu skoti. Þar við sat. LIÐ ENGLANDS. Clcmmcncc. Ncal, Mills, Watson, IIuKhes. Wilkins. Coppcl. Brook- ing. KeeKan. Latchford og Barncs. LIÐ ÍRLANDSi Kcarncs. Mulligan. Holmcs. Lawrencon. Daly. Brady. Gilcs, McGhcc. Givens og Ryan. Par lágu Danir NORÐUR-írar virðast ætla að vera sterkir í sínum riðli í Evrópukeppni lands- Nýliðinn skoraði 4 mörk! MALTA fékk skell að venju í landsleik í knattspyrnu og nú voru það Walesbúar sem léku sér að þeint eins og köttur að mús. Mörkin urðu 7, þar af skoraði nýliðinn, Ian Edwards frá Chester, 4 mörk og annar nýliði, Pcter O'Sullivan. skoraði einnig. Annars var maðurinn að baki sigrinum Micky Thomas, útherji frá Wrexham. sem lék á heima- velli sínum. Ilann átti þátt í I>AÐ ER illt í efni þegar dómarar eru farnir að gefa út yfirlýsingar um að þeir dæmi ekki hjá vissum lið- um eins og fram kom í Mbl. í gær er einn af okkar þekktari og reyndari dóm- urum í mörg ár Hannes Þ. Sigurðsson lýsti því yfir að hann myndi ekki dæma framar leiki Víkinga í handknattleik. Það verður ekki dregið í efa, að eitt vanþakklátasta starf, sem unnið er í þágu íþróttanna, er dómarastarfið. Fáir eru gagnrýnd- ir jafn harðlega, jafnt í dagblöðum sem af leikmönnum og áhorfend- um. Hve oft eru ekki gerð hróp að dómurum við störf sín og fyrir kemur aö þeir verða fyrir aðkasti. flestum marka Wales, auk þess sem hann skoraði eitt sjálfur. O’Sullivan skoraði fyrsta mark- ið á 18. mínútu eftir fyrirgjöf frá Thomas og 2 mínútum síðar skoraði Edwards fyrsta mark sitt, einnig eftir fyrirgjöf Thomas. Og á 45. minútu skoraði Edwards annað mark sitt, einnig eftir fyrirgjöf Thomas. I síðari hálfleik hélt barningur- inn áfram og þegar aðeins 6 minútur voru liðnar af síðari hálfleik, hafði Edwards skorað tvö mörk í viðbót. Á 68. mínútu var röðin komin að Thomas sjálfum að skora og 3 mínútum síðar skoraði Brian Flynn síðasta markið. Lið Walesi Davies, Stevenson, Jones. Phillips, Page, Thomas, Harris, Flynn, Edwards, James og Cartwrijfht. Varamaðun O'Sullivan. Dómari leiksins var enginn annar en Magnús V. Pétursson nordan af fróni og hefur hann vonandi staðið sig vel. liða, a.m.k. ef marka má sigur þeirra gegn Dönum í Belfast í gær. Leiknum lauk með sigri Norður-íra 2—1, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1 — 1. Danir hafa sýnt það í fyrri leikjum sínum í keppninni til þessa að lið þeirra hefur á að skipa mörgum snjöllum framherjum og fljótlega náðu þeir forystunni gegn Irunum í gærdag, en Henning Jensen skoraði. Jensen leikur sem kunnugt er með Real Madrid, en hann var einn af fáum atvinnu- mönnum sem lék með danska landsliðinu í gær. Fyrir hlé tókst Derek Spence að jafna metin, en hann hafði rétt áður komið inn sem varamaður. Sigurmarkið skoraði síðan Trevor Anderson nokkru fyrir leikslok, en hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Spence, sem meiddist nokkru eftir að hafa jafnað fyrir Irana. Adamson til Leeds ENSKA félagið Leeds Utd. réð í gær til sín þriðja framkva*mda- stjóra sinn á árinu, en eins og frá hefur verið skýrt, hætti Jock Stein eftir aðeins fárra daga úthald, er honum bauðst að taka við skoska landsliðinu. Áður var hjá félaginu Jimmy Armfield. Hefur virðingaleysi við dómara aukist? Það vill oft gleymast að þeir sem leggja íþróttahreyfingunni lið með störfum sínum sem dómarar eru ólaunaðir og verja til þess miklu af tíma sínum. Á undanförnum árum er sem virðingarleysi við dómara hafi aukist. Þess er skemmst að minnast, að ráðist var á línuvörð við störf sín i íslandsmótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar. Dómari í körfuknattleik fékk mikið spark í afturendann frá leikmanni að leik loknum hér í móti fyrir skömmu og fleira mætti nefna. Það má ekki gleymast, að dómarar eru mannlegir og geta gert sín mistök, og vissulega getur það komið niður á liðum í kappleikjum, en það bætir ekki úr skák er íþróttamenn láta skapið hlaupa með sig í gönur, og svala sér á dómurum leiksins. Það má ekki koma fyrir. Undirritaður minnist þess að eitt það fyrsta sem pólski lands- liðsþjálfarinn Janus Cervinski lagði mikla áherslu á fyrir kapp- leiki var að starf dómarans yrði virt og borin væri virðing fyrir Kappinn sem nú fær að reyna sig er Jimmy Adamson, sem síðustu 6 árin heíur verið stjóri hjá Burnley. Hann hefur áður fengist við þjálfun hjá Sunderland og hollenska liðinu Spörtu. en í Hollandi var hann aðeins í fáa daga. gafst upp og fór heim. honum. Mótmæla aldrei dómi hversu rangur sem hann gæti virst. Það voru lög að segja ekki orð við dómarann. Nákvæmlega það sama kom fram í viðtali, sem undirritaður átti fyrir skömmu við hinn nýja pólska þjálfara Vikings- liðsins. Hann sagðist leggja áherslu á að leikmenn mótmæltu ekki dómum, hvorki með orðum eða öðrum hætti. Oft stafa mótmæli leikmanna og áhorfenda af hreinu þekking- arleysi á reglum leiksins. Væri ekki úr vegi að dómarar ættu fundi með leikmönnum liöa í 1. og 2. deild og kynntu þar reglur og ræddu um ýmis atriði sem hugsan- lega orka tvímælis. Vissulega verður að gera kröfur til dómara um þekkingu á öllum reglum leiksins út í æsar, en öll gagnrýni á störf þeirra verður að vera sanngjörn. — ÞR. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ < < i i i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.