Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 5 Atburðir sjö- unda áratug- arins ímáli og mynduin BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur sent frá sér fjórða hluta ritverks- ins Öldin okkar og er þar fjallað um atburði áranna 1961 til 1970 í máli og myndum. Gils Guðmunds- son alþingismaður og Björn Vignir SÍRurpálsson hlaðamaður tóku þetta bindi saman. „Aldirnar" eru nú orðnar níu talsins og fjalla um menn og málefni í 370 ár og er efnið sett upp í formi fréttablaðs. Öldin okkar er prentuð í Prent- smiðjunni Odda hf. og bundin í Sveinabókbandinu. Oldin okkar 1961-1970 Peningaveski stolið MITT í miklum önnum í Aðal- strætisverzluninni (áður Silli & Valdi) milli kl. 3.30-3.45 á laugardaginn varð ung kona, sem vinnur þar við afgreiðslustörf fyrir því að farið var í veski hennar og stolið úr því seðlaveski með peningum í svo og skilríkjum konunnar t.d. ökuskírteini og sjúkrasamlagsskírteini. I pening- uim voru um 12—15.000 krónur. — Grunur leikur á því, að þarna hafi unglingur verið að verki. — Ekki hafði þó vegna anna tekizt að stöðva hann, áður en hann komst út á götuna í umferðina og myrkrið. Lögreglan hefur fengið þetta mál til rannsóknar. Konan sem stolið var frá heitir Jónína Sigurðardóttir, Grettisgötu 70. 3 sölur erlendis ÞRJÚ fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær. Otur seldi 83 tonn í Hull fyrir 34 milljónir króna, meðalverð 410 krónur. Vestmannaey seldi 124,5 tonn í Cuxhaven fyrir 37,5 milljónir króna, meðalverð 301 króna. Loks seldi Goðanes 22,5 tonn í Fleetwood fyrir 5,9 milljón- ir, meðalverð 265 krónur. Lítiðbarn hefur lítið sjónsvið Nei. þetta er ekki árekstur, heldur víkja skipin þarna eins og lög og reglur gera ráð fyrir á miðri Víkinni. Norski báturinn á útleið, en ísafoldin á leið í höfn í Vestmannaeyjum. «ijósm siKurKeir) 4 loðnuskip á Akranes Akranesi 4. desember. Eftirtalin skip komu hingað til hafnar í gær með Ioðnuafla> Sigurður Árni AK 370 lestir, Óskar Halldórsson RE 410 lestir. Rauðsey AK 540, Víkingur AK með 1150 lestir af loðnu til vinnslu í SFA, en hún er nú búin að taka á móti um 22 þúsund lestum af loðnu á sumar- og haustvertíðinni. Hofsjökull er hér á vegum SH og lestar hraðfrystan fisk. Jökulfellið er einnig hér á vegum SÍS að taka frystan fisk. Alicto tók 800 lesti'r af lýsi. Star River tók 360 1. af mjöli. Undanfarið hefur verið mikil tregða á útskipun sjávarafurða, en nú mun úr því rætast því einnig er von á mjöl- og lýsisskipi á næstunni. Afli línubáta hefur verið heldur tregur undanfarið, eða frá 3—5 lestum að meðaltali í róðri. — Júlíus. SHARP FERÐATÆKIN ERU MEIRA — já miklu meira en venjuleg feröatæki Eigum nú fyrirliggjandi fjölbreytt úrval ferðatækja mono og stereo. Öll Sharp tækin eru meö hinu frábæra sjálfleitarkerfi APSS, sem Sharp hefur einkaleyfi á. Þaö eru svo margir fylgihlutir í Sharp feröatækjum aö þaö er hreint i—I /\ í-rf I—» ótrúiegt og ekki pláss hér á síöunni til aö tíunda þau öll — komiö því og kynniö ykkur þaö sem Sharp býöur uppá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.