Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 32
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978
Kaffiverzluni
Ilmurinn
er
indæll...
Sá markaður sem einkennist af einna harðastri samkeppni
hérlendis, er kaffimarkaðurinn. Til að afla nánari frétta um
kaffiverzlunina í landinu hélt Viðskiptasíðan á fund ólafs ö. Johnson
forstjóra hjá 0. Johnson & Kaaber.
Frá fundi Stjórnunarfélagsins.
Ólafur tjáði okkur að fyrirtækið
væri stofnað 1906 og er því i dag
elzta heildverzlun landsmanna.
Allt frá þeim tíma hefur fyrir-
tækið annast sölu á kaffi, og árið
1924 hóf það að brenna kaffibaunir
í eigin verksmiðju hérlendis. I dag
starfrækir Ó. Johnson og Kaaber
eitt fullkomnasta iðnfyrirtæki
landsins en það er kaffibrennslan í
Árbæjarhverfi. Starfsmannafjöldi
er nú um 70.
Ólafur sagði að aðallega væru
ræktaðar tvenns konar kaffibaun-
ir í heiminum í dag þó svo til væru
mörg afbrigði af þeim. Þessar
tegundir eru Robústa sem ræktuð
er á láglendi, aðallega í Afríku, og
er yfirleitt bragðlítil. Hin tegund-
in er Arabika en hún er ræktuð á
hálendi, víða í heiminum og hefur
sterkara bragð. Bragðið er mjög
mismunandi eftir landssvæðum og
Vorulisti
Ó.Johnson & Kaaber hf.
ræður jarðvegur og loftslag þar
miklu um. Sem dæmi um afbrigði
af Arabika kaffinu má nefna Rió
og Santos kaffið en geta má þess
að um 50% alls þess kaffis sem
neytt er í heiminum í dag kemur
frá Brasilíu. Það er útbreiddur
misskilningur sagði Ólafur að eftir
því sem kaffi sé dýrara þá þurfi að
nota minna af því. Svo er að
sjálfsögðu ekki. Neytendur þurfa
að líta á fleiri þætti en verðið og
gera sér grein fyrir því að allt
kaffi er ekki eins. I dag eru t.d.
fimm kaffibrennslur hér á landi en
einnig er erlent kaffi selt í
verzlunum svo í allt skipta merkin
sem boðið er upp á tugum. Eftir
hinar miklu verðhækkanir sem
urðu á kaffi 1975 drógst kaffi-
neyslan í heiminum verulega
saman, og má nefna sem dæmi að
samdrátturinn í Bandaríkjunum
var um 20% en bérlendis er talið
að hann hafi numið milli 10 til
15%. Ef litið er til fyrri ára er það
athyglisvert að unga fólkið virðist
ekki drekka kaffi í jafn ríkum
mæli og það gerði hér áður fyrr.
Annað sem einkennir sölu á kaffi
eru árstíðasveiflurnar en þar á ég
við að neyslan á veturnar er til
muna meiri en á sumrin. Rekstrar-
lega Séð er erfitt að fást við
kaffiverzlun. Verðsveiflur erlendis
eru tíðar en verðákvarðanir
hérlendis bera hins vegar mikinn
keim af því að kaffi er vísitölu-
vara. Engu er breytt nema verð-
lagsnefnd hafi fjallað um málið og
afgreitt það en síðan þarf sam-
þykki ráðherra að koma til áður en
ný verð öðlast gildi. Getur þetta
verið all seinvirkt á stundum,
sagði Ólafur Ó. Johnson að lokum.
Lítill áhugi meðal þingmanna
Fyrir nokkru gekkst
Stjórnunarfélagið fyrir sér-
stökum fundi fyrir fulltrúa
opinberra aðila þar sem nýjar
aðgerðir við fjárlagagerð voru
kynntar. Meðal annars var
fjallað um núllgrunns áætlana-
gerðina og sólseturlöggjöfina
en með beitingu þeirra má
tryggja betri nýtingu fjár-
magnsins auk þess sem draga
má úr síþenslu opinberra
stofnana.
Alls tóku um 25 manns þátt í
fundinum en menn veittu því
athygli að aðeins 4 þingmenn
mættu, allt menn sem tóku sæti
á Alþingi í haust í fyrsta skipti.
Vonandi er þetta ekki talandi
tákn um vilja þingmanna til að
færa fjárlagagerðina til betri
vegar.
Fjármálastjórn
og verdbólga ..
Á ráðstefnu sem haldin var
nýlega um fjármálastjórn
fyrirtækja flutti Sigurður
Helgason framkvæmdastjóri
erindi sem hann nefndi „Fjár-
málastjórn og verðbólga“. í
erindinu segir Sigurður m.a.
„Það er ljóst að verðbólga í
heiminum hefur einkum á
síðustu árum haft veruleg áhrif
á afkomu atvinnurekstrar og
haft í för með sér ný vandamál
— ekki sízt í hinum iðnvædda
heimi — vandamál sem bæði
atvinnurekendur og fræðimenn
hafa glímt við með misjöfnum
árangri. Nefna má mýmörg
dæmi þeirra vandamála rekstr-
ar sem virðast hvarvetna fylgja
verðbólgunni — svo sem að
almennt dregur úr arðsemi
Mikið tap vegna slits
sæsímastrengjanna
SAMKVÆMT upplýsingum
Ólafs Tómassonar hjá Pósti &
Síma hafa sæsímastrengirnir
Scotice og Icecan verið slitnir í
samtals 135'á dag frá áramótun-
um síðustu og sagði hann að
helzta orsökin væri togaraveið-
ar. Til að kanna áhrif þessa á
viðskiptalífið ræddi viðskiptasíð-
an við þrjá aðila sem stunda
útflutningsverzlun.
IIjalti Einarsson framkvæmd-
arstjóri hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna sagði að slit
strengjanna hefði skapað afleitt
ástand hjá þeim. Allt verður mun
hæggengara og skapar það mikil
vandræði. Hjalti sagði að erfitt
væri að meta beint sölutap vegna
þessa þar sem stöðvunin væri
almennt ekki langvarandi í hvert
skipti.
Martin Petersen framkvæmd-
arstjóri hjá Flugleiðum sagði að
allt farskrárkerfi þeirra færi um
þessa strengisvo þeir hefðu mikla
þýðingu fyrir starfsemi Flugleiða.
Skipta mætti skráningunni milli
strengjanna en þegar þeir eru
báðir slitnir samtímis flyst allt
vald á skráningunni til Ameríku
og Evrópu. Martin sagði að erfitt
væri að geta sér til um beint
sölutap en óhagræðið væri til-
finnanlegt.
Þráinn Þorvaldsson fram-
kvæmdarstjóri hjá Hildu h.f.
sagði að þetta væri annað árið í
röð sem sæsíminn væri slitinn
þegar endurpöntunartímabilið
stæði yfir. Tap okkar nemur því
orðið tugum milljóna króna.
Bandaríkin eru okkar helzta
viðskiptaland og þegar kaupmenn
þar ná ekki sambandi hingað
hringja þeir einfaldlega annað.
Afleiðingin er því sú að mikil
birgðasöfnun á sér nú stað hjá
okkur en það leiðir aftur til þess
að minna verður að gera hjá
hinum mörgu framleiðendum,
sem við seljum fyrir víðs vegar
um landið, sagði Þráinn.
fyrirtækja, sífellt er þörf meira
fjármagns til fjármögnunar
rekstrarfjármuna, skattar á
atvinnufyrirtæki fara
hækkandi, fjármögnun lang-
tímafjárfestinga verður
erfiðari og kostnaðarsamari og
allar fjármálalegar upplýsingar
óáreiðanlegri. Hlutfall láns-
fjármagns af heildarfjármagni
fer yfirleitt vaxandi og
greiðslustaða versnandi.
Verðlag hlutabréfa lækkar á
hlutabréfamörkuðum og fyrir-
tækjum reynist erfitt að beita
útgáfu hlutabréfa til fjár-
mögnunar. Mönnum verur tíð-
rætt við þessar aðstæður um þá
algengu mótsögn, að fyrirtæki
sem talin eru vel'rekin og sýna
sívaxandi hagnað, en þurfa
jafnframt að taka svo mikil lán,
að við lætur að lánastofnanir
stjórni orðið rekstrinum. Nefna
má í sambandi við hið síðast-
talda, að raddir heyrast meðal
almennings einmitt varðandi
suma atvinnuvegi á íslandi,
sem segja að lánastofnanir eigi
viðkomandi atvinnugreinar.
Eðlilegast væri því að sam-
félagið hirti heila klabbið upp í
skuldir. Á hinn bóginn segir
málshátturinn: „Greidd skuld
er glatað fé“. íslenzkur
almenningur veit af eigin
reynslu að það borgar sig, eða
a.m.k. borgaði sig að taka meiri
háttar lán og festa í þeirri
tegund fjárfestinga sem
almenningur þekkir bezt —
steinsteypu. Jafnframt því að
almenningur telji að lánastofn-
anir eigi atvinnuvegina meira
eða minna vegna lélegs rekstr-
ar, er það útbreidd skoðun að
atvinnuvegirnir séu stærstu
lánþegar samfélagsins, og því
stprgræði þeir einnig.
Verðbólgan ruglar afstöðu
almennings til atvinnu-
rekstrarins, engu síður en hún
villir um fyrir stjórnendum
fyrirtækja."
Síðar í erindinu segir
Sigurður að ýmsir örðugleikar
verði á vegi þeirra sem þurfi að
velta viðbótarkostnaðinum sem
lýzt af verðbólgunni út í
F járf estingahandbókin
Fjárfcstingarfélag íslands hef-
ur um árabil starfrækt sérstakan
verðbréfamarkað. Kekstur þessa
verðbréfamarkaðs hefur sýnt
forstöðumönnum Fjárfestingar-
félagsins íram á að mjög margir
einstaklingar eru óupplýstir um
fjármál almennt og oft er mat
þeirra byggt á misskilningi.
Fyrir vikið cr tilkostnaðurinn við
fjárráðstafanir þessara einstakl-
inga meiri en efni standa til og þá
um leið cr hagnaðurinn af þeim
minni. Til að ráða bót á þessu
hefur Fjárfestingarfélagið tekið
saman bók er nefnist Fjárfest-
ingahandhókin.
í bókinni er m.a. fjallað um
hvernig bæta má allt skipulag í
sambandi við fjárráðstafanir en
einnig er rætt sérstaklega um
helztu tegundir þeirra. Sem dæmi
má nefna að nefndir eru helztu
kostir og gallar við það að
fjárfesta í hlutabréfum, skulda-
bréfum ríkissjóðs, bílum, fasteign-
um og í fyrirtækjarekstri. Útgef-
andi bókarinnar er Frjálst Fram-
tak h.f. og fæst hún í öllum helztu
bókaverzlunum landsins.
Sigurður Helgason
verðlagið. Þeir helztu eru
. verðlagsákvæði, verðstöðvun,
upplýsingaskortur og almennur
ótti fyrirtækja, sem búa við
ófullkomna samkeppni, við að
leiða þegar verð hækkar. í lok
erindisins bendir Sigurður á
nokkra þá möguleika sem fyrir-
tækin geta beitt til að laga sig
að verðbólgunni. í fyrsta lagi
má breyta stjórnunarþáttun-
um. Þ.e. að auka t.d. áætlana-
gerð og hvers konar rekstrar-
eftirlit. 1 öðru lagi má breyta
ýmsum rekstrarþáttum s.s. að
auka veltuhraða rekstrarfjár-
muna, breyta vörusamsetning-
unni og breyta samsetningu
framleiðsluþátta. Með því að
notfæra sér þessa möguleika
má auka við vitneskju stórn-
enda fyrirtækjanna og á grund-
velli hennar má auka eigið fé
þeirra og gera þau sjálfstæðari
en þau hafa verið um langt
skeið.