Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 LEIFUR MULLER í FANGABUDUM NASISTA — LOKAGREIN Aðkoman í Buchenwald 1945. Í Þessum búöum er áætlað aö um 51.000 fangar hafi ýmist verið myrtir eða fallið úr sjúkdómum. legir andstæðingar — og látnir hverfa. Þannig höfðu þeir ætlað sér að áhrifin yrðu: fráfæling 90 prósenta. A þennan hátt gátu menn vonað að hverskonar and- stæða yrði kæfð í fæðingu, áður en hún varð að einhverri skipulagðri ógnun." En menn vildu útrýma and- stæðingunum, og kom þá brátt upp hugtakið „óæðri þjóðflokkurinn" sem yrði að útrýma. Þetta átti við um Gyðinga, Sigauna og urri hina rússnesku stríðsfanga sem í stór- um hópum voru færðir í búðir, þar sem þeir voru ekki meðhöndlaðir samkvæmt vernd Genfarsátt- málans. í hinni babylonísku ringlureið fangabúðanna rann mannfjöldinn saman í einu bendu, sem eftir lengri eða skemmri tíma skyldi útrýmt. Árið 1941 kemur fram sparnaðarhugmynd frá Pohl hers- höfðingja, um að taka út úr þessum hópi vinnuafl. I Ntirnberg var þetta skilgreint sem: Ut- rýming gegnum vinnu. Skipulagning og staö- setning fangabúðanna Fangabúðirnar urðu að vera það vel einangraðar frá næsta um- hverfi sínu, að þær mynduðu eins kohar sérstakan heim út af fyrir sig, ósýnilegan öllum almenningi í landinu, Yfirvöldin fluttu því heilbrigði manna og helzt átti loftslagið að vera eins óheilnæmt og unnt var. Að öðru leyti gat stórfallegt landslag eins og Buchenwaldhæð- in, hæðin í Struthof eða skóglendið kringum Mauthausen verið jafnvel fallið til að reisa þar fangabúðir eins og einhver eyðilönd á borð við hin mýrlendu svæði í Birkenau, heiðalöndin í Belsen og önnur álíka landsvæði. Fangahúsin voru yfirleitt blokkir, um það bil fimmtíu metrar á lengd og sjö til níu metrar á breidd, og voru blokkir þessar oftast reistar í löngum röðum. í Oranienburg voru blokkirnar þó látnar mynda hálfhring. I Natzweiler voru blokkirnar margra hæða. Fangabúðirnar voru afgirtar ýmist með einfaldri gaddavírsgirð- ingu eða margfaldri. Inn á milli gaddavírsgirðinganna var komið fyrir rafhlöðnum vír með hárri spennu, sem lífshættulegt var að snerta. Til þess að styrkja allt eftirlit með fangabúðunum voru háir varðturnar með fimmtíu eða sextíu metra mmillibili umhverfis fangabúðirnar. Unnt var að safna öllum föngun- um í hverjum búðum saman á autt svæði innan fangabúðanna, og með nafnakalli var svo hægt að full- vissa sig um það, að enginn hefði flúið. „Nafnakalls-torgið“ var staðurinn, þar sem vinnuflokkarn- ir söfnuðust saman og héldu svo af stað til vinnu á hverjum morgni. Tilgangurinn með fangabúóun- um var að tortíma föngunum Þetta er síðasta greinin um heimsókn mína og félaga minna til fangabúða nasistanna — 33 árum eftir að við gistum þær. En áður en ég lýk frásögn minni ætla ég að birta hér í lauslega þýðingu lýsingu á áformum nasistanna með fanbabúðunum þeirra, í Dagleg vinna í Sachsenhausen. Þýzkalandi og víðar, á árunum 1936 — 1946. Þar segir orðrétt: „Aðalmarkmið flokksins er að útrýma sérhverjum raunveruleg- um eða grunuðum andstæðingi — hinna Nasjonal Sosialistisku yfir- valda. Ógn þessara starfsaðferða birtist í: einangrun, óviröingu og tortímingu. Þeim mun hrottalegri sem þessar aðferðir voru, þeim mun betri, þeim mun nákvæmari, þeim mun rækilegri. Þannig kom þetta ekki fram sem réttlæti, heldur á þann hátt að t.d. tíu saklausir væru settir inn í gaddavírsgirðingu sem raunveru- íbúana í nágrenni Auschwitz og Birkenau á brott. í Mauthausen var það, sem gerðist í fangabúðun- um, falið fyrir íbúunum í næsta nágrenni af háum virkismúrum. Fangabúðirnar skyldu helzt staðsettar á þeim stöðum, sem voru lítt byggilegir og hættulegir Þarna voru höfð langdregin nafna- köll og þarna fóru aftökurnar fram í augsýn allra. Þessi auðu svæði voru því eins konar tauga- miðstöðvar fangabúðanna. Frá árinu 1942 voru það hin brýnustu og mikilvægustu þjóð- hagslegu verkefni, sem réðu því hvert fangahóparnir voru sendir til vinnu. Fjöll og skóglendi urðu oft fyrir valinu, þegar hefja átti starfrækslu nýrra leynilegra verk- smiðja, sem framleiddu leynivopn. Eftir að Pohl, yfirumsjónar- maður með öllum fangabúðum nasista, hafði innleitt lögmálið um að eyða mannslífum með vinnu- álagi, voru vinnuflokkar fanganna í Buchenwald, Mauthausen og í Dachau settir til að grafa neðan- jarðargöng, reisa neðanjarðar- verksmiðjur eða þá til að stand- setja gömul hrörleg hús, sem nota átti fyrir vígbúnað Þriðja ríkisins. Það er því alls ekki unnt að setja fram neina ákveðna reglu, sem látin var ráða staðsetningu fanga- búðanna: Alls konar staðir komu til greina, loftslagið gat verið með ýmsu móti, notuð voru hin marg- víslegustu húsakynni, og var þá sama hvort þau voru reist úr steini, timbri eða jafnvel úr torfi eins og í Ampfing. Alls konar húsnæði var notað, þar með talin kirkja í Gandersheim á fanga- búðasvæðinu í Buehenwald, en kirkja þessi hafði verið lögð niður sem guðshús. Þegar stofna átti fangabúðir reyndist nasistum unnt að nota bókstaflega allt, sem til féll. Stjórn fangabúðanna Frá árinu 1936 var Himmler yfirmaður stjórnar fangabúðanna, hann var um leið æðsti valds- maður SS — SS og lögreglan höfðu smátt og smátt sameinast í eina fylkingu á árinum 1933 til 1939. Árið 1941 hafði Heydrich, með fullu leyfi Himmlers, látið skipta fangabúðunum í fjóra megin- flokka: Flokkur I a: voru fangabúðir, sem hýsa áttu aldraða gæzlufanga,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.