Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 47 Mikil flóð í'Malaysíu Johore Bahru, Malaysíu, 4. des. Reuter. Mikil flóð urðu í Johore Bahru, einni stærstu borg Malaysíu. um helgina og ollu þau allnokkrum skemmdum, sérstaklega á járn- brautakerfi borgarinnar, segir í fréttum frá þarlendum yfirvöld- um. Flóðin sem stafa af monsúnrign- ingum gerðu einnig mikinn usla í Singapore þar sem tveggja metra djúpt vatn var í mörgum hverfum borgarinnar þegar verst lét. Lög- reglan þar staðfesti að einn maður hefði drukknað. Yfir sex hundruð ferðalangar tepptust á leið frá borginni Johore Bahru þegar járnbrautarlest á leið til Kuala Lumpur varð að bíða átekta vegna vatnavaxtanna. víða um heim Akureyri 5 alskýjað Amsterdam 2 rigning AÞena 15 heióskírt Barceiona 10 rigning Berlin 0 heióskírt BrUssel 2 skýjaó Chícago 6 skýjaó Frankfurt 2 skýjaö Genf 2 skýjaó Helsinki ->5 skýjaó Jerúsalem 11 rigning Jóhannesarb. 26 léttskýjað Kaupmannah. 3 skýjaó Lissabon 16 rigning London 6 Jieióskírt Los Angeles 19 heióskírt Madrid 14 léttskýjaó Malaga 19 léttskýjaö Mallorca 19 léttskýjaó Miami 27 heióskírt Moskva +10 skýjað New York 8 rigning Ósló +1 skýjaó París 7 skýjaó Reykjavík 7 rigning Rio De Janeiro 32 léttskýjaó Rómaborg 10 rigning Stokkhólmur +4 léttskýjaó Tel Aviv 17 rigning Tókýó 16 skýjaó Vancouver 7 skýjaö Vínarborg . 3 skýjaó Bankarán í Frankfurt Frankfrut 4. des. AP TVEIR VOPNAÐIR bankaræn- ingjar særðu tvo lögreglumenn í skotbardaga við banka í Frank- furt í morgun og komust undan með nokkra fjárhæð segir í frétt lögreglunnar í dag. í frétt lögreglunnar segir að mennirnir tveir séu sennilega hryðjuverkamenn. Til bardaga kom þegar ræningjarnir voru að koma þýfinu fyrir í bíl sínum og lögreglumennirnir tveir komu að- vífandi. Annar lögreglumaðurinn fékk skotsár í maga og hinn í þind en eru báðir taldir úr lífshættu. Ræningjarnir komust undan með um 47 þúsund þýzk mörk sem eru um 7,7 milljónir íslenzkra króna. 41 fórst í gullnámu Klerksdorp, SuðurAíríku, 4. desember Reuter FORSTJÓRI gullnámunnar Vaal Reefs 150 fm suðvestur af Jóhennesarborg segir að engin von sé til þess að bjarga megi 41 námumanni sem lokuðust niðri í námunni þegar eldur kom upp í henni. Tilraunum til að bjarga mönnunum var hætt vegna geysi- legs hita, reyks og grjóthruns. Eldurinn kom upp á stað þar sem 121 námumaður var við vinnu, aðallega blökkumenn en flestir væru fluttir burtu áður en eldur- inn breiddist út. Atkvæðagreiðsla í stjórnmálaráði sovézka kommúnistaflokksins í síðustu viku. Lengst til hægri er Leonid Brezhnev forseti og nýjasti fulltrúinn í ráðinu, Konstantín Chernenko, er lengst til vinstri. Viðbúnaður fyrir kosningar á Spáni Madrid, 4. desember. AP. HER OG lögregla á Spáni eru í viðbragðsstöðu vegna þjóðaratkvæða- greiðslunnar sem fer fram á miðvikudaginn um nýja stjórnarskrá og samkvæmt flestum skoðanakönnunum verður stjórnarskráin samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Stjórnmálaflokkarnir hafa haldið rúmlega 2.000 fundi síðan fyrir helgi til að hrósa þeim lýðræðislegu breytingum sem stjórnarskráin kveður á um og komið hefur verið til leiðar á síðustu þremur árum þrátt fyrir almennan ugg um nýja ofbeldis- öldu. Liðsauki rúmlega 2.500 lögreglu- manna er á verði í Baskahéruðun- um á Norður-Spáni og hermenn eru á verði við opinberar bygging- ar um landið allt en ekki hefur dregið til tíðinda. Leyfi hermanna og lögreglumanna hafa verið afturkölluð vegna veggspjaldaher- ferðar öfgamanna til vinstri og hægri sem hafa skorað á kjósend- ur að greiða atkvæði gegn stjórnarskránni. Adolfo Suarez forsætisráðherra úr Miðflokkasambandinu og Felipe Gonzales, leiðtogi sósíalista ætla að koma fram í sjónvarpi í kvöld, hálftíma áður en hinni opinberu kosningabaráttu lýkur til þess að skora á kjósendur að greiða stjórnarskránni atkvæði. Lokavið- búnaður hers og .lögreglu hefst þegar kosningabaráttunni lýkur. Þetta er fyrsta þjóðaratkvæði sem hefur farið fram um spænska stjórnarskrá og kjósendur eru beðnir að staðfesta þau lög sem fyrsta spænska þingið sem hefur Orðaskrá haðfuglsms París, 4. desember. AP Le Monde birti í dag „orða- skrá háðfuglsins" til þess að gera lesendum sínum kleift að skilja togstreituna á yfirstand- andi leiðtogafundi Efnahags- bandalagsins. Þetta virðulega Parísarblað birti eftirfarandi þýðingar á orðum á máli diplómata: Aðgerðir, samþykkt að grípa til viðeigandi: að gera ekkert. Samkomulag á breiðum grundvellii ósamkomulag. Fréttatilkynningi fréttalaus tilkynning. Samræma, munum samræma nákvæmlega: erum sammála um að vera ósammála. Staðráðnir ú vonum Umræður á breiðum grund- vcllii rabb. Umræður. ítarlegar og hrein- skilningslegar: deilur. Gjaldeyriskeríi Evrópui hálfevrópskt og alltof gjaldeyr- islegt hálfkákskerfi. Sameining Evrópui horfum sjálfumglaðir um öxl. Skoðun, nákvæm: athugun, óljós. Mikilvægt. talið sérstaklega: nevðumst til að minnast á. I grundvallaratriðumi ekki Áhugi, munum rannsaka með miklum: lagt á hilluna. Býðuri skipar. Benda ái hafna. ítrekan leiðist. Ánægja, láta í ljós: vekur ugg. Fagnai getum ekki komið i veg fyrir. Vitringar, þrír: toppfígúrur, nokkrar. Með það fyrir augumi í von um að koma í veg fyrir. (Þessar skilgreiningar voru birtar á ensku). verið kosið í frjálsum kosningum í 41 ár hefur sett á síðustu þremur árum. í Baskahéruðunum hefur þjóð- ernissinnaflokkur Baska skorað á kjósendur að sitja heima þar sem ákvæði um heimastjórn veiti þjóðabrotum ekki nógu mikla sjálfstjórn. Samkvæmt skoðanakönnun verður kjörsókn rúmlega 50% í Baska-héruðunum en 80% í land- inu í heild. Teng um hugsanlega sameiningu Kfna og Taiwani Amerísk fyrirtæki ekki rekin á brott Xew York. 4. desember AP TENG Ilisao-Peng, aðstoðarfor- sætisráðherra Ki'na, sagði í við- tali við bandaríska biaðið New York Times, að ef til þess kæmi að Taiwan sameinaðist Ki'na fengju bandarísk fyrirtæki eftir sem áður að halda starfsemi sinni á Taiwan áfram við breytta stjórnarháttu. Einnig sagði Teng í viðtalinu að hann teldi rétt ef til samninga kæmi að reyna af mætti að halda þeim góðu lífsskilyrðum sem eru á Taiwan, en hann sagði að lífsskil- SvíþjÖð: yrði þar væru mun betri en á meginlandinu, í Kína. Hann sagði að afstaða Kínverja gagnvart fullu stjórnmálasam- bandi við Bandaríkin væri óbreytt, þ.e. að þremur skilyrðum yrði að fullnægja. Skilyrðin eru: Banda- ríkjamenn verða að hverfa brott með allt herlið frá Taiwan, — Bandaríkjamenn verða að hætta allri efnahagslegri aðstoð við Taiwanbúa, — og síðast en ekki síst verða Bandaríkjamenn að slíta öll diplómatísk tengsl sín við „útlagastjórnina" á Taiwan. Efnahagskerfið hefur gengið sér til húðar - segir hinn kunni hagfræðingur Gunnar Mýrdal Stokkhólmur, 4. desember. — AP. SÆNSKA ríkið greiðir um helm- ing af öllum innkomnum sköttum til ýmiss konar félagslegra verk- efna í þágu borgaranna og búist er við að þetta hlutfall eigi eftir að versna á næstu tveimur árum er haft eftir embættismönnum í Stokkhólmi. Gunnar Myrdal, einn fremsti efnahagssérfræðingur Svía, lét nýverið hafa eftir sér, að sænska efnahagskerfið væri gjörsamlega búið að ganga sér til húðar og ef ekki yrðu ákveðnar breytingar innan fárra ára væri viðbúið að kollsteypa yrði í sænskum efna- hagsmálum. Gunnar Myrdal sem fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1975 sagði ennfremur, að níu af hverjiflh tíu afbrotum sem framin eru í Svíþjóð mætti rekja til hins mjög svo „vitlausa“ skattkerfis- sem er við lýði. Undir orð Myrdals tekur einnig hinn kunni hagfræðingur Milton Friedman, sem segir, að sænska ríkið eyði margfalt of miklu fé til félagslegra þátta. Myrdal varar Svía einnig við hinna miklu skattpíningu sem að hans mati er þar við lýði. Segir hann marga hreinlega flýja land vegna þessa, sérstaklega sé al- gengt orðið að kaupsýslumenn og tannlæknar komi sér úr landi til að halda meiru eftir af launum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.