Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 30
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Sveinn Skorri Höskuldsson: I>egar dauðir vakna Tvcir kunnir rithöfundar hafa látið í ljós áhyfíííjur vet;na þess, sem þeir telja áhuna minn á útbreiöslu kommúnisma í Færeyj- um. Skrifar Svarthöfði um þetta efni í Vísi :!(). nóv. og Jón Björnsson í Morgunblaðið 1. des. s.l. Með því að nreinar þeirra félaga eru ærið villandi f.vrir ókunnugá, ianj;ar min að biðja Morj;unblaðið fyrir þessar línur. Tilefnið er það, að s.l. vor veitti nefnd sú, sem úthlutar styrkjum til þýðinna á bókmenntum meðal Norðurlanda, 15.000.- kr. danskar til að þýða oj» uefa út á færeysku I>ætti úr siinu sósíalismans eftir Jóhann Pál Árnason ok 14.000.- kr. danskar til að þýða ot> fíefa út Leinjandann eftir Svövu Jakobs- dóttur. Reyndar hafa þessar tölur snú- ist við í höfðinú svarta eins oj; sumt annað, en Jón fer rétt með upphæð styrksins til útj;áfunnar á bók Jóhanns Páls. Þessar st.vrkveitingar til nor- rænna þýðinj;a hafa nú farið fram í fjöj;ur ár. Á þeim tíma hafa störf nefndarinnar, sem st.vrkjunum úthlutar, smám saman fenj;ið fastara form oj; ákveðnar venjur skapast auk þeirra rej;lna, sent starfseminni voru í öndverðu settar. Vej;na þeirra, sem ókunnuj;ir eru þessu máli, er nauðsynlej;t að drepa hér á fáeinar staðreyndir. I st.vrkveitinj;arnefndinni eij;a sæti níu menn, sem hver um sij; er fulltrúi ákveðins málsvæðis. Þeir úthluta styrkjum til þýðinj;a á þessi mál í eftirtöldum hlutföllum af þeirri fjárhæð, sem er til Svcinn Skorri Höskuldsson ráðstöfunar á hverju ári: danska 17%, finnlands-sænska og finnska 19%, færeyska 9%, grænlenska 6%, íslenska 9%., norska 17%, sænska 17% og samiska 6%. Allar úthlutanir fara fram við sameigrn- lega ákvörðun nefndarmanna. Frumkvæðið að þýðingunum liggur ekki hjá nefndarmönnum, heldur hjá rithöfundum, þýðend- um eða útgefendum. Þegar höfundur eða þýðandi hafa fengið útgefanda að verki sínu eða útgefandinn sjálfur hefur áhuga á að gefa út tiltekið verk, þá sækir útgáfufyrirtækið um styrkinn. Styrkupphæð er venjulega mið- uð við þýðingarlaun, en þó er heimilt að veita einnig útgáfu- styrk. Eru nokkur dæmi um slíkan styrk, t.a.m. til að standa straum af kostnaði við myndskreytingu verka. Þá hefur og þótt rétt, þegar fé hefur verið fyrir hendi, að veita útgáfustyrk til bóka, sem koma út í smæstu málsamfélögunum, þar sem kaupendafjöldi er minnst- ur og því minnstar líkur til að útgáfan geti borið sig fjárhags- lega. Þetta hefur einkum átt sér stað um útgáfu bóka á færeysku, grænlensku og samisku. Þýðingar eru styrktar í þessari forgangsröð: 1) Skáldverk. 2) Fagbækur. 3) Barnabækur. Nefndin heldur tvo fundi á ári, vor og haust. Hefur sú venja skapast að veita á vorfundinum a.m.k. helming þeirrar fjárhæðar, sem getur komið í hlut hvers málsvæðis á því ári, ef umsóknir hafa borist um styrki til þýðinga bóka, sem eru styrkhæfar að mati nefndarinnar. Er þetta gert til þess, að sem flestir útgefendur viti þegar að vorinu, hvort þeir fá styrk það ár, og geti þeim mun fyrr ráðist í útgáfuna. Á þessu ári komu í hlut Færeyja 90.460.- kr. danskar, og var gert ráð fyrir að veita a.m.k. 45.230.- kr. af þeim styrk s.l. vor, ef umsóknir hefðu þá borist. Á fundinn bárust aðeins tvær umsóknir frá Færeyjum. Vegna bókar Jóhanns Páls var sótt um 5000.- kr. í þýðingarstyrk og 20.000.- kr. til útgáfunnar. Vegna bókar Svövu var sótt um 4000.- kr. í þýðingarstyrk og 15.000,- kr. til útgáfunnar. Þó að meira en nægir peningar væru fyrir hendi, voru þessar umsóknir „skornar niður“ um samtals 15.000.- kr. danskar. Umbeðnir þýðingarstyrkir voru veittir og 10.000.- kr. danskar til útgáfu hvorrar bókar. Báðar þessar bækur voru að mati allra nefndarmanna prýði- lega hæfar til styrkveitingar. Svava Jakobsdóttir er í hópi fremstu höfunda okkar og þessi skáldsaga hennar hefur alls staðar vakið verðskuldaða athygli og lof dómbærra manna. Bók Jóhanns Páls fellur undir þá grein, sem kölluð er „fagbæk- ur“. Höfundurinn er einhver best menntaði fræðimaður okkar í heimspeki. Hann hefur t.a.m. hlotið þann fágæta lærdómsframa að hafa lokið tveimur doktorspróf- um við virta háskóla í Evrópu. Hann hefur mjög fjallað um marxíska heimspeki og er nú prófessor í heimspeki við háskóla í ekki sósíalískara landi en Ástralíu. Ég vænti þess ekki, að þeir félagar, Svarthöfði og Jón Björns- son, hafi ætlast til þess, að bækur Svövu og Jóhanns Páls væru látnar gjalda þess, að höfundarnir hafa sósíalískar skoðanir? Svarthöfði tjáir í grein sinni þungar áhyggjur sínar af lífi bókmennta okkar. Einkum blæðir honum í augum, eins og hann segir, að það eru „ ... einmitt Verkalýðsráö Sjálfstæðisflokksinst Stórkostleg pólitísk mis- beiting launþegasamtaka Hcr fcr á cftir ÁI>YKTUN Vcrkalýftsráðs Sjálístæftis- flokksins um frumvarp um tíma- bundnar ráðstafanir við verft- bólgu. Á fundi í Verkalýðsráði Sjálf- stæðisflokksins þann 28. nóvember var hið síðasta efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar tekið til um- ræðu og eftirfarandi samþykkt tíerð: „Fundurinn harmar að meiri- hluti ráðamanna launþegasamtak- anna skuli enn einu sinni verða berir að stórkostlegri pólitískri misbeitingu þessara samtaka, sem eiga a.ð vera lýðræðisleg samtök allra launþega hvaða pólitískra flokka sem þeir styðja. Með blessum sinni yfir samn- ingsrof núverandi stjórnarflokka og 8'i kaupráni þeirra samkvæmt frumvarpinu um tímahundnar ráðstafanir við verðbólgu er meira tekið til baka pn látið var af hendi með bráðabirgðalögunum í sept- ember og farið niður fyrir þá kjaraskerðingu, sem kom fram í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar í febrúar og maí síðast liðnum. f)ll stóru orð núverandi stjórnarstuðningsmanna í sam- bandi við þær aðgerðir eru nú kokgleypt og með því einnig viðurkennt að á síðustu misserum hafa þeir blekkt marga launþega, misbeitt samtökum þeirra \ægðarlaust sjálfum sér til póli- tísks framdráttar og svikið öll sín fögru loforð um „Samningana í gildi“, sem fleyttu þeim í valda- stóla í síðustu sveitarstjórnar- og alþingiskosningum. Þær „efnahagsráðstafanir", sem núverandi ríkisstjórn hefur til þessa heitt sér fyrir, tjalda aðeins til fárra nátta og þeir eiga engin raunhæf ráð við vanda verðbólg- unnar í sínum fórum. Enda hið sama ástand komið upp hjá þessari vinstri stjórn og hinum fyrri, að engin samstaða er um nein úrræði gegn verðbólgunní og efnahagslegt öngþveiti og atvinnu- leysi framundan. Engin heimild né réttur er fyrir stjórnir heildarsamtaka launþega að semja um einn eða neinn launa- eða kjaralið, það vald er alfarið í höndum viðkomandi verkalýðs- félaga. Allir launþegar eiga þó að geta verið sammála um að skatt- og verðlagslækkanir skuli meta jákvætt og til kjarabóta eí þær eru raunverulegar. en ekki kald- rifjuð tilfærsla ósvífinna tæki- færissinna til að falsa áhrif vísitölunnar á verðbætur launa, en það virðist eitt meginverkefni núverandi ríkisstjórnar sem ann- arra vinstri stjórna. Það er ekki hægt að una hækkun skatta með bráðabirgðalögum í september, sem eiga svo að lækka aftur samkvæmt lögum í desember (jg þá aft metast scm tekjuhækkun til launþega. Siðgæði núverandi stjómarflokka virðist í algeru lágmarki þegar til þess er horft aö nú á ekkert umbótamál að samþykkjast á Alþingi né leiðréttingar að fara fram á eldri lögum nema að metið verði sem hækkun tekna f.vrir alþýðu manna. Þótt í það sé látið skína að samráð hafi verið haft við aðila vinnumarkaðarins er þar um blekkingar að ræða sbr. yfirlýs- ingu Vinnuveitendasamtakanna, viðsemjenda launþega. Þá kröfu verður að gera til Alþingis áður en þetta vandræða- frumvarp ríkisstjórnarinnar verð- ur samþykkt að Kauplagsnefnd verði falið að meta áhrif aðgerða sem koma í kjölfar samþykktar 3ju greinar laganna á hag laun- þega. Sjálfstæðismenn í röðum laun- þega eru og hafa alltaf verið reiðubúnir til að meta jákvætt félagslegar umbætur allra ríkis- stjórna sem gerðar eru að ósk viðkomandi launþegasamtaka svo og heilshugar vilja þeirra til að ganga á undan með góðu fordæmi hins opinbera í baráttu við verð- bólgu. Þessi lagagrein er augsýnilega sett fram sem skálkaskjól fyrir kjaraskerðingunni og samnings- rofunum, enda lýsir arkitekt kosningablekkinganna og stuðn- ingsmaður stjórnarinnar og þessa frumvarps, Vilmundur Gylfason, ákva'ðum þcssarar greinar scm einberri sýndarmennsku. Nítján manna Sambandsstjórn Verkamannasambands Islands er pólitísk ályktunarstofnun þegar Alþýðubandalagið og fylgifiskar þeirra eiga í hlut. Þessi fámenna klíka samþykkir í nafni þúsunda félagsmanna Verkamannasam- bandsins traust á eigið ágæti, stuðning við svikin kosningaloforð, samningsrof og kauprán fyrir hægindi valdastólanna. Sumir þessara róttæklinga eiga sæti á Alþingi og eru þessir valdamenn traustari pólitískum samtökum sínum en öðrum. Fundur Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins skorar á þingmenn hans að beita sér áfram fyrir tryggingu kaupmáttar láglauna- fólks og allra þeirra sem búa við skerta möguleika til tekjuöflunar í þjóðfélaginu. Fundurinn minnir á fyrri sam- þykktir sínar og skorar á þing- menn sína að trygjya atvinnu- rekstri landsmanna heilbrigðan starfsgrundvöll, stuðla að aukinni framleiðni atvinnuveganna og í opinberrri stjórnsýslu, draga úr óþarfri og óarðbærri fjárfestingu, herða skatteftirlit og viðurlög við skattsvikum, tryggja sparifé landsmanna, breyta atkvæðavægi kjósenda í réttlátara horf, en allt eru þetta meðal leiða í baráttunni við þann voða sem verðbólgan er fyrir meginþorra þjóðarinnar. Til þessa treystir fundurinn þingmönnum sínum m.a. með því að taka höndurn saman við þá ábyrgu þingmenn stjórnarflokk- anna sem enn finnast.“ þessar margprísuðu „innrætingar" bækur, sem eftthvað hreyfast, kannski meira vegna þess að ungt fólk hefur áhuga á þeim en upphafningin í blöðunum hafi þar mest að sejya.“ Svo svart er höfundinum fyrir augum, þegar hann hefur grátið yfir smekkleysi unga fólksins og angrast vegna ósæmilegra athafna minna í því skyni að útbreiða kommúnisma í Færeyjum, að hann sér fyrir sér dauða og jarðarför íslenskra bókménnta, gott ef ekki strax nú á jólaföstunni, og lýkur grein sinni svo: „Það er svolítið fyndið að í þeirri stofnun, sem á að leiðbeina um bókmenntir skuli helsti prófessor þessara fræða vera mættur nú þegar til jarðarfarar þeirra.“ Ég læt það eftir hverjum lesanda með óbrjálaða dómgreind að meta þá skoðun Svarthöfða, að það séu sérstök dauðamörk á bókmenntunum nú á þessu hausti, þegar fleiri ungir höfundar hafa gefið út athyglisverð skáldverk en oftast áður á jafnlöngum tíma. Þjóðtrú og þjóðsagnir birta einatt djúp sannindi. Af því segir oft í íslenskum sögum að dauðir gengu aftur og tóku að ásækja lifandi — kasta í þá mold og hrossataði, ef svo bar undir. Þetta eru átakanlegar dæmisögur af reynslu kynslóðanna. Auðvitað er lífið ekki annað en „krabbamein í efninu“ í augum talsmanna og fulltrúa dauðans. Það ber að ata auri, helst útrýma því. Þetta upphlaup þeirra félaga, Svarthöfða og Jóns Björnssonar, út af styrkveitingunni til bóka Jóhanns Páls og Svövu í Færeyjum og hnúturnar í garð ungu höfund- anna minna mig helst á þær sagnir íslenskar, þar sem segir frá því, er líkin fengu mál — draugar fóru á kreik. Sveinn Skorri Höskuldsson Bók um Prúöu leikarana „Hver kannast ekki við frosk- inn Kermit, Svínku eða Fossa björn? Eöa brjálaða Harri sem aldrei má heyra nefnd orð eins og púður eða hvell, því þá verður ávallt „bein útsending". Aðrir kunningjar okkar eru Statler og Waldorf á litlu svölunum, Sóti, Dýri og Hrólfur, Skúti og Gunnsi hinn mikli, svo einhverj- ir séu nefndir", segir í fréttatil- kynningu frá Setbergi, sem gefur út bók um Prúðuleikarana, og síðar: „í Prúðuleikara-bókinni eru teiknimyndasögur, litprentaðar myndir af söguhetjunum, þraut- ir, brandarar, sögur og ýmisskonar spil.“ Þýðinguna gerði Þrándur Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.