Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 125 kr. eintakið. Er atvinnuleysi yfirvofandi? Um það varð enginn ágreiningur á Alþingi, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til efnahagsráðstafana fyrir 1. desember. Verðbótaákvæði kjarasamninga fólu það í sér, að almennar launatekjur skyldu hækka um 14,1%, ef samningarnir áttu að vera í gildi. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gerðu sér ljóst, að þvílík hækkun hlaut að magna verðbólguna upp úr öllu valdi, þess vegna samþykktu þeir að skerða vísitöluna og þar með almennt kaupgjald í landinu um 8%. A hinn bóginn töldu sjálfstæðismenn, að hér væri einungis um bráðabirgðaráðstafanir að ræða, sem ekki væri beint að rótum meinsins. Það var einnig skilningur Braga Sigurjónssonar þegar hann sagði af sér sem forseti efri deildar Alþingis. Og það sem verra var. í rauninni er verið að magna vandann, þar sem enn er gert ráð fyrir því að skerða hlut atvinnuveganna, þótt fyrir hafi legið, að þeir voru ýmist reknir með tapi eða stóðu í járnum áður en kauphækkanirnar 1. desember komu til framkvæmda og þær kostnaðarhækkanir, sem þeim hljóta að fylgja. I Morgunblaðinu var skýrt frá því nú um helgina, að horfur séu á, að fjöldauppsagnir séu að hefjast í ýmsum atvinnugreinum, og atvinnuleysis er þegar farið að gæta víða um land, enda stendur hraðfrystiiðnaðurinn jafnvel verr en áður var ætlað og yfirvofandi geysilegar hækkanir á olíuverði, sem sjávarútvegurinn getur ekki tekið á sig, jafnvel þótt til verulegrar fiskverðshækkunar komi 1. janúar. Eins og nú standa sakir er spurningin ekki lengur um það, hvort samningarnir taki gildi, heldur hversu róttækra ráðstafana sé þörf til þess að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna. A náð og miskunn stjórnarherranna IMorgunblaðinu á laugardag vék Geir Hallgrímsson að því, við hverju megi búast í kjölfar efnahagsráðstafananna og sagði m.a.: „Allar þessar ráðstafanir gera ráð fyrir stóraukinni skattheimtu, sem fólki er talin trú um að komi eingöngu við hátekjufólk og atvinnurekendur. Jafnframt því sem sagt er að kaupið megi ekki hækka, þar sem atvinnureksturinn standi ekki undir hærra kaupgjaldi, er ætlast til þess að atvinnufyrirtækin borgi niður kaupið með auknum sköttum. Auðvitað er byrði atvinnufyrirtækjanna byrði allra landsmanna og þannig eru landsmenn látnir borga sitt eigið kaup niður en í leiðinni eykur ríkisvaldið umsvif sín, dregur aukna fjármuni frá atvinnuvegunum til þess að úthluta þeim að hluta aftur. Með þessum hætti er atvinnureksturinn í landinu kominn upp á náð og miskunn stjórnarherranna og það er einmitt markmið Alþýðu- bandalagsmanna, sem segja til verka á stjórnarheimilinu." Smáskammtalækn- ingar duga ekki Grundvöllur nýrrar efnahagsstefnu hefur verið lagður og 4 mun duga, ef vel er á haldið," voru hin grænu orð, sem fmðvík Jósepsson sagði við myndun ríkisstjórnarinnar í september. Nú hefur reynslan sýnt, að eins og staðið var að gengislækkun krónunnar þá, með því að gera ekki viðeigandi hliðarráðstafanir, hefur verðbólgan enn magnast og vandinn stækkað. Þess vegna hafði okkur miðað heldur aftur á bak, nú þegar ríkisstjórnin boðaði nýjar bráðabirgðaráðstafanir með þeim ummælum forsætisráð- herra, að nú ættum við að láta okkur nægja hin smáu skrefin. „En það er grundvallarmisskilningur að einhverjar smá- skammtalækningar komi að haldi við það ferlíki, sem verðbólgan nú er orðin," eins og Þorvaldur Garðar Kristjánsson komst að orði í útvarpsumræðum á dögunum. Við erum ekki svo vel á vegi stödd, að það dugi að miða ráðstafanir við það að lækka dýrtíðina um kannski 2—3%. Við lifum í verðbólgu, sem nú hefur náð 50%, þegar svo er komið, verður að beita miklu markvissari og stórtækari aðferðum en ef við byggjum við verðbólgu, sem næmi 10%. Eitt af því, sem er grundvöllur þess að árangur náist í baráttunni gegn verðbólgunni, er að almenningur í landinu hafi þá skoðun, að raunverulega sé verið að gera eitthvað umtalsvert. Það verður ekki unnið á verðbólgunni nema með samstilltu átaki þjóðarinnar í heild. En til þess að svo verði þarf forystu. Og ríkisstjórn, sem er sjálfri sér sundurþykk, er ekki fær um að veita þá forystu. Það verður sögulegt hlutverk Sjálfstæðisflokksins að veita þá forystu." Stjórnarskrárnefndin nýja kom saman til fyrsta fundar 1. des. Forsætisráðherra Ólafur Jóh fundarstjórn. í Stjórnarskrárnefnd eiga sæti f.v. Sigurður Gizurarson, Þórarinn Þórarins Thoroddsen, Gylfi Þ. Gíslason, Jón Baldvin Hannibalsson, Matthías Bjarnason og Tómas Tómaí Tölumar eru mjög ýktar um uppsagnir í vefnaðarvöru verzlun „ÉG TEL að sú tala, scm nefnd heíur verið um fjölda verzlunar- fólks í vcfnaðarvöruverzlunum, sem missi atvinnu sína vegna erfiðrar stöðu verzlunarinnar, sé mjög ýkt, því að þótt talið yrði í öllum vefnaðarvöruverzlunum í Reykjavík er aðeins brot þessa fjölda. sem þar vinnur,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður samninganefndar Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Hins vegar sagði Magnús< „Við teljum það mjög alvarlcgt, ef horfur eru á uppsögnum í verzlunum yfir- leitt, en hitt er annað, að cg hef ekkert það í höndunum, sem gerir mér kleift að meta stöðu verziunarinnar í dag og rekstrar- grundvöll. — segirMagnús L. Sveinsson Ymsar greinar verzlunar hafa kvartað undan slæmri afkomu, t.d. matvöruverzlanir undan lágri álagningu. Það kann vel að vera rétt, en engu að síður finnst mér það dálítið skrítið að á sama tíma og þeir bera sig svo illa undan lágri álagningu, sem á að standa undir dreifingarkostnaði verzlun- arinnar á daginn, þá hafa þeir sums staðar opið fram eftir öllum kvöldum og um helgar, samanber í Keflavík og Njarðvíkum og ég veit ekki betur en á Akureyri sé 'haft opið fram eftir á kvöldin. Á þessum tíma er greitt 40% til 80% álag á dagvinnuna. Finnst mér skjóta skökku við að þessir menn greiði svo mikið í álagsgreiðslur á sama tíma og þeir segjast ekki einu sinni geta staðið undir einfaldri dagvinnu. Eg vil leggja áherzlu á það,“ sagði Magnús L. Sveinsson, „að það verður að vera eðlilegur rekstrargrundvöllur fyrir verzlun eins og fyrir aðrar atvinnugreinar. Hjns vegar verða menn í þessari grein eins og annarri að gæta ítrustu hagkvæmni í rekstri og komast hjá því að láta vinna í eftir- og næturvinnu eftir því sem hægt er, ef ekki eru til peningar til þess að greiða dagvinnuna. Ef fjármunir eru ekki til fyrir dágvinnunni, eru þeir enn síður til fyrir eftir- og næturvinnu." Þorsteinn Gislason um fiskmarkaðinn í Bandaríkjunum> Sölumöguleikar okkar 1 á okkar eigin YÖruYÖnd Telur aukna fiskiframleiðslu í Band; ekki munu „BÆTTUR árangur í vöruvöndun sjávarafurða okkar opnar alla markaðsmöguleika. Þau áhrif eru svo mikilvirk, að þau yfirgnæfa allt annað. Ef okkur tekst að baúa vandvirkni verulega, þá mun aldrei skorta sölumöguleika og nauðsynlegar verðhækkanir verða mögulegar eingöngu með góðri vöruvöndun. Öll þessi tæki- íæri eru margfalt fremur háð framförum í okkar eigin fram- leiðslugæðum heldur en breyt- ingu á fiskveiðiþróun erlendis. Hér gildir lögmáliði „Hver er sinnar gæíu smiður“,“ sagði Þorsteinn Gíslason forstjóri Cold- water Seafood Corporation í Bandarikjunum, er Morgunblað- ið spurði hann um álit hans á ummælum sjávarútvegsráðherra. hafa áhrif á Kjartans Jóhannsspnar, í ræðu, sem hann flutti á LÍÚ-þingi. Á LÍÚ-þinginu sagði ráðherr- ann, að Islendingar þyrftu nú að leiða hugann að auknu markaðs- svigrúmi í Vestur-Evrópu, þar sem líkleg aukning innlendrar fisk- framleiðslu í Bandaríkjunum kynni að þrengja markaðinn þar. Um þetta sagði Þorsteinn Gísla- son: „Árleg neyzla Bandaríkjamanna á sams konar fiski og íslendingar selja þeim er ekki nema rúmlega 1 Vz kg á hvern íbúa, og þar af er um þriðjungur seldur af íslending- um. Þessi sáralitla neyzla stafar af því, að Bandaríkjamenn eru fyrst og fremst kjötætur — annars væri tæplega til nógur fiskur nokkurs staðar til þess að fullnægja markað frys þörfum þeirra. Aukning á fisk- neyzlu Bandaríkjamanna tak- markast mjög af almennu ógeði á og ótta viö bein og aðra alvarlega galla, sem oft finnast í frystum fiskflökum. Eg hefi ekki trúa sagði Þorsteinn, „að hin nýju fiskveiði- takmörk Bandaríkjanna muni hafa nein umtalsverð áhrif til aukningar á fiskframleiðslu þeirra sjálfra á frystum fiskflökum næstu árin. Markaður fyrir fryst- an fisk þar takmarkast ekki af þeirra eigin veiðum. Sölumögu- leikar okkar í Bandaríkjunum b.vggjast miklu fremur á okkar eigin vöruvöndun, sem því miður er enn ábótavant. Einnig á stöðug- leika í framboði okkar og á réttum söluaðferðum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.