Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Athugasemd frá utanríkisráðherra Vinsamlegast birtið eftirfar- andi athujtasemd við rit- stjórnarttrein MorKunblaðsins sl. sunnudaK, „Utanríkisráð- herra ok litla fólkið“. 11 Kjarni þessa ráðninKamáls er, hvort tilskipun, sem gefin var út í Washington fyrir stjórnkerfi Bandaríkjanna, eigi að gilda á íslandi um íslenskt starfsfólk. Mér finnst það sýna meiri reisn að mótmæla slíku, eins og ég hef gert, en taka tilskipun- inni þegjandi, eins og Morg- unblaðið (og Alþýðubanda- lagið) telja að ég hefði átt að gera. 2) Það er regin misskilningur, að ég hafi beðið bandaríska sendiherrann að leysa ís- lenskt atvinnuvandamál. Ég reyndi að hindra, að Varnar- liðið skapaði nýjan vanda með beitingu 5:1 reglunnar. Vísaði ég meðal annars til ákvæða í viðauka varnar- samningsins um að afstýra atvikum, sem óheppileg áhrif geta haft á íslenskt atvinnu- líf. 3) Þegar ég kallaði ein- staklinga, sem starfa hjá Varnarliðinu, „litla fólkið", hafði ég í huga samanburð við ýmsa þá fjársterku og voldugu aðila, sem stöðugt sækjast eftir verkum hjá Varnarliðinu eða halda fast í þau. j Ég er sammála Morgunblað- inu um að íslensk stjórnvöld — en ekki bandarísk — eigi að ráða meginstefnunni hvað snertir vinnu Islendinga fyrir Varnarliðið. Þessa reglu hef ég staðið vörð um. Morgun- blaðið hefur hins vegar látið ofstæki Alþýðubandalags- manna villa sér sýn. Þeir Benedikt Gröndal. þurfa að hefna sín fyrir þann mikla ósigur bandalagsins að ráða engu um utanríkis- og öryggismál í núverandi ríkis- stjórn. Morgunblaðinu eru svo mislagðar hendur í stjórnarandstöðunni, að það hefur í þessu máli villst í óvæntan félagsskap. Benedikt Gröndal. Landakotsspítali f ékk rekstrarlán Fjárhagserfiðleikar Landakotsspítalans hafa verið leystir í bili. Spítalinn fékk rekstrarlán úr ríkis- sjóði til að mæta greiðslu- vanda þeim, sem hann átti við að stríða og hafði nær leitt til þess að spitalinn stöðvaðist. Forsvarsmenn spítalans bentu á í samtölum við fulltrúa ríkisvaldsins að hliðstæðar stofnanir í þjóð- félaginu hefðu yfirleitt við borgarsjóð, ríkissjóð eða sveitarsjóði að styðjast und- ir svipuðum kringumstæðum en Landakotsspítali hefði aðeins daggjöldin til að byggja rekstur sinn á. Varð niðurstaðan því sú, að ríkis- sjóður lét spítalanum í té rekstrarlán, sem forráða- menn spítalans segja að leysi greiðsluvanda hans en breyti því hins vegar ekki að spítalinn er áfram rekinn með halla. Sumir versla dýrt — aðrir versla hjá okkur Okkar verð eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 1 7 Ávextir á sérverði Rauð epli Delicious U.S.A. 5%.- 298 - pr. kg 1/1 kassi 5.650.- Gul epli 2 kg. 560.- Delicious frönsk A^nníx* 1/lkassi 4.770.- Ekta Clementínur 550.- Iðnnemasamband íslands> Hvetur til átaka gegn verðbólgunni Framkvæmdastjórn Iðnnema- sambands íslands telur brýnt að tekist verði af alvöru á við verðbólguvandann, því að slík verðbólga sem hér á landi hefur geisað skerðir fyrst og fremst afkomumöguleika launafólks að því er segir í ályktun sem blaðinu hefur borist frá framkvæmda- stjórn Iðnnemasambands Islands. Stjórnin leggur áherslu á að ekki megi skerða kaupmátt launa og telur að ráðstafanir þær sem koma eigi í stað beinna krónutöluhækk- ana á laun verði fyllilega að tryggja kaupmáttinn. Enn fremur hvetur stjórnin verkalýðshreyf- inguna til harðra aðgerða gegn öllum áformum um árásir á kjör og réttindi verkafólks. Kauphækkunin 6,12% hinn 1. desember Hagstofan hefur reiknað út verðbætur á laun frá 1. desembcr 1978 og fcr hér á eftir tilkynning hennar um útreikninganai Samkvæmt 4. gr. í nýsettum lögum um tímabundnar ráðstafan- ir til viðnáms gegn verðbólgu (lög nr. 103 30. nóvember 1978) skal á tímabilinu 1. desember 1978 til 28. febrúar 1979 greiða verðbætur á laun samkvæmt verðbótavísitölu 151 stig, þó ekki á laun umfram ákveðin mörk, samanber það, sem segir hér á eftir. Almenn hækkun launa frá 1. desember 1978 svarar því til hækkunar verðbótavísitölu úr 142,29 stigum, er tók gildi 1. september s.l., í 151,00 stig, en það er 6,12% hækkun. Samkvæmt ákvæði í 4. gr. þessara laga skuli fyrirmæli 2. gr. laga nr. 96/1978 um kjaramál gilda áfram, en þar er kveðið á um takmörkun verðbótá á mánaðar- laun hærri en 200.000 kr. miðað við desember 1977. I samræmi við þessi ákvæði fá mánaðarlaun í nóvember 1978, sem eru 262,605. eða lægri hjá ASÍ-launþegum og 264.788 kr. eða lægri hjá BSRB- og BHM'-launþegum, fullar verðbæt- ur samkvæmt verðbótavísitölu 151.00 stig. A hærri nóvemberlaun er launahækkunin 1. desember 1978 föst krónutala, sem er 16.075 hjá ASÍ-launþegum og 16.205 kr. hjá BSRB- og BHM- launþegum. Á myndinni er nýjasta fjölbýlishúsið sem Trésmiðjan Akur hf. hefur reist á Akranesi. Hafa byggt 108 íbúðir á Akranesi á 8 árum Akranesi 30. nóv. TRÉSMIÐJAN Akur hf. er búin að byggja sjö fjölbýlishús með samtals 108 íbúðum á Akranesi. Byrjað var á fyrstu blokkinni árið 1970 og hefur verið afhent ein blokk á ári síðan 1973. Ibúðirnar eru afhentar fullbún- ar og með teppum á gólfum svo og sameign frágenginni. Nýjasta fjöl- býlishúsið var afhent síðast í september í ár. í því eru 24 íbúðir 2ja og 3ja herbergja. Verðið á 2ja herbergja íbúðunum var kr. 7.862.500 en þær eru um 60 AB gefur út barnabókina „Pési refur“ Almenna bókafélagið hefur sent frá sér barnabókina Pésa ref eftir danska ' barnabókahöfundinn Kristian Tellerup. Um bókina segir í kápúkynningu: „íjjagan er um lítinn tófuyrðfiiíg-frá því hann fæðist og þar til hann flytur að heiman og reisir bú með sinni heittelskuðu. Pabbinn í bókinni er að verða gamall og ekki eins fljótur að hlaupa og þegar hann var upp á sitt hið besta. Er það slæmt fyrir hann því að oft eiga refir fótum fjör að launa. En pabbinn kann veiðiaðferðirnar og kennir þær Pésa syni sínum. Er sú kennsla ekki vandalaus því að þrátt fyrir góðan vilja, gerir Pési mörg asnastrik og stofnar báðum í lífs- hættu. En allt bjargast það, Pési þroskast og lærir uns hann verður fær um að sjá um sig sjálfur.“ fermetrar að innanmáli. Á þriggja herbergja íbúðunum, minni gerð, var verðið 10.652.400 en þær eru 89 fermetrar. Stærri þriggja her- bergja íbúðirnar kostuðu kr. 10.976.500 og eru þær 92 fermetrar að innanmáli. Trésmiðjan Akur hf. er nú með aðra sams konar blokk í smíðum og er ráðgert að hún verði tilbúin í október næsta ár. Alls eru nú komnar upp 13 blokkir á Akranesi. Framkvæmdastjóri Akurs er Stefán Teitsson og yfirverkstjóri Gísli Sigurðsson. — Júlíus. Margar myndir eru í bókinni eftir danska teiknarann Jan .Clausen. Bókin er 44 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Guðjóns Ó og Prent- þjónustunni hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.