Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 35 „Thorvaldsen við Kóngsins nýjatorg“ Endurminningar um daglegt líf listamannsins Komin er út bókin „Thorvaldsen við Kóngsins nýjatorg“, sem hefur að geyma endurminningar um daglegt líf hins heimskunna mynd- höggvara Alberts Thorvaldsens eftir einkaþjón hans, Carl Frederik Wilckens. Björn Th. Björnsson listfræðingur hefur annazt útgáf- una, þýðingu, myndaval og ritar Tfiomídsetv við Kóngsins nýjatorg Endurminningar um daglegt kf Alberts Thorvaldsens eftir oinkaþjón hans, Cart Frederik Witckens. Umsjón og þýóing: Björn Th. Björnsson einnig inngang og ítarlegan skýringatexta við hverja mynd. Aftan á bókarkápu segir m.a. svo: „Haustið 1838 sneri Albert Thorvaldsen heim til Kaupmanna- hafnar eftir nær fjörutíu ára dvöl í Rómaborg og var fagnað sem dýrlingi og þjóðhetju. Kristján krónprins, forseti Akademísins, fékk honum heiðursbústað í Charlotten- borg við Kóngsins nýjatorg og skipaði honum einkaþjón, Carl Frederik Wilckens. Thorvaldsen var þá orðinn einn frægasti listamaður veraldar, sæmdur óteljandi heiðurs- merkjum og tignarheitum, og þannig vissi hann að samtíð sinni. En í daglegu lífi, á bak við þá glæstu framhlið, var hann enn Berti Gott- skálksson úr Grænugötu, skapstór eins og forfeður hans, kvenhollur, kenjóttur, nýtinn á smáhluti og kunni alls ekki að gera greinarmun á fólki eftir stéttum. Meðan hann sat á spjalli við íslenzkan erfiðismann, lét hann vísa tignargestum frá, og smurði með bleki í rifurnar á skóm sínum þegar hann var kvaddur í konungsveizlur. En kæmi til hans fátæklingur í nauð sinni eða ungt listamannsefni, var fé hans ómælt til reiðu." Bókin er 176 síður. Útgefandi er Setberg. Van Heusen Made in England Style with Comfort Heimsþekkt gæðavara — fáanleg- ar í meöallöngum og extralöngum ermalengdum og í miklu efnis- og litaúrvali. Starfsmenn frá 19 bflaverkstæð- um er annast viðgerðir á Citroenbfl- um sóttu nýlega fjögurra daga námskeið þar sem kennari frá verksmiðjunum leiðbeindi um við- gerðir Citroen-bfla. í frétt frá Glóbusi kemur fram, að nýiega hafi verið tekið í notkun nýtt pöntunar kerfi er geri það að verkum að flestir varahlutir í allar aigengar tegundir Citroen-bfla eigi að vera fyrirliggjandi, og einnig að nú sé hafin bygging þjónustumiðstöðvar við Lágmúla þar sem fullkomnustu tæki verði til að annast viðgerðir fljótt og vel. sprotinn getur gert ótrúlegustu hluti, þótt einfaldur sé. Honum fylgja eftirtaldir hlutir: ★ Hnífur sem t.d. sker græn- meti og lagar þessa fínu grænmetissúpu. ★ Þeytari, sem þeytir rjóma, býr til ís og ýmislegt fleira. ★ Gatastykki, sem býr til mayones, sósur o.fl. ★ Auk þess fylgir kvörn, sem malar kaffi, baunir, möndl- ur, súkkulaöi og jafnvel molasykur. Fæst í öllum raftækjaverslunum landsins. Krittmann Ouðmundaaon Elnn af víölesnustu höfundum landslns. Nokkrar af bókum hans hafa veriö þýddar aö mlnnsta kosti á 36 tungumál. Brúöarkyrtillinn Morgunn lífsins Arfur kynslóöanna Ármann og Viidís Ströndin blá Fjalliö helga Góugróöur Nátttrölliö glottir Gyöjan og nautiö Þokan rauöa Safn smásagna Skáldverk Krlstmanns Guömundssonar Almenna Bókafélagið, Austur.trmti f8, Skammuvatjur 38, sími 19707 sfmi 73055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.