Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1978 Undir berum himni Ljóð eftir Hólm- friði Jónasdóttur Morfíunblaðinu hefur borizt ljóðabókin Undir berum himni; eftir Hólmfríði Jónasdóttur. Það er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri, sem gefur bókina út. Hún hefst á ljóði sem heitir Skagafjörður, en í bókinni eru bæði kvæði og vísur, m.a. afmælis- ljóð til Verkakvennafélagsins Öld- unnar á Sauðárkróki, ljóð um aldarafmæli Sauðárkróks, Eftir- mæli um Guðmund Böðvarsson bónda og skáld, Að Kirkjubóli, Annað um Jóhannes skáld úr Kötlum. Þá yrkir höfundur um Stephan G. Stephansson, Jóhann Sigurjónsson og Þorstein Erlings- son, svo að nokkurra ljóða sé getið. Bókin er 109 bls. að stærð. „Njósnari meðal nazista“ Komin er út bókin Njósnari meðal nazista eftir Thomas Wise- man. en hún gerist á síðustu diigum heimsstyrjaidarinnar síð- ari. í Berlín og Sviss. þegar allt er í upplausn og hver reynir að bjarga eigin skinni. Aftan á bókarkápu segir m.a.: „Svik, samsæri, blekkingar, morð og miskunnarleysi hvert sem litið er. Hver svíkur annan til að reyna að komast undan og forða sjálfum sér. Hver veit hvað er sannleikur og hvað er skáldskapur í þessari hörkuspennandi bók um atburði í innsta hring stjórnenda Þriðja ríkisins á síðustu örlagadögum þess?“ Útgefandi bókarinnar er Set- berg, en þýðinguna gerði Skúli Jensson. Jólasveinasöngur á bók og kasettu Selma Júlíusdóttir hefur gef- ið út á bók sögu sína um Bjúgnakræki og á kasettu sögurnar um Bjúgnakræki og Stúf. en sú heitir Stúfur stelur skíðum. Bókin um Bjúgnakræki er skreytt myndum eftir Jón Júlíusson. Setning og prentun annaðist ísafoldarprentsmiðja hf. Selma las sjálf sögur sínar inn á kasettuna. Ætlunin er að framhald verði á þessari útgáfu jólasveina- sagna, þannig að j eir sem ekki eru fullnuma í lestri geti æft sig sjálfir með aðstoð kasettanna. Suðurland 6.3 milljarðar 8.4% af heildarupphæð Austurland 3.6 milljarðar 4.8% af heildarupphæð Ef reiknað er með að þriðja hver fasteign sem tekin er til mats sé fokheld og að fjórða hver fasteign hafi átt að koma til.mats í fyrra (1977) má ætla út frá þessum tölum að landsmenn hafi fjárfest um 50 milljarða í nýjum fasteignum á yfirstandandi ári og er þá miðað við verðlag 1. nóvember sl. Viðhald alls húsnæðis á landinu kostar sennilega sem næst 30 milljörðum. Heildarkostnaður landsmanna vegna nýrra fasteigna og viðhalds eldri, er þá um 80 milljarðar ef okkar tölur fara nærri sanni. Ef tekin eru út nokkur stærstu sveitarfélög landsins, eða þau sem hafa samtals fasteignamat yfir 10 milljarða króna þá eru heildartölur eins og hér fer á eftir svo og prósenta af heildarmati á landinu. Allar fjárhæðir eru í milljörðum króna og prósentutölur eru af heildarmati af öllu landinu. Reykjavík 579,8 milljarðar eða 45,8% af heildarmati Hafnarfjörður 85,0 6,7% Kópavogur 74,8 5,9% Akureyri 70,8 5,6% eða samt. 18,2% af heildarmati Keflavík 29,0 2,3% Garðabær 27,1 2,1% Akranes 22,4 1,8% Vestmannaeyj ar 20,8 1,6% eða samt. 7,8% af heildarmati Seltjarnarnes 17,9 1,4% Selfoss 13,2 1,0% Mosfellshreppur 12,5 1,0% Húsavík 11,8 0,9% Njarðvíkur 11,5 0,9% ísafjörður 10,7 0,8% Sauðárkrókur Önnur sveitarfélög 10,6 0,8% eða samt. 7,0% af heildarmati samtals 268,6 eða 21,2% 100% Af þessu yfirliti sést m.a. að Reykjavíkurborg ein er með um 45,8% allra metinna eigna landsmanna og þrír stærstu kaupstaðirnir samtals með um 18,2%, þannig að á þessum tiltölulega þröngu þéttbýliskjörnum landsins er að finna um 64,0% allra metinna eigna. Heildarmat fasteigna hefur hækkað um 49,6% Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi frétt frá Fasteignamati ríkisinsi „Fasteignamat ríkisins hefur lagt fram nýja skrá um allar metnar fasteignir í landinu með gildistöku 1. desember 1978. Þetta er þriðja fasteignaskráin frá gildistöku núgildandi laga um skráningu og mat fasteigna er sett voru 1976. Niðurstöðutölur Fasteignaskrár fyrir allt landið eru 1.266.5 milljarðar króna á móti 846.4 milljörðum 1977. Heildarmat allra fasteigna á landinu hefur því hækkað um 49.6% milli ára. Mat fasteigna skiptist þannig eftir umdæmum. Reykjavík 579.8 milljarðar eða 45.7% af heildarmati Reykjanes 279.5 milljarðar eða 22.1% af heildarmati Norðurland 159.5 milljarðar eða 12.6% af heildarmati Suðurland 109.5 milljarðar eða 8.6% af heildarmati Vesturland og Vestfirðir 93.1 milljarðar eða 7.4% af heildarmati Austurland 45.6 milljarðar eða 3.6% af heildarmati Einstakar fasteignir hækka til jafnaðar um 42% en sökum þess að óvenju margar fasteignir voru teknar í fyrsta sinn til mats í ár er ; heildarhækkunin nokkuð meiri. Matsverð nýrra fasteigna sem teknar i hafa verið í mat á yfirstandandi ári er 64.6 milljarðar. Byggingarkostnaður þessara eigna er nokkuð hærri eða um 75 milljarðar. Hann skiptist á eftirfarandi hátt eftir umdæmum. Reykjavík 23.7 milljarðar 31.5% af heildarupphæð Norðurland 15.8 milljarðar 21.0% af heildarupphæð Reykjanes 15.7 milljarðar 20.9% af heildarupphæð Vesturland og Vestfirðir 10.1 milljarðar 13.4% af heildarupphæð Af einstökum sveitarfélögum þá er matið í Loðmundarfjarðarhreppi lægst eða 9,4 milljónir. Til samanburðar má geta þess að dæmigerð þriggja herbergja 70m2 íbúð í nýlegri blokk í Efra-Breiðholti í Reykjavík er metin á 9,6 milljónir í fasteignamati. Það sem einkum vekur athygli við samanburð á matstölum milli ára er að með hverju ári lækkar hlutfall Reykjavíkur af heildarfjárhæð metinna eigna á öllu landinu. Sennileg skýring á þessu er m.a. fólgin í því, að áhugi sveitarfélaganna á að koma eignum í fasteignamat hefur aukist með aukinni fjárþörf, meira hefur verið byggt úti á landsbyggðinni en áður og síðast en ekki síst þá kemur víða í ljós að eignir eru nokkuð vanmetnar og hækka því verulega við þau endurmöt sem framkvæmd eru. Sú spurning kemur oft fram við hvað sé miðað þegar ákveðið sé fasteignamat einstakra eigna. Svör við þessari spurningu er að finna í 17. gr. laga nr. 94 frá 1976 um skráningu og mat fasteigna en þar segir svo: „Skráð matsverð fasteigna skal vera gangverð umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að eignin hefði í kaupum og sölum í nóvembermánuði næst á undan matsgerð, miðað við heimila og mögulega nýtingu fasteignarinnar á hverjum tírna." í þessu lagaákvæði má segja að felist aðalregla um matsákvarðanir. Til að fylgjast með matsverði fasteigna á hverjum stað er safnað öllum finnanlegum kaupsamningum, sem gerðir eru um fasteignir og unnið úr þeim staðgreiðsluvirði hverrar eignar. Með tilkomu nýrra laga (94/1976) um skráningu og mat fasteigna hefur verkefni Fasteignamats ríkisins stóraukist. Sem dæmi um það aukna álag sem hefur bætst á stofnunina má nefna að árin 1972—1976 voru árlega gerðar 5—6 þúsund breytingar á færslum í skrám Fasteignamatsins. í ár hefur þessi tala rúmlega tífaldast. Rúmlega 60 þúsund breytingar hafa verið gerðar á færslum í skrám matsins í ár.“ Tónleikar KÓR OG hljómsveit Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar munu ann- að kvöld, miðvikudag 6. desember, kl. 20.30 halda tónleika í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg. A efnisskránni eru m.a. verk eftir Beethoven, Bartók, Praetorius, Sigur- svein D. Kristinsson, Vic- toria og Paulenc. Mörg verkefnin verða nú flutt í fyrsta sinn á tónleikum hérlendis. Stjórnandi er Sigursveinn Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.