Morgunblaðið - 22.12.1978, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978
»v.. í
Jism
Jólablað Lesbókar
er komið út og hefur að undanförnu verið borið til fastra
áskrifenda. í blaðinu er m.a. eftirfarandi efni:
„En það bar til um þessar mundir“. Um Rómverjana, sem koma
við sögu í sjónvarpsþáttunum „Ég Cládíus". I. grein af þremur.
Trúarþörfin. Greinar eftir Harald Ólafsson lektor, Björn
Björnsson prófessor og viðtal við séra Ólaf Skúlason.
Ilópsálin. Grein eftir Kristján frá Djúpalæk.
Ilugur manns jólahugvekja eftir Árna Óla.
Smásögur eftir Hrafn Gunnlaugsson og Guðmund L.
Friðfinnsson.
Trú og vísindi grein eftir Vilhjálm Skúlason.
Myndir frá Pétursborg eftir Braga Ásgeirsson.
Um myndlist í kirkjum grein eftir séra Gunnar Kristjánsson.
Áhrifamesta tónlistarupplifun ævi minnar var að sjá og heyra
Toscanini stjórna. Rætt við Þórð Kristleifsson, fyrrum
söngkennara á Laugarvatni.
Myndmál Einars Jónssonar. Eftir Geir V. Vilhjálmsson,
Franz Schubert, hinn einlægi snillingur Hugleiðingar á 150.
árið tónskáldsins.
Nóvemberdagur á Bali Ferðafrásögn eftir Jóhönnu
Kristjónsdóttur.
Blésu þeir í söngiúðra. Húsvitjun á aðventu í Fossbrekku hjá
hjónunum Gígju Kjartansdóttur og Roar Kvam. Eftir séra Bolla
Gústafsson í Laufási.
Hógværi Daninn er orðinn íslendingur Sveinn Ásgeirsson
skrifar um Aage Nielsen-Edwin, myndhöggvara.
Þegar Jólin komu til Víkur. Endurminning eftir séra Óskar J.
Þorláksson.
Ljóð í tilefni af jólum eftir Hannes Pétursson, Sveinbjörn
Beinteinsson, Jakob Jónsson, Ingólf Sveinsson, Maríu Skagan,
Ingibjörgu L. Harðardóttur, Einar Benediktsson, Davíð Stefánsson
og Jónas Guðmundsson.
Forsíðumynd eftir Atla Má og teikningar eftir Eirík Smith,
Kjartan Guðjónsson, Jónas Guðmundsson, Alfreð Flóka, Árna
Elfar og Gísla Sigurðsson.
Hækkun verðjöfn-
unargj aldsins sam-
þykkt í neðri deild
Tilboði Gunnars Thoroddsens um
niðurskurð á f járlögum ekki svarað
Á fundi neðri deildar í gær var
samþykkt með 19 atkvæðum gegn
18 að hækka verðjöfnunargjald á
rafmagni úr 13% í 19%, sem gefur
700 millj. kr. í tekjur. Gunnar
Thoroddsen, formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, bauð það
fram, að Sjálfstæðisflokkurinn ynni
ásamt rikisstjórninni að lækkun
fjárlaga sem næmi tekjum af
hækkun verðjöfnunargjaldsins á
næsta ári, þannig að ekki þyrfti til
hækkunarinnar að koma, en Raf-
magnsvcitur ríkisins og Orkubú
Vestf jarða misstu einskis í tekjum.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra svaraði þessum tilmælum
ekki, en áður hafði hann talað um
hækkun verðjöfnunargjaldsins sem
jólagjöf fyrir fólk úti á landi.
Við 3. umræðu flutti Ellert B.
Schram breytingartillögu þess efnis,
að hækkun verðjöfnunargjaldsins
rynni óskipt til þess að minnka þann
mismun, sem nú er á heimilistaxta
hjá Rafmagnsveitum ríkisins og
Orkubúi Vestfjarða annars vegar og
öðrum rafveitum hins vegar, en það
er meira en helmings munur, þar
sem mest er. Kvaðst þingmaðurinn
flytja tillöguna til að tryggja, að
hækkun verðjöfnunargjaldsins rynni
ekki í fjármagnskostnað eða til
nýrra framkvæmda, svo sem verið
hefði.
Þessir þingmenn greiddu atkvæði
með hækkun verðjöfnunargjaldsins
við 2. umræðu neðri deildar: Ingvar
Gíslason, Benedikt Gröndal, Eiður
Guðnason, Finnur Torfi Stefánsson,
Garðar Sigurðsson, Halldór E.
Sigurðsson, Hjörleifur Guttormsson,
Skúli Alexandersson, Kjartan Ólafs-
son, Lúðvík Jósepsson, Magnús H.
Magnússon, Matthías Bjarnason,
Páll Pétursson, Pálmi Jónsson,
Sighvatur Björgvinsson, Stefán
Valgeirsson, Steingrímur Her-
mannsson, Tómas Árnason og Þórar-
inn Sigurjónsson.
Þessir þingmenn greiddu atkvæði
gegn hækkun verðjöfnunargjaldsins:
Albert Guðmundsson, Eðvarð
Sigurðsson, Eggert Haukdal, Einar
Ágústsson, Ellert B. Schram, Friðjón
Þórðarson, Friðrik Sóphusson, Geir
Hallgrímsson, Gunnar Thoroddsen,
Gunnlaugur Stefánsson, Jóhanna
Sigurðardóttir, Jósef H. Þorgeirsson,
Lárus Jónsson, Matthías Á.
Mathiesen, Ólafur G. Einarsson,
Svava Jakobsdóttir, Sverrir Her-
mannsson og Vilmundur Gylfason.
Árni Gunnarsson sat hjá, en Gils
Guðmundsson og Svavar Gestsson
voru fjarstaddir.
Pálmi Jónsson gerði þá grein fyrir
atkvæði sínu, að þar sem ekki hefðu
komið fram vilyrði frá ríkisstjórn-
inni um að verða við tilmælum
Gunnars Thoroddsens um framlög
úr ríkissjóði í stað verðjöfnunar-
gjaldsins væri hann með hækkun
verðjöfnunargjaldsins.
Sverrir Hermannsson kvaðst vera
andvígur hækkun verðjöfnunar-
gjaldsins í fullu trausti þess, að
ríkisstjórnin sæi sér fært að verða
við boði stjórnarandstöðunnar,
þannig að fjárhagshliðinni yrði
borgið með beinum framlögum úr
ríkissjóði og skírskotaði Eggert
Haukdal til þessarar greinargerðar
fyrir sinni afstöðu.
Níu þingmenn Alþýðuflokksins:
Skattvísitalan
verði 151 stig
NÍU ÞINGMENN Alþýðuflokks
ins fluttu í gærkvöldi breytingar-
tillögu við fjárlagafrumvarpið
um að skattvisitalan 1979 verði
151 stig í stað 150 eins og
samkomúlag varð um í ríkis-
stjórninni.
ÞEGAR Morgunblaðið spurði
einn tillögumanna að því í gær,
hvort þeir flutningsmenn myndu
draga tillöguna til baka áður en
til atkvæðagreiðslu um hana
Heildartekjur borgarinnar
hækka milli ára um tæp 55%
I fjárhagsáætluninni er hvorki reiknað með 6,12% vísi
töluhækkun 1: des né visitöluhækkunum á næsta ári
FRUMVARP að fjárhagsáætlun
Reykjavikurborgar fyrir árið 1979
var iagt fram á fundi borgarstjórn-
ar Reykjavíkur í gær og fylgdi
Egill Skúii Ingibergsson borgar-
stjóri því úr hlaði með ítarlegri
ræðu um fjármál borgarinnar.
Helztu þættir f fjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir næstu ár erui
• Heildartekjur borgarsjóðs á
næsta ári eru áætlaðar 24 milljarðar
króna, en í fjárhagsáætlun frá í
fyrra að meðaltalinni hlutdeild í
launahækkanafjárveitingum voru
heildartekjurnar 15,5 milljarðar
króna. í nýju áætluninni eru engar
vísitöluhækkanir meðtaldar frá og
með 1. desember 1978. Hækkunin er
54,9%, en var í fyrra 38,2%.
• Rekstrargjöld borgarinnar
næsta ári eru áætluð tæplega lc
milljarðar króna, en voru í fyrra 10,7
milljarðar króna. Hækkunin er
39.3%, en var í fyrra 37,8%.
• Áætlað er að verja til gatna og
holræsagerðar 3,7 milljörðum króna,
en í fyrra var áætlunin 2,3 milljarð-
ar króna. Milli áranna hefur því
orðið 60,8% aukning.
• Framlög til svokallaðra eigna-
breytinga, þ.e. til framkvæmda og
ýmissa annarra þarfa, nema tæplega
7 mdljörðum króna, en námu í fyra
3,6 milljörðum. Hækkunin er 92,6%.
• Ef nýbygging gatna og holræsa
(sem talin er með rekstrarútgjöld-
um) er tekin sérstaklega ásamt
framkvæmdalið eignabreytinga,
kemur í ljós, að áætlað er að verja til
verklegra framkvæmda 9,1 milljarði
króna, en í fyrra 4,8 milljörðum.
Hækkun milli ára er 89,9%. Er þetta
60,7% af heildarútgjöldum borgar-
innar, en var í fyrra 44,9%.
Aðaltekjustofn borgarinnar eru
útsvörin, sem nú er áætlað að
nemi 11,6 milljörðum króna, en í
fyrra voru útsvörin á fjárhags-
áætlun 7,8 milljarðar króna.
Hækkunin milli ára er því 49,1%.
Hækkunin í fyrra milli ára nam
41,4%. í ræðu borgarstjóra, Egils
Skúla Ingibergssonar, kom m.a.
fram, aðj gert væri ráð fyrir því að
nýta í lögum heimild um 10% álag
á útsvör, en sú hækkun er háð
samþykki ráðherra. Að öðru leyti
byggist áætlunin á spá Þjóðhags-
stofnunar um tekjuhækkun ein-
staklinga milli ára, 51%, og er
einnig stuðzt við skýrslur kjara^
rannsóknarnefndar í því efni. I
áætluninni er hins vegar gert ráð
fyrir skattvísitölu 143 stig en ekki
150 stigum.
Fasteignagjöld eru áætluð að
nemi 3,5 milljörðum króna, en í
fyrra voru þau áætluð 1,8 milljarð-
ar. Hækkunin milli ára er því
92,2%, en var árið áður 34,9%.
Borgarstjóri gat þess að heildar-
mat fasteigna hefði hækkað um
2% vegna fjölgunar bygginga, en
matið í heild hefði hækkað um
42% vegna verðbreytinga.
Áætlað er að aðstöðugjöld verði
3,9 milljarðar króna, en voru í
fyrra 2,2 milljarðar. Hækkunin er
81,9% en hækkun frá árinu áður
nam 36,3%. í áætluninni er
reiknað með að lögleyfður gjald-
stigi verði nýttur til fulls, en
álagningarstofn hefur hækkað um
47% milli ára.
Til fræðslumála er nú áætlað að
fari 2,9 milljarðar, en voru 2,3 í
fyrra, hækkun 24,2%. Hækkunin í
fyrra nam 36,9%. Til heilbrigðis- og
hreinlætismála fer nú 2,1 milljarðar,
en 1,3 í fyrra. Hækkun er 62,1% en
var í fyrra 33,6%. Til félagsmála
fara nú 4,8 milljarðar króna, en 3,3, í
fyrra. Hækkun er 45,7%, en var í
fyrra 32,4%. Til lista, útiveru og
íþrótta er nú varið 1,6 milljörðum, en
var í fyrra 1,2 milljarðar.
kæmi, svaraði hannt „Það er ekki
satt, en við erum að athuga okkar
mál.“
Einnig flytja þeir tillögur um
lækkun á ræktunarframlögum að
fjárhæð 543 milljónir og 500
þúsund krónur sem skuli þess í
stað verja til framleiðni í landbún-
aði, hliðarbúgreina og orlofs
bænda.
Þeir flytja einnig tillögu um að
útflutningsuppbætur séu skornar
niður um einn milljarð króna, sem
renni til að bæta samkeppnisað-
stöðu iðnaðarins.
Fyrsti flutningsmaður er Árni
Gunnarsson en auk hans standa að
tillöguflutningnum Jóhanna Sig-
urðardóttir, Eiður Guðnason,
Bragi Níelsson, Ágúst Einarsson,
Ólafur Björnsson Finnur Torfi
Stefánsson, Vilmundur Gylfason
og Gunnlaugur Stefánsson.
Sjómannasambandið:
Sjómenn skrái sig
ekki á fiskiskipin
FRAMKVÆMDANEFND Sjó-
mannasambands íslands samþykkti
á fundi sínum í gær að beina þeirri
eindregnu áskorun til sjómanna-
stéttarinnar að fara eftir áskorun
kjaramálaráðstefnu sjómanna, sem
fjallaði um að sjómenn skráðu sig
ekki á fiskiskip eftir áramót, fyrr en
viðunandi fiskverð lægi fyrir. Frá
þessu er skýrt í fréttatilkynningu,
sem Morgunblaðinu barst í gær.
VSÍ, LÍÚ, FÍI og SF um skattalög ríkisstjórnarinnar:
V erðbólguhvet jandi og
leiða til lækkunar launa
„LAGASETNING sem þessi hindr-
ar eðlilega og nauðsynlega upp-
byggingu atvinnuveganna og dreg-
ur þannig niður lífskjör þjóðarinn-
ar allrar í framtíðinni,“ segir í
fréttatilkynningu, sem Morgun-
blaðinu barst í gær frá Vinnuveit-
endasambandi Isiands, Landssam-
bandi íslenzkra útvegsmanna,
Félagi fslenzkra iðnrekenda og
Sambandi fiskvinnslustöðvanna, en
þar er fjailað um hin þrjú laga-
frumvörp rfkisstjórnarinnar, sem
Iiggja fyrir Alþingi og miða að því
að auka útgjöld atvinnuveganna
um 6 milljarða króna.
I fréttatilkynningunni segir:
„Markmið hverrar ríkisstjórnar
hlýtur að vera að bæta hag al-
mennings með því að efla atvinnu-
fyrirtæki landsmanna og auka sam-
keppnishæfni þeirra, þannig að þau
geti greitt sambærileg laun og
greidd eru í nágrannalöndum okkar.
Skattlagning þessi mun hins vegar
hafa þveröfug áhrif, það er auka enn
umsvif ríkisins, auka verðbólguna og
leiða óhjákvæmilega til lækkandi
launa.“
Þeir, sem standa að útgáfu frétta-
tilkynningarinnar, segja, að þessar
álögur séu lagðar á atvinnurekstur-
inn, „enda þótt ríkisstjórninni sé
ljóst að staða atvinnuveganna er slík
að þeir þola engar nýjar álögur. — I
frumvörpunum er gert ráð fyrir að
tekjuskattshlutfall fyrirtækja hækki
úr 53% í 65% af skattgjaldstekjum.
Jafnframt er myndaður falskur
skattskyldur hagnaður með því að
felld er niður verðstuðulsfyrning
(verðbólgufyrning) og hlutfall flýti-
fyrninga lækkað úr 6% í 2% á ári. —
Frumvörpin gera ennfremur rao
fyrir, að eignaskattur fyrirtækja
verði tvöfaldaður, að sérstakur
skattur verði lagður á verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði og að nýbygginga-
gjald verði lagt á öll mannvirki í
atvinnurekstri."
Því segja útgefendur fréttatil-
kynningarinnar, að lagasetningin
hindri eðlilega og nauðsynlega upp-
byggingu atvinnuveganna og muni
hafa þau áhrif að draga niður
lífskjör þjóðarinnar allrar í framtíð-