Morgunblaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978
QUADLINBURG, teikning frá 1836.
í Þessari hvlefingu sem hafiö var aö byggja á 8. öld hvíla jaröneskar leifar Hinriks I,
Þýskalandskonungs og Matthildar drottningar hans. Germanskur andi átti bátt í
Þeim byggingarstíl er menn seinna nefndu rómversk-gotneskan.
Quadlinburg
Fyrr en varir er Finnland að
baki, ég kvaddi það með nokkr-
um trega í.keimlíku veðri og er
ég kom, rigningu, en nú var
svalara í lofti og alls staðar
breiddi litskrúð haustsins úr
sér. — Tíminn líður hratt og
skyndilega er ég kominn til
Mið-Þýskalands, nánar tiltekið
Quadlinburg, hinnar fornu,
sögufrægu borgar við jaðar
Harz-fjalla í neðra Saxlandi. Eg
hafði nokkurra daga viðdvöl í
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn,
en var svo samferða starfsbróð-
ur mínum og vini, Gunnari Erni;
í málmfugli til Berlínar. I
flugvélinni hittum við flesta
fulltrúa Norðurlanda, er ásamt
okkur voru á leið á þing í
samband við Biennalinn í
Rostock á næsta ári. Eftir að
hafa lent á Berlín-Schönfeld
flughöfninni var haldið með lest
til Quadlinburg (yfir Magdeburg
og Halberstadt) en þar var
okkur vísað til gistingar á ágætu
móteli næstu 4 sólarhringana.
Fljótlega var sest að snæðingi
og dreif nú að fulltrúa úr austri
og vestri, — urðu ósjaldan
miklir og innilegir fagnaðar-
fundir, létt var yfir mönnum, er
fæstir voru sérlega harðir and-
stæðingar hins saxlenska mjað-
Daginn eftir var hin sögu-
fræga borg skoðuð. Hér var
Hinrik I, konungur Þýskalands,
með viðurnefnið fuglafangarinn,
krýndur árið 919 og dró það að
sjálfsögðu dilk á eftir sér, hvað
vöxt og viðgang borgarinnar
snerti. Hinrik konungur
(876—936), var forfaðir sax-
iensku ættarinnar í veldisstóli
(Ottó-anna) og átti í mörgum
styrjöldum við vesturslavneska
þjóðflokka, — átti fullt í fangi
með að verja Saxland gegn
herskáum Ungverjum.
Með lögum Ottós III, dags. 23.
nóvember 994 fékk borgin mark-
aðsréttindi og nefndist ríkishöf-
uðborg, og mun hafa verið það
um nokkurt skeið. Quadlinburg
varð fljótlega mikilvæg verzlun-
armiðstöð, enda staðsett á
krossgötum tveggja mikilvægra
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
verzlunar- og samgönguleiða, —
hins forna þjóðvegar Goslar —
Halberstadt — Gernorode —
Tillida, til Magdeburgar annars
vegar og Halle og Leipzig hins
vegar. A þessari samgönguæð
þróaðist hið frjálsa stifti Quad-
Iinburg (996—1803), sem Hinrik
I lagði drög að. Mikilvægi
lénsstiftisins og verzlunarfrelsis
borgarinnar jókst verulega á
tímum Konráðs II, árið 1038,
Hinriks III, árið 1040, Lothars
II, árið 1134 og sjö annarra
keisara allt til ársins 1713, og
var jafnan staðfest með innsigli
og undirskrift. Þróun borgar-
innar var sérstaklega ör fyrstu
aldirnar og má geta þess, að
borgina heimsóttu 16 keisarar
samtals fimmtíu sinnum fram
til ársins 1207. Á þeim tíma reis
upp sá borgarkjarni, sem enn
sér stað að mestu og er lifandi
dæmi húsagerðarlistar og hand-
yerks á fyrri miðöldum. Efna-
hagslegum hápunkti náði borgin
á fimmtándu öld, er hún til-
heyrði þýskum Hansakaup-
mönnum (1426—1518). Borgin
var stórborg á þeirra tíma
mælikvarða og taldi 5500 íbúa
og geta má þess til samanburð-
ar, að Leipzig taldi þá 8000 íbúa
(um 1550). Nú telur Quadlinburg
30—40.000 íbúa en Leipzig yfir
600.000.
Þetta var nauðsynleg upptaln-
ing til undirstrikunar mikilvægi
borgarinnar, er fáir hérlendir
munu þekkja til og svo til
skilnings á því, að hún er eitt
samfellt minnismerki húsagerð-
arlistar frá frumgotík til seinni
tíma stílbrigða. Hallarkirkjan
ásamt ráðhúsinu eru glöggt
dæmi um samruna ólíkra stíl-