Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978
11
brigða að utan sem innan, því að
í hvert skipti, sem aukið var við
þessar byggingar, var það gert í
þeim stíl, er þá tíðkaðist. Þetta
er þannig ekki hrærigrautur
stílbrigða, heldur söguleg þróun
frumgotíkur, síðgotíkur,
renniassans og barrokk. Eins og
nærri má geta var það mikill
lærdómur og einstök upplifun
að skoða þessi hús. I ráðhúsinu
tók borgarstjórinn á móti okkur
og lýsti sögu hússins í gegnum
aldirnar og lét okkqr svo rita
nöfn okkar í sérstaka gestabók
— var þetta hátíðleg stund.
Yfir borgina gnæfa höllin og
hallarkirkjan sem eru saman-
tengd. I hvelfingu kirkjunnar er
hafið var að reisa á 8. öld og
nefnist bæði St. Servatii og
Wipertikirkjan, hvíla jarðnesk-
ar leifar Hinriks I og Matthildar
drottningar hans — er þetta
mikill helgidómur. Hallarkirkj-
an varð meyjarklaustur árið 934
og starfrækt sem slík fram yfir
1787, en frá því ári er síðasta
abbadísin, en árið 1803 voru
æsku í heimi friðar — fyrir
vináttu og alþjóðlegri sam-
vinnu“ („Fúr eini glúcliche
Kindheit, in einer Welt des
Friedens —' fúr Völkerfreund-
schaft und internationaler
Solidiaridát").
—j Menn voru almennt undr-
anai yfir því, hve fundurinn stóð
stutt og gekk vel — honum var
vel stjórnað af Jo Jastram.
forseta alþjóðlegu nefndarinnar.
Það, sem máli skipti, var, að
menn höfðu rætt málin sín á
milli, áður en til fundarins kom
og gjörþekktu það, sem á
dagskrá var, — sneru sér beint
að efninu. Engin ræðuhöld,
málalengingar málglaðra nafla-
strengja, engir umræðuhópar né
fáfengilegt þras, — og þó var
engin tilraun gerð til að stytta
fundinn — hann var einfaldlega
búinn!
grámósku- og draugaleg, þannig
að stundum sér maður einungis
fáeina metra fram fyrir sig.
Trén eru há og greinarnar
langar og kræklóttar, — mér
déttur í hug, að einmitt svona
hljóti það að hafa verið á slóðum
Grimmsbræðra. Hér kæmi
naumast nokkrum á óvart að
rekast á nornir og forynjur eða
til að mynda Hans og Grétu,
slíkar persónur gætu vísast
jafnömurlegt vinnurými og
þurfti að auki að vinná að
hlutum, er seinna tortímdu lífi
annarra, aðallega unglinga,
kvenna og gamalmenna í Lond-
on. Grimmd mannsins er nötur-
leg. — Við komumst einungis
einn kílómetra inn í hellinn, því
að ekki hefur verið hreinsað
meir úr honum, en allt var
sprengt í loft upp í stríðslok til
að uppfinningar féllu ekki í
hendur óvinarins og eins til að
eyða verksummerkjum. Út kom-
um við svo á allt öðrum stað,
þungt hugsandi og fegnir að
koma aftur út undir bert loft, —
„aðeins að hinir ólánsömu fang-
ar hefðu getað notið sama
frelsis" ...
- O -
Á þessum slóðum má rekja
söguna 15.000 ár aftur í tímann,
t.d. var á einum stað í Kyffhaus-
ar-fj allgarðinum villihestaveiði-
stöð. Veiðimenn þeirra tíma
ráku einfaldlega villihestana
fyrir björg og gerðu svo að
þeim ... Hér hefur akuryrkja og
Teikning af Quadlinburg eftir Mattheus Merian frá 1650.
eigur klaustursins gerðar upp-
tækar. Hér eru nasistar sagðir
hafa iðkað fánahyllingar og
aðrar samkomur á valdaárum
sínum!
Við skoðuðum borgina vel og
vandlega, en síðan sóttum við
heim Willi Neubert, einn nafn-
togaðasta myndlistarmann
A-Þýskalands, er býr í þorpi
skammt þar frá. Eftir að hafa
sýnt okkur vinnustofu sína og
risastórt verkefni, sem hann var
að vinna við, var okkur boðið í
mikinn mannfagnað i næsta
herbergi.
Hver viðburðurinn rak annan
næstu daga, t.d. kvöldveizla í
húsi menningarsamtaka borgar-
innar, sem er stórskemmtilegt
hús á þrem hæðum, og furðu
rúmgott, þótt ekki láti það
mikið yfir sér hvað gólfflöt
snertir. Okkur var sögð saga
hússins af eindæma málglöðum
manni, en upprunalega bygging-
in er frá árinu 1569. I þessu húsi
fór fundurinn fram og var
stytzti og röggsamasti fundur,
er ég hef upplifað í sambandi við
sýningar þar eystra.
Rostock 1979
Stefnuyfirlýsing Biennalsins í
Rostock sumarið 1979 var sam-
þykkt í einu hljóði, en með
smábreytingum þó. Öll sýningin
er helguð barnaári Sameinuðu
þjóðanna í þeim skilningi, að
hvert aðsent verk sé til heiðurs
börnum — en þar? þó ekki
endilega að fjalla um börn.
Engar stjórnmálaskoðanir
koma fram í þessari stefnuyfir-
lýsingu, sem ér mikil framför.
Þá var í einu hljóði samþykkt
breytingartillaga mín þess efn-
is, að í stað þess að hver þjóð
kæmi með 20 barnateikningar á
sérstaka sýningu í Listahöllinni,
kæmu þær með 1C barnabækur
hver, vel hannaðar og mynd-
skreyttar. Rökstuddi ég tillögu
mína með skírskotun til þess, að
nær árlega væri stór sýning á
barnateikningum hvaðanæva að
úr heiminum í Rostock, en
hinsvegar hefði aldrei verið
sýning á framlagi gildra lista-
manna til barnabóka. — Kjör-
orð Biennalsins í Rostock 1979
er svohljóðandi: „Fyrir farsælli
Við sátum veizlu í boði
Myndlistarsambands Aust-
ur-Þýskalands og þar hélt for-
seti þess, hinn nafntogaði mál-
ari, Willi Sitte, alllanga tölu —
sú veizla hélt svo áfram á
mótelinu, þar til veitingasalir
lokuðu.
í bítið daginn eftir var farið í
bíl í sveig um allan Harz-fjalla-
garðinn, okkur sýndur risastór
heliir hinum megin í fjallagarð-
inum: „Heimkehle við Uftrung-
en“, — síðan ekið suður að hinu
skógi klædda Kyffhauserfjall-
lendi í N-Thúringen og á slóðir
Rauðskeggs, — Friðriks I af
Barbarossa. Rústir skoðaðar,
sjónvarpsturn heimsóttur og
síðast en ekki síst Kúabjöllusafn
heimsótt.
— Hópurinn er staddur langt
inni í skógi, haustþokan er þykk,
Friörik I, Barbarossa.
(Bronsstytta)
verið bak við næsta tré. Hér
vildu fæstir vera einir á ferð. Ég
vik mér að nokkrum í hópnum
og spyr einn í einu: „Sérðu
draugana?" — ég fæ alltaf sama
svarið, menn benda á hina í
hópnum og glotta ...
Tvo kílómetra inn í
Harz-fjallagarðinn gengur risa-
stór hellir, hráslaga- og drauga-
legur, víða svo rúmur um sig og
hátt til lofts, að það er líkast
sem maður sé staddur í sam-
komusal, en svo eru einnig mjóir
langir gangar og ranghalar.
Maður skynjar þó jafnan, að allt
er hér stórt og mikilfenglegt,
þannig göngum við fram hjá
aflangri vatnslind eða raunar
hyl, sem manni gæti í fljótu
bragði dottið í hug að væri í
hæsta lagi nokkrir metrar að
dýpt. Dýpið hefur verið mælt
nákvæmlega og reyndist 200
metrar í botn!
Hér unnu stríðsfangar í
seinni heimsstyrjöldinni við
vopnasmíðar og m.a. við að búa
til ýmsa hluti úr eldflaugum og
tengja þá saman (V I og V II) —
það fer hrollur um mig, er ég
hugsa til fólksins, er hafði
kvikfjárrækt verið stunduð í
þúsundir ára og erfðavenjan því
rík í blóðinu. Þess sáum við
sannarlega merki í safni einu
litlu en stórmerkilegu í þorpi, er
nefnist Steinthaleben, en safnið
fékk okkur á milli nafnið
„Kúabjöllusafnið". Að vísu var
fjölmargt annað þar til sýnis,
sem var eins konar blandað
þjóðháttasafn, t.d. mjög merki-
legt samsafn myntsláttutækja.
En ég held að flestum ef ekki
öllum i hópnum hafi þótt mest
varið í kúabjöllurnar, er voru af
öllum mögulegum stærðum og
gerðum, — allar í F.moll og
náðu yfir heila áttund. Þá voru
þarna og lúðrar kúahirðanna,
sem þeir blésu í, er þeir kölluðu
hjarðirnar til sín. Þetta var allt
svo vfirmáta hátíðlegt og róm-
antískt, að við héldum angur-
værir á brott.
- O -
Það var áhrifamikið að skoða
keisaraminnismerkið á Kyff-
hauserhæðum. Minnismerkið er
risastórt, 81 metri að hæð og er
eftir einhvern Bruno Scmitz,
sem gert hefur fleiri söguleg
minnismerki. Fyrir ofan Friðrik
I af Barbarossa sem virðiszt
hálfsofa, trónar Vilhjálmur I
Þýskalandskeisari á glæstum
gæðingi í fullum hertygjum.
Þjóðsagan hermir, að sofandi
bíði Baybarossa upprisu sinna,
svo lengi sem hrafnar sveimi
yfir Kyffhauser-fjöllum. En
einu sinni á ári rumski hann við
sér, standi upp, og líti yfir ríki
sitt til að athuga hvort allt sé í
lagi!
Sem kunnugt er var Friðrik I
af Barbarossa (1123—1190) ein-
hver vígreifasti keisari í sögu
Þýskalands, er víða herjaði, en
öðru fremur til að halda saman
ríki sínu. Hann var uppi, er
riddaratímabilið var í mestum
blóma, — vinur lista og mennta,
stofnaði f.vrsta háskólann. Nifl-
ungaljóðin fengu sitt endanlega
form á tímum hans. Örlög hans
urðu að drukkna í fljóti í Litlu
Asíu, þar sem hann var í
krossferðarleiðangri. Þessi mað-
ur var svo glæstur og hrífandi
persónuleiki, að um hann hafa
spunnist ótal þjóðsögur, —
honum eru einnig eignuð afrek,
er hann mun aldrei hafa komið
nálægt, en það er önnur saga ...