Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 12

Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Varnarsamningur Banda- ríkjanna og Taiwans veröur í gildi í eitt ár eftir að stjórn- málasambandi landanna verður slitið frá næstu áramótum í kjölfar viðurkenningar banda- rísku stjórnarinnar á stjórninni í Peking. En vafi leikur á því hvort Bandarikjamönnum beri lagaleg skylda til þess að verja Taiwan þangað til varnar- samningurinn rennur út þar sem það er líka skoðun Banda- ríkjastjórnar að varnar- samningur hafi ekki lagalegt gildi án stjórnmálasambands. Um þetta er ágreiningur milli fræðimanna í alþjóðalögum. En tæknileg spurning um lagagildi samningsins eftir lokun banda- ríska sendiráðsins í Taipei breytir því ekki að bandarísk hergögn verða áfram send til Taiwan og að það er yfirlýst stefna Bandaríkjastjórnar að hamla gegn hvers konar ófriðar- aðgerðum sem Kínverjar kunna að grípa til gegn Taiwan. Auk þess halda Bandaríkjamenn því fram að Kínverjar hafi ekki á að skipa nógu öflugu herliði til aðgerða á sjó, landi og í lofti sem nauðsynlegt sé til þess að gera innrás í Táiwan. Uppsögn samningsins þarf raunar ekki að koma á óvart. Við þessu hefur verið búizt að heita má allt frá undirritun Shanghai-yfirlýsingarinnar 1972, fyrsta skrefinu í þá átt að færa sambúð Kínverja og Bandaríkjamanna í eðlilegt horf. Að vísu lofaði Richard Nixon forseti því aldrei eftir undirritun yfirlýsingarinnar að draga til baka viðurkenninguna á stjórn Taiwan eöa segja upp varnarsamningnum, en ráðstafanir Jimmy Carters virðast rökrétt afleiðing af stefnu Nixons. Leyniviðræður En aðgerðir Carters báru að með óvæntum hætti. Ákvörðun- in var tekin að loknum þriggja daga leynilegum viðræðum háttsettra fulltrúa bandarísku stjórnarinnar og þeirrar kínversku. Og aðeins liðu 32 klukkustundir frá því Carter var tilkynnt að viðræðurnar hefðu borið árangur að Bandalags- þjóðum Bandaríkjanna var skýrt frá því hvernig málin stæðu og Carter forseti og kínverskir leiðtogar tilkynntu heiminum frá þeirri ákvörðun að færa samskipti Banda- ríkjanna og Kína í eðlilegt horf og skiptast á sendiherrum. Verulegur skriður komst fyrst á tilraunirnar til að gera samskipti þjóðanna eðlileg í janúar, þegar Teng Hsiao-ping, varaforsætisráðherra, kom í heim^ókn. Fyrsti verulegi árangurinn náðist í maí þegar Zbigniew Brzezinski, ráðunaut- ur Carters í þjóðaröryggismál- um, fór til Peking. Þangað til höfðu litlar breytingar orðið í samskiptum Kína og Banda- ríkjanna síðan Nixon fór í hina sögulegu heimsókn sína til Kína 1972. Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun i maí að undirbúa víðtækar samningaviðræður við Peking-stjórnina. Forstöðu- maður skrifstofu kínversku stjórnarinnar í Washington, Chai Tse-min, gekk á fund Carters og á þeim fundi, sem var talinn mjög mikilvægur, gerði Carter nákvæma grein fyrir þeim skilyrðum, sem hann taldi nauðsynlegt að fullnægja til þess að eðlileg samskipti gætu komizt í kring. í sumar átti síðan Leonard Woodcock, forstöðumaður skrif- stofu bandarísku stjórnarinnar í Peking, átta viðræðufundi með fulltrúum 'kínversku stjórnar- innar og i Bandaríkjunum hitti Brzezinski að máli kínverska embættismenn að minnsta kosti 10 sinnum. I byrjun þessa mánaðar dró svo verulega til tíðinda þegar Teng fór þess á leit að hitta Woodcock að máli. HVAÐ VERÐUR Samkomulagið Mánudaginn 11. desember hittu fulltrúar bandarísku stjórnarinnar kínverska sendi- fulltrúann í Washington að máli og sögðu honum að ef jákvæður árangur næðist hefðu Banda- ríkjamenn hug á því að bjóða kínverskum forystumönnum til Washington. Daginn eftir var Woodcock tilkynnt í Peking að boðið um leiðtogafund hefði verið samþykkt. Þennan dag og daginn eftir rak hver viðburður- inn annan. Staðgengill Brezinskis, David Aaron, sagði að bandarískir og kínverskir embættismenn hefðu orðið ásáttir um orðalag yfirlýsinga sem ríkisstjórnir landanna mundu gefa út. Það sem sam- komulag náðist um, var: • Löndin mundu ekki mótmæla hvort öðru eins og þjóðir sam- þykkja stundum að gera. • Peking-stjórnin samþykkti áform Carter-stjórnarinnar um að viðhalda víðtækum viðskipta- samböndum og menningar- tengslum við Taiwan. • Peking-stjórnin mundi ekki mótmæla orðalagi bandarísku yfirlýsingarinnar um banda- ríska hergagnasölu til Taiwan. Síðasttalda atriðið var erfiðast eins og Carter-stjórnin hafði alltaf búizt við. Kínverjar Mótmælaaðgerðir gegn stjórnmálasambandi Bandaríkjanna og Kína utan við bandaríska herstöð á Taiwan. hreyfðu mótbárum gegn þeirri kröfu Bandaríkjamanna að halda áfram hergagnasölu til Taiwan, en gáfu samþykki að lokum með yfirlýsingu um, að þeir skildu þessa ráðstöfun án þess að sætta sig við hana eða samþykkja hana. Samningsaðilar gerðu sér smátt og smátt grein fyrir þvi eftir því sem meiri skriður komst á viðræðurnar, að enginn raunverulegur skoðana- ágreiningur var til staðar og að hægt var að ná fullu samkomu- lagi. Málinu ílýtt Rúmt ár er liðið síðan um þann möguleika var rætt í bandarísku stjórninni að banda- ríska stjórnin veitti Peking-stjórninni stjórnmála- viðurkenningu í árslok 1978 eða í ársbyrjun 1979, en þó er sagt að bandaríska stjórnin hafi ekki farið eftir tímaáætlun í málinu. Hins vegar var almennt viður- kennt í Washington, að æskilegt væri að stjórnmálasamband við Kínverja kæmist á áöur en nýr samningur yrði gerður um UMTAIWAN? Bandaríski fáninn brenndur á götu í Taipei. takmörkun kjarnorkuvopna (Salt) og fyrir 1980 sem er kosningaár. Því fyrr sem stjórn- málasamband kæmist á, því minni líkur voru taldar á því að það yrði hitamál í baráttunni fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár. Fyrstu áhrifa stjórnmálasam- bandsins mun líklega gæta á sviði viðskipta þjóðanna, sem nú þegar er talið að muni nema einum milljarði dollara á þessu ári. Eftir að stjórnmálasam- bandinu verður komið á munu bandarískir kaupsýslumenn standa jafnfætis keppinautum sínum sem hafa notið góðs af því að ríkisstjórnir þeirra hafa haft stjórnmálasamband við Peking-stjórnina. Því má búast við harðnandi samkeppni Bandaríkjamanna, Japana, Vestur-Þjóðverja, Breta, Frakka og fleiri þjóða um hlutdeild í þeirri iðnvæðingarherferð, sem Kínverjar hafa boðað til. I Kína hefur opnazt geysistór nýr markaður og þar er um marga milljarða dollara að tefla. Vinsæll forseti Á Taiwan á stjórn Chiang Ching- kuo forseta erfiða tíma í vændum en forsetinn hefur að baki almennan stuðning eyjar- skeggja. Hann hefur líka unnið að því ótrauður allt frá undirrit- un Shanghai-yfirlýsingarinnar að búa landsmenn undir það að Bandaríkjamenn byndu enda á tengsli sín við Taiwan og að sameina þjóðina til undir- búnings slíkri tilkynningu. Stefna hans hefur leitt til þess að efnahagslífið á Taiwan stendur með miklum blóma og með þeirri stefnu sinni að auka áhrif innfæddra hefur honum tekizt að draga úr gamalli gremju í garð valdakerfisins þar sem þjóðernissinnar ráða lögum og lofum. Útlagarnir frá megin- landinu eru teknir að reskjast og forsetinn hefur tilnefnt sex eyjarskeggja í stjórn sína, sem er skipuð 18 ráðherrum, og gert Taiwanmanninn Sheih Tung- min að varaforseta. Chiang Ching-kuo er lítt þekktur erlendis, en hefur verið allsráðandi á Taiwan frá dauða föður síns, Chiang Kai-shek, fyrir þremur árum, fyrst sem forsætisráðherra og sem forseti síðan í maí. Hann er alþýðlegur og ólíkur föður sínum sem stjórnaði eynni með harðri hendi og þoldi enga mótspyrnu. Þótt áhrif óháðra hafi aukizt í flokki þjóðernissinna að undan- förnu þarf hann ekki að óttast um völd sín. Margir þeirra ætluðu að bjóða sig fram í kosningunum, sem áttu að fara fram um jólin en var frestað vegna yfirlýsinga Bandaríkja- manna og Kínverja. Nú verður vandlega fylgzt með því hvernig hann muni bregðast við þeirri óvæntu breytingu sem hefur orðið á stöðu eyjarinnar. Draumurinn En þótt forsetinn sé ólíkur föður sínum hefur hann aldrei hvikað frá þeirri bjargföstu skoðun sinni, að 17 milljónir íbúa Taiwans muni einn góðan veðurdag ná aftur meginlandi Kína á sitt vald. Allt frá því kínverskir þjóðernissinnar hörf- uðu til Taiwan undir forystu Chiang Kai-shek eftir ósigurinn fyrir kommúnistum í borgara- styrjöldinni hafa þeir vonað staðfastlega að þeir geti snúið aftur til meginlandsins og borið sigurorð af erkióvinum sínum, kommúnistum. Sá draumur virðist fjarlægari en nokkru sinni áður eftir tilkynninguna um stjórnmálasamband Banda- ríkjanna og Kína. Alls fylgdu um tvær milljónir Kínverja Chiang Kai-shek frá meginlandinu eftir auðmýkj- andi ósigur hans fyrir herjum Mao Tse-tungs. Margir efuðust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.