Morgunblaðið - 22.12.1978, Page 20

Morgunblaðið - 22.12.1978, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Nú á dögunum birti kvik- myndadreifihringurinn United Artist (umboösaöili hérl: Tónabíó) lista yfir þær myndir sem hann er með í framieiðslu. Til þess dugði hvorki meira né minna en 20 síðna kálfur í Variety! Ekki nema hluti þessara mynda kemur þó til með að verða sýndur, því hér er einnig um að ræða myndir sem fyrirtækið dreifir eingöngu í vissum heims- hlutum. Nú, og svo verða sumar myndir aldrei til nema á pappírnum. En nú verður rennt lauslega yfir þær myndir sem koma tíl með að verða sýndar í Tónabíói á næstu árum: • Fyrsta skal fræga teija hina umtöluðu stríðsmynd (Viet-Nam) Francis F'. Coppola, APOCALYPSE NOW, en frumsýningardegi er frestað æ ofaní æ. Nú er talað um páska. Með aðal- hlutverkin fara Marlon Brando, Robert Duvall og Martin Shenn. • Stórvestrar gerast ærið sjaldséðir en nú er von á einum, gerðum af gamla glæsibragnum. Nefndist hann COMES A HORSE- MAN, leikstýrður af Jlan J. Pakula, með súperstjörnun- um James Caan, Jane Fonda og Jason Robards í aðalhlutverkum. • THE BRINK’S JOB nefndist nýjasta mynd" Williams Friedkin, og var hún frumsýnd í þessum mánuði erlendis við ágæta dóma (nýtt fyrir Friedkin!) Myndin er byggð á sönnum atburði, einu glæfralegasta bankaráni fyrr og síðar. Með aðalhlutverk fara Peter Falk, Warren Oates og Peter Boyle. Pcter Falk í THE BRINK’S JOB • CORKY nefnist mynd sem lætur lítið yfir sér, en er athyglisverð fyrir þær sakir að hún er fyrsta mynd kvikmyndatökumannsins ágæta (tekið m.a. flestar nýrri myndir Woody Allen), Gordon Willis. Örvæntingin heíur gripið um sig — úr myndinni INVASION OF THE BODY SNATCHERS Caan, Fonda og Robards í vestranum COMES A HORSEMAN handritið- eftir eigin met- sölubók. Með meginhlut- verk fara þeir Sean Connery og Donald Sutherland. • Og þar kom að því að hinn sögufrægi söngleikur HAIR var kvikmyndaður. Óþarft er að skeggræða hann nánar, hann var hluti af menningu þeirra sem „lifðu vel“ í kringum 1970. Myndin er sú fyrsta sem Milos Forman gerði eftir hina vel heppnuðu ONE FLEW... • Þá er búið að endurgera eina frægustu vísindaskáld- sögumvnd allra tíma, INVASION OF THE BODY SNATCHERS, en fyrri myndin var gerð árið 1956 af Don Siegel. Það orð sem af þeirri mynd fer ber að þakka frábærri leikstjórn Siegels, sem hóf þessa „B“-mynd á æðra plan ásamt sérstaklega vel skrifuðu og skynsamlegu handriti Daniels Main- waring. Hvorugs þeirra nýtur við í þessari mynd- gerð, og verður því fróðlegt að sjá árangurinn — sem kemur í ljós núna um jólin. Látum þetta nægja að sinni. Sean Connery og Lesley-Anne Down í myndinni THE GREAT TRAIN ROBBERY Hvað er á prjónun nm hiá WUmtedArtists 9 ^| III ||| d lllHl ATransamerica Company u • THE GREAT TRAIN ROBBERY nefnist nýjasta mynd Michael Chrictons, en hann skrifaði jafnframt Ilárið Tvö D fyrir Dolby Stórmál er á döfinni hjá kvikmyndahúseigendum og forráðamönnum í Reykja- vik, en það eru kaup á Dolby-tækjum. Þeir Islend- ingar eru sjálfsagt orðnir fjölmargir sem notið hafa slíkrar tækni erlendis á undanförnum árum (auk þeirra fjölmörgu sem hafa yfir sömu tækni að ráða í sínum eigin hljómburðar- tækjum), því Dolby er komið í öll helstu kvik- myndahús erlendis. Allar dýrari myndir eru undan- tekningarlaust orðið frarn- leiddar með notkun tækj- anna í huga, en þetta er ör þróun þar sem að fyrsta myndin með Dolby er að- eins u.þ.b. tveggja ára gömul. Tilkoma Dolby-tækjanna er bylting í hljómburði. Tónninn er miklu skýrari, öll aukahljóð og suð úr sögunni. Munurinn er geysilegur. Astæðan fyrir því að þessi framtíðartækni er ekki fyrir löngu komin í hvert kvikmyndahús hér- lendis er í fyrsta lagi verðið, en uppsett kostar Dolby-tæki (mögulega tals- verðar breytingar á tón- kerfi flestra kvikmynda- húsanna að auki) ekki undir 6—7 millj. króna. Og í öðru lagi setur fyrirtækið, sem framleiðir tækin, upp þá lágmarkskröfu að ekki verði færri en fimm tæki keypt strax til landsins. Sú krafa er sett fram til að unnt verði að sérþjálfa viðgerðarmann og veita nauðsynlega þjónustu. En eins og fyrr greinir, þá eru þessi mál komin á talsverðan rekspöl og full ástæða til að ætla að af þessum kaupum verði inn- an tíðar. Og í beinu framhaldi má geta þess að snemma á næsta ári mun íslendingum gefast kostur á að njóta í fyrsta sinn nýrrar tækni í kvikmyndagerð, sem notið hefur mikilla vinsælda erlendis undanfarin ár, og nefnist SENSURROUND. Er það Laugarásbíó sem hyggst innleiða þessa nýjung, enda er kvik- myndahúsið umboðsaðili fyrir Universal, en það kvikmyndaver hefur verið langiðnast við að frámleiða kvikmyndir með þessari tækni. SENSURROUND-tæknin byggist á öflugum hljóm- flutningi, aðallega sterkum bassa, og áhrifin eru slík að það er sem kvikmyndahúsið leiki á reiðiskjálfi þegar tækninni er beitt! Það segir sig því sjálft að SENSUR- ROUND hefur einkum ver- ið notað við gerð stríðs- og haffaramynda (AIR- PORT-myndaflokkurinn, EARTHQUAKE, THE BATTLE OF MINWAY, ofl.). Að öllum líkindum ríður Laugarásbíó á vaðið með vísindaskáldsögu- myndinni BATTLESKIP GALACTICA. □□ DOLBY ®STEREO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.