Morgunblaðið - 22.12.1978, Page 22

Morgunblaðið - 22.12.1978, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 Ragnhildur Helgadóttir: Alþýðuflokkurinn, ríkis- sti órnin og þingstörfín Hinn 18. desember hófst í efri deild Alþingis umræða um hið fræga sameiningartákn ríkis- stjórnarinnar, frumvarp um kjaramál. í því tilefni beindi ég þeirri fyrirspurn til forsætisráð- herra hvað liði hinni raunverulegu sameiningu og samstöðu ríkis- stjórnarinnar. Það skipti megin- máli fyrir framhald á þingstörf- um. Hafði mér blöskrað hinn stefnulausi göslugangur stjórnar- liðsins seinustu daga og við blasti sú hætta, að stórmál yrðu afgreidd illa og handahófslega unnin. Sjón- arspil vinstri flokkanna var engan veginn boðlegt í þingstörfum á sama tíma og farið var franr á samstarf við stjórnarandstöðuna til að greiða fyrir málum. Fjármálaírumvarpið Við umræðu um eitt helzta efnahagsmál ríkisstjórnarinnar, leyfði ég mér m.a. að segja þetta: Þetta mál, sem við höfum í höndum, er sameiningartákn hæstvirtrar ríkisstjórnar. Þess vegna er tilefni til þess nú að spyrja, hvað líði samstöðu hæst- virtrar ríkisstjórnar. Astæðan fyrir því að mér finnst ég knúin til þess að spyrja þessarar spurning- ar er sú, að ég uni því afskaplega illa, að hér sé 20 manna stjórnar- andstöðuflokki haldið við störf frá morgni til kvölds í háttvirtu Alþingi út af málum hæstvirtrar ríkisstjórnar, sem enginn veit þó hvaða lyktir fá, ekki einu sinni stjórnarflokkarnir sjálfir. Mér sýnist ljóst, að það sé alveg á huldu hver verða afdrif samein- ingartákns ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn staðfasti og stjórnarstefnan Okkur hefur verið sagt af þeim stjórnarflokki, sem vill gjarnan láta taka mark á sér sem þeim flokki, er fylgi meginreglum í afstöðu til mála, þ.e.a.s. Alþýðu- flokknum: Þið skuluð bíða róleg, um afstöðu okkar fáið þið að vita trúlega á Þorláksmessu. Mín spurning er þessi: Vill hæstvirtur forsætisráðherra skýra okkur frá því, hver hugsunin er, hver verður afstaða ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka allra, sem hana styðja til þessa sameiningartákns. Þó að ég bendi með hendinni til háttvirts þingmanns Braga Sigur- jónssonar, þá á ég ekki við hann heldur það plagg, sem ég hef hér í hendinni, þetta frumvarp, sem nú er sameiningartákn ríkisstjórnar- innar, hver verður afstaða stjórn- arflokkanna til þess og annarra fylgifrumvarpa stjórnarinnar um efnahagsmál? Og hvernig verður afstaða ríkisstjórnarinnar í heild og allra stjórnarflokkanna til sjálfs fjárlagafrumvarpsins? Mér virðist það ekki nema réttmætt tillit til stjórnarandstöðuþing- manna, að þetta fái þeir að vita, því að mér finnst málin líta svo út í dag sem allar þessar aðgerðir, sem Alþýðuflokkurinn hefur haft í frammi, minni töluvert á eitthvað, sem gæti verið nokkuð stór loftbóla eða í hæsta máta og besta falli einhvers konar flugeldasýn- ing rétt fyrir áramótin til þess ætluð að gera hávaða og sjást, en ekki til þess í raun og veru að fylgja fram meginmálum. Um þetta vildi ég gjarnan fá upplýs- ingar hæstvirts forsætisráðherra, ef hann gæti látið okkur þær í té. Ef hann getur það ekki, þá þætti mér einnig vænt um að fá það staðfest af hans munni. Þegar forsætisráðherra hafði í ræðu lýst staðfestunni og ein- drægninni í stjórnarflokkunum leyfði ég mér að halda áfram: Hæstvirtur forsætisráðherra hefur tamið sér mjög í seinni tíð að tala í orðskviðum. Hann gat þess að vísu ekki, að á „skammri stund skipast veður í lofti", en svo er, ef rétt er það, sem hæstvirtur forsætisráðherra sagði og ég hef vitaskuld ekki ástæðu til að efa, að stjórnarflokkarnir hafi mörg sam- einingartákn og séu tengdir traustum böndum. Að vísu er ekki þar með sagt, að sambúð sé góð eða þessi bönd veiti hamingju, því að svo að ég tali í stíl hæstvirts forsætisráðherra: „sá bindur hlekkur harðast, er höndin frjáls sér bjó.“ Hæstvirtur forsætisráð- herra gekk ekki tilneyddur til þessa leiks, en samt finnst mér nú af ræðu Alþýðuflokksmannsins háttvirts 3. þingmanns Norður- lands eystra, að það muni líka vera rétt sem segir, að „guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól“. Ég mun nú láta þessum orðskviðum og tilvitnunum lokið í bili, en hins vegar vitna til nokkurra atriða, sem hæstvirtur forsætisráðherra gat um í sinni ræðu. Lagt fram í Alþýðublaðinu og til nefndar f Framsóknarflokknum Hæstvirtur forsætisráðherra gat þess, að þessi ríkisstjórn boðaði breytta efnahagsstefnu. Í tillögum Alþýðuflokksins væri boðuð breytt efnahagsstefna. í Framsóknarflokknum starfi efna- hagsneí'nd og þar muni frumvarp Alþýðuflokksmanna verða athug- að. Ég verð að segja, að mér þykir umfjöllun þessa frumvarps vera einstaklega furðuleg. Um frum- varp er að ræða, sem hefur verið gert opinbert fyrir landslýð, en þó ekki lagt fram á Alþingi. Það hefur verið lagt fram í Alþýðu- blaðinu hins vegar og síðan er því vísað til nefndar í Framsóknar- Ragnhildur Helgadóttir flokknum. Og svo kemur hæstvirt- ur 3. þingmaður Norðurlands eystra og segist bíða eftir að stjórnarflokkarnir skýri frá því, hver afstaða þeirra sé. Ég hélt, að það þyrfti nú ekki að kenna selnum að synda og ég hélt ekki, að það þyrfti að segja Alþýðuflokks- þingmönnum það, að einfaldasta leiðin til að komast að raun um þetta allt saman er að leggja frumvarpið fram á sjálfu Alþingi. Þeir hljóta að geta komið málinu fram sem mikilvægur flokkur í stjórnarstuðningi, í stjórnarand- stöðu reyndar líka, ef svo heldur sem horfir. Þeir hljóta að geta komið því fram, að frumvarpið verði rætt og því vísað til nefndar. Þingnefnd verður þá að taka afstöðu, og stjórnarflokkarnir komast ekki hjá því að gera afstöðu sína opinbera. Þetta er sú einfalda og þinglega meðferð. En hitt er miklu seinlegra að leggja frumvarpið fram í Alþýðublaðinu, vísa því til nefndar í Framsóknar- flokknum og sitja svo hér og bíða fram yfir jól eftir að kannski komi einhver afstaða frá hinum flokk- unum. Viðhorí ríkisstjórnar innar til hlut- verks Alþingis Það varð ljóst af ræðu forsætis- ráðherra í Efri deild 18. desember, að stjórnarflokkunum finnst ekki aðeins óeðlileg aðferð, heldur algerlega óviðeigandi að leggja lagafrumvarp fram á Alþingi áður en aðrir fjalla um það. Þannig er nú stjórnarfarinu komið f okkar landi. Forsætisráðherra sagði, þegar hann fór orðum um samráð ríkisstjórnarflokkanna við aðila vinnumarkaðarins: „Enginn skyldi láta sér detta það í hug, að þessir flokkar færu að leggja frumvarp um kjarnaatriði efnahagsmálanna fram, án þess að það yrði lagt fyrir aðila vinnumarkaðarins fyrst.“ Það er ágætt að hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins, sjálfsagt og gott, en þegar hæstvirtur forsætisráðherra landsins lýsir því yfir eða talar um það eins og hverja aðra fjarstæðu að láta sér detta í hug að leggja fyrir Alþingi fyrst allra aðila frumvarp um kjarnaatriði efnahagsmálanna, þá finnst mér, að við verðum að staldra dálítið við og hugsa um stöðu Alþingis í ríkinu. Hvaða hlutverk er Alþingi ætlað? Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins Hitt er svo annað mál að það sem hæstvirtur forsætisráðherra sagði um samráð við aðila vinnu- markaðarins er þess eðlis, að ekki munu allir þeir, sem teljast til aðila vinnumarkaðarins eða eru forvígismenn launþega geta á það fallist, að við þá hafi verið haft samráð. Ég man ekki betur en mikilvægur aðili vinnumarkaðar- ins hafi aðeins einu sinni mætt á fundi hjá samstarfsnefnd ríkis- stjórnarinnar og sá fundur fjallaði eingöngu um það, hvernig þessu margnefnda samráði skyldi hagað. Og þessi aðili var Vinnuveitenda- samband Islands. Nú nýlega má segja, að þetta samráð hafi verið að örlitlu leyti framkvæmt, því að þá voru fulltrúar Vinnuveitenda- sambands íslands og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna boðaðir á fund til hæstvirts félagsmálaráðherra. Þar voru þeim afhent 6 frumvörp um félagslegar umbætur, sem búið var að kynna í ríkisstjórninni. Ég veit ekki hvort þetta er almennt í samræmi við þær hugmyndir, sem háttvirtir stjórnarflokkar hafa um samráð við aðila vinnumarkaðar- ins, en ég efast um, að sá sé skilningur í þeim hópum. ólaiur segir. Eindregin og ákveðin stjórnarstefna Ég verð að segja það annars um mál hæstvirts forsætisráðherra, að mér fannst ágætt að heyra það skýrt og skorinort af hans munni, að það væri mikil eindrægni og ákveðin stefna í hæstvirtri ríkis- stjórn og ákveðið alveg, hvernig yrði að málum staðið nú á næstunni og enn fremur, að þingi yrði ekki frestað seinna heldur en á Þorláksmessu og má þó segja, að það hafi kannski verið í samræmi við það, sem búast mátti við eftir almanakinu. En allavega er það ljóst, að hæstvirtur forsætisráð- herra hefur greinilega náð saman hópnum sínum, svo sundurleitur sem hann er, og má það teljast afrek út af fyrir sig. Ágætt er fyrir Tillaga Eyjólfs Konráðs um spam- að í fjármálakerfinu samþykkt Þingsályktunartillaga Eyjólfs Konráðs Jónssonar og fleiri þingmanna um sparnað í fjár málakerfinu var samþykkt á Alþingi í gær. Tillagan gerir ríkisstjórninni að beita sér fyrir sparnaði í fjármálakerfinu. og skal til aðstoðar rikisstjórninni vera nefnd fimm þingmanna. tveggja úr stjórnarandstöðu og þriggja úr stjórnarflokkunum. Tillaga þessi er að stofni til samhljóða tillögu er þeir Pétur Sigurðsson og Eyjólfur Konráð Jónsson fluttu á sfðasta þingi. Markmið þessarar samþykktar er veruleg fækkun starfsmanna ríkisbanka, Framkvæmdastofnun- ar ríkisins og opinberra sjóða, og samræmdar aðgerðir til sparnaðar og hagkvæmari rekstrar. Þar rneð er talin sameining fjármálastofn- ana og skorður við óhóflegum byggingum. I greinargerð með þingsályktun- inni segja flutningsmenn, að varla verði um það deilt, að ofvöxtur hafi hlaupið í fjármálakerfið. Samhliða hafi það orðið van- máttugra að leysa þau verkefni, sem peningastofnunum séu ætluð í nútímaþjóðfélagi. Tilraunir sem gerðar hafi verið til endurbóta hafi einna helst orðið til að flækja mál sífellt meir og torvelda úrlausnir. Stóraukið starfslið hafi síst orðið til bóta. Ljóst ætti að vera, að sjálft muni kerfið ekki snúast gegn þessari framvindu. Óhjákvæmilegt sé því, að Alþingi taki í taumana, því hafi tillagan verið flutt. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar var sem fyrr segir Eyjólfur Konráð Jónsson, en meðflutnings- menn voru eftirtaldir þingmenn úr öllum flokkum: Jón Helgason, Geir Gunnarsson, Ágúst Einarsson, Jón G. Sólnes, Karl Steinar Guðnason og Ólafur Grímsson. okkur í stjórnarandstöðunni a.m.k. að vita um það. Þá vitum við nokkurn veginn hvað Alþingi er að fara með störfum sínum þessa dagana, en það var ekki ljóst í upphafi fundar og þess vegna spurði ég. Bragi segiri Úrslitakostir Ilins vegar verður dálítið annað uppi á teningnum hjá Alþýðu- flokknum samkvæmt ræðu Braga Sigurjónssonar. Hann hafði skilið það, sem fram hafði komið hjá Alþýðuflokknum með sama hætti og ég og ýmsir fleiri, afstöðu Alþýðuflokksins gagnvart fjár- lagafrumvarpinu núna annars vegar og hins vegar spurningar flokksmanna um afstöðu sam- starfsflokka þeirra til tillagna Alþýðuflokksins um efnahagsmál. Hann leit á þessar tillögur og fylgi við þær sem úrslitakosti að því er varðaði fylgi við fjárlagafrum- varpið þannig að ljóst er, að það var mjög mikil þörf á skýringu hæstvirts forsætisráðherra. Ég tek hins vegar undir skoðun Braga Sigurjónssonar, að það væri þá miklu skikkanlegri máti á störfum Alþingis að reyna að ná saman þeim endum, sem menn virðast vera ráðnir í að hafa lausa fram yfir jól og koma sér saman um ákveðnari og röggsamari afgreiðslu mála, þótt ekki yrði fyrr en í janúar. Mikið rýkur hjá Alþýðuflokknum, en af litlum eldi Bragi Sigurjónsson sagði í þing- ræðu, að afgreiðsla frumvarps Alþýðuflokks hlyti að vera krafa Alþýðuflokks og Alþýðuflokkurinn biði eftir því að stjórnarflokkarnir tækju afstöðu M.ö.o., ef afstaða liggur ekki fyrir til þessa frum- varps eða hugverks Alþýðu- flokksmanna, þá er cngin fjár- lagafrumvarpsafgreíðsla. Mér virðast tillögur Alþýðu- flokksmanna vera þess efnis, að það hefði verið sanngjant, að þær hefðu getað fengið skoðun samtím- is þessu máli nú. Fyrst eindrægnin er svona mikil í stjórnarliðinu, þá skil ég ekki hvers vegna einn stjórnarflokkurinn er settur í þessa erfiðu aðstöðu, eftir að þeir hafa með ærinni fyrirhöfn flutt frumvarp í Alþýðublaðinu. Má segja, að það séu að einhverju leyti mistök að birta þetta frumvarp alþjóð með þeim hætti, en að þurfa sw að kingja því öllu saman í heilu lagi svona rétt fyrir jólin, það finnst mér vera illa farið með einn samstarfsflokkinn. En að öllu samanlögðu er þó a.m.k. ljóst, að nú veit stjórnarandstaðan hve fast stjórnarflokkarnir standa saman og að á þeim er greinilega enginn bilbugur og næstum enginn skoð- anamunur í þeirra liði. Og í dag, 20. desember, liggur það fyrir að hvellhetta Alþýðu- flokksins er sprungin. Flugelda- sýningu þeirra er lokið í bili og nú una þeir glaðir í kærleiksbandi þeirra nafnanna, Ólafanna, Jóhannessonar og Grímssonar, en tæpast hefur nokkur stjórnar- flokkur vakið meiri furðu og minna traust. Ragnhildur Ilelgadóttir. Síðasti sýningar- dagur Steingríms Sýningu Steingríms Sig- urðssonar listmálara á Kjarvalsstöðum lýkur á miðnætti í kvöld en Stein- grímur sýnir 70 verk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.