Morgunblaðið - 22.12.1978, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.12.1978, Qupperneq 28
28 ~~ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER1978 Greinargerð frá Rafmagnsveitum ríkisins: „Misskilningur” Rafmagns- veitu Reykjavíkur leiðréttur Mornunblaðinu hcfur borizt svohljóAandi Kreinargcrð frá Rafmat'nsvcitum rikisinsi í Morgunblaðinu þ. 20. þ.m. birtist greinargerð frá Rafmagns- veitu Reykjavíkur með yfirskrift- ina Misskiiningur Rangæinga lciðréttur. Rafmagnsveitur ríkisins geta ekki látið hjá líða að leiðrétta ýmsar villur og rangfaerslur sem fram koma í greinargerð þessari og skal hér vikið að hverjum kafla greinargerðarinnar fyrir sig. Rafmagnsveita Reykjavíkur segir svo: „1. Lýsingartaxti RARIK ...... 43,17 kr/kWh RR ......... 21,79 kr/kWh Þessi taxti er svo til ekkert notaður hjá RARIK og er tæplega 1% af orkusölu, en allmikið notaður hjá RR, er 24% af orkusölu. Því virðist ástæðulaust að slá upp samanburði á verði, enda verðlagning RARIK á þess- um taxta gersámlega óraunhæf, alltof há.“ Hér samreikna Rangæingar tvo lýsingartaxta RARIK, taxta 11 og 12. A þessum töxtum eru um 1600 notendur þar af 88 í Rangárvalla- sýslu. Tekjur RARIK af þessum taxta 1977 voru 122 Mkr eða rúm 1% en ekki tæplega 1% eins og segir í greinargerð Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þá segir Rafmagnsveita Reykja- víkur: „2. Húhitunartaxtari RARIK ....... 3,64 kr/kWh RR .......... 2,62 kr/kWh Þegar borin er saman raforku- sala RARIK og RR til hitunar, verður að taka tillit til þess, að sala RR er rofin hitun (utan toppa), en það er sala RARIK ekki — hún er því forgangsorkusala og ætti að verðleggjast samkvæmt því. Á þessu er mikill munur.“ Hér eru einnig samreiknaðir tveir húshitunartaxtar hjá RARIK, taxti 42 og 43. Um þessa tvo taxta segir svo í gjaldskrá RARIK: Roftími allt að 2x1,5 klst. á dag. Fullyrðing Rafmagnsveitu Reykjavíkur um að „sala“ RARIK sé ekki rofin er því alröng. Verð á raforku til hitunar með rofi er nú RARIK 6,78 kr/kWh RR 4,44 kr/kWh Enn segir Rafmagnsveita Reykjavíkur: „3. Iðnaðartaxtari Hér er um einhvern misskilning að ræða, og samanburður er erfiður. Ymsir mjög ólíkir taxtar gilda um iðnað — en Rangæingar virðast annað hvort slá þeim saman eða ekki gera sér grein fyrir því, hve nýting afls skiptir miklu máli, þegar um afltaxta er að ræða.“ Hér er ekki að sjá að um neinn „misskilning" sé að ræða. Teknir eru til samanburðar vélataxtar — stórar vélar — RARIK og RR á árinu 1977 annars vegar og 1978 hins vegar. 1977 Meðalverð RARIK 13,30 kr/kWh Meðalverð RR 7,99 kr/kWh 1978 Útreiknað meðalverð frá Orku- stofnun á miðju ári miðað við 2500 klst. nýtingartíma: RARIK 18,84 kr/kWh RR 10,12 kr/kWh Taxti RARIK 86%. hærri en RR. Um marktaxtann segir Raf- magnsveita Reykjavíkur: „4. Taxtinn, sem Rangæingar gleymdu Þá verður að víkja að marktaxta, en af 862 mælum í Rangárvalla- sýslu eru 293 á þessum taxta. Marktaxtinn er, eins og hitunar- taxtar, mjög lágur, og með öllu óskiljanlegt, hvers vegna Rangæingar sleppa honum, þegar hann er tvímælalaust einn aðal- taxti RARIK. Meðalverð hans árið 1977 var 5,63 kr/kWh, en áætla má að hitunarþátturinn, samkvæmt útreikningum Orkustofnunar og RARIK, hafi verið seldur á 2,60 —3,00 kr/kWh. Lægra forgangs- orkuverð þekkist ekki á landinu." Mælafjöldi á Rangárvallaveitu 1977 var 1265 en ekki 862 og markmælar 293. Á s.l. ári reyndist sá hluti orkunnar á marktaxtanum sem áætlað er að fari til húshitunar vera á 17—20% lægra verði en orka seld samkvæmt hitunartöxt- unum, þetta hlutfall hafði raskast óeðiilega mikiij vegna tregðu verðlagsyfirvalda að leyfa eðlileg- ar hlutfallshækkanir á marktaxta samanborið við hitataxtana. I ár hefur marktaxtinn hins vegar hækkað það mikið meira en aðrir taxtar að húshitunarhluti hans telst nú vera UM 7—8% lægri en á almennum hitunartaxta. Það er grundvallaratriði sem ber að hafa hugfast við skoðun á orkuverði hinna ýmsu gjaldskrár- liða að við verðlagningu á raforku til húshitunar er tekið mið af olíuverði til húsakyndingar og þá að sjálfsögðu á þeim hluta marktaxtans sem reiknast til húshitunar. Hafa ber í huga að orkusala á marktaxta er ekki eingöngu „forgangsorka" á sama hátt og t.d almenn heimilisnotkun, vélanotkun, hluti daghitunar o.s.f. Þar sem stór hluti marktaxta- gjaldsins er fast gjald á afstillingu leitast notandjinn við að velja sér sem lægsta álagsstillingu en nýta marksviðið þeim mun betur, hitar að hluta til á nóttunni og nær í mörgum tilvikum löngum nýtingartíma, sem er bæði kaup- anda og seljanda hagstætt á margan hátt. Þannig nýtist veru- legt orkumagn hjá þessum notend- um sem er utanvið „forgangsorku- sviðið". „5. Taxtinn sem Rafmagnsveita Rcykjavíkur gleymdi Hinn almenni heimilistaxti er sá útgjaldaliður sem engin fjölskylda fær umflúinn. Árið 1977 voru 569 notendur á heimilistaxta á Rangárvallaveitu. Meðalverð nóv. 1978 (Orkustofn- un) RARIK 37,25 kr/kWh RR 19,82 kr/kWh Taxti RARIK 88% hærri en RR. Að lokum gerir Rafmagnsveita Reykjavíkur þessa þekktu en tilgangslausu útreikninga á „meðalverði" til Rangæinga og það á hverju innheimtusvæði fyrir sig en þau eru fjögur. Lægsta „meðal- verðið" er 7,37 kr/kWh en hæsta 8,52 kr/kWh. Sé hins vegar orkusalan til húshitunar sem er bundin af olíuverði til húsakynd- ingar ásamt olíustyrk, dregin frá verður meðalverðið á Rangárvalla- veitu árið 1977 kr. 17.25 kr/kWh. Orka til húshitunar á Rangár- vallaveitu nemur um 67% af orkusölunni 1977 en heildarorku- sala til húshitunar á svæðum RARIK á öllu landinu nemur hins vegar um 55% á árinu 1977. Lokaorðin hér geta orðið hin sömu og í greinargerð Rafmagns- veitu Reykjavíkur „Rangæingar, jafnt sem Reykvíkingar, hljóta að vilja hafa það sem sannara reynist." Meðan við erum gráðug í lífsþægindi Gunnhild Schlini Flóttadrcngurinn Ilassan Sr. Jónas Gíslason. dóscnt þýddi. Sctning og prcntuni Hagprcnt. Hókaútgáfan Salt Rcykjavík 1978. Hassan var uppalinn í flóttabúð- um frá því hann fyrst mundi eftir sér. Þegar hann fór að stækka vissi hann að. hinum megin við gaddavírsgirðingarnar, á landa- mærum ísraels, var „heima". Hann mundi óglöggt eftir móður sinni: „Mamma hafði verið svart- klædd með svarta andlitsblæju eins og aðrar konur. Hún sat alltaf úti í skugganum af bragganum þeirra í flóttamannabúðunum.“ Móðir hans sagði honum frá „heimilinu við Genesaretvatnið". Þóra Jónsdóttiri IIORFT í BIRTUNA Ljóð Höfundur myndskrcytti Fjölvi 1978 Ljóð Þóru Jónsdóttur eru eigin- lega nokkurs konar kjarnyrði, aforismar. Ljóðið er bundið einni mynd, hugsun sem er til lykta leidd í fáum orðum. Þessi ljóð eru eintóna, lítil tilbreytni í þeim, en þau eru viðkunnanleg. Sum þeirra lýsa næmleik. Vinnubrögð skálds- ins eru yfirleitt vönduð þótt að ýmsu megi finna í orðavali vegna þess að í ljóði sem stefnir að hnitmiðun má engu skeika. í fyrri bókum Þóru: Leit að tjaldstæði (1973) og Leiðin norður (1975) voru náttúrumyndir áber- andi. Sama er að segja um Horft í Bókmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR Þangað átti hann að fara aftur þegar hann væri orðinn stór. „ — En skyndilega hvarf mamma úr flóttamannabúðunum —.“ Tíminn Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON birtuna, en þó er ljóst að skáldið gerist nú innhverfara en áður. Leitast er við að spegla það sem innra býr. Þóra Jónsdóttir tjáir okkur ekki nein ný tíðindi úr hugarheimum, en þegar best lætur gerir hún það af smekkvísi: Hljótt fer andvakan er hún nálxast hvílu þína. (Ivað vill hún við þix hjala enn í nótt. leið og þegar faðir Hassans fór einn daginn burtu, kom ekki aftur um kvöldið, grét Hassan af örvæntingu. Hann leitaði föður síns milli allra þeirra tugþúsunda flóttamanna, sem voru í búðunum. Og hann hélt áfram að leita „að ungum manni á grænni skyrtu". Gekk marga daga eftir þjóðvegin- um, faldi sig í runnum á leiðinni. Góðhjartaðir bændur gáfu honum matarbita. Að lokum kom hann til Jerúsalem — „því að allar leiðir liggja þangað í landi Hassans". Hann rataði ekki heim aftur. Þarna komst hann í kynni við Hönnu gömlu og litlu barnabörnin hennar, telpurnar tvær, sem heita Hala og Jamíla. Hjá þeim settist Hassan að í niðdimma hellinum, þar sem einu sinni hafði verið Trúlexa hvíslast á við þig um þad er ekki má vitnast neinum degi. (Andvaka) Skáldið kann þá list að gefa í skyn, láta ekki allt uppi í ljóðinu. Hún fellur ekki í þá freistni aö útlista mynd ljóðsins eins og mörgum hættir til. Ljóð Þóru Jónsdóttur minna mig á ljóð Þorgeirs Sveinbjarnarsonar. Þorgeiri tókst oft snilldarlega að persónugera náttúruna. Þóra reynir það sama, stundum með góðum árangri. Dæmi um þetta er Heiðin: Þann murxun fagnaði heiðin Brusandi lyfti hún brún mút hádexissúl xjuful á ilm en kyrrðin sönx. Síðdeiíis hrá skuKxa á KÍeði hennar tárvnt Kekk hún til náða. Höfundur hefur myndskreytt bókina. Myndirnar eru snotrar og falla vel að efninu. tjörn. Þetta var heimili þeirra ásamt annarrar stærri flótta- mannafjölskyldu, sem átti heima fremst í hellinum. Og nú hófst barátta þessa litla drengs fyrir lifi sínu. Hann biður þess að ein bolla falli af bakka bakarasveinsins. Og jafnvel þótt bollan falli og hann nái í hana er baráttan ekki búin. Otal litlar hendur — ótal svangir munnar og sá sterkasti sigrar. Brátt verður lífsbarátta hans harðari. Hann þarf að sjá litlu telpunum tveim farborða líka. Amma þeirra hafði látið hann sverja þess eið að sjá um þær, þegar hennar nyti ekki við. Og þegar Hassan af tilviljun finnur manninn í grænu skyrtunni verður hann að velja milli hans og telpnanna tveggja. Ef til vill nær sagan þar hápunkti sínum. Aðeins hefur verið drepið hér lítið eitt á ytri atvik sögunnar. En hin mikla lífssaga þeirra flóttabarna sem hér er sagt frá, verður ekki endursögð. Þetta er saga ótal flóttabarna og flóttamanna sem verða fórnardýr stríðs og hörm- unga sem þar sigla í kjölfarið. Sagan um Hassan er spennandi saga, ekki vegna allra ævintýr- anna sem hann lendir í, heldur fyrir það hvort baráttan fyrir lífinu frá degi tii dags getur haldið áfram. Hvort litlum mannverum, sem ekkert eiga sökótt við hinn stóra heim annað en það að vera til, tekst að berjast fyrir þeim rétti sínum. Hún er líka spennandi vegna þess að lesandi bíður eftir úrslit- um þeirrar innri baráttu sem ungi flóttadrengurinn á í, þegar hann stendur frammi fyrir betra lífi við hlið föður síns, en verður þá að brjóta helga skyldu við litlu telpurnar tvær, sem eiga engan að nema hann. Það er ástæða til að lesa þessa bók gaumgæfilega. Sjá inn í þann heim sem okkur hér er óþekktur. Ef til vill getur hún vakið til umhugsunar um það líf, sem lifað er af fjölmörgum með- bræðrum okkar dag hvern, meðan við hin veltum okkur í græðgi upp úr lífsþægindum og fáum aldrei nóg. Að mínu mati er þetta mikil saga og vel skrifuð. Þýðingin er vönduð og frágangur ágætur. Ung útgáfa gefur hér góðar vonir um starfsemi sína. Einar Bragi SUMAR í FJÖRÐUM 60 þýdd ijóð eftir graenlensk samtfmaskéld Sumar í fjördum Grænlensk ljóð í þýðingu Einars Braga ÚT ER komið safn grænlenskra ljóða i þýðingu Einars Braga og ncfnist SUMAR í FJÖRÐUM. I bókinni eru 60 ljóð eftir 16 núlifandi skáid Grænlendinga. Bókin er prýdd 11 myndum eftir grænlenska listamenn, auk nokk- urra ljósmynda. Einar Bragi ritar langan eftir- mála af bókinni, þar sem hann gerir grein fyrir höfuðdráttum í þróun grænlenskrar ljóðlistar aftan úr grárri forneskju fram til vorra daga. Grænlensk bókmenntasaga hefur ekki verið skráð enn, og mun þetta vera ein ýtarlegasta ritgerð, sem rítuð hefur verið um græn- lenska ljóðlist. Útgefandi er Ljóðkynni Leturs. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „Um Grænland hafa verið skrifaðar þúsundir bóka. Hitt er fátíðara, að rödd Grænlendinga sjálfra fái að heyrast. Þó að þeir séu næstu grannar Islendinga, hefur ekki heyrst i grænlenskum nútíma- skáldum á Islandi fyrr en með þessari bók. Hér birtist Islending- um nýr ljóðheimur, þar sem lítið fer fyrir dýrkun ljóðrænnar tjáningar, en þeim mun meira fyrir þjóð- félagsádeilu: uppreisnarsöngvum langkúgaðrar þjóðar." Hvíslast á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.