Morgunblaðið - 22.12.1978, Síða 33

Morgunblaðið - 22.12.1978, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978 33 Kristinn Snæland: Rödd úr djúpinu á röngum stað Engilbert Ingvarsson frá Tyrðil- mýri birtir í Morgunblaðonu þann 7. des. sl. heilmikið svar við grein eftir mig sem birtist í Tímanum þann 21. nóv. sl. undir heitinu, „Að slátra með tapi“. Þar sem lesendur Morgunblaðs- ins yrðu engu nær um deiluefnið þó ég svaraði grein Engilberts lið fyrir lið hér í blaðinu, mun ég láta það vera enda mun grein Engil- berts birtast í Tímanum næstu daga og verða svarað þar. Aðeins eitt atriði í grein Engil- berts er svaravert í Mbl. enda í engum tengslum við grein mína í Tímanum. Engilbert gefur í skyn að vegna fjármálastjórnar minnar á Flat- eyri hafi ég ekki efni á að skipta mér af fjárfestingarmálum Djúp- bænda. Vegna þessa er rétt að greina frá því, að á þeim árum sem ég var sveitarstjóri á Flateyri voru þar nokkrir fjárhagserfiðleikar, þeir voru þó alls ekki meiri en gengur og gerist í mörgum sveitarfélögum sem miklar framkvæmdir standa yfir í. Ástæða fjárhagserfiðleik- anna var sú, að á þeim tíma fór sveitarfélagið út í margvíslegar framkvæmdir sem óhætt er að segja að enga bið þoldu og má nefna t.d. hafnargerð, holræsa- gerð, gatnagerð, byggingarfram- kvæmdir og margt fleira. Hreppsnefnd Flateyrarhrepps var öll stórhuga og framkvæmda- djörf og þó fjárhagur hreppsins yrði þröngur um tíma, þá una menn vel við nú. Vegna þekkingar sinnar á gangi sveitarstjórnarmála er það ódrengskapur hjá Engilbert að eigna mér einum þá fjárhagserfið- leika sem hann gerir, sem þó vissulega voru ekki meiri en oft gerist þar sem mikið er fram- kvæmt, þó vissir aðilar hafi talið ástæðu til að gera mikið úr. Þá ma benda á að hreppsnefnd tekur ákvörðun um framkvæmdir, eri það er sveitarstjóra að hrinda þeim í framkvæmd. Loks mætti líka ætla að sá sem um árabil vinnur að miklum framkvæmdum við fjárhagserfið- leika hafi einhvað lært sem að gagni megi koma þeim sem ætla út í stórframkvæmdir, án þess að hafa til þeirra tryggt fjármagn. Þá er aðeins spurningin hvort þeir vilja einhvað læra, annars er þeim velkomið að reka sig á. Hækkunin leyfð vegna yfirvof andi rekstrarstöðvunar — segir Hjörleifur Guttormsson Hver segir aö góösaumavél þurfi aöveradýr? Sumir segja að það besta sé ávallt ódýrast. Hjá Pfaff höfum við sannað þetta ár eftir ár. Dorina 75 frá Pfaff er bæði góð og ódýr. Dorina 75 saumavélin saumar bæði hnappagöt og festir tölur á flíkur, auk þess sem hún er með zik-zak, teygjanlegan saum, blindsaum og “overlock.” — Segja má að þessi sementshækkun sé gerð utan hins venjulega timabils með tilliti til vísitöluútreikn- ings, en hún var hins vegar talin óhjákvæmileg, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra í samtali við Mbl. — Sementsverksmiðjurnar báðu um 20% hækkun í ágústmánuði síðast liðnum og hún var afgreidd í septem- ber sem 15% hækkun en gjaldskrárnefnd neitaði þeirri hækkun og var síðan ekkert gert í máli verksmiðj- unnar. Síðan kom þetta mál aftur upp nú er forráðamenn verksmiðjunnar sýndu fram á að hækkun væri óhjá- kvæmileg og sögðu jafnframt að stöðvun hennar væri yfir- vofandi ef hún fengist ekki. Það var því fyrst og fremst vegna þessarar yfirvofandi stöðvunar sem hækkunin var samþykkt á þessum tíma. Dorina 75 er ein af hinum fjölmörgu Pfaff saumavélum, sem nýtur góðs af framleiðslutækni Pfaff verksmiðjanna, en Pfaff hefur verið viðurkennt gæðamerki á íslandi í bráðum 50 ár. Dorina 75 er skrásett vörumerki Pfaff. VERSUUNIN PFAFF Skólavöröustig 1-3 Bergstaóastræti 7 Simi 26788

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.