Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 34

Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22: DESEMBER 1978 Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi: „Ótrúlegustu uppátæki” Sigurðar E. Guðmundssonar Tvær greinar Sigurðar E. Guð- mundssonar varafulitrúa Alþýðu- flokksins í borgarstjórn, sú fyrri í Dagblaðinu 6. okt. sl. og hin síðari í Morgunblaðinu 7. nóv. sl., um hverju ísl. íþróttamannvirki þjóna og hvert sé markmið ísl. íþrótta- samtaka, sé ég ástæður til að gera nokkrar frekari athugasemdir við en þeir Birgir Isleifur Gunnarsson fyrrv. borgarstj. í grein í Morgun- blaðinu 14. okt. og Örn Eiðsson formaður FRÍ í grein í Morgun- blaðinu 9. nóv. komu að í ágætum greinum sínum. S.E.G. segir ástæðuna fyrir að hann skrifaði hina fyrri grein vera þá að honum blöskraði hin ótrú- legu uppátæki að lagðar skyldu hlaupabrautir og tilhlaupsbrautir úr Rubtan efni um og við nýjan grasvöll austan við hinn að öllu leyti fullnægjandi aðalleikvang í Laugardai og aðstaða þar búin 5 þús. áhorfendum — og auk þess sem síðar yrði keypt nákvæm skeiðklukka á 5.0 millj. kr. Frétt í fjölmiðlum, líkast til í byrjun ágústmánaðar, verður til þess að varafulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur grípur pennann 2 mánuðum síðar af því að hann undrar: „ ... þann óforsvaranlega austur á almannafé í ótrúlegustu uppátæki sem stjórnmálamenn í þessu landi hafa lengi leyft sér“. í þessu sambandi mun hann einkum er hann minnist á stjórnmála- menn eiga við þá er samþykktu margumrædda framkvæmd bæði andstæðinga og samherja. Með núverandi aðstöðu sinni í borgar- stjórn hefði S.E.G. verið innan handar að kynna sér málavexti. Meginástæða þessara fram- kvæmda, sem ég hefði búist við að Örn Eiðsson hefði minnst á í. ágætri varnargrein sinni fyrir það velvirka fólk sem ber upp keppni og félagsmál íþrótta, er að leita til alþjóðasérsambanda frjálsíþrótta (IAAA) sem samþykkti 1974 að öll alþjóðleg mót skyldu vera háð á brautum með bundnu þaklagi. Hingað hafa fengist þessi al- þjóðamót: Tvisvar keppni í undan- riðlum Evrópukeppni í frjálsum íþróttum og jafnoft riðill í tug- þrautarkeppni Evrópu. „Kalot" keppnin og Reykjavíkurmótið mega teljast til slíkra stór móta. Slík mót fengjum við ekki, nema geta boðið fram brautir með bundnu þaklagi. Þó margir hafi dáð hlaupabraut leikvangsins í Laugardal meðal þeirra t.d. dr. Danz, einn fremsti maður Þjóð- verja að framkvæmd Ólympíuleika 1972 og formaður tækninefndar IAAA Emanuel Rose, þá sat við hið sma eftir að þeir höfðu skoðað brautina og séð keppni á henni. Bundið þaklag undir fætur hlaup- ara og stökkvara á alþjóðamótum. Onnur efni fyrir slík mót koma ekki til greina. Þetta mun S.E.G. telja renna stoðum undir nafngift hans á gerð ísl. íþróttamannvirkja „stjörnu- stefnan í mannvirkjagerð". — En hugleiðum þessa framkvæmd. Brautarefni þau sem við notum úr ísl. náttúru og er unnt að gera úr góðar brautir er dýrt í viðhaldi því , það er næmt fyrir veðrun. Aurugt í úrkomutíð, við sólbráð og hláku. Viðhald þeirra: slóðadráttur, sóp- un og þjöppun, veldur tíðum merkingum. Brautir úr okkar íslensku efnum eru dýrar í lagn- ingu og yiðhald þeirra mikið og því dýrt. Þó bundið efni sé dýrt, þá mun brautalagning úr ísl. eld- fjallaefni að megin uppistöðu (70% ) vera að kostnaði 40—40% af andvirði hins bundna (Rubtan) og kostnaður viðhalds þess lítill. Þá eru það tvö atriði, sem einnig lágu að baki þessari lagningu frjálsíþróttavallar, og um það hefði S.E.G. auðveldlega getað aflað sér upplýsinga hjá fasta- nefnd borgarstjórnar um íþrótta: málefni, íþróttaráði Reykjavíkur. í fyrsta lagi að aðal leikvangurinn þ.e. grasvöllurinn er viðkvæmur fyrir átroöningi og því óráð að leyfa þar æfingar frjálsra íþrótta og í öðru lagi er talið rétt að stefna að því að í stað „náttúru" grass i verði leikvangurinn lagður „gervi“ grasi eins og nú tíðkast viða í Evrópu og þar á meðal á Norður- löndum. Reynslan sýnir t.d. Jor- dal-völlurinn í Ósló og Valhalla- völlurinn í Gautaborg að einn „gervi" grasvöllur með flóðlýsingu er á við 12 „náttúru" grasvelli eða notkunin um 8 klst. á sólarhring allt árið meðan „náttúru" grasvöll- urinn þolir 0.6 kl.st. Verði aðalleikvangurinn lagður „gervi" grasi verður ekki kastað út á hann sleggju, spjóti eða kringlu, því var grasflötin gerð innan Rubtan-brautarinnar. Eg vona að þessar upptalningar á ástæðum fyrir lagningu frjáls- íþróttavallar austan aðalleikvangs í Laugardal og brautir búnar gerviefni, og innan þeirra grasvöll- ur, sýni að það sem fyrir var í dalnum var ekki „fullnægjandi" og því ekki nein „ótrúleg uppátæki". Rubtan-brautirnar, nýja gras- flötin og síðar „gervi“-grasið með upphituðu undirlagi til þess að bræða af því ísingu og snjó — ásamt flóðlýsingu, verða mann- virki sem munu taka á móti almannaíþróttum; iðkun, leik og keppni. Höfuðborgin axlaði þegar 1911 með lagningu fyrsta leikvangsins á Melunum það forystuhlutverk að búa íþróttafólkinu aðstöðu til íþ'óttalegra viðskipta bæði inn- lendra og erlendra. Þessu hlutverki hafa bæjar- og borgarstjórnir Reykjavikur gegnt án pólitísks sundurlyndis og við þá samstöðu á víst S.E.G. er hann tæpir á spaugi eins æðsta embætt- ismanns borgarinnar að vitlaus- ustu samþykktir geri hún í einu hljóði. Samstöðu borgaryfirvalda fyrr og síðar um íþróttamannvirki vill S.E.G. flokka undir vitleysu, sem stafi frá ötulum íþróttaforingjum sem komist hafa til mikilla áhrifa í flokkunum og þá einkum í Sjálfstæðisflokknum og sé „megin- hugsun þess auðvaldsþjóðfélags sem við búum í og á sér víðast hvar stað“. S.E.G. er mikið niðri fyrir og hneykslun hans er stór yfir því hve mulið sé undir þá fáu sem leita fram í iðkun íþrótta til kepnisleikja að hann telur sam- stöðu stjórnmálamanna sem hlúa að vettvöngum þeirra blinda vit- leysu og sprottna af auðvaldshyggju. Látum S.E.G. sem varaborgar- fulltrúa um þá hugsun að standi menn saman þá sé vitlausan við völd. En athugum nánar hvort gerð íþróttamannvirkja sem vett- vangur til afreka sé „vitaskuld meginhugsun auðvaldsþjóðfélaga". S.E.G. telst víst jafnaðarmaður. Honum munu án efa kunnar aðgerðir hjá þeim þjóðfélögum þar sem pólitískir skoðanabræður hans hafa lengi verið við völd t.d. í Vestur-Þýskalandi, Svíþjóð, Nor- egi, að því að reisa íþróttamann- virki. Þekkir S.E.G. ekki til uppbyggingar íþróttavettvanga hjá þjóðum þar sem við völd hafa lengi verið stjórnmálamenn enn lengra frá auðvaldsskipulagi en jafnaðarmenn t.d. Sovétlýðveldin, Austur-Þýskaland o.fl. Þá hefur hann illa fylgst með þeim mála- flokki sem hann vill gagnrýna. Það er ótrúlegt uppátæki S.E.G. að telja aðgerðir að því að gera keppnisaðstöðu að auðvaldsfyrir- bæri og vilja flokka slíkt til vansæmdar einum stjórnmála- flokki þegar þessi viðleitni hefur verið snar þáttur í menningarlífi frá örófi alda. S.E.G. álítur að með þessari uppbyggingu sem hann flokkar undir vitleysu hafi aðstaða fyrir almenningsíþróttir verið látin sitja á hakanum. Með hugtakinu „almennings- íþróttir" vill S.E.G. draga fram sérstakar íþróttir eða iðkun íþrótta sem almenningur iðkar án þess að þar blandist inn í stjörnu- íþróttir þ.e. keppnisviðleitni. Þess- ar sérstöku íþróttir kallar hann einnig heilsubótaríþróttir. Grein- arhöfundur vill draga glögg skil milli stjörnuíþrótta (keppnis- íþrótta) og almenningsíþrótta (heilsubótaríþrótta). Þorsteinn Einarsson. Birgir ísleifur Gunnarsson dreg- ur í grein sinni glögglega fram þá staðreynd að þessir flokkar verði eigi dregnir í dilka svo samtvinn- aðir eru þeir. S.E.G. segir Birgir misskilja þetta og reynir að sýna fram á að kenning B. ísl. G. sem hann kallar „samtvinnunar-kenn- ingu“ geti eigi staðist („misskiln- ingur Birgis"). I París er nú háð þing menning- ar- og fræðslustofnunar samein- uðu þjóðanna (UNESCO). Einn málaflokkur þingsins er íþróttir og skipulag þeirra á alþjóðavett- vangi. Fulltrúar 32ja þjóða hafa undirbúið þennan málaflokk. Með- al atriða sem þeir draga fram er yfirlýsing eða stefnuskrá stofnun- arinnar (UNESCO) um íþróttir (Declaration on sport). Að sams konar yfirlýsingu hefur verið unnið á vegum Evrópuráðs- ins (Charter on sport — for all). Ráðherrar sem fara með íþrótta- mál þjóða innan Evrópuráðsins hafa tvívegis komið saman til funda um íþróttamál (London í maí 1976 og í Brussel í apríl 1978). Á þeim fyrri voru tillögur að yfirlýsingunni ræddar og frá henni gengið. Á báðum þessum vettvöngum er „samtvinnunar-kenningin" viður- kennd og tekið glögglega fram að bæjar- og sveitarstjórnir og ríkis- stjórnir geri eigi í fjárstuðningi eða íþróttamannvirkjagerð upp á milli íþróttaiðkana og keppni úrvals áhugamanna í flokka- og einstaklingsíþróttum, skóla- íþróttaiðkana og þeirra sem sækja til íþrótta slökun og styrkingu án þess að stefna að keppni. Þessir þrír flokkar falla undir samehitið „Sport-for-all“ eða almannaíþrótt- ir. I samræmi við þessa skilgrein- ingu verði fé veitt til íþróttastarfs áhugamanna hvort sem er öflunar aðstöðu fyrir iðkun og keppni eða félagslegra þátta. I samræmi við þetta hafa verið og verða reist íþróttamannvirki sem geta tekið á móti margþættri starfsemi. Á ensku nefnast þau „multipurposes" og á þýsku „mehrzweck“-íþróttamannvirki. Fámenn þjóð eins og okkar getur eigi frekar en þær fjölmenn- ari, néma síður sé reist íþrótta- mannvirki sem verða éinvörðúngu þarfir hvers hinna þriggja flokka innan almannaíþrótta. S.E.G. hyggur, að því er lesið verður úr grein hans, að þær íþróttir sem hann kallar almenn- ingsíþróttir, heilsubótaríþróttir og íþróttir fatlaðra („hjólastólafólk- ið“), séu lausar við keppni og „stjörnufans". Leikur í mörgum myndum hefur fylgt mannkyninu og keppnis- hneigð flokka eða einstaklinga hefur ávallt fylgt iðkendum leiks- ins. Lítum t.d. til þess flokksins sem heftastur er í leiknum þ.e. þeirra fötluðu. Um leið og þeir taka upp iðkun íþrótta í sinn hóp þá skipuleggja þeir keppni milli flokka og einstaklinga sbr. norr- ænt keppnismót fatlaðra hér í Reykjavík á sl. sumri, S.E.G. hefði átt að horfa á þetta mót og sjá hve hinir fötluðu nutu íþróttanna og keppninnar. Að lokum vil ég leyfa mér að minna S.E.G. á að það eru íþróttamennirnir sem ávallt hafa riðið á vaðið sem forystuaðilar um að fá fjöldann til íþróttaiðkana. Hér í Reykjavík voru það þeir, sem reistu fyrsta sundskálann við sjó í Skerjafirði, skíðabrekku í Öskju- hlíð. Það eru þeir sem hugsuðu ■ hærra og fengu reista sundhöll og réðust til atlögu við skíðaslóðir í Bláfjöllum. Slík dæmi um framtak áhugamanna í skipulögðum félags- skap og eflingu almannaíþrótta má draga fram úr sögu flestra ísl. bæjar- og sveitarfélaga. Þetta virka fólk hefur gengist fyrir norrænni sundkeppni (7 sinnum), skíðalandsgöngu (2 sinnum) svo að eitthvað sé nefnt. Almannaiðkun var markmiðið. Nú undirbýr þetta fólk almannaskíðaiðkanir í vetur. Ekki skal því gleymt að margir þeir sem vinna að slíkum al- mannaíþróttaiðkunum hafa verið „stjörnur". Þeir vinna að því að fjöldinn komi með til íþróttaiðk- ana og þeir sem vilja til keppni pg sýninga, því að þeir vilja að fleiri en þeir sjálfir nóti þess félags- skapar sem íþróttafélagar veittu þeim við iðkun íþrótta og þá eigi síður í keppni. Af þessari stuttu ábendingu tel ég að S.E.G. mætti sjá að eitt markmið ísl. íþróttasamtaka hefur verið að fá fjcldann með til íþróttaiðkana. Þorsteinn Einarsson. Kartöflur í jólamatinn — beint úr gardinum Vestmannaeyjum — 19. desember. ÞAÐ HLÝTUR að vera afar fátítt að teknar séu upp kartöflur, rófur og næpur í desember svo að segja beint í jólamatinn en þetta gerðist engu að síður í hlýviðriskaflanum hér í Eyjum í síðustu viku. Þótt hressilega hafi blásið það sem af er desember hér í Eyjum hafa að sama skapi verið hin mestu hlýindi svo að tún og garðar eru orðnir vel grænir og í örri sprettu. Haustið hefur ver- ið svo til alveg frostlaust, þannig að ekki var tekið upp úr kálgörðum fyrr en langt var liðið á haustið hjá fjölda fólks. Enginn átti þó von á að unnt yrði að taka upp alveg fram undir jól, en myndirnar eru hins vegar því til staðfestingar og fréttaritari Mbl. getur síð- an að eigin raun borið vitni um gæði uppskerunn- ar eftir að hafa fengið að bragða á henni. Kartöflurnar og næp- urnar sem á myndinni eru voru sóttar í garð Sigríðar Sigurðardóttur, sem hefur komið sér upp garði á nýja hrauninu, og sjálf sést hún á einni myndinni við upptöku. _ Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.