Morgunblaðið - 22.12.1978, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22, DESEMBER 1978
43
Tómas Hallgríms-
son - Minningarorð
Nokkur fátækleg kveðjuorð um
vin minn Tómas Hallgrímsson.
Hann andaðist að heimili sínu á
Sauðárkróki aðfaranótt 20. nóvem-
ber, síðast liðinn, varð bráðkvadd-
ur og borinn til grafar laugardag-
inn 25. nóvember. Útförin var gerð
frá Sauðárkrókskirkju að við-
stöddu miklu fjölmenni.
Tómas heitinn var fæddur í
Reykjavík 22. febrúar 1925. Hann
var sonur Hallgríms Tómassonar
Hallgríms, sonur séra Tómasar frá
Vöilum í Svarfaðadal og eiginkonu
hans Guðrúnar Einarsdóttur.
Systkini Tómasar eru Elín gift
Sveini Guðmundssyni áður kaup-
félagsstjóra við kaupfélag Skag-
firðinga og þar áður við Kaupfélag
Hallgeirseyjar sem nú er Kaupfé-
lag Rangæinga; Dýrleif gift Gunn-
ari Olafssyni frá Borgarnesi, hann
var skipstjóri á Eldborginni og oft
kenndur við það skip; Einar
garðyrkjubóndi í Garði Hruna-
mannahreppi kvongaður Sigur-
björgu Hreiðarsdóttur frá Engi í
Mosfellssveit.
Einnig átti Tómas tvo hálfbræð-
ur, því þau hjón Hallgrímur og
Guðrún höfðu bæði verið gift áður,
Jónas Hallgrímsson, mörgum
Reykvíkingum að góðu kunnur,
hann vann á manntalsskrifstof-
unni og var mikill áhugamaður um
frímerkjasöfnun. Jónas heitinn
var kvæntur eftirlifandi konu
sinni, Ingibjörgu Eyþórsdóttur.
Jóhann Sigurðsson var einnig
hálfbróðir Tómasar, hann var
kvæntur Hrefnu Jensen. Hann
fórst með togaranum Júlí frá
Hornafirði frá fjórum ungum
börnum þeirra hjóna.
Er ég kynntist Tómasi vorum
við ungir menn innan við tvítugt.
Þá starfaði Tómas við nýlendu-
vöruverzlun Jóns Hjartarsonar og
hafði starfað þar frá þvi hann fór
fyrst að vinna. Eigendur verzlun-
arinnar voru ekkja Jóns heitins
Hjartarsonar og börn þeirra.
Umsvif verzlunarinnar voru mikil
um þessar mundir. Það var mikið
verzlun með kost til skipa, bæði
íslenzkra og erlendra, þar sem
stríðið geisaði í algleymingi í
Evrópu um þessar mundir. Tómas
var mikils metinn af vinnuveitend-
um sinum, var nánast tekinn sem
einn úr fjölskyldu þeirra og nutum
við félagar Tómasar oft góðs af
því, fengum lánaðan bílakost
fyrirtækisins og jafnvel einkabif-
reiðir fjölsk.vldunnar er við brugð-
um okkur á skíði á veturna eða
austur í Hrunamannahrepp á
sumrin að hitta Einar bróður
Tómasar og Sigurbjörgu.
Þar var oft glatt á hjalla í þá
daga, eða við skruppum austur á
Hvolsvöll á fund Elínar og Sveins
kaupfélagsstjóra og var okkur
alltaf ve! tekið þar, eins og við
værum að koma heim á eigið
heimili.
Heimili Tómasar var að Lauga-
vegi 53. Þar hélt systirin Elín þeim
bræðrum Tómasi og Einari hlýlegt
heimili. Að vísu var Einar oftar
austur í Hvammi í Hrunamanna-
hreppi þar sem hann hafði verið
strákur í sveit á sumrin og var svo
komið að hann var orðinn nokkurs
konar uppeldissonur Helga bónda í
Hvammi og b.vggði sér nýtt býli í
Hvammslandi nokkrum árum síð-
ar er hann giftist Sigurbjörgu.
Við félagar Tómasar vorum ég
undirritaður og Einar Eyjólfsson,
nú kaupmaður í Sunnukjöri. Att-
um við marga glaða stund með
þeim kátu og skemmtilegu systk-
inum og varö það senn okkar
annað heimili.
Tómas var yngstur systkina
sinná. Hann missti föður sinn
mjög ungur og móður sína er hann
var um fermingu, svo Elín var
honum sem móðir og okkur
félögunum einnig, þótt ung væri er
þetta var. Svona gekk þetta
nokkur ár þar til Elín giftist
Sveini Guðmundssyni kaupfélags-
stjóra og fluttist með honum að
kaupfélagi Hallgeirseyjar á Hvols-
velli. Um þetta leyti kvæntist
Jóhann Sigurðsson Hrefnu Jensen
og tóku við íbúðinni að Laugavegi
53 og þar bjó Tómas hjá þeim.
Engin breyting varð á komu okkar
félaganna á Laugaveg 53 og vorum
við alltaf velkomnir á það heimili.
Jóhann var glaðvær og þau hjón
gestrisin og þau gott heim að
sækja.
Árið 1946 tók Sveinn Guð-
mundsson við Kaupfélagsstjórn í
Kaupfélagi Skagfirðinga og flutt-
ust þau Elín norður á Sauðárkrók.
Réðst það þá að Tómas gerðist
starfsmaður kaupfélagsins og bjó
hjá þeim hjónum tlf ársins 1953 er
Tómas gekk að eiga eftirlifandi
konu sína Rósu Þorsteinsdóttur
hinn 31/12/52. Rósa er traust og
góð kona sem studdi mann sinn í
blíðu og stríðu, og eignuðust þau
níu börn saman.
En sorg og söknuður gekk ekki
framhjá heimili þeirra hjóna.
Misstu þau þrjú börn sín með
skömmu millibili, dreng níu ára í
umferðarslysi, stúlku tveggja ára
og nýfætt meybarn. Þessi sorg
lagðist þungt á þau hjón og ekki
síður á Tómas, því hann var
viðkvæmur maður í lund, þótt
hann flíkaði ekki tilfinningum
sínum rié bæri sorg sína á torg.
Mönnum sýndist Tómas á yfir-
borðinu vera opinskár og mesti
æringi ef svo bar undir, en í raun
og veru var hann mjög dulur og
fáir vissu innstu hugarhræringar
hans. Eg veit að hann syrgði alla
ævi þessi látnu börn sín, en Rósa
kona hans var traust og stóð þétt
við hlið manns síns í þessum
þrengingum.
Tómas vann fljótt trúnað og
traust yfirboðara og meðstarfs-
manna sinna við kaupfélagið sem
deildarstjóri í vefnaðarvörudeild
og innkaupastjóri við kaupfélagið
og kom hann venjulega tvisvar á
ári til Reykjavíkur í innkaupaer-
indum fyrir kaupfélagið og hitt-
umst við þá oft við það tækifæri og
héldum við gömlum kynnum og
vinskap.
Tómas tók mikinn þátt í félags-
störfum á Sauðárkróki. Hann var
félagi í Lionsklúbbnum á staðnum
og um tíma þátttakandi í starf-
semi leikfélagsins. Hann var alltaf
jafn ráðagóður og hugvitsamur að
leysa úr vanda er upp kom hverju
sinni og var því oft leitað til hans
er ráða þurfti fram úr slíkum
vandamálum.
Einn vina Tómasar á Sauðár-
króki var Bjarni Haraldsson og
sagði hann mér að hann sæi mikið
eftir góðum vini og félaga og fyrir
sér væri Sauðárkrókur ekki sá
sami á eftir, og er ég viss um að
svo var um fleiri vina hans.
Tómas heitinn vann sér alls
staðar vini hvar sem hann fór með
gamansemi sinni og skemmtileg-
um tilsvörum.
Móðir mín Kristbjörg Jónsdóttir
tók miklu ástfóstri við Tómas og
vorum við félagar alltaf velkomnir
heim til okkar og síðar kynntist
hún Rósu konu Tómasar og varð
mikil vinkona þeirra hjóna.
Geta skal þess að Tómas eignað-
ist son áður en hann gifti sig og
hlaut hann nafnið Sigurður Ingi
og starfar hann hjá Eimskipafé-
lagi íslands og er vélstjóri á
skipum þess. Sigurður Ingi er
duglegur í sinni starfsgrein og
vissi ég að þeir feðgar sáust
nokkuð oft, þótt langt væri á milli
þeirra.
Vil ég að síðustu votta eiginkonu
Tómasar heitins, börnum hans,
systkinum, vinum og vandamönn-
um mína inpilegustu samúð.
Jón Ágúst Guðbjörnsson.
Gólfteppi — Teppamottur
Gólfdreglar
í geysilegu úrvali
GEÍ5IP
H
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Fyrst eftir að ég varð trúaður maður, fannst mér Guð vera
svo nálægur mér. Bænastundirnar voru yndisstundir, og það
var dásamlegt að lesa Bihlíuna. En í seinni tíð hafa mér fundizt
þessar helgistundir þreytandi. Já. ég er að því kominn að gefa
þær upp á bátinn. Hvað veldur þessu? Ég er kvíðinn.
Andlegum vexti er oft líkt við líkamlegan vöxt.
Biblían segir, að við eigum að vaxa og þroskast, bæði
andlega og líkamlega. Lystarleysi er eitt öruggasta
merkið um lasleika í líkamanum. Læknar segja, að
heilbrigður maður sé svangur, en sá, sem missi
matarlystina, sé veikur.
Hér eru nokkur ráð í vanda yðar: Gangið úr skugga
um, að ekki hafi neitt gerzt í lífi yðar, sem hefur dregið
úr andlegri matarlyst yðar. Þar getur ýmislegt komið til
greina. Kannski hefur „heimurinn" læðzt inn og tekið
eitthvað af því, sem tilheyrir Kristi. Líka gæti verið um
að ræða leynda synd. Þá getur áhugi á bæn og lestri
Biblíunnar dvínað vegna vanrækslu á bæn og lestri! Líf
okkar fellur fljótt í ákveðinn farveg. Það er auðvelt að
halda góðum venjum, en líka slæmum.
Prófið nú þetta, sem ég hefi nefnt. Hefjizt svo handa
um að lesa Biblíuna og biðja reglulega. Biðjið Guð að
fyrirgefa yður kulda og kæruleysi. Biblían segir:
„Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður“ (Jak.
4,8).
Sjónval Vesturgötu 11 Girmi vörur:
Girmi sproti Kr. 18.500-
Girmi mínútugrill Kr. 28.940-
Girmi kaffivél Kr. 20.190-
Girmi samlokubrauörist Kr. 10.130-
Girmi ryksugur 800 wött Kr. 59.060-
Girmi sjálfvirk brauörist Kr. 16.290-
Girmi hakkavél og
grænmetiskvörn Kr. 26.430-
Girmi kaffikvörn Kr. 7.540-
Girmi áleggshnífur Kr. 29.900-
Girmi jógurtvél Kr. 10.960-
Girmi ávaxtablandari Kr. 11.380-
Girmi hárburstasett Kr. 15.380-
Fidelity stereosamstæður:
Gerö MC5 settiö Kr. 210.471-
Gerö MC6 settiö Kr. 336.631 -
Stereosamstæöan 4-40 Kr. 273.753-
Hátalarasett 4-40 Kr. 74.676-
Stereosamstæöan"5-50 Kr. 333.487-
Hátalarasett 5-50 Kr. 102.808-
Plötuspilarasett:
Plötuspilarar UA10 Kr. 78.837-
Plötuspilar^r UA8 Kr. 104.053-
Plötuspila'rasett meö
útvarpi Kr. 145.111-
Útvarp M.R. 1 Kr. 59.030-
Sjónvarpsspil Binatone
6 leikja í sv. hv. m. byssu Kr. 31.665-
8 leikja sv.hv. Kr. 32.770-
4 leikja í lit Kr. 34.000-
8 leikja í lit meö
byssuleikjum f. tvo Kr. 44.885-
Sjónval
Vesturgötu 11 sími 22600.