Morgunblaðið - 22.12.1978, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1978
Árni Gunnarsson
Páll Pétursson
Pálmi Jónsson
Þingsályktunartillaga um að
taka skuli gjald af laxveiðum
útlendinga hér á landi var til
umræðu í sameinuðu þingi í gær,
og tóku umræðurnar um máiið
nær allan fundartímann, en
fundurinn stóð í tæpa klukku-
stund áður en fundir hófust í
báðum deildum Alþingis.
Við umræður um málið sagði
Engar ákvarðanir hafa
verið teknar um stuð-
ing við iðnaðinn um áramót
Ríkisstjórnin hefur enn ekki
tekið neinar ákvarðanir um til
hvaða aðgerða verði gripið nú um
áramótin til stuðnings íslenskum
iðnaði .vegna þeirra tollalækkana,
scm ganga í gildi 1. janúar vegna
aðildar íslands að EFTA og
samninga við efnahagsbandalag-
ið. Hjörleifur Guttormsson, iðn-
aðarráðherra, og Ólafur
Jóhannesson, forsætisráðherra,
sögðu báðir við umræður í efri
deild Alþingis, að málin væru f
athugun, en enn hefði ekkert
verið ákveðið. Umræður um
málefni iðnaðarins urðu í fram-
haldi af fyrirspurnum Ragnhild-
ar Helgadóttur til iðnaðarráð-
herra og forsætisráðherra um til
hvaða ráða ríkisstjórnin ætlaði að
grípa nú um áramótin, þegar
samkeppnisaðstaða iðnaðarins
versnar vegna tollalækkana, en
verið var að ræða frumvarp
rikisstjórnarinnar um tímabund-
ið vörugjald.
Ragnhildur sagði, að vörugjaldið
væri til komið vegna þess, að tollar
falla niður, ríkið yrði að leita
nýrra tekjuleiða, en ekki hefði enn
verið skýrt frá þvi til hvaða
aðgerða yrði gripið um áramótin
til styrktar íslenskum iðnaði.
Samkeppnisaðstaða iðnaðarins
stórversnar um áramótin, sagði
Ragnhildur, ekki aðeins vegna
tollalækkana, heldur einnig vegna
stóraukinnar skattheimtu, sem
kemur hart niður á iðnaðinum í
landinu. Minntist Ragnhildur á
það, að um 12 þúsund manns
störfuðu í framleiðsluiðnaði,
hvorki meira né minna en 16.3%
landsmanna vinna við iðnað. —
Hjörleifur Guttormsson
Þetta mál snertir því mikinn
fjölda fólks, sem ef til vill verður
að leita sér annarrar vinnu eða
stendur uppi atvinnulaust, ef ekki
verður gripið til neinna aðgerða til
stuðnings iðnaðinum, sagði Ragn-
hildur.
Hjörleifur Guttormsson, iðn-
aðarráðherra, sagði að Alþýðu-
bandalagið hefði verið því fylgj-
andi að fresta umræddum tolla-
lækkunum, er koma eiga til
framkvæmda nú um áramótin, en
samtök iðnaðarins hefðu verið því
andvíg, auk þess sem ekki hefði
náðst samstaða um þá meðferð
mála innan ríkisstjórnarinnar.
Ráðherrar Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins hefðu verið
því andvígir.
Þá skýrði ráðherra frá nefnd,
eða starfshópi, sem unnið hefði að
Ólafur Jóhannesson
Sameinað Alþingi í fyrradag:
Ragnhildur Helgadóttir
því á vegum iðnaðarráðuneytisins
að gera tillögur í málefnum
iðnaðarins. Þessi nefnd hefði
skilað áliti fyrir allnokkru og væri
þar bæði að finna hugmyndir
almenns eðlis og ábendingar um
sérstakar aðgerðir til stuðnings
einstökum iðngreinum. Þá sagði
ráðherrann að ríkisstjórnin hefði
ákveðið að grípa til einhverra
aðgerða til stuðnings iðnaðinum,
en ekkert hefði verið ákveðið í því
efni ennþá. Ráðherra skýrði einnig
frá því, að ríkisstjórnin gæti ekki
fallist á hækkun jöfnunargjalds
um 12%, eins og iðnrekendur
hefðu farið fram á, vegna þess
hvaða áhrif það hefði á verðlags-
þróun í landinu. Lánamál iðnaðar-
ins og stefna opinberra aðila
varðandi innkaup á iðnvarningi
væru hins vegar mál, sem nú væri
verið að kanna, og fleira af því
tagi.
Ólafur Jóhannesson, forsætis-
ráðherra, sagði, að gripið yrði til
aðgerða til styrktar iðnaðinum, en
hann væri hins vegar ekki reiðu-
búinn til að skýra frá því í hverju
þær yrðu fólgnar. Málin væru nú í
athugun.
Umræður þessar hófust á föstu-
daginn var, héldu áfram á mánu-
dag og lauk í gær.
Allur f undartíminn f ór
í umræður um laxveiðar
Árni Gunnarsson, að það væri
nokkuð undarlegt að vera að ræða
um laxveiðar þessa dagana, þegar
önnur mál og ef til vill mikilvæg-
ari biðu afgreiðslu í jólaönnunum.
Árni sagði að hér væri þó verið að
ræða skattheimtu eins og oftar
þessa dagana, en hún væri þó
jákvæð að því leyti, að verið væri
að ræða að leggja skatt á útlend-
vörðuðu afgreiðslu fjárlaganna.
„En það er greinilegt að eitthvað
er að, fyrst grípa þarf til svona
aðgerða," sagði Pálmi, „greinilegt
er að nú er verið að reyna að
komast framhjá fyrirvörum Al-
þýðuflokksins."
Páll Pétursson, einn þingmanna
Framsóknarflokksins, tók undir
Samgönguráóherra:
Flugvaflarskattur verði
5500 kr. um áramótin
Ragnar Arnalds samgönguráð-
herra hefur lagt fram á AÍþingi
frumvarp til laga um breytingu á
flugvallagjaldi. Eiga lögin að
taka gildi hinn 1. janúar næst-
komandi. og á gjaldið. sem verður
5500 krónur á hvern farþega til
Ragnar Arnalds
útlanda. að renna til eflingar
flugmála.
Gjaldið verður sem fyrr segir
5500 krónur á hvern farþega sem
fer með loftfari frá íslandi til
annarra landa, en börn á aldrinum
2ja til 12 ára skulu þó greiða 2750
Eyjólfur Konráð Jónsson
krónur. Þá skulu flugfélög þau er
annast flutninga á farþegum
innanlands eða til Færeyja og
Grænlands, greiða í ríkissjóð gjald
er nemi 400 krónum á hvern
farþega. Fyrir börn á aldrinum 2ja
til 12 ára skal greiða hálft gjald,
og ekkert fyrir börn yngri en 2ja
ára. Á þessum leiðum er flugfélög-
um heimilt að hækka fargjaldið
sem flugvallagjaldinu nemur.
Við umræður um álagningu
flugvallagjaldsins í efri deild
Alþingis sagði Eyjólfur Konráð
Jónsson að hann væri algjörlega
andvígur álagningu þessa gjalds,
enda væri með þessu verið að
torvelda fólki að ferðast, og það
iðulega fólki með litla fjármuni
handa á milli. Gjaldið kæmi að
sjálfsöðgu harðar niður á því fólki
heldur en þeim efnameiri. Sagði
Eyjólfur að hann væri undrandi á
því, að ráðherrann virtist vera
hreykinn af því að leggja fram
frumvarp af þessu tagi; skatt-
heimtu á ferðalög fólks.
inga en ekki Islendinga að þessu
sinni!
Pálmi Jónsson, einn þingmanna
Sjálfstæðisflokksins, sagði, að það
segði sína sögu um ástandið í
stjórnarflokkunum, að nú væri
verið að eyða tíma Alþingis í að
ræða laxveiðar, mál sem nær
öruggt væri að ekki yrði afgreitt á
þessu þingi. Sagði Pálmi að nær
hefði verið að fara að ræða
fjárlögin, nú þegar kominn væri
20. desember, og einnig þyrfti að
ræða mörg mál er beinlínis
þau orð Pálma að hér væri um að
ræða óvenjulega tilhögun mála, og
færi að verða brýnt að afgreiða
fjárlögin fyrir jól. En það væri nú
bara einu sinni svo, að þingmenn
Alþýðuflokksins hefðu lofað of
mörgu fyrir kosningarnar og það
jafnvel án þess að hafa þar á
nokkurn fyrirvara. Meðal þess sem
þeir hefðu lofað væri nýbreytni í
störfum Alþingis. „Ef til vill eru
þeir að efna þetta kosningamál
sitt með þessum sérstæða hætti,“
sagði Páll.
Stefán Jónsson:
„Þokkalegt ad styðj-
ast við þessa kóna”
Ýmsir þingmenn gerðu grein
fyrir atkvæði sínu við nafnakall
um 4. grein fjárlagafrumvarpsins í
gær. Sighvatur Björgvinsson (A)
gerði grein fyrir fyrirvara Alþýðu-
flokks, sem ekki vildi tefja fjár-
lagafrumvarpið né hliðarfrum-
vaörp við þessa umræðu, en teldi,
að ýmislegt af því, sem nú væri
verið að endurskoða kynni að
þurfa athugunar við síðar, við
lokaafgreiðslu fjárlaga, með hlið-
sjón af efnahagstillögum Alþýðu-
flokks í frumvarpsformL
Steíán Jónsson (Abl) sagði í
sinni greinargerð, í framhaldi af
orðum Sighvatar, að „það væri
þokkalegt að þurfa að styðjast við
atfylgi svona kóna“.
Sverrir Hermannsson (S) vísaði
til greinargerðar samstarfsmann-
anna Sighvats Björgvinssonar og
Stefáns Jónssonar, og í framhaldi
af þeim sæi hann ekki ástæðu til
að taka þátt í þessari atkvæða-
greiðslu.
Vilmundur Gylfason (A) sagðist
ekki kjörinn á þing til að styðja
sjónarmið Stefáns Jónssonar en
hann segði já við atkvæðagreiðsl-
una (um 4. gr. frv., hvað Stefán
Jógerði líka).