Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.01.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 17 r Arni Helgason: Ár bamsins í Jesú nafni áfram enn, meö ári nýju kristnir menn. Þetta sungum við um hátíðina og vonandi hafa landsmenn gert sér fulla grein hvað bak við þennan söng er. Það er veglegt nafn að vera kristinn en oft vill það ekki verða nema hálfkristni því miður, en þá þurfum við að leita kraftar í hæðir. Þetta ár sem nú er hafið á að helgast barninu, uppeldi þess og sönnum þörfum. Þegar ég fór að hugsa um barnaárið varð mér ef til vill aldrei ijósara en nú hversu barnauppeldi er mikilvægt hverju þjóðfélagi, ekki einungis barna- uppeldi, því það getur verið á svo margvíslegan hátt, heldur það uppeldi sem byggir á kristnum grunni sjálfsfórn og sönnum aga. Það er oft talað um að þurfi fleiri barnaheimili. Þess er síður minnst að það þurfi betri heimili þar sem foreldrar gefa sér tíma til að undirbúa börn sín undir hinn mannlega heim, sem því miður tekur stundum ótugtarlega á móti ungviðinu sem þá er ekki stutt sem vera ber þau skref sem geta ráðið úrslitum um hamingju þeirra. Ég hefi aldrei verið hrifinn af fjölgun barnaheimila því árin sannfæra mig um að þau koma aldrei í stað heimilanna, hversu vel sem þau eru gerð. Móðurástin er þar ekki eins sterk og á heimilinu sjálfu. Þetta held ég sé að verða þorra manna ljóst. A meðan heimilin voru og hétu með mömmu og ömmu voru þau sá aflgjafi sem mörgum manninum entist alla ævi, jafnvel þótt veraldarþokan hafi um skeið orðið þeim villu- gjörn. En ég hugsa til barnaársins. Um mörg ár hefi ég átt þeirri ham- injgu að fagna með aðstoð góðra manna að vera með félagsskap barna hér í kauptúninu og reynsla mín af slíku er sú að tengsl við þann hóp vildi ég síst missa. Þar hefir reynsla mín sýnt það svart á hvítu að harna- og unglingavanda- mál blikna í sambandi við vanda- mál hinna fullorðnu, sem eiga þó að vera vegvísar ungviðisins fram á veg. Það er sorgleg staðreynd hvern- ig jafnvel sæmilega góðar mæður leyfa sér að reykja og spúa ólyfjan yfir vöggu barna sinna og jafnvel láta flöskuna sitja í fyrirrúmi fyrir því næði sem barn og unglingar þurfa á að halda og það sérstaklega á skólagöngu sinni. Við að horfa á slíka sjón gæti ég mælt með fleiri barnaheimilum til að taka við þeim börnum sem þurfa að alast upp í slíku and- rúmslofti. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, sagði skáldið. Hversu margir taka slíkt alvar- lega. Við lesum í blöðunum. Aldrei hafa verið fleiri morð framin en hin seinustu ár. Saklausir menn sviptir lífi. Hvað er að gerast. Ug svo kemur viðbótin: Allt má þetta rekja til áfengisnotkunar. Og svo biðja heilbrigðir menn um meiri bjór og brennivín, jafnvel þótt það kosti fleiri manndráp. A hvaþa vegi er sú þjóð sem þannig hugsar. Læknarnir eru ekki í vafa um „gildi“ bjórsins. Hann er vínandi eins og brennivínið, en lúmskari. Ég er oft að velta því fyrir mér hvað komi mönnum með góða dómgreind til að óska eftir viðbót í þennan óheillapytt sem tekur mannsævir að þurrka upp. Hvað vakir fyrir þeim? Ég minnist þeirra manna og ekki skorti þá vit, sem voru vissir um að ástand áfengismálanna og siðferðismál- anna í landinu myndi taka stórum stakkaskiptum til batnaðar ef leyfð yrði sala sterkra vína. Og jafnvel lögð æran að veði fyrir sanngildi þessara orða. Margir þessara manna eru nú gengnir á vit feðra sinna. En hvað myndu hinir sömu segja nú mættu þeir líta yfir þjóðlífið í dag? Nei, þetta fór á allt annan veg, og manndráp- in bættust síðan ofan á allt saman. Og enn vilja menn meira, jafnvel ungir alþingismenn ætla að bæta meinin með bjórflóði yfir lands- lýðinn. Hvílík föðurlandsást. En hvað sem þessu líður er ár barnsins hafið. Hvað boðar nýárs blessuð sól? Og hvar stöndum við í þrepi siðgæðis og góðs barnaupp- eldis í lok ársins? Eins og í upphafi var sagt, getur ekkert komið fuilkomlega í stað góðs heimilis. Það hafa allar aldir sýnt. Hrynji þau er voðinn vís. En því Arni Ilelgason. miður eru alltof mörg íslensk heimili á veikum grunni og af þeim súpa blessuð börnin seyðið og síðar þjóðfélagið. Ábyrgðin þarf að vaxa og hver og einn verður að gera sér ljósa ábyrgð með stofnun heimilis, sem er sú uppeldisstofn- un sem framtíð þjóðanna veltur á. Og því kemur sú spurning á barnaárinu og á engan að láta í friði: Hvað vilt þú gera fyrir hamingju barns þíns? Vilt þú fórna sígarettupakkanum og flösk- unni og gefa þannig gott fordæmi? Viltu leggja þeim mönnum lið sem vilja eitrið burt, eða þeim sem eru í þjónustu tóbaks- og áfengisauð- magnsins og sjá ekkert nema í gegnum krónugleraugun? Svar þitt getur orðið gott lóð á vogarskál velferðar lands og þjóð- ar. Fleiri sterk og sönn og góð heimili og gott fordæmi foreldra er besta gjöfin til barnsins á byrjuðu árí. I Jesú nafni áfram enn, með ári nýju kristnir menn. Gleðilegt ár. Stykkishólmi, 18. jan. 1978. Arni Helgason. Nyjir afborgunarddlmálar á Kanaríeyjaferðum 25% út og eftirstöóvar á 5 mánuóum Auglýsingin frá því í gær með gömlum, úreltum upplýsingum Kíktu inn til okkar og kynntu þér Kanaríeyjafeió á kostakjörum FLUCFÉLAC LOFTLEIDIR URVAL LANDSYN ÚTSÝN ÍSLAIMDS Lækjargötu 2 og Hótel Esju Sími 27800. v/Austurvöll Sími26900 Austurstræti 12 Sími27077 Austurstræti 17 Sími26611

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.