Morgunblaðið - 25.01.1979, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 25.01.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1979 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI um að vernda börnin, eigi ekki erindi til okkar og hvort við ættum ekki að taka þátt í því, að vernda börnin í umferðinni, með því að vera þeim þar til fyrirmyndar: Það þarf sterkan vilja hjá ungu barni, að fara eftir því, sem því hefur verið kennt, í sambandi við umferðina, þegar það sér fullorðna fólkið brjóta þær reglur, sem því hefur verið kennt að fara eftir. Óskar Ólason. • Yfirheyrslan Nýlega sýndi sjónvarpið ágætan þátt „Yfirheyrslan" sem snart mig mjög. Kona kom inn á lögreglustöð í Argentínu til að fá upplýsingar vegna handtöku dóttur sinnar. í sakleysi sínu hélt hún að það væri hægt en komst brátt að því að hún var sjálf orðin fangi og mátti þakka fyrir að sleppa gegn mútum. Að sjálfsögðu er allsekki rétt að tilgreina Argentínu sérstaklega því alls staðar þar sem einræði eða herforingjastjórn ríkir eru mann- réttindi fótum troðin án minnsta hiks. Haldið þið til dæmis að nokkur Moskvu-búi léti sér detta það í hug að fara inn í aðalstöðvar Mosvkulögreglunnar og spyrjast fyrir um handtekinn son eða dóttur. Nei, alls ekki, því að sá sem vogaði sér slíkt ætti vísa dvöl á þeim hræðilega stað. Ailir vita að mannréttindi eru ekki virt í kommúnistalöndunum eða öðrum einræðisríkjum og er því verk Amnesty International mjög þarf- legt og það ættu allir íslendingar að styðja. En er ekki allt fullkomið hjá okkur? Það er það því miður alls ekki. Handtekinn maður er strax réttlaus. Oft kemur það fyrir að lögreglan sækir menn á vinnustað þó að það sé oft vegna gruns og yfirleitt eru þessir menn um ieið atvinnulausir. Rétt fyrir jólin 1977 var starfsmaður banka handtek- inn vegna gruns og nú rétt fyrir síðustu jól var annar maður handtekinn. Ég spyr, skiptir rann- sókn þessa máls svo miklu máli að jólin hefðu ekki mátt líða áður en handtakan fór fram? Ég er á þeirri skoðun að það þyrfti að bæta töluvert í þessum efnum. Til dæmis ætti að banna að sækja menn á vinnustaði. Einnig ætti ekki að vera leyfilegt að handtaka menn úti á flugvöllum SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á minningarmótinu um hinn látna stórmeistara A. Tolush, sem haldið var í Leningrad í sumar, kom þessi staða upp í skák þeirra Polovodins, sem hafði hvítt og átti leik, og Rutmans. þegar komið er úr fríi. Hví mega menn ekki fara heim til sín áður, slíkt getur ekki skipt máli fyrir rannsókn. Ég varð því miður vitni að því að lögreglan beið manns úti á flugvelli þegar hann var að koma erlendis frá. Það var hræðilegt að sjá grátandi börn og ættingja. Vonandi mun hinn ungi dóms- málaráðherra stöðva slíkar gerðir. Ég skora líka á Amnesty Inter- national að líta einnig á heima- slóðir. P.J." • „Öll börn bíða eftir teikni- myndunum“ Kæri Velvakandi. Ég er tíu ára og heiti Glódís. Mig langar mjög til þess að barnaárið verði ár barnanna. Það er ekki nóg að segja það, þið verðið að standa við það, kæru Islending- ar. Ég vil fá ævintýri í barnatíma sjónvarps og útvarps. Það er ekki rétt það sem sagt er í Þjóðviljan- um uni Krukkuborg. Krukkuborg er ævintýri og það skemmtilegt. Raunveruleiki er raunveruleiki og við börnin erum búin að fá nóg af honum. Hvernig kona eignast barn, hvernig það er að fara til tannlæknis og hvernig það er að fara á spítala. Hvenær er eiginlega komið að teiknimyndasögunum í barnatíma sjónvarpsins? Öll börn bíða eftir Línunni, Bleika Pardusnum, Jóka, Skipper skræk og Mikka mús. Af hverju megum við ekki fá eitthvað fyrir okkur til að slappa af við eins og rektor Háskólans sem les Andrés önd? Ykkur finnst kannski skrýtið að ég skuli tala svona en við börnin erum búin að fá nóg af bókum um spítala- og tannlæknaferðir. Við viljum þetta ekki lengur. Guðrún Glódís Gunnarsdóttir. 10 ára. HÖGNI HREKKVÍSI SKIPAUTGCRB RIKISINS m/s Baldur fer frá Reykjavík þriðjudaginn 30. þ.m. til Breiðafjarðarhafna. Vörumóttaka alla virka daga til hádegis á þriðjudag — nema laugardag. Útsala Allskonar fatnaöur. Gömlu fötin eru nú nýjasta tískan. Notiö tækifæriö. Ungir sem eldri, dömur og herrar. Andrés Skólavörðustíg 22. m < Sætaáklæði Framleiöum sætaáklæöi á allar tegundir bíla. Lada Sport — Skota Amigo — Ford Cortina — Toyota Corolla — Toyota Crown — Citroen DS. Eflið íslenzkan iðnaö. Sendum í póstkröfu. Valshamar h.f., Lækjargötu 20, Hafnarfiröi, sími 51511. JQ (0 ■ lfi. Rxc6! - bxcfi (16... Rb3+ hefur auðvitað engin áhrif á gang mála eftir 17. Kdl!) 17. IIxofi+ — Kd7, 18. Hxcfi - De7, 19. Kdl (Leikið til þess að opna hinum biskupnum útgönguleið) Hab8, 20. Bf4 og svartur gafst upp. ÚTSKÝRIÐ TILGANG BÍLBELTA FYRIR BÖRNUM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.