Morgunblaðið - 15.02.1979, Side 11

Morgunblaðið - 15.02.1979, Side 11
i MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 11 Eisenhower og Kay Summersby Nútt um ástamál Ikes: Vildi Mamie tilsmoghugði ekki á skilnað Baltimore, AP. í SÍÐASTA bindi af fjórum með skjölum og bréfum Eisenhowers, fyrrv. Bandaríkjaforseta, sem er að koma út um þessar mundir er bréf birt sem vekur upp efasemdir um sönnunargildi þeirrar fullyrðingar að Eisenhower hafi á sínum tíma ætlað að skilja við Maimie eiginkonu sína og ganga að eiga Kay Summersby eins og álitið hefur verið. Kay Summersby var bílstjóri hans og einkaritari í stríðinu og í allnokkra mánuði eftir að styrjöldinni var lokið. Fjögur bindi af pappírum Eisenhowers, bréfum og plöggum eru gefin út á forlagi John Hopkins University Press og þar er m.a. birt bréf frá Eisenhower sem er ritað í júni 1945 til George C. Marshall hershöfðingja, þar sem hinn fyrrnefndi biður um að kona hans fái að koma til hans í Evrópu. Louis Galambos prófessor, sem hefur annast útgáfu þessara binda, sagði að bréfið og ýmis önnur gögn í bréfasafni Eisenhowers hefðu sannfært sig um að Eisenhower hefði aldrei skrifað Marshall um að hann hygði á skilnað frá Mamie konu sinni. Vangaveltur um þetta efni hófust 1973 þegar Merle Miller birti samtalsbók sína við Truman, fyrrv. forseta, um ævi hans. Þar talar Truman um að hann hafi heyrt um þetta bréf. Ævisaga ástkonunnar, Kay Summersby) sem var gefin út að henni látinni varð síðan enn til að kynda undir þessar sögusagnir. Nú segir Galambos að augljóst sé að þarna hafi minni Trumans brugðist honum illilega þar sem í umræddu bréfi hafi Eisenhower einmitt látið í ljós vilja sem gekk í þveröfuga átt við það sem sögur höfðu fyrir satt í bréfi Eisenhowers er beiðnin orðuð svo að konur yfirmanna fái að koma til eiginmanna sinna og segir síðan að hann telji að eftir langan aðskilnað hjóna, eða allt upp í þrjú ár, vænti hann þess að viðkomandi aðilar sem hafi með mál þetta að gera sýni skilning í málinu og verði við þessari beiðni. Marshall neitaði bæði persónulegri beiðni Eisenhowers og ósk hans fyrir hönd yfirmanna, þar sem slíkt þótti ekki samrýmast heraga og þeim reglum sem höfðu gilt í þessu efni. Pakistan: Afengisneyzla hardbönnud — bod Kóransins skuli gilda í flestu Islamabad. 14. feb. — Reuter. ÚTLENDINGAR í Pakistan mega ekki neyta áfengis á almanna- færi og þeir, sem brjóta það bann, eiga yfir höfði sér þriggja ára fangelsisúóm 0g sekt. Um hríð hefur undanþáa gilt á stærstu hótelum í Pakistar. um að útlendingar megi kaupa sér vín, en nú var öllum slíkum stöðum lokað um helgina. Stjórnin getur gefið út sérstakt leyfi fyrir diplómata og aðra útlendinga en sérstakar „bannsveitir" munu settar á laggirnar og hafa þær vald til að ráðast inn á heimili múhameðstrúarfólks og leita þar að víni. Þá var tekið fram, að enn harðari viðurlög giltu vitaskuld við því, ef múhameðstrúarmenn yrðu uppvísir að þessu. Zia forseti Pakistans kynnti einnig fleiri atriði í þessum nýju lögum, sem miða að því að nálgast sem mest boð þau sem fram eru sett í Kóraninum. Zia sagði að múhameðstrúarmenn sem dæmdir yrðu fyrir hórdóm og svik yrðu grýttir en þó mætti hlífa glæpamanninum við að vera alveg grýttur til bana og yrði hann skotinn þegar verulega væri af honum dregið. { lögunum er ekkert nefnt um að útlendingar séu undanþegnir þessum lögum. ítrekað er að því verði nú fylgt eftir af fullri hörku að höggnar verði hendur eða fætur af þjófum. Austurstræti 22. simi fra skiptiborði 28155 'íöp'löi'^ji' Austurstraetí 22 2. haeö Sími 28155 Loksins koma fermingarföt d markaðinn, sem hægterað nota ferminguna Við höfum á boðstólum núna strax og á næstunni: □ Drengja tweed-jakka, meö riffluöum flauelsbuxum. □ Drengja tweed-föt □ Drengja skyrtur □ Stúlkna tweed-dragtir, meö buxum eöa pilsi □ Stúlkna blússur □ Stúlkna kjólar og kápur Bindi slaufur, tréflar, skór. tfSZm. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.