Morgunblaðið - 15.02.1979, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiösla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 125 kr. eintakið.
V erkalýðsleiðtogar
i hár saman
Fyrir ári brann vinátta eldi heitara með verkalýðsleið-
togum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Kjörorðið
um „samningana í gildi“ var sett fram ásamt þeirri
kenningu, að verðbólgan og vandi efnahagslífsins hyrfi
eins og dögg fyrir sólu, einungis ef menn „vinveittir
v-erkalýðshreyfingunni“ væru við völd í landinu. Svona
sáraeinfaldur var sá boðskapur.
Upp úr þessu kom til mikilla átaka í þjóðfélaginu, sem
lyktaði á þann veg, að þessir sömu verkalýðsleiðtogar tóku
ábyrgð á nýrri ríkisstjórn í landinu, en samningarnir tóku
ekki gildi, heldur voru sett ný „kaupránslög".
Nú er sem sé ár liðið síðan vináttan eldi heitari kviknaði,
en hefur nú slokknað og versnað allur vinskapur. Þannig
lýsa verkalýðsleiðtogar Alþýðubandalagsins því yfir, að
frumvarp Olafs Jóhannessonar, sem soðið er upp úr
hugmyndum krata, sé „hnefahögg í andlit verkalýðshreyf-
ingarinnar", feli í sér „kjaraskerðingu og kauplækkun" eða
að „nýjar aðstæður og ný viðhorf fyrir verkalýðssamtökin"
hafi skapazt og trúlega harðni „nú sú varnarbarátta, sem
þau hafi staðið í“. Svo djúpt er tekið í árinni, að
forsætisráðherra hafi slitið störfum vísitölunefndar með
frumvarpsdrögum sínum.
Verkalýðsleiðtogar krata sitja eftir með sárt ennið og
hafa látið bóka eftir sér í miðstjórn Alþýðusambandsins,
að þeir telji „ástæðulaust og óþarft að gera nýja samþykkt
um málefni vísitölunefndar" og leggja „áherzlu á, að
vísitölunefnd ljúki störfurp á eðlilegan hátt“. Jón
Helgason, formaður Einingar á Akureyri, talar um, að
„það sé bezt fyrir alla aðila að vera ekki að leggja dóm sinn
á hluti fyrr en þeir eru búnir að kynna sér þá til hlítar“ og
Guðríður Elíasdóttir formaður Verkakvennafélagsins
Framtíðar í Hafnarfirði tekur í sama streng.
Reiðin bitnar á Olafi
Arásir verkalýðsleiðtoga Alþýðubandalagsins beinast
fyrst og fremst að Olafi Jóhannessyni forsætisráð-
herra. Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmiða-
sambandsins, tekur svo djúpt í árinni að segja, að hann
geti ekki ályktað annað „en að Olafur Jóhannesson sé að
stefna samstarfinu í hættu og að hann sé bara að
sprengja". Annað markmið kveðst hann ekki sjá, enda
gangi frumvarpið þvert á allt, sem gert hafi verið til þessa.
Hann segir ennfremur: „... þannig standa málin, þegar
forsætisráðherra leggur fram einkafrumvarp sitt, sem mér
virðist mundu leiða til verulegs samdráttar og alvarlegs
atvinnuleysis, ásamt skerðingu á kaupmætti vinnulauna
vegna hinnar stórfelldu skerðingar á ákvæðum um
verðtryggingu launa, sem frumvarpið gerir ráð fyrir.“
Miðstjórn Alþýðusambandsins og stjórnir Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja og Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins segja í ályktunum sínum, að forsætisráð-
herra hafi í reynd slitið störfum vísitölunefndar. „Með
þessu tekur forsætisráðherra verkefnið af borði vísitölu-
nefndar og færir það yfir á annað svið,“ segir orðrétt í
ályktunum og Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar,
talar um „athæfi forsætisráðherra" í þessu sambandi.
Loks telur Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri
BSRB, að forsætisráðherra hafi „stefnt stjórnarsamstarf-
inu í hættu“ og talar eins og sá sem valdið hefur.
Eins og þessi ummæli sýna, dylst engum, að Olafur
Jóhannesson forsætisráðherra er sá maður, sem verkalýðs-
leiðtogar Alþýðubandalagsins telja, að allt hið illa stafi
frá. Einskis eru nú metnir tilburðir hans til þess að færa
vald Alþingis „út á götuna", undanlátssemi hans höfð að
háöi og spotti og við því að búast, að forsætisráðherra
brosi beisklega við þeim þanka sínum, að illa launi kálfur
ofeldi.
Hart snúizt gegn tillögum
embættismannanefndar ,
um að loka Æfingaskóla KHÍ
ALMENNUR fundur haldinn að tilhiutan foreldrafélags Æfinga- og tilraunaskóla KHÍ, þriðjudaginn 13.
febrúar 1979, samþykkir:
• „Við andmælum kröftuglega framkomnum tillögum um að skólinn verði lagður niður.
• Við vörum eindregið við einhæfu verðmætamati í þessu máli. Meta þarf aðra þætti en rekstrartölur líðandi
stundar.
• Við óttumst að það hafi alvariegar afieiðingar í för með sér að sundra bekkjardeildum og rífa börnin úr
tengslum við félagahópinn, jafnframt því að þau yrðu að laga sig að nýju umhverfi og breyttum
kennsluháttum.
• Verði skólinn lagður niður, fara forgörðum mikil verðmæti sem eru fólgin í ört vaxandi tilrauna- og
nýbreytnistarfi. Samhentir kennarahópar myndu tvístrast áður en nokkur tilraun hefur verið til lykta
leidd og niðurstöður færðar í letur.
• Þótt of snemmt sé að draga víðtækar ályktanir af nýbreytnistarfinu, blasir nú þegar við almenn vellíðan
barnanna og ánægja þeirra með skólann.“
Þannig hljóðar sú fundarsam-
þykkt, sem gerð var á hinum
fjölmenna fundi í Æfinga- og
tilraunaskóla Kennaraháskól-
ans við Háteigsveg í fyrrakvöld.
En frá honum var sagt hér í
blaðinu í gaer. Var hann haldinn
á vegum Foreldrafélags skólans.
Fundargestir voru í hinu rúm-
góða anddyri og í sal. Margar
ræður voru fluttar, sem allar
hnigu í þá átt að snúizt yrði af
hörku gegn hverri tilraun til að
skólinn yrði lagður niður. Tveir
borgarráðsfulltrúar voru meðal
fundarmanna, báðir úr Alþýðu-
bandalaginu.
Er fundurinn hafði verið sett-
ur, tók fyrstur til máls skóla-
af tillögunum að hér væri um að
ræða stjórnunarlegt mál, hag-
ræðingar- og sparnaðarspekúla-
sjónir: Að fá sem bezta nýtingu
skólahúsnæðisins í borginni á
hverjum tíma og eftir þörfum.
Einnig yrði að skoða þær í ljósi
kröfunnar frá stjórnvöldum um
fyllstu nýtingu skólahúsnæðis
og skilyrðislaust yrði framfylgt
kröfunni um 28 nemendur í
hverri bekkjardeild skólanna.
Þá hefði það komið fram á
þessum fundi í menntamála-
ráðuneytinu að þegar búið væri
að leggja skólann niður fengi
Kennaraháskólinn húsnæðið til
ráðstöfunar, en það myndi bæta
ingar, skoða þetta mál á hlut-
lægan hátt. En mér er það
ekkert launungarmál, að ekki
mun ég taka neinn þátt í því að
leggja þennan sk.óla niður. Það
verða aðrir að gera.“
Hófust síðan almennar um-
ræður um málið. Meðal þeirra,
sem fyrstir tóku til máls, voru
Baldur Jónsson rektor Kennara-
háskólans. Hann sagði, að
Kennaraháskólinn vænti mikils
af Æfingaskólanum í framtíð-
inni. „Og ég undirstrika í fram-
tíðinni," sagði Baldur og sagði
síðan: „Það er ekkert álitamál
hver er skoðun Kennaraháskól-
ans.“
Hluti fundarmanna í sal Æfingaskólans á fundinum í fyrrakvöld. Alls munu
fundarmenn hafa verið um 400.
stjórinn Jónas Pálsson. Hóf
hann mál sitt með þeim orðum
að segja, að oft hefði verið
komið saman þar í skólanum af
skemmtilegra tilefni. Hann
kvað það vera í samræmi við þá
stefnu sem ríkt hefði í skólanum
að greina foreldrum nemenda
frá málefnum skólans, en ég vil
um leið, sagði skólastjórinn,
undirstrika að skólinn er ekki að
efna til andstöðu eða til æsinga
með fundi þessum. Síðan hóf
skólastjórinn frásögn sína:
Hann hefði verið boðaður á
fund niður í menntamálaráðu-
neyti á fimmtudagsmorguninn í
síðustu viku, til fundar við
nokkra embættismenn frá ríki
og borg. Þar hefðu honum verið
kunngerðar framkomnar tillög-
ur frá embættismannanefnd
þess efnis að leggja bæri niður
Æfinga- og tilraunaskólann.
Nemendum hans yrði dreift yfir
á þrjá skóla: Álftamýrarskóla,
Hlíðaskóla og Austurbæjar-
skólann. Fastráðnir kennarar
við skólann myndu trúlega
verða færðir yfir í Kennara-
háskólann. Upplýsti skólastjóri,
að nú væru nemendur hartnær
600 talsins, sem skipta ætti
niður á skólana þrjá. Sér virtist
úr brýnni þörf skólans fyrir
aukið húsnæði. Kvaðst Jónas
skólastjóri þó fullvíst telja að
þessar embættismannatillögur
hefðu komið fram áður en upp-
steyturinn hófst meðal
nemenda, og væri ekkert
samband þar á milli.
Skólastjóri fór síðan nokkrum
orðum um sögu Æfingaskólans
og æfingadeildanna. Enginn
gæti neitað því að skólinn ætti
sér merkilega sögu og hefði
sérstöðu meðal skóla í borginni.
Hún væri meir og minna tengd
sögu kennaramenntunarinnar í
landinu allt frá árinu 1908, í
formi æfingadeilda, en síðar,
eða þegar skólinn flutti í þetta
hús árið 1968, þegar starfsemi
hans var breytt í hverfisskóla. I
seinni ræðu sinni, er skólastjóri
flutti undir lok fundarins, en
hann stóð framundir miðnætti,
útskýrði skólastjórinn námið og
þá nýbreytni og tilraunastarf
sem unnið er og hefði verið í
skólanum og lagði á það ríka
áherzlu, að hann legðist ein-
dregið gegn þessum embættis-
mannatillögum. Gegn því að allt
þetta starf yrði fyrirvaralaust
lagt í rúst.
„Við skulum gæta fyllstu still-
Síðan tóku til máls fundar-
menn úr hópi foreldra og nem-
enda, kennarar og fulltrúi kenn-
aranema, en þeir höfðu fjallað
um málið og samþykkt harðorð
mótmæli gegn tillögunum um
lokun skólans. Báðir borgarfull-
trúarnir frá Alþýðubandalag-
inu, Adda Bára Sigfúsdóttir og
Guðrún Helgadóttir, tóku til
máls. Báðar lýstu þær mikilli
undrun sinni á þessum tillögum
embættismannanefndarinnar.
Báðum höfðu þær komið þeim á
óvart. Þær héfðu haft samband
við ýmsa af forystumönnum
flokks síns, sem hefðu að því er
ræðumenn lýstu, litla eða enga
hugmynd um tilurð málsins. —
Jú, menntamálaráðherra hafði
það, en hafði lagt á það áherzlu,
að ákvörðunartakan væri langt
undan og skoða þyrfti málið allt
mjög gaumgæfilega. Þær lýstu
því báðar yfir þarna á fundin-
um, að ef þessar tillögur kæmu
til kasta borgarstjórnar Reykja-
víkur, sem þær reyndar kváðust
hreinlega efast um, svo fárán-
legar væru þær, mættu fundar-
menn vita það að þær myndu
segja nei.
Samþykktin hér að ofan var
borin upp undir lok fundarins,
sem stóð framundir miðnætti.