Morgunblaðið - 15.02.1979, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 2 7
Bókun ráðherra Alþýðubandalagsins:
Kauplækkun
—atvinnuleysi
MORGUNBLAÐINU barst í gœr
bókun sú. sem ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins lögðu fram á fundi
rikisstjórnarinnar síðastliðinn
þriðjudagsmorgun — daginn eft-
ir að frumvarp ólafs Jóhannes-
sonar hafði verið lagt fram í
rikisstjórninni. Bókun ráðherr-
anna Svavars Gestssonar. Hjör-
leifs Guttormssonar og Ragnars
Arnalds, er svohljóðandi:
I frumvarpi því um efnahags-
mál, sem forsætisráðherra lagði
fram á fundi ríkisstjórnarinnar í
gærmorgun eru fjölmörg atriði,
sem við ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins, erum andvígir og höfnum
algerlega. I þessari bókun viljum
við sérstaklega mótmæla nokkrum
meginþáttum sem lögfesting þessa
frumvarps hefði í för með sér.
______1. Kauplækkun________
Með 7. kafla frumvarpsins er
gert ráð fyrir því að lögbinda
sjálfvirka kauplækkun. Þar er
einnig ákvæði um að breytingar á
óbeinum sköttum verði teknar út
úr vísitölunni. Þessi ákvæði og 7.
kaflinn í heild, brjóta algerlega í
bága við samstarfsyfirlýsingu
stjórnarflokkanna. I kaflanum
felst bein ögrun við verkalýðs-
hreyfinguna og þó alveg sérstak-
lega fulltrúa hennar í vísitölu-
nefndinni.
_______2. Atvinnuleysi_________
Við höfum margoft bent á það á
fundum ríkisstjórnarinnar, að hér
á landi geti nú verið hætta á
atvinnu'eysi. Þá hafa fulltrúar
verkalýðshreyfingarinnar eindreg-
ið varað við slíkri hættu á fundum
með ráðherrum í samráðsnefnd-
inni. Þrátt fyrir þessar aðvaranir
er ljóst að nokkur ákvæði frum-
varpsins fela í sér tillögur um
samdrátt, sem leitt gæti til at-
vinnuleysis. Nægir í því sambandi
að nefna 9., 12. grein og 25. grein,
svo og 6. kafla frumvarpsins. I
þessum ákvæðum er gert ráð fyrir
hættulegri takmörkun á framlög-
um til félagslegra framkvæmda,
jafnvel framlögum sem verkalýðs-
hreyfingin hefur samið um í
kjarasamningum. Þar er einnig að
finna ákvæði um stóraukinn fjár-
magnskostnað atvinnuveganna og
bindingu peningamagns, sem leitt
gæti til keðjuverkandi samdráttar.
I frumvarpinu eru varasöm
ákvæði um bindingu fram-
kvæmdastigs 1980, enda þótt þegar
blasi við hætta á atvinnuleysi
strax á.þessu ári, 1979.
Atvinnuöryggi, samráð við sam-
tök launafólks og varðveisla þess
kaupmáttar, sem um var samið í
kjarasamningunum 1977, hafa
verið og hljóta að vera hornsteinar
núverandi stjórnarsamstarfs.
Frumvarp forsætisráðherra snið-
gengur þessar forsendur í veiga-
miklum atriðum.
Hér hafa aðeins verið nefndir
tveir mikilvægir þættir frum-
varpsins. Við viljum einnig lýsa
sérstakri andstöðu okkar við II.
kafla frumvarpsins og ákvæðið um
að flýta gildistöku verðlagsmála-
laganna. Þá er í frumvarpinu
háskalegt ákvæði um heimildir til
að gengisbinda hvers konar inn-
lenda viðskiptasamninga, sem
gæti jafngilt því að íslenskur
gjaldmiðill væri í reynd lagður
niður.
Auk þeirra greina í frumvarpi
forsætisráðherra sem Alþýðu-
bandalagið telur að séu í andstöðu
við þau grundvallaratriði sem
ríkisstjórnarsamstarfið er byggt
á, skortir algerlega í frumvarpið
ákvæði um þær aðgerðir sem
Alþýðubandalagið lagði til í ráð-
herranefndinni að yrðu megin-
uppistaðan í efnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Skal hér getið
nokkurra þeirra atriða úr tillögum
Alþýðubandalagsins sem hvergi er
að finna í frumvarpi forsætisráð-
herra:
A. Tillögur um nýtt skipulag á
fjárfestingarstjórn og víðtæka
áætlanagerð, sem tæki í senn til
umsvifa opinberra aðila,
einkaaðila og starfsemi banka og
fjárfestingarlánasjóða. I frum-
varpinu er nær eingöngu um að
ræða ákvæði um eins konar endur-
lögfestingu ríkjandi ástands og
virðist því hafnað tillögum Al-
þýðubandalagsins og þriggja
manna nefndar stjórnarflokkanna
um nýskipan fjárfestingarmála.
B. Tillögur um víðtækar
breytingar á framleiðslukerfi
landsmanna og sérstaka sókn til
framleiðniaukningar og endur-
nýjaðs rekstrarskipulags í sjávar-
útvegi og almennum iðnaði í því
skyni að treysta grundvöll at-
vinnulífsins og skapa skilyrði til
bættra lífskjara. Alþýðubandalag-
ið telur að víðtækar aðgerðir í
atvinnumálum séu frumforsenda
þess að varanlegur árangur náist í
baráttunni gegn verðbólgunni.
Engin þeirra fjölmörgu tillagna
sem Alþýðubandalagið gerði í
þessu skyni birtist í frumvarpi
forsætisráðherra.
C. Tillögur um margvíslegan
sparnað og hagræðingu í hagkerf-
inu, bæði í ríkisrekstri, milliliða-
starfsemi og skipulagi inn-
flutningsverslunarinnar. Þessar
tiliögur fólu í sér verulega grisjun
þeirrar dýru yfirbyggingar, sem á
undanförnum árum hefur tekið til
sín æ meiri fjármuni og á mörgum
sviðum verið uppspretta gróða-
myndunar og spillingar. Alþýðu-
bandalagið hefur og lagt fram
tillögur um breytt skipulag olíu-
verslunar, fækkun trygginga-
félaga, samræmdan innflutning á
vörum til notkunar hjá opinberum
aðilum og skipulagsbreytingar á
innflutningsversluninni og stjórn
gjaldeyrismála. Enga þessara til-
lagna er að finna í frumvarpi
forsætisráðherra. Þess í stað er
lagt til að flýta gildistöku laga um
óhefta verslunarálagningu sem
ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar
lögfesti.
D. Tillögur um þróun samráðs
ríkisstjórnarinnar við samtök
launafólks í því skyni að gera það
víðtækara og virkara og skapa
grundvöll fyrir umræðu í félögum
launafólks um mótun efnahags-
stefnunnar. Þessar tillögur mið-
uðu að því að treysta enn frekar
tengsl ríkisstjórnarinnar við
samtök launafólks en eins og
kunnugt er, eiga slík tengsl að vera
hornsteinn ríkisstjórnarsam-
starfsins. Þessum tillögum er
hafnað. I stað þess birtir forsætis-
ráðherra i tillögum sínum laga-
kafla um svonefnt „kjaramálaráð",
sem er í reynd afturgengið gamla
Hagráð Viðreisnarstjórnarinnar.
Við teljum að frumvarp for-
sætisráðherra sé í veigamiklum
atriðum ekki í samræmi við þá
samstarfsyfirlýsingu sem lögð var
til grundvallar ríkisstjórnar-
mynduninni, ekki í samræmi við
þau efnisatriði, sem samstaða var
um í ráðherranefnd ríkisstjórnar-
innar í lok janúarmánaðar og enn
síður í samræmi við þau grund-
vallaratriði sem verkalýðs-
hreyfingin telur að eigi að móta
stefnu stjórnvalda í efnahags-,
atvinnu- og kjaramálum.
Til nánari staðfestingar ofan-
greindra viðhorfa leggjum við
fram samþykkt aðalfundar verka-
lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins;
dags. 11. febrúar, þar sem skýrt
kemur fram eindreginn
stuðningur við viðhorf, sem hér
hafa verið rakin. Aðalfund verka-
lýðsmálaráðsins sátu á annað
hundrað forystumenn samtaka
launafólks úr öllum landshlutum.
Samstaða ríkisstjórnarfl’okk-
anna er lítt vænleg á grundvelli
þess frumvarps sem forsætisráð-
herra hefur lagt fram. Eigi sam-
staða að nást um efnahagsstefn-
una innan ríkisstjórnarinnar er
nauðsynlegt að viðræður fari fram
og tillögur séu mótaðar á grund-
velli upphaflegrar samstarfsyfir-
lýsingar ríkisstjórnarflokkanna,
sameiginlegs álits þeirra í ráð-^.
herranefndinni og með sérstöku
tilliti til viðhorfa samtaka launa-
fólks.
Svavar Gestsson.
Hjörleifur Guttormsson.
Ragnar Arnalds.
Vitni vantar
að árekstri
ÁREKSTUR varð milli tveggja
fóiksbifreiða á gatnamótum
Miklubrautar og Háaleitisbraut-
ar klukkan 11.35 í gærmorgun.
Ágreiningur er um stöðu um-
ferðarljósa og óskar rannsókna-
deild lögreglunnar í Reykjavík
eftir vitnum vegna þess.
Tildrög slyssins voru þau að
græn Toyota-bifreið ók austur
Miklubraut og beygði norður Háa-
leitisbraut en Fiat 127 bifreið,
rauð, ók vestur Miklubraut á
vinstri akgrein. Skullu bílarnir
saman.
Minning:
Jóhanna Ólafsdóttir
frá Breiðholti
Fædd 25. okt. 1878
Dáin 9. febrúar 1979
Jóhanna Ólafsdóttir, sem í dag
verður kvödd hinztu kveðju varð
hundrað ára hinn 25. okt. s.l. Af
því tilefni birtust afmælisgreinar
um hana og ætla ég ekki að
endurtaka að neinu ráði það sem
þá var skrifað, heldur aðeins stikla
á stóru.
Jóhanna fæddist að Tjaldbrekku
— mjög afskekktu býli við botn
Hítardals. Þaðan var 3—4 tíma
lestargangur tii næstu bæja, hvort
heldur farið var til bæja í Hítardal
eða Dalasýslu. Að Tjaldbrekku var
búið um hálfrar aldar skeið á
árunum 1840—90 og hefur
Guðlaugur Jónsson, fyrrverandi
lögregluþjónn, skrifað þátt um
bændur þar í bók sinni „Bóndinn á
heiðinni".
Eftir fermingu var Jóhanna í
vinnumennsku á ýmsum stöðum,
eins og algengast var á þeim árum,
unz hún giftist manni sínum Þor-
leifi Jónssyni. Þau hófu búskap í
Hítardal árið 1901 og bjuggu síðan
á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi og
í Dölum, þar til þau fluttust til
Reykjavíkur 1934. Þar bjuggu þau
fyrst að Vestra Langholti, en
tveim árum seinna fluttust þau að
Breiðholti þar sem þau bjuggu
með Guðmundi syni sínum til
ársins 1954, en 19. okt. það ár lézt
Þorleifur.
Þau hjónin, Jóhanna og Þor-
leifur, eignuðust níu börn og
komust sjö þeirra til fullorðinsára.
Þau eru, talin í aldursröð:
Guðmundur, Þorkell, Kristján,
Jón, Sólveig, Jóhanna og Kristín.
Öll eru systkinin á lífi og búsett í
Reykjavík nema Guðmundur, sem
lézt 8. apríl 1960. Auk sinna barna
ólu þau upp tvö fósturbörn, Þórar-
in Ólafsson, bróðurson Jóhönnu,
sem þau tóku að sér u.þ.b. árs-
gamlan og Þorgerði Hönnu
Haraldsdóttur sem ólst upp hjá
þeim frá sex ára aldri.
Eftir lát Þorleifs dvaldist
Jóhanna lengst af á heimili
Hönnu, fósturdóttur sinnar, en
fyrir rúmu ári fór hún á Land-
spítalann og þaðan á hjúkrunar-
deildina í Hátúni 10 B, þar sem
hún andaðist 9. þ.m.
Ein öld er löng mannsævi og
ekki er að furða þótt Jóhanna hafi
verið orðin þreytt og þráð hvíld-
ina. Hún var orðin alveg rúm-
liggjandi, — svo til blind og
heyrnin var farin að dvína. Þegar
svo er komið hljóta dagarnir að
verða langir og erfitt er það
duglegri konu að geta ekki einu
sinni haft sokk eða vettling á
prjónunum. Lengst af hafði
Jóhanna stálminni og þótt það
væri farið að minnka undir það
síðasta, gat hún þó enn veitt
margvíslega fræðslu, ekki sízt um
löngu liðna tíma. Hún fylgdist
furðu vel með, ekki aðeins sínum
nánustu, heldur og gömlum vinum
og kunningjum og spurði margs
um þeirra líðan og hagi. Fyrir
nokkrum vikum spurði hún mig
t.d. frétta af einum frænda mín-
um. Þegar ég sagði honum frá því,
kom á daginn að þau höfðu aldrei
sézt, en Jóhanna hafði þekkt
móður hans sem dó fjörgömul
ellefu árum áður. Seinast þegar ég
kom til Jóhönnu sagði hún mér frá
afmælinu sínu. Hún var mjög
þakklát öllum þeim er þá höfðu
minnst hennar og ekki sízt starfs-
fólkinu í Hátúni 10 B sem hafði
gert henni daginn eftirminnilegan
eftir því sem ástæður leyfðu.
Fjörutíu ár eru nú liðin síðan ég,
sem krakki kynntist Jóhönnu, er
ég kom fyrst á heimili hennar í
Breiðholti með móður minni, en
þær voru kunnugar frá því hún var
í kaupavinnu hjá þeim Jóhönnu og
Þorleifi vestur í Dölum. Mér
verður það alltaf í minni með
þvílíkri alúð og gestrisni okkur var
tekið og hve mér leizt strax vel á
þessa lágvöxnu, góðlegu konu.
Margoft kom ég að Breiðholti eftir
þetta, og líka til Jóhönnu eftir að
hún hætti að halda heimili og
alltaf var manni tekið með sömu
gestrisninni og alúðinni.
Nú að leiðarlokum vil ég bera
fram mínar beztu þakkir fyrir
áratuga vináttu og alla góðvild og
greiðasemi við okkur mæðgurnar.
Jóhanna Ólafsdóttir er ein af þeim
manneskjum sem ég er þakklát
fyrir að hafa kynnzt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Vald. Briem.
Jóhanna Bjórnsdóttir.
í dag kveðjum við Jóhönnu
Ólafsdóttur fyrrum húsfreyju í
Breiðholti við Reykjavík. Með
henni er horfinn af sjónarsviðinu
minnisstæður persónuleiki
umburðarlyndis og hjartahlýju,
sem við finnum gjarnan í sögum
Halldórs Laxness, hinnar óbrotnu
almúgakonu.
Hún var síðasti fulltrúi þeirrar
kynslóðar sem ég þekkti sem
komin var til vits og ára um
aldamótin. Minnisgóð og fjölfróð
um liðna atburði, arfur genginna
kynslóða.
Fyrir rúmum 25 árum tengdist
hún fjölskyldu minni þá komin á
efri ár, er hún fluttist á heimili
fósturdóttur sinnar og bróður
míns.
Mér er efst í huga hin hógværa,
lágvaxna kona sem allt færði til
betri vegar. Það stóð aldrei neinn
styr eða gustur um hana, hennar
staður var heimilið. Umhyggja
fyrir börnum, fósturbörnum og
afkomendum þeirra sat í fyrir-
rúmi. Þessi umhyggja náði einnig
til fjölskyldu minnar, konu og
dætra. Eg minnist hennar einnig á
hátíðarstundum á heimili bróður
míns í stórum hópi vina og vanda-
manna.
Fyrir þetta allt viljum við þakka
nú að leiðarlokum. Löngum og
gifturíkum vinnudegi er lokið.
Aðstandendum öllum færum við
innilegar samúðarkveðjur.
ólafur Jónsson.
Jarðarförin hennar ömmu okkar
fer fram í dag. Við vissum vel að
hverju dró en samt er alltaf sárt
að kveðja.
Amma var ósköp venjuleg al-
þýðukona, venjuleg í þeim skiln-
ingi að lífsferill hennar var á
engan hátt stórbrotinn og verður
ekki færður á spjöld sögunnar. En
saga hennar er ekki ómerkilegri
fyrir það. Þeir taka stundum
sterkast á árinni sem minnst láta
á sér bera.
Frá því að við munum fyrst eftir
okkur var það amma sem fyllti svo
stórt rúm í okkar lífi, sagði sögur,
kenndi vísur og leiðbeindi á ýmsa
vegu. Hún var fædd fyrir rúmum
hundrað árum á Tjaldbrekku í
Mýrasýslu, nánar tiltekið 25. októ-
ber 1878. Hún ólst upp í stormum
þeirrar tíðar sem við þessa tíma
böfn eigum bágt með að skilja.
Þrátt fyrir þau gjörólíku kjör í
bernsku hennar og okkar örlaði
aldrei á fordómum hjá henni. Hún
var frjálslynd og skilningsrík.
Nýjungar á atómöld voru henni
margar að skapi og hún leit á
breytta tíma með bjartsýni. Það
gegndi furðu hvað vel henni tókst
að fylgjast með hraða nútímans.
Sum okkar ólust upp á sama
heimili og hún dvaldi á eftir að afi
dó. Hin höfðu nánast daglegt
samband. Þegar við hugsum til
þessara björtu bernskudaga fylgir
myndin af ömmu næstum hverri
minningu. Hún átti alltaf konfekt-
mola, hún vissi hvað litlu fólki
þótti best. Reyndar var hún öllum
gestrisin. Það sáum við best þegar
við urðum eldri og eignuðumst
sjálf börn. Þá endurtók sig sagan.
Sama alúðin og áhuginn á hverju
spori og gleðin yfir hverri framför.
Amma átti börn, fósturbörn,
tengdabörn, barnabörn, barna-
barnabörn og hóp annarra vina.
Allt þetta fólk átti nóg rúm í huga
hennar. Við kveðjum hana með
söknuði og þökkum henni sam-
fylgdina.
Auður, Anna, Hrafnhildur,
Þorleifur, Jóhanna og Helga.