Morgunblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979
41
félk í
fréttum
+ Þetta er leikkonan Gloria
Swanson, sem í gamla daga
var tíðum á sýningartjaldi
bíóanna. — Hún þykir bera
háan aldur með eindæmum
vel. Þakkar hún það m.a.
réttu fæðuvali sínu. — Og
einmitt vegna þess að Elli
kelling hefur ekki náð á
henni teljandi tökum enn
þrátt fyrir háan aldur,
hafði hún komið fram sem
„sýningardama" á blaða-
mannafundi, sem haldinn
var í Los Angeles á vegum
samtaka þar vestra, sem
hafa á stefnuskrá sinni að
stuðla að réttu fæðuvali
fólks. — Með leikkonunni,
sem verður 80 ára í lok
marsmánaðar, er eigin-
maður hennar, William
Dufty.
Hjartans kveöjur og þakkir sendi ég öllum vinum
og vandamönnum mínum, sem glöddu mjg meö
gjöfum og kveöjum á níræöis afmæli mínu.
Guö blessi ykkur öll, vinir mínir.
Kristín E. Björnsdóttir.
Fellsmúla 22.
Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu mér
vinarhug og glöddu mig á 100 ára afmæli mínu
11. desember s.l.
Guö blessi ykkur öll.
Sigurrós Gudmundsdóttir
frá Sauöeyjum.
+ HAMLET & OFELIA — Dönsku blöðin skýra frá því, að ákveðið hafi verið að í ágústmánuði n.k.
verði sett á svið í Krónborgarkastala hið ódauðlega leikhúsverk Hamlet. Síðast var leikritið sett þar á
svið fyrir 25 árum. Leikflokkur frá hinu brezka Old Vic leikhúsi kemur til að leika. Fer með
aðalhlutverkið Derek Jacobi og með hlutverk Ofeliu leikkonan Jane Wymark. Derek er sá hinn sami og
fcr mcð hlutverk Kládíusar í hinum mögnuðu sjónvarpsþáttum. Brezk blöð hafa farið mjög
iofsamlegum orðum um þessa Hamletsýningu Old Vic-leikhússins, sem farið hefur víða um lönd með
hana. Myndin hér að ofan er af aðalleikurunum tveimur, Jane og Derek, sem Ofelia og Hamlet.
Tskcdtfreyðandi
í afgreiðslu okkar að Þverholti 22 seljum við kalt ogfrískandiHvítöl
beint úr tönkum okkar í brúsana ykkar
- eins marga litra og þið viljið á aðeins 175 krónur lítrann.
EGILS HVÍTÖL, drykkur fyrir alla fjölskylduna.
HF. OLGERÐIN
EGILL SKALLAGRÍMSSON
Þverholti 22