Morgunblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 Vl» .? V MORÖdN- 'x kaff/nu Ekki man ég í svipinn hvaða grein umferðarlaganna það er, en við skulum geta gripið hann samt. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson „Óheppni að tapa þessu spili," sagði suður um leið og hann skrifaði töluna 100 f dálk and- stæðinganna. „Hvorugur ásanna rétt staðsettur og tíglarnir ekki jafnt skiptir,“ bætti hann við. Suður gaf, norður-suður á hættu. Norður S. K52 H. DG5 T. K842 L. KD9 Vestur S. D10863 H. 82 T. D1095 L. 72 Suður -S. 94 H. ÁKIC T. Á73 L. 53 Suður hafði verið sagnhafi í fjórum hjörtum. Sagnirnar skiptu ekki máli, enda austur og vestur alltaf sagt pass og vestur spilaði út lauftvisti. Kóngurinn frá blindum, austur tók slaginn og spilaði gosanum til baka. Borðið fékk þann slag og sagnhafi tók tvisvar tromp og síðan á tígulás og kóng og spilaði þriðja tígli. Vestur var ekki í vandræðum með útspil, spilaði fjórða tíglinum, sem suður trompaði og reyndi spaðann. En austur átti ásinn, einn niður. Að vísu var suður óheppinn en engu að síður gat hann unnið spilið eftir þetta upphaf. Eftir tvo fyrstu slagina var ljóst, að austur átti hæstu laufin og í rauninni var það nóg. Eftir tvo trompslagi og tvo tígulslagi mátti spila laufní- unni frá borðinu og láta tígul af hendinni. Eins og spilin skiptust átti austur aðeins svört spil og sama var hvorum litnum hann spilaði, tíundi slagurinn kæmi af sjálfu sér. En hefði austur átt þriðja tígul- inn gæti hann fallið 3—3 og enn væri fyrir hendi innkoma í borðið á tromp til að taka á síðasta tígulinn. Og hefði í ljós komið, að austur ætti fjóra tígla mátti enn spila að spaðakóngnum. Vörnin var ekki heldur upp á það besta. I fyrsta slag gaf austur færi á vinningi. Láti hann þá lágt lauf, gefi slaginn, getur vörnin alltaf ráðið við sagnhafa og hnekkt spilinu. Austur S. ÁG7 H. 73 T. G6 L. ÁG10864 COSPER Fljótt, fljótt, hentu bíllyklinum til mín! Áfram með smérið Fyrir nokkru lýsti formaður samtaka nokkurra, sem vilja nú aldeilis láta taka tillit til sín, því yfir í útvarpi að engir menn hefðu verið jafn miklir óþurftarmenn drykkjusjúklingum og læknar. — Nokkru síðar lýsir sami maður því yfir að íslensk áfengislög séu illgresi sem uppræta þurfi, og er það væntanlega í samræmi við frumvarp Vilmundar og sálufélaga hans um að færa ástandið í áfengisdreifingarmálum í það horf sem hér var fyrir 1880. Með öðrum orðum: Fremstu löggjafar 20. aldar, sem báðir áttu verulegan hlut að setningu núgild- andi áfengislaga, Bjarni Bene- diktsson og Ólafur Jóhannesson, voru börn í lagasetningu og gróðursettu hér illgresi. Læknar eru óþurftarmenn; hómópatían og skottulækningar lifi! Ég segi bara: Áfram með smérið! Niður með sérfræðingana! Og innan tíðar fáum við kannski sama ástand og var á einokunar- tímunum: Brennivín í hverri búðarholu, bjór í hverju veitinga- húsi og galdrafár og kukl út um allar þorpsgötur. Kristinn Vilhjálmsson. • Læknisþjónusta bak við járntjaldið Víst eigum við ágæta lækna enda eru þeir óskiptir við námið. Annað er uppi á teningnum á Italíu þar sem fjöldamargir læknastúdentar stunda hryðju- verk í Rauða hernum. Það fyrir- tæki virðist mest vera rekið af háskólastúdentum, enda átti íslenskur námsmaður sem stund- aði nám á Ítalíu ekki næg orð til þess að hæla Rauða hernum eins og lesa má í stúdentablaði sem hér kom út nýlega. Þótt læknarnir séu góðir þá þarf alltaf að senda nokkra sjúklinga erlendis til lækn- inga á ári hverju. Þetta er algengt í hinum frjálsa heimi og sjúkl- ingurinn er sendur strax og þurfa þykir. í sósíalistaríkinu Rússlandi er þetta allt miklu erfiðara, því þar þarf ferðaleyfi og það tekur sinn tíma að fara í gegnum kerfið það. Kona Sakharovs þurfti t.d. að bíða í 10 mánuði til þess að komast til augnlæknis. Hjón í Bandaríkjun- um sem voru að fara til Moskvu lásu í blaði að 7 mánaða gamalt barn væri að dauða komið þar sem ekkert tyldi niður í því og barna- matur sem heitir Pregestimil fæst ekki í Rússlandi en hann væri það eina sem bjargað gæti lífi barns- ins. Amma þessa barns býr í Boston í Bandaríkjunum og vildi hún fá það til sín og 3 sjúkrahús höfðu boðist til þess að taka barnið, en ferðaleyfið fékkst ekki. Maðurinn sem ætlaði að fara til Moskvu tók með sér 4 dósir af þessum barnamat og heimsótti „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir Þýddi 60 óttast að hann ætlaði að eyði- leggja íramtíð Martins, en að hún myndi ráðast gegn Lydiu?... Aldrei... Hvað með Holm lækni? Ganli læknirinn hafði orðið að mæð- ast í mörgu um dagana. Einka- sonur hans hafði stoiið seglbát bezta vinar hans. Susanne iokaði augunum andartak. Það voru einhver tengsl sem hún hafði verið í þann veginn að festa hendur á. Nú kom þetta aftur. Varðandi trygginguna. Einar Einarsen hafði verið sölumaður hjá tryggingafélagi í þann tíð og hann hafði áreiðanlega gengið frá trygg- ingunni á Dania. Ef peningarn- ir höfðu verið greiddir út áður en uppvíst varð um það hver hefði stolið skútunni, þá gat útlitið farið að versna fýrir ýmsa. Hún opnaði augun og horfði á Herman frænda. Hann hafði aldrei keypt annan bát svo að kannski höfðu peningarnir aldrei verið greiddir. Hann hafði heldur ekkert svindiara- útiit, en ekkert af þeim leit reyndar neitt glæpamannsiega út. Magna frænka, þrýstin og giaðleg og 'ktöðugt að eta kon- fektmolana sína og brosið svo hlýtt og innilegt? Nei, Magna frænka kom ekki til greina. Hún leit yfir á Jasper Bang. Hann var síðasti möguleikinn og Susanne leit á hann nokkuð gagnrýnni augum en á hina. Hann var ekki meðlimur fjöl- skyldunnar ... svo að auðvitað væri það langbezt ef hann væri sá seki. Svo reyndi hún að vera réttlát. Það var hún sem hafði séð til Jaspers Bang hafði verið fjarskalega viðfelldið. Auk þess var engum blöðum um það að íletta að hann var mjög harmþrunginn vegna láts Lydiu, en gegndi sama máli varðandi Einar Einarsen? Susanne reyndi að rifja upp hvað hafði verið sagt þegar „Fjólurnar“ unnu í söngva- kcppninni. Hún hafði verið stödd í samkvæmi þar sem menn héldu þvf fram fullum fetum að Einar Einarsen hefði haft svik og pretti í frammi tii þess að Jasper næði fyrsta sætinu, en hins vegar var ekki endilcga þar með sagt að þessar upplýsingar væru full- komlega á rökum reistar nema síður væri þar sem heimildirn- ar höfðu ekki verið öldungis pottþéttar og í sams konar samkvæmum vissu allir allt um trúlofanir kóngafólks og skatt- svik pólitíkusa. Hún andvarpaði og kveikti sér í sígarettu. Ef Einar Einar- sen hafði svindlað og prettað þá gat hún samt sem áður ekki fengið það til að falla inn í þá mynd að nauðsynlegt hefði verið að drepa hann — að minnsta kosti ekki af hálfu þeirra sem hér sátu. Þvert á móti var það söngvakeppnin sem hafði gefið Jasper ótvíræðan byr í seglin og jafn- vel þótt Einar Einarscn hefði allt í einu farið að gefa yfir- lýsingu um að hann hefði haft rangt við þá myndi það ekki hafa skaðað Jasper. Fólk elsk- aði þetta óþolandi lag og þar með var það mál útrætt. Stóra borgundarhólmsklukkan sló ellefu um leið og Susanne var kvödd inn í bókaherbergið til Bernilds. Það var augljóst að nú var rækileg skýrsla tekin af hverjum og einum og Martin sem hafði verið til yfirheyrslu hjá honum á undan Susanne hafði verið þar í hálfa klukku- stund og Jasper Bang þar á undan í þrjá stundarf jórðunga. Susanne var reyndar kölluð síðust inn og allir höfðu komið frá lögregluforingjanum alvar- legir og íhugulir og fátt viljað segja. Nú var ekki lengur verið mcð yíirklór um slys og flæk- inga. Nú var þagað og hvcr hvorfði kvíðin og skelfdur hver á annan. En Bernild hafði enn ekki komizt að niðurstöðu þegar Susannc kom inn til hans. Hann sat með blaðabunka fyrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.