Morgunblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.02.1979, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1979 45 .11 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA I0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI ÆJmúESSLMlBUilL foreldrana sem þá voru búnir að biðja um að fara til Israels en fengu ekki fararleyfi þar sem þau eru tölvufræðingar. Þegar Bandaríkjamaðurinn kom í ibúð hjónanna í Moskvu blöskr- aði honum. Ibúðin var á stærð við hálfa dagstofu hans. Maðurinn sem reyndar er dreifingarmálasér- fræðingur í Pittsburgh bauðst til þess að taka barnið og foreidrarnir tóku því boði fegins hendi, en ekki fékkst leyfi til að fara með barnið, út úr landinu. Bandaríkjamaðurinn gafst ekki upp og hver maður sem fer frá Bandaríkjunum til Moskvu fer mað mat handa litlu stúlkunni. Bandarískir læknar við sendiráðið í Moskvu fá ekki að sjá barnið en þeir vilja fá að rannsaka það til að finna orsök sjúkdómsins. Það er ekki Hitler sálugi sem nú er að kvelja þessa Gyðingastúlku. Kerfi sem býður upp á svona sér að minnsta kosti ekki fyrir allra þörfum. Sósíalisminn er svona, hjá honum eiga allir að hlýða möglunarlaust, þola þegjandi hvers konar skort og harðræði, því annars er það KGB sem tekur völdin og alltaf er nóg pláss í fangabúðunum. Er hægt að semja við svona kerfi og loka augunum fyrir öllum glæpum sem gerst hafa og alltaf gerast aðeins af því þeir eru gerðir í nafni sósíalismanns. Húsmóðir. • Um ferðastjórn í Breiðholti Breiðholtsbúar sem eiga leið niður í bæ snemma á morgnana hljóta allir að taka undir það sem Markús Örn Antonsson sagði í greininni hérna í blaðinu um daginn: „Umferðarstjórn verður að taka upp á Reykjanesbraut við Breiðholt l.“ Þar bíða tugir bíla í langan tíma við að komast inn á götuna. Þetta er versti umferðar- hhúturinn á leiðinni í bæinn, verri en Miklatún. Aldrei sést lögreglan þar á morgnana við að greiða úr umferðinni. Það eina sem við Breiðholtsbúar sjáum til lögregl- unnar er að hún liggur stundum í leyni við Breiðholtsbrautina við að sekta menn fyrir of hraðan akstur. Lögreglan verður að láta svona vandræði til sín taka og leysa úr þessu sem allra fyrst. E.S. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á Skákþingi Reykjavíkur 1979, sem nú er nýlokið, kom þessi staða upp í B flokki í skák þeirra Hilmars Hanssonar og Þorsteins borsteinssonar, sem hafði svart og átti leik. • Útideildin og unglingarnir Okkur langar að spyrja borgarráð hvort leggja eigi niður útideildina. Þar sem hún er það eina sem unglingar hafa erum við mjög svekkt. Kannski teljumst við ekki til barna en við erum þó unglingar. Föstudaginn 9. febrúar töluðum við við 4 meðlimi útideildarinnar og sögðust þau vilja starfa áfram. Ef við ættum við einhver vanda- mál að etja færum við fyrst og fremst til útideildarinnar. Þau hafa unnið sér traust langflestra unglinga í miðbænum. Okkur finnst mjög þvingandi að fara inn á einhverjar stofnanir og leita hjálpar. Þó svo það séu félags- ráðgjafar í sumum skólum þá er ekki þar með sagt að við leituðum til þeirra t.d. af hræðslu við að það fréttist til kennara eða skóla- stjóra. Væri ekki hægt að sleppa því að hafa bílstjóra hjá einhverjum ráðherranna og sleppa einhverjum af þessum fínu veislum. Einnig langar okkur til að þakka Jóhanni Haukssyni fyrir góða grein. 4 unglingar úr miðbænum. Á borgarstjórnarfundi sem er í dag verður tekin ákvörðun um það hvað um útideildina verður en hugmyndir hafa komið fram um að leggja deildina niður frá 1. apríl og ráðgert er að fella niður 18 milljón kr. fjárveitingu til starf- semi hennar á þessu ári. HÖGNI HREKKVÍSI r!L 'AHo&F£/íoAhNA.' Skákkeppni stofnana og fyrirtækja 1979 hefst í A-riðli mánudag, 19. febrúar kl. 20 og í B-riðli miðvikudag 21. febrúar kl. 20. Keppnin fer fram aö Grensásvegi 46. Keppnisfyrirkomulag verður með svipuðu sniði og áður; tefldar verða 7 umferðir eftir Mon- rad-kerfi og er hver sveit skipuð fjórum mönnum. Skráning í keppnina fer fram í síma 8-35-40 á kvöldin kl. 20—22. Lokaskráning í A-riöil verður sunnudag 18. febrúar kl. 14—17 og í B-riðil þriðjudag, 20. febrúar kl. 20—22. Taflfélag Reykjavíkur, Grensásvegi 44—46 R. Símar 8-35-40 og 8-16-90. (\\ V.* c&\° xAa" \\ú9 io stk. í kassa Unghænur 10 stk. í kassa aðeins....... 990 - kr. kg Nautahakk 10kg. fkassa.............. 1.500-kr. kg Folaldahakk 10 kg. íkassa............ 900-kr. kg 5 kg. nautahakk..................... 1.670- kr. kg Hálfir, reyktir folaldaframpartar.... 950-kr. kg Hálf og heil hamborgarareykt svínalæri. 2.390- kr. kg Ungkálfahryggir...................... 650.-kr.kg Sleppið ekki pessu sérstaka tækifæri. Opið föstudaga 8—7 og laugardaga opið 7—12. Lokað öll hádegi kl. 12:30—14. Laupalaak 2. R€YKJAV*K. skmi 3 S* 3» 25. ..Rxc2! 26. Hfl? (Ekki 26. Dxc2? — Rg3 mát, en bezt var 26. He2) Re3! og hvítur gafst upp, því að eftir 27. Dxe3 - f4, 28. Df2 - Rg3+ verður hann að gefa drottn- ingu sína fyrir riddarann. Þor- steinn sigraði með yfirburðum í B riðlinum, hann hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. HALDIÐ EKKI VEGINUM FYRIR YKKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.