Morgunblaðið - 15.02.1979, Síða 48
Lækkar
hitakostnaðiiin
Verzlið
sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki.
Skipholti 19,
BUÐIN sími
'— v 29800
FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 1979
Verulegar stuðnings-
aðgerðir við iðnaðinn
í Noregi og Svíþjóð
VERULEGAR styrktar- og
stuðningsaðgerðir stjórnvalda
við ýmsar greinar iðnaðarins
viðgangast bæði í Noregi og
Svíþj()ð þrátt fyrir takmarkaðar
upplýsingar um þetta efni.
Kemur þetta fram í skýrslu Efna-
hags- og félagsmálanefndar
EFTA, en fundi nefndarinnar
lauk í gær í Genf í Sviss.
Af íslands hálfu sat Davíð Sch.
Thorsteinsson m.a. þennan fund
og sagði hann í samtali við Mbl. að
þrátt fyrir upplýsingar um
stuðningsaðgerðir af þessu tagi
væru mjög takmarkaðar hefði
Vísitalan:
Kauphækkunin
6,86 eða 7,18 %
KAUPLAGSNEFND er nú á síðasta snúningi með að
reikna út verðbótavísitölu, sem taka á gildi 1. marz.
Endanleg tala mun ekki liggja fyrir og er það vegna þess
að ekki er enn fullt samkomulag um það hvernig fara á
með verðbótaviðaukann og einnig eru þar tiltekin
matsatriði, sem menn verða að koma sér saman um. Sé
ekki reiknað með verðbótaviðauka er kauphækkunin um
mánaðamótin 6,86%, en sé hann tekinn með er hækkunin
7,18%.
Þess var í gærkveldi jafnvel vænzt að í dag yrði unnt
að gefa út tilkynningu um endanlega kauphækkun um
næstu mánaðamót.
engu að síður komið í ljós, að í
Noregi nemur fjárhæð opinberra
styrktaraðgerða til einstakra
greina iðnaðarins eða fyrirtækja-
hópa samtals 336,4 milljörðum
króna (ísl.) í Svíþjóð hins vegar
hefur t.d. skipaiðnaðurinn fengið á
fjárlögum 1976—‘80 alls kr. 326
milljarða í styrki og hlutafé,
stáliðnaðurinn alls 57 milljarða
króna í hlutafé auk 65 milljarða
króna í formi lána með sérstökum
kjörum og vefjar- og fataiðnaður-
inn hefur fengið liðlega 1,6 millj-
arða króna í styrki
Sjá „Norðmenn styrktu iðn-
að sinn“ bls. 25.
Daginn er nú tekið að lengja, og þá er freistandi að labba sig niður að
sjó og kanna hvernig bátarnir líta út eftir köldustu vetrarmánuðina,
jafnvel þótt höfnin sé enn full af klakahröngli.
Flugmannasamningar:
Ráðherrar höfðu ekki
tíma til að sinna deilurati
2 togarar seldu erlendis
TVEIR togarar seldu afla erlendis
í gærmorgun. Ýmir frá Hafnar-
firði seldi 135 tonn í Grimsby fyrir
46 milljónir króna, meðalverð 337
krónur, og Vigri frá Reykjavík
'seldi 235 tonn í Cuxhaven fyrir
63,5 milljónir, meðalverð 270
krónur. Uppistaðan í afla Ýmis
var þorskur og ýsa en uppistaðan í
afla Vigra var ufsi og karfi.
ALLT SITUR við það sama í flugmannadeilunni og eru engar nýjar
fréttir af þeim vettvangi, að því er Hallgrímur Dalberg formaður
sáttancfndarinnar tjáði Morgunblaðinu í gær.
I gær hafði verið ráðgerður fundur
sáttanefndarinnar og þriggja ráð-
herra, þeirra Ragnars Arnalds sam-
göngumálaráðherra, Magnúsar H.
Magnússonar félagsmálaráðherra og
Ólafs Jóhannessonar forsætisráð-
herra. Að sögn Hallgríms Dalberg
gat ekki orðið af fundinum vegna
anna ráðherranna, en fundurinn
verður haldinn jafn skjótt og ráð-
herrarnir hafa tíma til að taka á
móti sáttanefndinni.
Eins og komið hefur fram í frétt-
um ákváðu flugmenn Flugleiða, þeir
sem fljúga vélum Flugfélags Islands,
að fresta verkfallsaðgerðum í hálfan
mánuð.
Var frestunin gerð að beiðni
forsætisráðherra og í trausti þess að
ríkisstjórnin reyndi að finna lausn á
málinu á þessum tíma. Hafi sættir
ekki tekizt fyrir 23. febrúar, sem er
föstudagur, munu verkfallsaðgerðir
hefjast að nýju.
Geir Hallgrímsson:
Vinstri stjórnin ákveð-
ur kaup og kjör einhliða
Sjálfstæðismenn vilja láta reyna á samninga um vísitölumál og kjörin í heild
„STJÓRNARANDSTÖÐUNNI hefur ekki verið sýnd sú kurteisi, að vera fengið þetta frumvarp í hendur,
sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er Morgunblaðið spurði hann í gær um álit hans á
frumvarpi Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra. Hins vegar kvað Geir fréttir hafa borizt af efni
frumvarpsins, útdrættir hafi birzt úr því í blöðum. Hann kvað því ekki rétt að kveða upp dóm um einstök
atriði frumvarpsins. wÞó kemur ljósiega fram,“ sagði Geir, „að bráðabirgðaráðstafanirnar í september og
desember hafa gert vandann í efnahagsmálum, sem við var að glíma, enn meiri en þurft hefði að vera. Þetta
er viðurkcnnt í frumvarpsdrögunum með því að ákveðið er að draga úr niðurgreiðslum að nýju, en aukning
þeirra var meginatriði bráðabirgðaúrræðanna.“
„Þá eru mótsagnirnar ber- útkljái eins og unnt er vandamálin
skjaldaðar í málflutningi stjórnar-
liðsins," sagði Geir Hallgrímsson,
„Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag höfðu að kjörorði fyrir kosn-
ingar: Samningana í gildi, en þeir
hafa aldrei verið settir í gildi og
síðan samningstíminn rann út 1.
desember, hafa vinnuveitendur og
launþegar ekki samið sín í milli og
ekki setzt að samningaborði. Mér
er til efs, að í annan tíma hafi kaup
og kjör á íslandi verið ákveðið
lengur með einhliða ákvörðunum
stjórnvalda en undir núverandi
ríkisstjórn. Er það algerlega gagn-
stætt stefnu launþegasamtakanna,
sem hafa lýst sig a.m.k. hingað til
andvíga einhliða ákvörðun ríkis-
valdsins um kaup og kjör í landinu.
Við sjálfstæðismenn teljum það
sjálfsagt og leggjum á það áherzlu,
að aðilar vinnumarkaðarins
sín á milli — gagnstætt því sem
núverandi ríkisstjórn hefur stefnt
að. Þá er það og athyglisvert, að
eftir 8 vikna samningsþóf í sumar,
var ekki komizt að annarri niður-
stöðu en fólst í bráðabirgðaúrræð-
unum í september. Borið var við að
betur skyldi að gert fyrir 1. desem-
ber. Enn var 1. desember um
bráðabirgðaúrræði að ræða og þá
borið við að betur skyldi gert við
afgreiðslu fjárlaga. Það fór út um
þúfur og þá var fresturinn sagður
vera til 1. febrúar. Hann er kominn
og liðinn og nú er lagt fram sem
hálfgert laumuplagg frumvarp for-
sætisráðherra, sem hann segir þó
sjálfur að ekkert liggi á að af-
greiða. Er þá 1. marz fyrirsjáan-
lega ekki neitt takmark í augum
stjórnarsinna. Er augljóst af yfir-
lýsingum þeirra og ósamkomulagi,
að lengi eiga þeir enn eftir að
kljást og deila áður en ljóst verður,
hvort þeir ná samkomulagi eða
stjórnin fellur."
Morgunblaðið spurði Geir
Hallgrímsson um stefnumörkun
Sjálfstæðisflokksins í efnahags-
málum. Hann kvað hafa verið
fjallað um efnahagsmál innan
flokksins undanfarið og yrði mið-
stjórnarfundur flokksins næst-
komandi föstudag. A laugardag
verður síðan sameiginlegur mið-
stjórnar- og þingflokksfundur, þar
sem rætt verður um stefnumörkun
í efnahagsmálum. Þó kvaðst Geir
vilja taka það fram að í stjórnar-
myndunarviðræðunum í sumar
hefði flokkurinn lagt fram stefnu,
markmið og leiðir til lausnar
efnahagsvandanum og viðhorf
flokksins hefðu einnig komið fram
í umræðum á Alþingi um úrræði
ríkisstjórnarinnar í september og
desember. Því kvað hann stefnu-
mörkun flokksins ljósa, en hún
fælist m.a. í því að berjast gegn
skattpíningarstefnu núverandi
stjórnar. Eftir helgina mætti síðan
vænta þess að gerð yrði grein fyrir
niðurstöðum fundanna, sem fyrir-
hugaðir eru.
Þá spurði Morgunblaðið, hvort
Sjálfstæðisflokkurinn hygðist
hverfa frá þeirri stefnu, sem hann
hefði viðhaft á síðasta kjörtímabili
að berjast gegn verðbólgu með því
að skerða vísitöluákvæði kjara-
samninga. Geir Hallgrímsson
sagði, að flokkurinn teldi það
höfuðnauðsyn, að ráða niðurlögum
verðbólgunnar nú sem fyrr. í
febrúar og maí í fyrra hefði í þeim
tilgangi ekki verið um annað að
ræða en að skerða vísitöluákvæði
kjarasamninga að vissu marki til
loka samningstímans. Reynslan
hefði sannað það, en Geir undir-
strikaði, að nú væru í raun engir
samningar í gildi, og flokkurinn
legði áherzlu á frjálsa samninga
milli vinnuveitenda og launþega. Á
slíka samninga hefði enn ekki
reynt, hvorki að því er snerti
fyrirkomulag vísitölubóta né
samningana í heild. Hann kvað að
vísu mega segja, að fulltrúar þess-
ara aðila hefðu gert grein fyrir
viðhorfum sínum innan vísitölu-
nefndarinnar, en störfum hennar
hefði þó lokið með allóvenjulegum
hætti, þar sem fulltrúar launþega
hefðu ekki skilað þar efnislegum
athugasemdum — og ekki á grund-
velli raunverulegra kjarasamn-
inga, sem í gildi ættu að ganga.
„Fyrst verður að vera útséð um
það, hvort sú leið frjálsra kjara-
samninga sé fær, áður en þessari
spurningu er svarað," sagði Geir
Hallgrímsson og bætti við, að
sjálfstæðismenn hefðu ávallt talið,
að um neyðarúrræði væri að ræða,
þegar gripið væri inn í frjálsa
samninga aðila vinnumarkaðarins.
„Það er engu fremur til fyrirmynd-
ar, að setja einhliða ákvæði um
kaup og kjör eins og núverandi
ríkisstjórn hefur gert án þess að
reyna áður frjálsa samninga,"
sagði formaður Sjálfstæðisflokks-
ins að lokum.