Morgunblaðið - 04.04.1979, Qupperneq 24
friðurí 30 ár
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1979
56
Tryggir
s j álfstæði
ÍSLANDS
MAGNÚS ÞÓRÐARSON er íulltrúi Upplýsingadeildar
Atlantshafsbandalagsins á íslandi, en deildin hefur
sérstaka skrifstofu í Reykjavík.
Við spurðum Magnús fyrst,
hvenær skrifstofan hefði verið
stofnuð.
— Það var 1. des. 1961.
Upplýsinga-
skylda
— Og hver voru tildrögin?
— Oft hefur verið sagt, að
íslenzk utanríkisstefna hvíldi á
fjórum meginstoðum, þ.e. þátttöku
okkar í Sameinuðu þjóðunum,
Atlantshafsbandalaginu, Norð-
urlandaráði og Evrópuráðinu. Við
erum lögmætir aðilar að þess-
um fjórum alþjóðasamtökum, og
því hvílir sú skylda á stjórn-
völdum og samtökunum sjálfum
að kynna þau almenningi, enda
hafa öll þessi alþjóðasamtök rekið
hér alls konar upplýsinga- og
kynningarstarfsemi, haft hér
skrifstofur og fulltrúa, þótt
langmest hafi borið hér á Norður-
landaráði að þessu leyti, enda
mestu fé og mannafla verið varið
til þess hér af þess hálfu. í
Upplýsingadeild NATO eru
sérstakir fulltrúar fyrir öll
aðildarríkin 15, en það var ekki
fyrr en í júní 1961, að þáverandi
framkvæmdastjóri bandalagsins,
Dirk Stikker, kom hingað í heim-
sókn, að ákveðið var að setja þessa
skrifstofu á stofn. Dirk Stikker
þekkti vel hér til manna og
málefna og var Islendingum
sérstaklega vinveittur, enda hafði
hann áður verið sendiherra Hol-
lands á Islandi (með aðsetri í
Lundúnum) og oft komið hingað.
Samstarf
við SVS
og Varðberg
— En hvað um tengsl
áhugamannafélaganna tveggja,
Varðbergs og Samtaka um
vestræna samvinnu við
skrifstoíuna?
— Þau voru ákveðin þegar í
upphafi, eins og þá var skýrt frá í
blöðum. SVS voru stofnuð 19. apríl
1958 og Varðberg 18. júlí 1961, en
undirbúningur að stofnun þess
hafði verið hafinn nokkru áður en
Stikker kom hingað. Þótt þau hafi
bæði víðtækar stefnuskrár um að
efla skilning á gildi lýðræðislegra
stjórnarhátta og auka þekkingu á
alþjóðastjórnmálum og alþjóðlegu
samstarfi, hafa þau bæði í lögum
sínum ákvæði um að vinna að
kynningu á markmiði og störfum
Atlantshafsbandalagsins.
Sambærileg félög starfa í öllum
aðildarríkjum NATO og hafa með
sér heildarsamtök. Það var því
sjálfgefið í upphafi, að náið sam-
starf yrði milli áhugamannafélag-
anna og skrifstofunnar. enda
hefur það verið ómetanlegur
stuðningur í starfi mínu og
annarra, sem veitt hafa þessari
skrifstofu forstöðu, að geta unnið
með áhugasömu og fórnfúsu fólki,
sem vill leggja mikið starf á sig til
þess að vinna að hugsjónum sínum
og málstað bandalagsins hvert það
gagn sem það má.
Þjóðleg eða
alþjóðleg?
— En fyrst skrifstofan og
félögin eru svona alþjóðleg, geta
þau þá verið þjóðleg?
— Að sjálfsögðu eru þau það
hvort tveggja. Sönn þjóðrækni
getur aldrei byggzt á einangrunar-
stefnu og innilokunarhyggju. Það
er enn vonlausara á okkar dögum
en áður fyrir nokkra þjóð, sem vill
búa í sjálfstæðu ríki, að ætla sér
að reyna að loka sig inni og
þykjast ekki vilja sjá það, sem er
að gerast umhverfis hana, hvort
sem það er talið þægilegt eða
óþægilegt.
Hlutleysi?
Nei!
— Þú telur þá ekki, að íslandi
væri bezt borgið með því að fylgja
hlutleysisstefnu?
— Bezt borgið? Nei, hreint ekki.
I fyrsta lagi er nú tómt mál um
það að tala í heimi nútímans, þó
ekki væri nema af landfræðileg-
um ástæðum, í öðru lagi væri það
stórhættulegt sjálfstæði íslenzka
lýðveldisins og íslenzku þjóðerni
til lengdar, og í þriðja lagi er það
alls ekki æskilegt siðferðilega.
Óraunhæft
— Hvernig viltu rökstyðja
þessar fullyrðingar?
— Við skulum taka fyrstu
fullyrðinguna fyrst. Til þess að
geta haldið uppi raunhæfu
hlutleysi, sem reikna má með, að
verði virt í styrjöld (öfugt við það,
sem gerðist á Islandi, í Danmörku,
Noregi, Hollandi, Belgíu og
Lúxemborg 1940) verður
viðkomandi ríki í fyrsta lagi að
vera á svæði, sem hefur lítið eða
næsta takmarkað gildi fyrir
hugsanlegan stríðsaðilja. og í öðru
lagi að vera svo vígbúið og sjálfu
sér nægt um vopnabúnað, að
styrjaldaraðiljar telji það ekki
svara kostnaði að leggja til atlögu
við það. Hér er hvorugu til að
dreifa. Land okkar er á einhverju
mikilvægasta svæði jarðkringl-
unnar frá hernaðarlegu sjónar-
miði séð, þar sem það liggur við
siglingaleið sovézka flotans, sem
á að skera á líftaugina milli
Norður-Ameríku og Vestur-Evr-
ópu, og þjóðin, sem landið bygg-
ir, hefur hvorki vilja neð getu til
þess að hafa eigin varnir svo
traustar, að það verði óárenni-
legt í augum þeirra, sem hingað
kynnu að renna hýru auga við
upphaf stríðsátaka. Þess vegna
verðum við, eins og aðrar þjóðir,
sem svipað er ástatt um, þótt í
minna mæli sé, að tryggja öryggi
okkar með því að hafa hér
fráfælandi kraft með tilstyrk
vinveittra bandalagsþjóða, sem
ekki þarf að tortryggja um löngun
til yfirráða eða ítaka hér, svo að
hugsanlegur árásaraðili viti
mætavel fyrirfram, að hér er ekki
okkur einum að mæta, heldur
fimmtán bandalagsþjóðum.
Þennan styrk fáum við í
Atlantshafsbandalaginu, sem er
ekki annað en samþjóðlegt (ekki
yfirþjóðlegt) tryggingarfélag
fimmtán fullvalda lýðræðisríkja,
sem eiga samleið stjórnarfarslega,
sögulega, ménningarlega,
viðskiptalega og landfræðilega, og
þetta tryggingarfélag, sem ég leyfi
mér að kalla svo í þessu samhengi,
á að tryggja gagnkvæmt öryggi
allra ríkjanna sameiginlega og
hvers um sig. Værum við einir á
báti hér í Norður-Atlantshafinu,
myndi þegar hefjast kapphlaup
um ítök hér og aðstöðu, sem erfitt
yrði fyrir okkur að standast gegn
einskipa. Þjóðir verða að velja sér
félaga fyrirfram, meðan þær eru
frjálsar, en ekki bíða, þangað til
þær eru neyddar til félags við
ógeðfelldan kumpán, sem kann að
hafa kylfu í annarri hendi, þótt
hann reiði fram gull í hinni.
Trygging fyrir
sjálfstæðu
Islandi
— Og hvað þá um næstu
fullyrðingu? Skerðir það ekki
fullveldi íslands að einhverju
leyti að vera aðili að NATO?
— Nei, þvert á móti, það er
einmitt trygging fyrir raunveru-
legu sjálfstæði þess. Ríki, sem
hefur engar varnir og ætlar að
treysta á heppni sína og friðsemi
annarra, er í raun ekki fullvalda
ríki. Það er ekki tekið fullkomlega
mark á því samfélagi ríkjanna, því
að það hefur ekkert afl á móti
hvers konar þrýstingi, áleitni,
áreitni, ögrunum, hótunum um
valdbeitingu eða beinu ofbeldi. Það
stenzt ekki til lengdar. Vitneskja
annarra um einmanaleik og
máttleysi viðkomartdi ríkis, og að
enginn muni koma því til hjálpar,
gerir aðstöðu þess ríkis óþolandi á
alþjóðavettvangi. Samningsað-
Bandarískir landgönguliðar koma til Reykjavíkur 1941. í baksýn
er Ægisgarðurinn. Kveldúlfstogararnir eru lengst til hægri á
myndinni, seglskipið Atlantic fyrir miðju. cn til vinstri er
strandferðaskipið Esja.
Fulltrúar íslands á ráðherrafundi hjá Atlantshafsbandalaginu —
Tómas A. Tómasson og ólafur Egilsson.
Eftir að Frakkar hættu þátttöku í hernaðarlegu samstarfi
aðildarríkja NATO fluttust bækistöðvar bandalagsins til Briissel
frá París, en þar höfðu þær verið frá stofnun. Flutningurinn fór
fram fyrirvaralítið og húsnæði því sem í fyrstu var einungis ætlað
til bráðahirgða, var komið upp á sex mánuðum. Eftir tólf ár
bendir ckkert til þess að aðalstöðvarnar verði fluttar á næstunni,
enda hafa byggingar þær, sem sjást hér á mvndinni verið auknar
og endurbættar eftir þörfum.