Morgunblaðið - 07.04.1979, Side 1

Morgunblaðið - 07.04.1979, Side 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 82. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 Prcntsmiðja Morgunblaðsins. Stórtjón er sprengja sprakk í iðnaðar- verksmiðju La Scync-Sur-Mer, Frakklandi, 6. aprfl. AP. SKEMMDARVERKAMENN sprengdu í dag iðnaðarverksmiðju í loít upp í La Seyne-Sur-Mer í Frakklandi, en í verksmiðjunni var unnið að prófunum á kjarnakljúf- um sem í framleiðslu voru fyrir fraksmenn. Sprengingin varð um þrjú-leytið í dag og er fyrsta atlaga sem gerð er að kjarnorkutilraunastarfsemi Frakka frá upphafi. Talið er að tjónið nemi tugum milljarða doll- ara, eða þúsundum milljarða ís- lenzkra króna. Frönsk yfirvöld tilkynntu þegar í stað að engin geislavirk efni hefðu verið í verksmiðjunni eða rann- sóknastofum hennar, svo engin hætta væri á ferðum fyrir fólk í nágrenni hennar. Barn tekid Ljósm. OI.K.M. SKÓLALÚÐRASVEIT Árbæjar og Breiðholts lók í gærdag n I starfsemi sinni. Margt var um manninn í mióborg Reykjavíkur Lækjartorgi fyrir vegfarendur og seldi um leió kökur til styrktar | og menn huguöu aó útimarkaónum, sem starfræktur var í gær. uppí skuld Manila, Filippseyjum. 6. aprfl. AP. RÉTTUR á Filippseyjum hefur komist að þeirri niðurstöðu, að sjúkrahús og félagsmálastofnun í Manila skuli afhenda foreldr- um stúlkubarn eitt sem hefur verið í þcirra umsjá frá því að það fæddist fyrir þremur árum vegna þess að foreldrarnir gátu ekki greitt uppsettan sjúkra- húsreikning á sínum tfma. í dómsorðum réttarins segir, að fráleitt sé að meðhöndla verur eins og veraldlegar eigur manna. Reikningurinn sem foreldrarnir gátu ekki greitt á sínum tíma hljóðaði upp á 735 bandaríkja- dollara eða sem nemur um 240 þúsund íslenzkum krónum. Idi Amin Indland: Mfldl átök vegna aftöku Bhuttos Islamabad, Nýja belhf, 6. aprfl. AP. INDVERSKA fréttastofan skýrði frá því í dag, að í miklum átökum sem brutust út í Khasmir-héraði f Indlandi hefðu a.m.k. fjórir látist og væri tala látinna þá komin í tfu f landamærahéruðum Indlands. Til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda f flestum stærstu borgum Pakistans þegar aftöku Zulfikar Ali Bhutto var mótmælt þriðja daginn í röð, að því er segir í fréttum frá Islamabad í dag. Gífurlegar öryggisráðstafanir voru á götum Islamabad, höfuð- borgar Pakistans í gærkvöldi vegna sívaxandi ólgu og hafði lögregla beitt skotvopnum og tára- gasi í viðureign sinni við mót- mælendur fyrr um daginn. Ekki hafa borist neinar áreiðan- legar tölur um mannfall í átökum mótmælenda og lögreglu í hinum ýmsu borgum landsins, en að mati sérfræðinga er það töluvert. Líbýumenn hafa yfirgefið Ajmin Kampala nær mannlaus þridja daginn í röð Nairobi, Kenya, 6. aprfl. AP. HAFT VAR eftir áreiðanlegum heimildum í Nairoln í dag að Líbyumenn væru að draga síðustu hermenn sína frá Úganda, en á sama tíma lýsti Idi Amin forseti landsins því yfir í sjónvarpsávarpi, að hann væri trúr Úganda og myndi aldrei yfirgefa þjóð sína í nauðum. Sjónvarpsávarp Amins var mjög óvenjulegt að því leyti að hann var óvenju hógvær og flutti „hjartnæmar" og hlýjar kveðjur til landsmanna. Var það mál manna að þarna kæmi Amin í síðasta sinn fram opinberlega. Þriðja daginn í röð sögðust innrásarmenn mundu hertaka höfuðborgina Kampala og fyrir- skipuðu þeim fáu íbúum sem þar dveljast að „hypja" sig á brott fyrir klukkan 4 að staðartíma, því að þá yrði lokainnrásin gerð. — Ekkert gerðist hins vegar klukkan 4 og er Kampala nú að mestu mannlaus borg, þriðja daginn í röð. I yfirlýsingu frá innrásarmönn- um, sem birt var í Dar Es Salam í Tanzaníu í kvöld, sagði að þeir hefðu landið nær allt á sínu valdi og að allir Líbýumenn væru farnir þaðan. — Þar sagði ennfremur að höfuðborgin myndi endanlega falla þeim í hendur á morgun, það væri aðeins formsatriði að her- taka hana. Aðeins væri verið að gefa þeim borgurum sem enn væru í borginni tækifæri til að forða sér. Stokkhólmsströnd mikið olínmenguð Stokkhólmi, 6. aprfl, frá önnu Bjarnadóttur fréttaritara Mbl. MÖRG þúsund tonn af olíu stofna nú öllu lífríki skerjagarðsins fyrir utan Stokkhólm í hættu. Ekki er vitað hvaðan olían kem.tr en sovézkt flutningaskip liggur undir grun. Olíunnar varð fyrst vart fyrir nokkrum vikum sunnarlega í Botnshafinu en síðan hefur hún borist með straumum og vindum að Finnlandsströnd og Álandseyj- um og nú síðast að skerjagarðin- um fyrir utan Stokkhólm. Ástandið þar er svo slæmt, að um helgina munu 3—4000 liðs- menn sjóhersins vinna að því að bjarga því sem bjargað verður frá olíunni. Auk þess sem beðið hefur verið um hjálp sjálfboðaliða úr landi til að aðstoða eyjaskeggja við hreinsun strandanna. í dag fylgjast þyrlur strandgæzlunnar með þróun mála, en aðeins hluti olíunnar er á yfirborði hafsins. Mestur hluti olíunnar hefur þegar blandast sjónum eða er undir ís.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.