Morgunblaðið - 07.04.1979, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979
5
„Oddur sterki”
á bókauppboði
Klausturhóla
LISTMUNAUPPBOÐ Guðmund-
ar Axelssonar, Klausturhólar,
eína til 54. uppboðs fyrirtækisins
í dag, laugardag að Laugavegi 71.
Uppboðsefni er að þessu sinni
bækur og rit, tímarit og fleira
prentmál. Uppboðsskrá greinist
eftir efni í flokka. Ýmis rit, rit
erlendra höfunda, rit íslenzkra
höfunda, afmælis- og minningar-
rit, ljóð, orðasöfn, málfræðirit,
blöð og tímarit, fornritaútgáfur
og fræðirit, sagnaþættir og þjóð-
sögur, ferða- og landfræðirit,
saga lands og lýðs, æviminning-
ar, æviskrár.
Meðal fágætra og sjaldséðra
bóka má nefna Landmælingu eftir
Björn Gunnlaugsson, Kaupmh.
1868, Stjörnufræði Ursins, þýðing
Jónasar Hallgrímssonar, Viðey
1842, eitt fárra rita, sem út komu
eftir þýðandann í lifanda lífi.
Arma Ley eftir Kristmann
Guðmundsson, tölusett útgáfa,
Rvík 1940. Kvöldræður Magnúsar
Helgasonar, Rvík 1931, Dalarósir
eftir Guðmund Hjaltason, Oddeyri
1885, Elenóra eftir Gunnstein
Eyjólfsson, Winnipeg 1894, Illíons-
og hómerskviður, þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonar, Kaupm.höfn
og Reykjavík 1854 og 1857, Orða-
bók Sigfúsar Blöndal, íslenzkt
Kjörgripur
týndist
FYRIR um það bil þremur vikum
tapaði kona silfurnælu, miklum
kjörgrip, sem hinn þjóðkunni gull-
og silfursmiður Baldvin Björnsson
smíðaði. Konan er búin að eiga
næluna frá því vorið 1945. — Var
hún sérsmíðuð, kringlótt. Tvö börn
standa saman í henni miðri, þá eru
í nælunni sex silfurdropar og
silfurflettingar á milli dropanna.
Konan, Solveig Hjörvar, hefur
auglýst eftir nælunni en án árang-
urs. Telur hún að nælan, þó
öryggislæsing væri á henni, hafi
dottið er hún var stödd við stóra
sýningarhúsið við Bíldshöfða. Þá
stóð þar yfir „Súpermarkaður". Að
sjálfsögðu verða fundarlaun
greidd, en sími Solveigar er 36543.
réttarfar eftir Björn Gíslason, hið
fágæta rit Odds „sterka" Sigur-
geirssonar 1—2, Rvík 1927, tíma-
ritið Heima er best, Komplet,
tímarit Máls og menningar,
komplet, Þættir úr Árnesþingi
1—2 eftir Skúla Helgason, íslenzk-
ar þjóðsögur Ólafs Davíðssonar
1—3, Rvík 1945, rit Þorvaldar
Thoroddsen um íslenzku eldfjöllin
á dönsku og þýzku, Saga Vest-
mannaeyja 1—2 eftir Sigfús John-
sen og siæðing úr Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns.
Alls verða boðin upp 200 númer
á uppboðinu. Bækurnar og ritin
eru til sýnis að Klausturhólum í
dag á verzlunartíma, en uppboðið
hefst á laugardag kl. 2.
Hvatarkonur með hluta af því góðmeti, er á boðstólunum verður á „góðmetismarkaðinum“ í dag.
Góðmetismarkaður Hvatar í dag
Sjálfstæðiskvennafélagið
Hvöt gengst fyrir góðmetis-
markaði í sjálfstæðishúsinu
Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag
og opnar markaðurinn kl. 13.30.
Þórunn Gestsdóttir formaður
fjáröflunarnefndar sagði, að
mikil fjölbreytni væri í góðmet-
inu sem á boðstólum yrði. Mætti
þar m.a. nefna ljúffengar kökur,
heimatilbúið marmelaði, auk
ýmislegs annars, sem gott væri
að eiga til páskanna og sumar-
komunnar.
Þórunn sagði að sjón væri
sögu ríkari og vildi hún hvetja
fólk til að líta við. „Þarna verður
einnig leikin tónlist og finnst
mér sjálfsagt að gera slíka
markaðsferð að fjölskyldu-
hátíð," sagði Þórunn að lokum.
Tekið verður á móti góðmeti
milli kl. 10.00—12.00 fyrir há-
degið. Markaðurinn verður á
jarðhæð í vestursal.
Ófærð við
Ólafsfjörð
Ólafsfirði, 6.4.
í GÆR skall hér á norðanátt með
mikilli snjókomu. Hér eru allar
samgönguleiðir lokaðar, höfnin og
fjörðurinn fullur af ís, og sigling
um fjörðinn óhugsandi eins og er.
Múlavegur lokaðist í gærkvöldi af
völdum mikillar snjókomu, þá
hefur snjóflóð fallið á veginn á
nokkrum stöðum.
í dag er batnandi veður og
snjóruðningstæki er að hefja
mokstur á veginum fyrir Ólafs-
fjarðarmúla.
Jakob.
At’GLYSINGA-
SÍMINN EH:
-ss^wl:
Sparivelta
mm # ■
J5
Jofngreiðslulónakerfi
Ert þú í ferðahugleióingum?
Þá er rétta tækifærið að sýna
forsjálni og kynna þér nýja
þjónustu Samvinnubankans,
SPARIVELTU, sem byggist á mis
löngum en markvissum sparnaði
tengdum margvíslegum
lánamöguleikum.
f. Með þátttöku i Spari-
* veltunni getur
þú dreift
/ greiðslubyrð
... f# inni vegna
^ ferðakostnaðar
u
eða annarra tímabundinna
útgjaldaáö—12 mánuði.
Sparivelta Samvinnubankans
auðveldar þér að láta drauminn
rætast. Vertu með í Spariveltunni
og þér stendur
lán til boða.
Upplýsingabæklingar
liggja frammi hjá
Ferðaskrifstofunni
Samvinnuferðir /
Landsýn og hjá
kaupfélög-
unum.
SPARIVELTA A-FLOKKUR
Sparnaðar- Mánaðarlegur Sparnaður Lán frá Ráðstöfunarfé Mánaðarleg Endurgr.
tímabil sparnaður í lok tímabils Samvinnubanka með vöxtum endurgr._ tími
25.000 75.000 75.000 151.625 26.036
3 mánuðir 50.000 150.000 150.000 303.250 52.072 3 mánuðir
75.000 225.000 225.000 454.875 78.108
25.000 100.000 100.000 202.958 26.299
4 mánuðir 50.000 200.000 200.000 405.917 52.598 4 mánuðir
75.000 300.000 300.000 608.875 78.897
25.000 125.000 125.000 254.687 26.564
5 mánuðir 50.000 250.000 250.000 509.375 53.128 5 mánuðir
75.000 375.000 375.000 764.062 79.692
25.000 150.000 150.000 306.812 26.831
6 mánuðir • 50.000 300.000 300.000 613.625 53.661 6 mánuðir
75.000 450.000 450.000 920.437 80.492
Gert er ráð fyrir 19.0% innlánsvöxtum og 24.69% útlánsvöxtum svoog lántökugjaldi. Vaxtakjöreru háð
ákvörðun Seðlabanka íslands hverju sinni.
Samvinnubankinn
og útibú um land allt.