Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 11 Þýzkur hár- greiðslumeistari heldur sýningu Hárgreiðslumeistarinn þýzki Peter Gress mun halda sýningu, ásamt nokkrum íslenzkum hargreiðslu- meisturum í Sigtúni í dag kl. 16.00 og er sýningin öllum opin. Peter Gress er margfaldur verðlaunahafi í hár- greiðsluiðn. Hann er frá Esslingen í Suður-Þýzkalandi þar sem hann rekur tvær hársnyrtistofur ásamt föður sínum. Hann er 28 ára og hefir ferðast mikið um heiminn. Hann er hér á landi í annað sinn og er hér staddur til að kenna íslenzku hárgreiðslufólki að vinna með nýjustu vörur frá Swartsckopf fyrirtækinu, en það framleiðir hársnyrtivörur. Umboðsmaður Swartsckopf hér á landi er Pétur Pétursson heildverzl- un, Suðurgötu 14, Reykjavík. Peter Gress sýnir hér hárgreiöslufólki réttu handtökin. Yfirlýsing um áfengismál A fundi í st. Andvara nr. 265, var samþykkt svohljóðandi álykt- un: I tilefni af framkomnu laga- frumvarpi um breytingar á áfeng- islögum, á þingskjali 325, viljum við taka fram: I áðurnefndu frumvarpi eða greinargerð þess, eru engin mark- tæk rök færð fyrir því að það muni stuðla að minni áfengisneyzlu en nú er, heldur þvert á móti. Lenging á opnunartíma veitingastaða og fjölgun þeirra einstaklinga sem heimiluð eru áfengiskaup, bendir til rakleiðrar aukningar áfengis- kaupa og um leið áfengisneyzlu, og gengur 'þvert gegn tillögum Heil- brigðisstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, er telur hömlur á sölu og takmörkun á veitingatíma og veit- ingastöðum meðal virkustu áfeng- isvarna er hvert lýðfrjálst þjóðfé- lag hafi yfir að ráða. I greinargerð frumvarpsins seg- ir að leiða megi að því rök, að núverandi lagasetning hafi stuðlað að ómenningu. Þeirra raka er þó ekki getið. Ennfremur segir, að talið sé rétt, að neytendum sjálf- um sé látið eftir að ákveða hvaða reglur teljist skynsamlegar. I ljósi framangreindra orða mætti e.t.v. gera ráð fyrir, að næsta tillögugerð þessara alþing- ismanna yrði sú að fíkniefnaneyt- endum, öðrum en áfengisneytend- um, verði falin endurskoðun á löggjöf um þau efniumeð nauðsyn- legum rýmkvunum í átt til auð- veldunar um útvegun og og neyzlu annarra vím-ugjafa en áfengis. Hver sú breyting á áfengislög- unum er sjáanlega stuðlar að aukinni áfengissölu, stríðir á móti hagsmunum alþjóðar; þess vegna skorar fundurinn á Alþingi að fella umrætt lagafrumvarp. Virðingarfyllst, Sigríður Helgadóttir, æðstitemplar. Ragnar Þorsteinsson ritari. Hártízkusýning í Sigtúni í dag laugardaginn 7. apríl kl. 4. Hárgreiðslumeistari Peter Gress („Champion") á vegum Hárgreiðslumeistarafélags íslands. Allar hárgreiðsluvörur eru frá Schvarzkopf Sýningarfólk frá Model ’79 sýnir hárgreiðslu og fatnaö. Húsið opnað kl. 15.30 Umboð Pétur Pétursson, heildverzlun Suðurgötu 14, Reykjavík. EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AKiLYSINGA- SÍMINN KR: 22480 GRISAVEISLA Hótel Saga — Súlnasalur Sunnudagskvöld 8. apríl Húsið opnað kl. 19.00. Hressing við barinn Ókeypis happdrættismiðar afhentir. SPÁNSKUR VEISLUMATUR Grísasteikur og kjúklingar með öllu tilheyrandi. Sangria. Verð aðeins kr. 3.500 VEGLEG GJOF Allar konur sem eru matargestir fá glæsilega gjöf frá Fegurðarsamkeppni íslands og Ferðaskrifstofunni Sunnu. Gjöfin er glas af hinu ekta franska ilmvatni FARBERGE (spray) cavale — BABY. Gjöf þessi er gefin í samvinnu við hinn franska ilmvatnsframleiöanda. Búðarverð þessarar gjafar á íslandi er kr. 2.600- FERÐAKYNNING — LITKVIKMYNDIR Glænýjar litkvikmyndir frá eftirsóttum áfangastööum Sunnu, á Kanaríeyjum, Mallorca, Costa del Sol og Grikklandi, og einnig af skemmtiferðaskipinu FUNCHAL, sem Sunna leigir næsta sumar. Sagt frá mörgum spennandi ferðamöguleikum sem bjóðast á þessu ári, brottfarardögum og verði ferða. GLÆSILEGT FERÐABINGO Vinningar 3 sólarlandaferðavinningar meö Sunnu eftir frjálsu vali. SKEMMTIATRIÐI Halli og Laddi meö nýjan sprenghlægilegan gamanþátt. TÍSKUSÝNING Feguröardrottningar íslands 1978 og 1977, ásamt stúlkum frá Karon, sýna það nýjasta í kvenfatatískunni. FEGURÐARSAMKEPPNI ÍSLANDS Kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur 1979 úr hópi þeirra stúlkna sem tekið hafa þátt í keppninni í vetur. DANS TIL KL. 1.00 Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkonunni Þuríði Siguröardóttur leika og syngja. OKEYPIS HAPPDRÆTTI Þeir matargestir sem mæta fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happdrættismiöa, en vinningur er Kanaríeyjaferö Miasið skki af glnsilegri grísaveíslu á gjafverði. Okeypis Kanarieyjaferð í dýrtíðinni, fyrir pann heppna. Pantíð borð tímanlega hjá yfirhjóni daglega frá kl. 16.00 í síma 20221. HOT4L ÍAGA SÚLNASALUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.