Morgunblaðið - 07.04.1979, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979
Tðnilst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Tónleikar kammer-
músikklúbbsins
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá:
Rossini/ Forleikur að óperunni
Semiramide.
Prokoffáff/ Fiðlukonsert nr. 1,
op. 19.
Beethoven/ Sinfónía nr. 8.
Einleikari:
Einar Sveinbjörnsson.
Stjórnandi:
Jean-Pierre Jacquillat.
Það er einkennilegt að þrátt
fyrir staðhæfingar um að tónlist
Rossini sé lítilfjörleg, er hún gædd
þeim töfrum er hlustendur fá ekki
staðist. Snögg umskipti í styrk,
sem ramma inn kvikar einleikslag-
línur, vaxandi spenna byggð upp
með síendurstyrktum stefmyndum
og hvass grunnb'-ynur, er magnar
andstæður hryns og lags, eru
einkennandi fyrir rithátt Rossinis.
Stjórnandanum tókst merkilega
vel að magna spennuna í forleik
Rossinis, en það hefur einmitt
verið sérkenni Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands, að jafnvel heilir hópar
innan sveitarinnar hafa haft til-
hneigingu til að „koma hægt inn“.
Slíkt rænir tónlistina allri spennu
og mátti heyra þessi „rólegheit" að
nokkru í eftirslögum blásaranna í
einum mögnunarþættinum. Einar
Sveinbjörnsson lék einleikshlut-
verkið r fiðlukonsert Prókofféffs,
en hann hefur starfað í Svíþjóð
síðan 1964. Einar er frábær fiðlu-
leikari og lék konsertinn af mikíu
öryggi. Verkið er sérkennilegt að
gerð, þar sem skiptast á lang-
dregnir tónbogar, eins og í uþphafi
verksins, skarpar hrynur í „Skér-
sóinu", sérkennilegt tvíferli laga-
hugmynda, ásamt rómantískum
stemmningum í síðasta þættinum.
Allt kom þetta greinilega fram í
leik Einars en aldrei oftekið á
neinu. Síðasta verkið á efnis-
skránni var sú „áttunda" eftir
Beethoven og var flutningur henn-
ar bæði góður og slæmur, einstaka
þættir tókust vel en aðrir hljóm-
uðu miður. Fyrir smekk undirrit-
aðs var fyrsti þátturinn ekki nógu
skýrt afmarkaður hvað snertir
andstæður. Þar er teflt saman
sterkum hrynstefjum og einkenni-
legum lagabrotum, sem ekki voru
nægilega aðgreind í blæ og hraða.
„Taktstokks" kaflinn hefði mátt
vera ögn hærri, til að ná fram
sérkennilegu og hamrandi hljóð-
fallinu. Þannig má halda áfram að
tíunda ýmis konar viðhorf til
túlkunar almennt, en hér er aðeins
um persónulega afstöðu að ræða,
og þó skilningur hlustanda og
stjórnanda falli ekki saman, er
ekki þar með sagt að flutningur
verksins hafi verið slæmur. Fyrir
undirritaðan var mótun verksins
ekki nógu skörp, eða heldur um of
slétt og felld.
Sem ábendingu til forráða-
manna hljómsveitarinnar, er rétt
að geta þess, að hafi oft tekist illa
til með „prógram" gerðina eru öll
fyrri met á því sviði nú slegin. Þó
„textúr" og „Stríðið við Vittoríu"
séu í rauninni smámunur, er það
alvarlegur hlutur að fela reynslu-
lausum manni jafn vandasamt
verk. Svona verk á ekki að afgreiða
með því að þýða úr erlendum
bókum og auk þess móðgun við
hljómleikagesti að eigna sér text-
ann án skýringa.
Kórsöngur
Þessa dagana dvelur hér á landi
kór er kallast Der Niedersáchsische
Singkreis og lýtur stjórn Willi
Traders. í sambandi við komu
kórsins er haldið námskeið í kór-
stjórn á vegum Tónlistarskólans í
Reykjavík, en Willi Trader er
heimsfrægur fyrir starf sitt að
söngmálum, bæði í Þýzkalandi og
um allan heim með aðild að stofnun
Europa Cantat. Tónleikarnir hófust
á tveimur lögum eftir Purcell, Hear
my Prayer, o Lord og Lord, how
long wilt Thou be angry. Nokkuð
gætti þreytu í söng kórsins en
dagskráin hjá honum undanfarna
daga hefur verið mjög ströng.
Annað verkefni var Jesu, meine
Freude eftir Bach. Mótetta þessi er
ekki sem auðveldust í meðförum og
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóös í Kópavogi,
skattheimtu ríkissjóös í Hafnarfiröi, Landsbanka
ísiands, Siguröar Sigurjónssonar hdl., Sveins H.
Valdimarssonar hrl., Jóns Finnssonar hrl., Tóm-
asar Gunnarssonar hdl., Hafsteins Sigurössonar
hrl., Kristins Björnssonar hdl., Benedikts Sigurös-
sonar hdl., Axels Kristjánssonar hrl. og Guöjóns
Steingrímssonar hrl., veröa eftirtaldir lausafjár-
munir seldir á nauðungaruppboöi, sem haldiö
veröur á bæjarfógetaskrifstofunni aö Auðbrekku
57, Kópavogi, miövikudaginn 18. apríl 1979 kl.
14.00.
Veröur uppboði síöan fram haldiö á öörum
stööum.
1. Húsgögn og heimilistæki:
Skápasamstæður, 5 sófaborö, leöurstóll,
Husquarna saumavél, Zanussi ísskápur, Elcold
frystikista, 2 Candy þvottavélar, 3 sófasett, 2
Ignis ísskápar, Nordmende sjónvarp, AEG
þvottavél og Beka ísskápur.
2. Leikmunir.
3. Olíublöndunarstöö.
4. Edwards vélsax, Roberwishney beygjuvél,
Lockformer lásavél og Kristen Andersen
trésmíðavél.
Uppboösskilmálar liggja frammi á skrifstofu
uppboöshaldara.
Greiösla fari fram viö hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
áttu sópranraddirnar erfitt upp-
dráttar í fyrri hluta verksins.
Seinni hlutinn og einkum Gute
nacht kaflinn, var meistaralega vel
útfærður og þar nutu raddirnar sín
sérlega vel og man undirritaður
ekki eftir því, að hafa oft heyrt eins
fallegar alt-raddir og í þessum kór.
Fyrir og eftir Mótettuna lék einn af
söngvurunum í kórnum einleik á
orgel og var leikur hans heldur
svona göslulegur en hressilegur og
drífandi.
Næstu verkefnin voru rómantísk
og þar var flutningur kórsins sér-
lega glæsilegur. Den er hat seinem
Engeln befohlen úber dir, eftir
Mendelssohn og Warum ist das
Licht gegeben dem Múhsenligen?,
eftir Brahms, eru bæði falleg verk
og voru mjög vel sungin. Tvö
síðustu verkin, Mótettan Wachet
auf eftir Distler og Hinunter ist der
Sonnen Schein, eftir Pepping, voru
vel flutt en það er einkennilegt
hversu tónstíll Distlers verður sí-
fellt bragðminni, sem oftar er hlýtt
á hann. Heimsókn Der Nieder-
sachsische Singkreis og Willi Trád-
ers er skemmtilegur viðburður og á
eftir að verða íslensku sönglífi
mikil lyftistöng, hvetja menn til
dáða, efla tækni og gagnrýni kór-
stjóra og kenna íslensku söngfólki,
að af litlu tré vaxa oft viðir miklir.
ÍSLENSKI blásarakvintettinn er
skipaður Manuelu Wiesler,
Kristjáni Þ. Stephensen, Sigurði I.
Snorrasyni, Stefáni Þ. Stephensen
og Hafsteini Guðmundssyni og að
frádregnum flautuleikaranum og
fagottleikaranum, skipaður sama
fólki og Blásarakvintett Tónlistar-
skólans í Reykjavík. Þessir tón-
listarmenn hafa verið duglegir við
að kynna fólki blásna kammertón-
list svo að nú orðið er slík tónlist
almennt hlutgeng sem hlustunar-
efni á tónleikum. Sú ánægja er
Tðnlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
hlustendur í vaxandi mæli sækja í
slíka tónlist, er ekki minnst að
þakka því hversu góðum blásurum
við höfum á að skipa og er af það
sem áður var, er ekki var hægt að
manna eina hljómsveit íslenskum
blásurum.
Tónleikar íslenska blásarakvint-
ettsins hófust á kvintett eftir Carl
Nielsen, skemmtilegu verki, sem
sveiflast milli hefbundinna tóntil-
tekta og skemmtilegra frávika, er
mynda eina samofna heild, en
kemur hlustandánum ávallt á
óvart. í fyrsta þættinum og Menu-
ettinum skýtur upp gömlum stefj-
um en í síðasta þættinum eru
vinnubrögðin sjálfstæðari, þar
sem hugmyndalegum þverstæðum,
sem grípa athygli hlustandans, er
teflt saman á meistaralegan hátt.
Flutningurinn var víða mjöggóður
en einnig við þau mörk sem telja
verður óþægileg. Annað verkefnið
var Kvartett eftir Rossini og er
alltaf gaman að heyra hann, með
sín sérkennilegu stef, sem öll
virðast spunnin úr einu frumstefi.
Eftir Jacques Ibert lék kvintettinn
þrjú stutt verk. Þar mátti heyra,
að víða vantaði á að flokkurinn í
heild réði yfir nægilegum tóngæð-
um, til að hjómbrigði verksins
nytu sín nógu vel. Næst síðasta
verkið var Dúo fyrir klarinett og
fagott eftir Beethoven og er það
verk, sem þó er góð tónsmíð, ekki
skemmtilegt nema meistaralega
flutt.
Síðasta verkið var hins vegar
mjög vel flutt og mátti heyra
hvers okkar ágætu tónlistarmenn
eru megnugir, þegar tekist er á við
stóra hluti. Kvintett (en forme de
Choros) eftir Villa-Lobos er stór-
kostleg tónsmíð, bæði villtur og
agaður og var flutningurinn með
því besta, sem hér hefur heyrst á
tónleikum. Bæði kvintettinn eftir
Carl Nielsen og eftir Villa-Lobos
eru verkin sem skipta máli og þau
voru vel flutt.
Ljósm.: Kristján.
Grétar Hjartarson forstjóri og Gunnar Árnason sýningamaður við
hlið hátalaranna átta er settir hafa verið upp sérstaklega fyrir
sýningu myndarinnar „Vígstirnið“.
Nýhljóðtækni við sýningu
myndarinnar „Vígstimið”
í DAG hefur Laugarásbíó sýningar á Universal-myndinni
„Vígstirnið“ — Battlestar Galatica. Við sýningu myndarinnar er
beitt nýrri hljóðtækni, svokallaðri „sensurroundtækni“.
„alhrif" á íslenzku er í aðalatrið-
um fólgin í hljóðbylgjum með
mjög lágri tíðni, sem hefur þau
áhrif á áhorfendur að þeir finna
áhrif hljóða um leið og þeir
heyra þau.
I Laugarásbíói hefur verið
komið upp átta hátölurum, sem
settir hafa verið upp fyrir fram-
an áhorfendur og fjórum að auki
aftast í salnum. Hátalarar þess-
ir eru knúnir með þremur 600
watta aflmögnurum. Til saman-
burðar má geta þess, að við
sýningar á venjulegum myndum
er aldrei notast við meira en
60—80 wött.
Vígstirnið er flugstöðvarskip
úti í geimnum á stærð við borg,
og segir myndin frá flótta íbúa
stirnisins undan eyðingarsókn
Cylona, vélmenna, er engu eira.
í aðalhlutverkum í myndinni
eru Richard Hatch, Dirk
Benedikt og Lorne Greene.
Til þess að unnt væri að gera
myndina vel úr garði var
Universal að koma sér upp
nýjum fullkomnum rafeinda-
búnaði, sem kostaði hvorki
meira né minna en 3 milljónir
dollara — nærri milljarð króna.
Tækni þessa, sem kalla má
Gwnalf M Jr II m I I !|
tolkgeng urjs 4 htti|cif