Morgunblaðið - 07.04.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 07.04.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 i hlaðvarpanum Umsjó -í: Ágúst Ingi Jónsson lífgun úk Blástursaðferðin liður í fermingarundirbúningnum • TVEIR sóknarprestar í Reykja- vík hafa tekið upp þá nýbreytni að um leið og þeir undirbúa unglinga fyrir ferminguna bjóða þeir þeim upp á að læra blástursaðferðina. Það eru þeir séra Þórir Stephen- sen og séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sem gera þessa til- raun í vor, og hefur stærsti hluti fermingarbarna þeirra tekið þátt í námskeiðunum. Séra Þórir sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni, að hann hefði farið að hugsa alvarlega um þessi mál þegar slysið varð í Kópavogi í vetur er tvö ung börn voru hætt komin eftir að bíll hafði farið í Kópavogslækinn. — Eg hugsaði með mér, að ef ég hefði komið þarna að, þá hefði ég ekki getað gert það sem ég hefði þurft að gera og ég hugsa að svo hefði verið um marga aðra, sagði Þórir Stephensen. — Við kennum börnunum með- al annars boðorðin og þá „þú skalt ekki mann deyða“. Ég hugsaði með mér hvort við gætum ekki einnig notað fermingarundirbúninginn til beinnar hagnýtrar kennslu. Með því að kenna börnunum blást- ursaðferðina segjum við þeim að þau skuli mann lífga. — Ég hafði hugsað talsvert um þetta þegar ég frétti að Sigurður Haukur var einnig með slíka fræðslu á prjónunum og eftir að hafa talað við hann fékk ég aðstoð frá Rauðakrossinum til að halda stutt námskeið fyrir börnin. Sjálf- ur hef ég lært blástursaðferðina á námskeiðunum og börnin hafa tekið þessu mjög vel. Auk lífgunar úr dauðadái, sem börnin hafa lært af erindi, kvikmynd og með æfing- um á dúkku, hefur þeim verið kennt nokkuð í meðferð brunasára og stúlkurnar, sem margar gæta barna á sumrin, hafa fengið hag- nýta kennslu í hvernig skuli bregð- ast við ef slys eða óhapp hendir börnin, sagði séra Þórir Stephen- sen að lokum. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son sagði að yfir 100 fermingar- börn hefðu lært blástursaðferðina jafnhliða fermingarundirbúningn- um. Auk þess hefðu nokkur for- eldri mætt í þessa tíma og einnig systkini. Hannes Hafstein fram- kvænidastjóri Slysavarnafélagsins hefur séð um þessa fræðslu í Langholtssókn, en kynnti auk þess almennt starf SVFÍ. Séra Sig- urð.ur Haukur hefur áður kynnt fermingarbörnum ýmsa þætti björgunarmála og þá m.a. björg- unarsveitir ýmiss konar, sicáta- starfið og fleira. Sigurður sagði að hann hefði í upphafi ætlað sér að kynna björg- un úr bruna í framhaldi af hinu hræðilega slysi í Búðardal. fyrr í vetur. Aðrir hefðu þó verið á undan honum með þá fræðslu inn í skólana og því hefði hann ákveðið að fá leiðsögn í blástursaðferðinni. Fimm systur kasta allar sama boltanum • ÞAÐ ÞÓTTU mikil tíðindi í íslenzkum íþrótta- heimi í sinni tíð er þeir Felixsynir, Hörður, Bjarni og Gunnar, léku saman í landsliðinu í knattspyrnu. Slíkt hefur ekki gerzt fyrr né síðar hérlendis að þrír bræður leiki saman í landsliði. Þess kann þó ekki að verða langt að bíða að fimm handknattleikssystur bæti um betur og leiki í íslenzka landsliðinu í handknattleik. Lið Fylkis úr Árbæjarhverfi leikur í 2. deildinni í handbolta og hafa Fylkisstelpurnar bara spjarað sig vel í vetur. í liði þess eru fimm systur og á heimili þeirra er örugglega oft talað um handbolta. Systkin- in eru sex og bróðir þeirra heitir Gunnar Baldursson. Hann er ein styrkasta stoð meistaraflokks karla hjá Fylki og hefur örugglega eitthvað til málanna að leggja þegar umræður hefjast um íþróttir, en spurningin er hvort systur hans kveða hann ekki í kútinn í krafti fjölmennis. Systurnar fimm eru á aldrinum 14 til 20 ára, tvíburarnir Rut og Eva eru yngstar, Birna er 18 ára, Erna 19 ára og íris er elzt með sín 20 ár. íleidinni Getur þaö verið? ÞAU ERU mörg vandamálin og marg vandamálin og margar spurningar, sem þarf að leysa. Eftirfarandi spurning var lögð fyrir nemendur í 1. hluta læknisfræði í vetur: „Eru frumur í heilaberki næmar fyrir samhverfuvenslum í þvingunarumslagi áreitis?" Það skyldi þó aldrei vera! Uppdráttarsýki framsóknarmanna ATHYGLISVERÐ sjálfsgagnrýni kemur fram í bréfi til Þjóðólfs, blaðs framsóknarmanna 1 Suðurlandskjördæmi, sem nýlega er komið út. Bréfritari kallar sig „einn af mörgum" og greininni er valin fyrirsögnin „Sunnlenzkir framsóknarmenn í vanda“. Greinin hefst á eftirfarandi hátt: „Á Suðurlandi eru margir framsóknarmenn mjög uggandi um hag og velferð flokksins um þessar mundir. Ber þar margt til, sem ekki verður rakið að þessu sinni. Þó má geta þess að rætur meinsins liggja djúpt og teygja anga sína nokkuð aftur í tímann. Fullvíst er að þessi uppdráttarsýki stafi bæði af orsökum að utan og einnig heima fyrir. Er síðari ástæðan þó sízt minni." Landinn lafir í 300 þúsundum um aldamót ÍSLENDINGAR verða rétt inn við 300 þúsund talsins árið 2002 samkvæmt framreikningum, sem Framkvæmdastofnun ríkisins hefur látið gera. Nánar tiltekið er reiknað með að karlar verði 150.323 talsins, en konur 149.547. Ef litið er á einstaka aldurshópa í þessum útreikningum kemur í ljós, að 95 ára og eldri verða 147 manr s, 50 karlar, en konur nánast helmingi fleiri eða 97 talsins. Stært i 5 ára aldursflokkurinn verður á bilinu frá 0—4 ára eða um 26.500 börn, íslendingar 21. aldarinnar. 2400 kílómetrar af þorskanetum ALLS HAFA 453 bátar leyfi til þorskveiða hér við land í vetur, 109 á Norðurlandi, 70 á Austurlandi, 95 á Suðurlandi og 179 á Vesturlandi. Það er ekki lítill netafjöldi, sem þessir bátar hafa lagt í sjó í vetur og menn hafa gert sér það til dundurs að reikna út að ef öll þessi net væru hengd í endann hvert á öðru yrði netalengjan um 2400 kílómetrar. í þessu dæmi er gert ráð fyrir að hver bátur sé með 110 net að meðaltali, en leyfilegt er að vera með 150 net. Þá er einnig reiknað með að aðeins 400 af þessum 453 bátum hafi nýtt sér leyfi sín af ýmsum ástæðum. Síldarsöltun á árs- hátíð Siglfirðinga VARLA er hægt að ímynda sér annað en kvikmynd af síldarsöltun í Siglufirði það herrans ár 1924 sé sannkölluð gullnáma fyrir Sjóminjasafn Norðurlands, sem verið er að leggja grundvöll að í Siglufirði. Síld og Siglufjörður eru nú einatt nefnd í sömu andránni. Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri í Siglufirði verður því örugglega manna kátastur á árshátíð Siglfirðingafélagsins í Reykjavík næstkomandi miðvikudag, en bæjarstjórinn fær þá það skemmti- lega verkefni að veita viðtöku gömlum kvikmyndum, sem Siglfirðingafélagið hefur ákveðið að gefa Sjóminjasafninu. Auk kvikmyndarinnar frá 1924, eða fyrir 55 árum, verða einnig afhentar myndir frá síldarsöltun á Sigló árin 1936 og 1956. Einn bíll á mánuði ÚR DEGI á Akureyri: Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsstjóra, brennur til jafnaðar einn bíll á mánuði hér á Akureyri. Lét hann þess jafnframt getið að brunatryggingar væru ódýrar, ef hægt væri að tala um ódýrar tryggingar. En fólksbíll eyðilagðist af eldi á laugardaginn hér í bænum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.