Morgunblaðið - 07.04.1979, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979
STURLA EINARSSON byggingameistari í Reykjavík hefur á undanförnum árum
gert nokkuð ítarlegar tilraunir með nýja aðferð við húsbyggingar, sem hann telur
öllu hagkvæmari en þá sem jafnan er beitt auk þess sem þessi nýja aðferð komi að
mestu í veg fyrir þær miklu steypuskemmdir sem svo mjög hafa verið í sviðsljósinu
að undanförnu. — Til að fræðast nánar um þessa nýju aðferð hitti Morgunblaðið
Sturlu að máli fyrir skömmu og bað hann að segja nánar í hverju þessi aðferð væri
fólgin og á hvern hátt hún væri frábrugðin þeirri aðferð sem jafnan er notuð.
„Aðferðin byggist fyrst og fremst á því, að burðarveggir húsanna eru nú steyptir
innst í stað yzt áður. Síðan er einangrun sett utan á burðarvegginn og þunn skel utan
á hana. Það skal tekið fram, að þetta er allt gert í einu lagi. Burðarveggurinn er að
jafnaði 14 sentimetra þykkur og einangrunin sem kemur á hann er 3 tomma í stað 2
tomma sem mjög algengt er við húsbyggingar. Yzta skelin á húsunum er svo um 6
sentimetra þykk. Sú staðreynd að burðarveggur húsanna er byggður innst gerir það
að verkum að hann er aldrei í beinni snertingu við veður og vind sem kemur því að
mestu í veg fyrir allar alkalískemmdir sem svo mjög hefur verið rætt um að
undanförnu," sagði Sturla.
Hann sagði ennfremur, að
mjög algengt væri að gólf-
plötur í venjulega byggðum
húsum tengdust útveggjum
þeirra beint og kæmi því fram
í þeim hreyfing sem síðar
óhjákvæmilega ylli sprungum
sem mjög erfitt væri að fást
við. Með hans byggingarað-
ferð væri hins vegar alveg
komið í veg fyrir þetta, þar
Sturla Einarsson byggingarmeist-
ari um nýja byggingaraöferö sem
hann hefur gert ítarlegar tilraunir
með, en segist hafa mætt ótrú-
lega miklu skilningsleysi af
hálfu margra þeirra aðila sem að
Þessum málum vinna:
Húsið sem Sturla byggði í Mosfellssveit eftir hinni nýju aðferð. Það skal tekið fram, að dökku
flekkirnir stafa af því, að húsið var sandsparslað, sú steypa er dekkri, en ekki vegna skemmda.
Tilraunaveggur sem Sturla gerði í samvinnu við Agnar Breiðfjörð
sem sýnir glögglega hvernig uppbyggingin er, 14 sentimetra
burðarveggur innst, síðan 3 tomma einangrun og loks 6 sentimetra
skei yzt.
byggingariðnaðarins: „Hús
byggð með einangrun í miðj-
um vegg, þar sem plötur hvíla
eingöngu á innri vegg og
snerta ekki ytri vegginn, sem
hreyfist eftir hitastiginu úti,
verða alls ekki fyrir þeim
þvingunarkröftum sem áður
hefur verið talað um, þar sem
komið er í veg fyrir stífa
samtengingu útveggja og
innri burðarhluta. Með því að
einangra veggi að utan en
ekki innan, eins og oftast
tíðkast, er einnig komið í veg
fyrir að vegghitinn fylgi hita-
sveiflunum úti og er þá um
að neita því, að ég hef mætt
ótrúlegu skilningsleysi af
hálfu flestra þeirra, sem við
þessi mál eru riðnir, eins og
sést bezt á því, að enginn
annar byggingarmeistari
hefur farið út í að nota að-
ferðina til þessa. Ég hef þegar
komið upp einu einbýlishúsi í
Mosfellssveit og er þegar
byrjaður á öðru í Kópavogi.
Það sem olli mér hvað
mestum erfiðleikum þegar ég
byggði húsið í Mosfellssveit-
inni var hversu fálega mér
var jafnan tekið hjá lána-
stofnunum, þeir herrar höfðu
„Aðferðin veldur því að steypuskemmd-
ir eru að langmestu leyti ur sögunni“
væru gólfplötur aldrei í beinu
sambandi við veðrabreyting-
una þannig að ekki yrði um
þessa miklu hreyfingu að
ræða.
Máli sínu til stuðnings
benti Sturla á niðurstöður
könnunar sem Ríkharður
Kristjánsson hjá Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins
hefur unnið og nýverið hefur
birzt almenningi. Þar segir
meðal annars: „Skemmdir af
völdum hitabreytinga geta
líkst mjög skemmdum af
völdum þurrkrýrnunar, og oft
er það þannig, að hitabreyt-
ingar sjá um að halda stöð-
ugri breytingu á sprungum,
sem upphaflega urðu til
vegna þurrkrýrnunar. Oft er
lítið um þenslumöguleika í
upphaflegri mynd húsa. Þetta
veldur því að húsið sjálft sér
um að mynda þensluraufarn-
ar með því að springa meira
eða minna. Einkum á þetta
við um langar blokkir, þar
sem heildarlengdarbreytingin
verður eðlilega mest. Hita-
þanstuðull steypu er um það
bil 7x10^ ^-12x10^ 1 gráða/
celsíus. 30 metra löng blokk,
sem kólnar um 30 gráður,
myndi með frjálsum sam-
drætti dragast saman um 9
millimetra.
Hins vegar eru plötur og
innveggir nær jafnheit allt
árið og spyrna því gegn sam-
drætti útveggjanna, sem ekki
eiga annars úrkostar en að
nota þá hreyfimöguleika, sem
þeir hafa með því að opna
sprungur."
Sturla sagði þessar sprung-
ur helzt ganga á ská út frá
gluggum, lóðréttar upp langa
veggi og á göflum þar sem
gólfplötur tengjast þeim. Þar
koma einnig til aðrir þættir
eins og snúningur plötuend-
ans vegna svignunar plötunn-
ar og veikleiki á steypuskil-
um.
Þá segir ennfremur í
skýrslu Rannsóknastofnunar
leið hægt að verja vegginn
gegn slagregni." — „Þetta er
einmitt lýsingin á minni
byggingaraðferð," sagði
Sturla.
Þá inntum við Sturlu eftir
því hvernig honum hefði
gengið að fá húsateiknara og
aðra til fylgis við þessa aðferð
sína. — „Það er alls ekki hægt
alls enga trú á þessu verki
mínu,“ sagði Sturla.
Þá sagði Sturla, að aðferðin
væri mjög auðveld í fram-
kvæmd þannig að ekki væri
því um að kenna, að menn
gætu hreinlega ekki beitt
henni vegna vankunnáttu.
Aðferðin væri í raun og veru
sáralítið vandmeðfarnari en
sú aðferð sem oftast er notuð
og hana má nota við hvaða
byggingu sem er, íbúðarhús,
verksmiðjuhúsnæði o.fl. Einu
umframkröfurnar sem þessi
aðferð gerir er að steypan
verður að vera fínni. Þá sagði
Sturla, að eldhætta í húsum
sem byggð væru eftir hans
aðferð væri hverfandi, eldur-
inn hefði nánast enga mögu-
Ieika á því að ná í gegnum
burðarvegginn inn í einangr-
unina. Það kæmi einnig í veg
fyrir að miklar eiturgufur
mynduðust í þeim þegar ein-
angrunarplastið brynni, en
slíkar eiturgufur yllu oft
dauða fólks við eldsvoða.
Að síðustu nefndi Sturla,
að ef byggt væri samkvæmt
hans aðferð væri um 5%
orkusparnað að ræða og ekki
þyrfti að einangra hitalagnir
vegna þess, að þær lægju
fyrir innan sjálfa
einangrunina.
mmm m SjT.'
''Jnnn vejyur ebi
7já.nai>en.c/ir\ g
íLsLítiuS pLala
Hér má glöggt sjá hvernig gólfplatan gengur aðeins út í burðarvegginn og er því ekki í beinu
sambandi við hitabreytingar utanfrá sem valda sprungumyndun.