Morgunblaðið - 07.04.1979, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979
Inngangur
Dagana 26. febrúar til 6. mars
átti undirritaður þess kost að
sækja fund Vísindanefndar OECD
í París, stjórnarfund NORD-
FORSK í Stokkhólmi og auk þess
ræða við forstöðumenn í stofnun-
um sem fjalla um ta:kni- og þróun-
armál í Svíþjóð og Noregi. A
þessum fundum áskotnaðist mér
margskonar fróðleikur úr erind-
um, viðræðum, skýrslum og öðrum
gögnum, sem mér finnst ástæða til
að draga saman fyrir þá, sem
áhuga hefðu á og sjálfum mér til
glöggvunar.
Breytt viöhorf
í efnahagsmálum
Á undanförnum árum hefur
orðið gjörbreyting á þróunarferli
iðnvæddra ríkja. Hinu mikla upp-
gangsskeiði fimmta og sjötta ára-
tugsins er lokið og við hefur tekið
tímabil mikilla sviftinga, með
hægari efnahagsvexti og jafnvel
stöðnun og samdrætti hjá einstök-
um þjóðum, en svæðisbundnum og
greinabundnum erfiðleikum hjá
öðrum. Afleiðingar þessara breyt-
inga eru verðbólga og minnkandi
arðsemi og aukið atvinnuleysi.
Orsakir þessara breytinga eru
aðrar og mun djúpstæðari en
venjulegar viðskiptasveiflur vegna
misvægis framboðs og eftirspurn-
ar. Tengjast þær breytingum á
grunngerð alþjóðlegrar fram-
leiðslustarfsemi, með röskun á
hlutföllum í framleiðslukostnaði,
breyttri verkaskiptingu milli
þjóða og aukinni alþjóðlegri sam-
keppni í viðskiptum. Af helstu
einstökum orsakavöldum má
nefna:
1. Hraðfara iðnvæðing þjóða
sem áður voru í hópi vanþróaðra
þjóða — samsvarandi aukinni
samkeppni við iðnvæddar þjóðir í
mörgum hefðbundnum undir-
stöðugreinum iðnaðar (járn, stál,
skipasmíðar, vefnaðar- og fataiðn-
aður, skógerð (Hong Kong, Suð-
ur-Kórea, Taiwan, Spánn, Brasilía,
Mexiko, Singapore, Venezuela,
Indonesía, Saudi-Arabía)).
2. Stórfelld röskun á kostnaðar-
hlutföllum framleiðslu með hækk-
uðu verði á orku og hráefnum.
Misvægi í launakostnaði milli
nýrri og eldri iðnaðarlanda.
3. Auknar kröfur í hinum eldri
iðnaðarríkjum um verndun um-
hverfis, betri skilyrði á vinnustað
og meiri lífsfyllingu í störfum, svo
og verndun á rétti neytenda.
4. Tæknibreytingar sem gert
hafa mögulegar stórfelldar breyt-
ingar á framleiðsluháttum, s.s.
rafeindabúnaður, tölvubúnaður og
sjálfstýrikerfi, stóraukið upplýs-
ingastreymi um tækni og vísindi,
Dr.
Vilhjálmur
Lúðvíksson:
vörutegundir, markaði, o.s.frv.
Líklegt er að þessi þáttur geti
orðið mjög örlagaríkur á næstu
árum með tilkomu örtölvubúnað-
ar.
Olíukreppan haustið 1973, meira
en nokkuð annað, hrinti breyting-
unum af stað og skapaði það
ójafnvægi sem enn stendur þótt
olíuverðshækkunin sem í kjölfarið
sigldi sé ekki nema ein af mörgum
ástæðunum fyrir þeim breyting-
um.
Endurmat á
Þróunarforsendum
I mörgum ríkjum hins iðnvædda
heims fer nú fram víðtæk endur-
skoðun á þróunarforsendum og
leiðum til að rétta efnahags- og
atvinnulíf við inn á braut fram-
fara, efnahagslega og félagslega í
hinni nýju efnahagslegu heims-
mynd (New Economic Order).
Nokkur lönd hafa tekið mál sín til
algerrar endurskoðunar frá grunni
(þ.e. þjóðfélagsmarkmið, mennta-
kerfi, framleiðslukerfi, félagslega
þjónustu) með það fyrir augum að
kanna hverjar innri orsakir ófar-
anna séu og hvaða ráða eigi að
leita út úr þeim.
OECD hefur sett af stað margar
athuganir á málinu frá heildar-
sjónarmiði (sjá lista yfir skýrslur)
með þátttöku hinna hæfustu
manna í aðildarríkjunum auk
starfsliðs samtakanna. Meðal ann-
ars er það gert til að forða því að
gripið verði til neikvæðra aðgerða,
t.d. i formi viðskiptatakmarkana.
Vert er að minnast á tvær
skýrslur:
— Technology and Structural
Adaption of Industry
(SPT(79)8/IND(79)1).
— Positive Adjustment Policies
(SPT(79)5).
I skýrslum þessum kemur sterk-
legar fram en nokkru sinni áður að
þjóðríki verða að móta með sér
samkvæma og samhæfða efna-
hags- og tækniþróunarstefnu og
vera tilbúin til að grípa til öflugra
aðgerða til að efla nýsköpun og
hjálpa fyrirtækjum og greinum
til að laga sig að nýjum sam-
keppnisaðstæðum.
Þar sem tæknibreytingar geta
haft bæði neikvæð og jákvæð
áhrif, efnahagslega og þjóðfélags-
lega, er nauðsynlegt að stefna á
sviði vfsinda og tækni sé sett f
nánum tengslum við stefnumótun
f efnahags- og atvinnumálum, svo
og félagslegum efnum. Verða
þjóðlöndin því með markvissum
hætti að koma þeirri skipan á
meðferð vísinda- og tæknimála að
unnt sé að styðjast við þau í
efnahagsþróun og sjá fyrir vanda-
mál eða tækifæri sem tækntbreyt-
ingar hafa í för með sér (Science
and Technology in the New
Socio-Economic Context).
Forsendur umbreyt-
inga í iðnaði
Mikil áhersla er lögð á að stjórn-
endur og almenningur skilji og
geri sér grein fyrir eðli nýsköpun-
ar og hagnýti á jákvæðan hátt þau
öfl, sem hafa áhrif á hana. Þannig
verði' í aðgerðum á sviði efnahags-
mála leitað aðferða sem ekki
ganga gegn nýsköpun og umbreyt-
ingum (structural changes), enda
reynslan sú að það tekst ekki til
lengdar, nema þá með alvarlegum
erfiðleikum á öðrum sviðum. Þau
þjóðlönd sem ekki gera nauðsyn-
legar umbreytingar í efnahagslífi
sínu taka þá áhættu að hlaða upp
erfiðleikum sem æ erfiðara reynist
að komast úr og lamar samkeppn-
isgetu með langvarandi hætti.
Forsendur nýsköpunar má setja
fram með ýmsum hætti. Þannig
verða t.d. að vera fyrir hendi
eftirfarandi aðstæður:
(1) tæknileg þekking
(2) þörf (ljós eða leynd) fyrir
nýsköpun (markaður)
(3) aðili, sem getur/vill koma
þekkingunni yfir í vöru og þjón-
ustu sem fullnægir þörfinni (fram-
kvæmdavilji)
(4) greitt upplýsingastreymi
milli tækniþekkingar, markaðar
og framkvæmdaviljans.
Nýsköpunin og umbreytingin er
í reynd að mestu háð þekkingu,
sem tengist persónum og viljanum
til að fjárfesta og endurnýja. Það
er því mikilvægt að skapa rétt
umhverfi fyrir nýsköpun. Það um-
hverfi skapast aðallega með:
— jákvæðu hugarfari al-
mennings og stjórnvalda gagnvart
breytingum, enda séu þær í sam-
ræmi við þjóðfélagsleg markmið í
breiðum skilningi (efnahags, fé-
lagsleg)
— góðu streymi upplýsinga til
og frá almenningi og efnahagslífi
um nýja tækni, kosti og galla
— hæfilegum hvata fyrir fram-
kvæmdaaðila til að hagnýta sér
niðurstöður og taka áhættu
— markvissri hvatningu til þess
að haldið verði við og aukið við
tækniþekkingu og efldar þær
stofnanir sem stunda þá starfsemi
— að hvetja til hreyfanleika
fólks sem býr yfir reynslu og
þekkingu milli allra sviða efna-
hagslífs, fyrirtækja, opinberra
stofnana og stjórnvalda.
Ráöstafanir til
stuðnings iðnaði
Enda þótt flest OECD-lönd telji
að lögmál opinnar og frjálsrar
samkeppni eigi að ráða vali vöru
og samkeppnishæfni fyrirtækja á
hverjum tíma, er sú skoðun alls
staðar orðin ríkjandi að frjáls
samkeppni og almennar
(makro-economiskar) efnahags-
ráðstafanir séu ekki nægar til að
viðhalda þeim hraða nýsköpunar
og umbreytinga sem geti tryggt
áframhaldandi samkeppnishæfni.
Flestar þjóðir hafa því komið sér
upp víðtæku kerfi sértækra
aðferða til að efla hana. Ástæð-
urnar fyrir þessu eru taldar eftir-
farandi:
1. Nýsköpun er mjög áhættusöm
og getur brugðið til beggja vona.
2. Arðsemi nýsköpunar (fyrir-
tækja) fer lækkandi og efnahags-
legur ábati ekki einn nægur til að
fyrirtæki leggi út í hana, sérstak-
lega þegar um smá- og meðalstór
fyrirtæki er að ræða.
3. Nýsköpun tekur oft langan
tíma áður en hún skilar arði. Þetta*
á sérstaklega við nýsköpun sem
byggist á niðurstöðum grundvall-
arrannsókna eða flókinnar tækni-
þróunar.
4. Sumar tegundir nýjunga eru í
fyrstu aðallega ætlaðar til nota,
þar sem ekki er opinn markaður
fyrir (hernaðar, geimferða,
o.s.frv.).
5. Sumar tegundir nýjunga og
umbreytinga hafa félagsleg mark-
mið (umhverfisvernd, umbætur á
vinnustöðum, byggðaeflingu),
þannig að markaðsöflin nægja
ekki.
6. Óarðbær iðnaður er stundum
undirstaða arðbærrar iðnþróunar.
Opinberar aðgerðir eru mjög
margskonar, bæði í formi óbeins
stuðnings og beinna fjárframlaga
til fjárfestinga og greiðslu kostn-
aðar. Þær helstu eru:
Tækniþjónusta og ráðgjöf.
Framlög til rannsókna og þró-
unarstarfs.
Skattaívilnanir.
Fjárfestingarframlög.
Framlög til ummyndunar fyrir-
tækja.
Vaxtaniðurgreiðslur.
Ríkisábyrgðir.
Framlög til launa.
Opinber innkaup.
Nýlegar athuganir sýna að
árangur af stuðningsaðgerðum er
mjög misjafn og hafa þó oftast
borið minnstan árangur í þeim
greinum, sem af grundvallar-
ástæðum fara halloka (stórskipa-
smíðar), en hafa hins vegar gefist
mjög vel í greinum sem hafa góðar
vaxtaforsendur. Róttækar aðgerð-
ir í ríkjandi greinum hafa þó leitt
til jákvæðrar ummyndunar — oft.
með fækkun fyrirtækja og starfs-
liðs og nýjum áherslum á gæði og
eðli vörutegundanna. Á móti sam-
drætti í einstökum greinum þurfa
þá að koma önnur atvinnutæki-
færi og nauðsynlegt að efla
vaxtargreinar í því skyni.
V-Þýzkaland hefur hvað mest
beitt þeirri aðferð að veðja á
vaxtargreinar og gefist vel. Sví-
þjóð hefur reynt að styðja víkj-
andi greinar, en ekki vaxandi
greinar og lent í vandræðum. Þar
er nú til umræðu að breyta um
stefnu. Sama er að segja af
reynslu Norðmanna. Á síðustu
fjárlögum Noregs var ákveðið að
draga úr stuðningi við víkjandi
greinar, en auka stuðning við
nýsköpun og vaxtarhvetjandi að-
gerðir í iðnaði almennt.
Niðurstööur
Um þessar mundir er verið að
gefa út allmargar skýrslur er
varða þróun sænsks þjóðfélags á
komandi árum og gerðar tillögur
um stefnumótun á hinum ýmsu
sviðum þjóðlífs. Það sem ég fékk
að sjá og heyra af helstu niður-
stöðum bendir til þess, að Islend-
ingar gætu haft gagn af því að
kynna sér það. Svipuð athugun er
að fara í gang í Noregi undir
stjórn fyrrverandi iðnaðarráð-
herra Noregs, Finn Lid.
Með samanburði á því efni og
þeim skýrslum og umræðum, sem
fram komu á vettvangi OECD og
viðtölum í Noregi og Svíþjóð,
sýnist mér rétt að draga saman
niðurstöður í nokkrar staðhæfing-
ar:
1. Grundvallarbreytingar eru nú
að verða á efnahagskerfum og
framleiðslukerfum heimsins, sem
hafa í för með sér stórfellda
erfiðleika en bjóða þó einnig upp á
ný tækifæri fyrir lönd í okkar
heimshluta.
2. Forsenda þess að þessi lönd
standist þessa umrótatíma án
stóráfalla fyrir lífskjör, er að þeim
takist að umróta og aðhæfa fram-
leiðslukerfi sín í takt við breyting-
ar á samkeppnisskilyrðum.
3. Hæfni til nýsköpunar í at-
vinnulífi byggð á rannsókna- og
tækniþróunarstarfi, góðri mennt-
un fólks, greiðu upplýsinga- og
þekkingarstreymi innanlands og
milli landa, svo og sveigjanlegri
afstöðu til breytinga er algjör
forsenda þess að ummótun takist.
4. Nauðsynlegt er að samhæfa
stefnumótun á sviði vísinda- og
tækniframfara við stefnu í efna-
hagslegum og félagslegum efnum
og tryggja að stefnumótun og
aðgerðir rekist ekki á með óeðli-
legum hætti eða hafi ófyrirsjáan-
legar og skaðlegar afleiðingar
fyrir umhverfi og mannlíf á ein-
hverjum sviðum. Áherzla er lögð á
samráð við atvinnurekendur og
launþega í slíkri stefnumótun.
5. Viðhalda þarf og styrkja
markaðsöflin þar sem unnt er, til
að hafa skýrt samhengi fram-
leiðslu og neyslu og til að halda
vakandi hugarfari hagkvæmni og
endurbóta.
6. Bæta verður upp takmarkanir
markaðsaflanna á þeim sviðum
sem þau ekki verka eða leiða til
óheppilegrar þróunar, t.d. í nýt-
ingu framleiðsluþátta (orku, hrá-
efnis), áhrifum á umhverfi eða
búsetuskilyrði eftir landshlutum.
7. Veðja ber á þær greinar sem
hafa góða vaxtarmöguleika og
styðja þær með virkum hætti til
þess að þroskast svo sem aðstæður
leyfa.
8. Þeim greinum sem halloka
fara, en taldar eru mikilvægar af
atvinnuvegum og þjóðfélagslegum
ástæðum, þarf að hjálpa til að
draga saman eða breyta sér ef
unnt er.
Kvikmyndasýning
Samtaka um vest-
ræna samvinnu
Á dagskrá eru m.a. tvær áður ósýndar
myndir frá óeirðunum á Austurvelli
Kvikmyndasýning verður á
laugardaginn kl. tvö í Nýja bíói á
vegum Samtaka um vestræna
samvinnu. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
Sýndar verða tvær heimildar-
myndir frá óeirðunum á Austur-
velli fyrir framan Alþingishúsið
hinn 30. marz 1949. Aðra myndina
tók Sveinn Björnsson, stórkaup-
maður, og hefur hún ekki verið
sýnd áður opinberlega í litum.
Hina myndina tók Kristján G.
Gíslason, aðalræðismaður, og hef-
ur hún aldrei verið sýnd áður
opinberlega. Myndin er í litum.
Þá verður sýnd kvikmyndin
„Prospect of Iceland“; en það er
heimildarmynd um Island, sem
Upplýsingadeild Atlantshafs-
bandalagsins lét gera árið 1968.
Mynd þessi var sýnd víða um lönd
og hlaut margs konar verðlaun.
Ennfremur verða sýndar fjórar,
stuttar kvikmyndir frá Upplýs-
ingadeild NATO. Þær eru:
CCMS, sem fjallar um Atlants-
hafsbandalagið og umhverfis-
verndarmál.
„To Find Security" fjallar um
aðdragandann að stofnun NATO,
stefnumál þess og viðleitni við að
tryggja friðinn.
„The Great Highway" er um
mikilvægi siglinga fyrir Atlants-
hafsbandalagið og hvernig helztu
siglingaleiðir bandalagsríkjanna
eru varðar fyrir ófriði.
„Europe and America" fjallar
um sameiginlegan arf þeirra
þjóða, sem byggja Evrópu og
Ameríku.
Nýskipan efnahags-
þróunar og viðhorf
til tækniþróunar í
löndum innan OECD