Morgunblaðið - 07.04.1979, Page 23

Morgunblaðið - 07.04.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 23 lendinga", hrepptu færri at- kvæði en svo að þeim tækist að fá mann kjörinn. Þingkosningarnar fóru fram minna en þremur mánuðum eftir að þjóðaratkvæðagreiðsla leiddi í ljós að þorri landsmanna aðhylltist sjálfstjórn. Munu fimmtíu þúsund Grænlending- ar, þar af tíu þúsund manns danskrar ættar, nú smám sam- an taka stjórn landsins í eigin hendur; átta hundruð og fjöru- tíu þúsund ferkílómetra af grjóti og ís, sem þeir stoltir kalla „kaladit nunat" eða „land- ið okkar". Tuttugu og níu þúsund manns greiddu atkvæði og er það 69,2 af hundraði atkvæðisbærra manna. Siumut-flokkurinn fékk 46,6 af hundraði atkvæða, Assut-flokkurinn 42,1 af hundr- aði, Sulissartut-verkamanna- flokkurinn 5,7 af hundraði og Inuit-flokkurinn 4,6. Það var Atassut-flokkurinn sem áður hafði ráðið lögum og lofum í grænlenzka héraðsráð- inu, en ráð þetta var dönskum stjórnvöldum til ráðgjafar. Þeg- ar Siumut-flokkurinn tekur nú við stjórntaumunum má vænta þess að ferskar tilraunir verði gerðar til að vinna bót á því félagslega og menningarlega hnjaski, sem Grænland hefur óumdeilanlega orðið fyrir í þeim hvirfilbyl danska velferðarríkis- ins, sem dunið hefur þar yfir á síðustu tveimur áratugum. Þjóðvemdarstefna boðuð á Grænlandi Godthaab, Grænlandi, 6. aprfl. AP. HÆGFARA vinstri menn, sem binda vilja enda á aðild Græn- lcndinga að Efnahagsbanda- lagi Evrópu og sjá til þess að þeir hafi sjálfir stjórn á nátt- úruauðlindum stærsta eylands í heimi, unnu hreinan meiri- hluta í kosningum til græn- lenska þjóðþingsins á miðviku- dag. Á þinginu situr tuttugu og einn fulltrúi, og munu þeir búa jarðveginn undir heimastjórn frá og með 1. maí næstkom- andi. Þegar svo til öll atkvæði höfðu verið talin hafði hinn sósíaliski Siumut-flokkur unn- ið a.m.k. 12 og e.t.v. 13 þingsæt- anna, en afgangurinn kom f hlut hins sósíal-demókratíska Atassut-flokks, sem barizt hef- ur fyrir aðild að Efnahags- bandalaginu og áframhaldandi tengslum við Danmörku. Tafir hafa orðið á atkvæðatalningu sökum lélegra talsambands- skilyrða við afskekkta landshluta. Með tilliti til úrslitanna má öruggt telja að fyrsti forsætis- ráðherra Grænlands verði séra Jónatan Motzfeldt, hinn fertugi leiðtogi Siumut-flokksins og um sjö ára skeið ötulasti brautryðj- andi heimastjórnar á Græn- landi. Nýju flokkarnir tveir, Sulissartut-verkamannaflokk- urinn, sem er mjög vinstri sinn- aður, og marxistaflokkurinn Inuit „Grænland-fyrir-Græn- Eftir að úrslitin lágu fyrir sagði talsmaður Siumut-flokks- ins að haldin yrði þjóðarat- kvæðagreiðsla um veru í Efna- hagsbandalaginu áður en sér- samningur Grænlendinga við bandalagið rennur út 1982. Grænlendingar greiddu lang- flestir atkvæði gegn því að ganga í EBE 1972 en urðu að fylgja Dönum eftir engu að síður. Þrátt fyrir að Efnahags- bandalagið hafi á undanförnum árum greitt Grænlendingum um hundrað milljónir Bandaríkja- dala til að greiða fyrir byggða- þróun er Siumut-flokkurinn reiðubúinn til að færa fjárhags- legar fórnir til að fá viðskipta- samning við bandalagið í staf aðildar. Kosið í Rhódesíu 17.—21. apríl n.k. London, 6. apríl. Reuter. NIÐURSTÖÐUR skoðanakann- ana, er birtust í Bretlandi í dag, eru fjarri því að vera samhljóða um forskot íhaldsflokksins nú þegar mánuður er til þingkosn- inga. Gallup-könnun í dagblaðinu Daily Telegraph sýnir að yfir- burðir íhaldsflokksins hafa auk- ist og fengi hann nú 10,5 af hundraði atkvæða meira en Verkamannaflokkurinn. Gallup sýndi hinn 30. mars að yfirburðir Thatchers og íhaldsmanna næmu þá sjö af hundraði. Önnur skoðanakönnun, sem birtist í Daily Express, á vegum NOP, sýnir hins vegar að íhalds- flokkurinn hefur aðeins sex hundr- aðshluta fram yfir flokk Callag- hans. Sami aðili gaf upp átján hundraðshluta meirihluta fyrir íhaldsmenn í febrúar. Samkvæmt þessum tveimur skoðanakönnunum féllu atkvæði þannig: A. Gallup: íhaldsflokkur 49 af hundraði, Verkamannaflokk- ur 38,5 af hundraði, Frjálslyndir 9 af hundraði, aðrir 3,5 af hundraði. B. NOP: íhaldsflokkur 48 af hundraði, Verkamannaflokkur 42 af hundraði, Frjálslyndir 8 af hundraði, aðrir tvo af hundraði. Öllum skoðanakönnunum, sem birtar hafa verið, kemur saman um að flokkur Thatchers sé í forystu og leiða rök að því að hún megi enn gera sér vonir um að ná Þetta gerðist hreinum þingmeirihluta í kosning- unum 3. maí. Flokksleiðtogunum báðum, Margaret Thatcher og James Callaghan, hefur verið séð fyrir vopnuðum lífverði vegna ótta um tilræði ofstækisafla. Salisbury, 6. aprfl. AP ÁKVEÐIÐ hefur verið í Rhódesíu að kosningar skuli fara fram í landinu dagana 17, —21. apríl n.k., þar sem hvítir menn og svartir munu í fyrsta sinn ganga að kjörborðinu saman með jafnan rétt. betta mun verða í fyrsta sinn sem allir landsmenn hafa rétt til að ganga að kjörborðinu sam- tímis til að kjósa sér stjórn sem mun verða undir forsæti svarts manns í fyrsta sinn í sögu landsins. Sá mun taka við af Ian Smith núverandi forsætisráð- herra sem lét þau ummæli falla fyrir aðeins þremur árum að stjórn svartra myndi ekki komast á í Rhódesiu næstu þúsund árin. Skipting á þinginu eftir kosn- ingar mun ekki að öllu leyti ráðast af hlutfalli atkvæða hvítra og svartra því að í samkomulaginu Afskipti af stjómmálum harðbönnuð Nouakchott, Máritaníu, 6. aprfl. AP. FORSETI Máritaníu, Mohamed Ould Salek, hefur bannað alla stjórnmála- starfsemi í landinu. Forsetinn hefur sakað fulltrúa blökkumanna- minnihlutans í landinu um að reyna að veikja herstjórn landsins. Nítján blökkumenn í nýrri þjóðráðgjafarnefnd neituðu að sækja fund hennar á fimmtudag þar sem þeir telja kynþáttum mismunað. sem gert var í marz á s.l. ári var kveðið svo á að af eitt hundrað þingsætum skyldu hvítir fá 28, burtséð frá því hvert atkvæða- magn þeir fengju. Má í því sam- bandi geta þess að hvítir menn eru aðeins um 3% landsmanna. Veður víða um heim Akureyri 0 alskýjað Amsterdam 8 rigning Apena 21 heiðakírt Barcelona 14 léttskýjaó Berlín 12 mistur Brussel 6 skýjað Chicago 12 heiðskírt Frankfurt 6 rigning Genf 6 skýjað Helainki 6 heiðskírt Jerúsalem 19 skýjað Jóhannesarb. ' 27 léttskýjað Kaupmannah. 4 skýjað Lissabon 18 heiðsklrt London 9 heiðskírt Los Angeles 28 skýjað Madríd 13 heiðsklrt Malaga 19 skýjað Mallorca 16 léttskýjað Miami 27 skýjað Moskva 5 heiðskírt New York 13 rigning Osló 6 skýjað Parfa 8 skýjað Reykjavík 2 léttskýjað Rio De Janeiro vantar Rómaborg 15 skýjað Stokkhólmur 4 skýjað Tel Aviv 22 skýjað Tókýó 16 skýjað Vancouver 14 heiðskírt Vínarborg 11 rigning Ber ekki saman um forskot Thatchers Hershöfdingi fer með dómsmálin í stjórn Suarezar Madríd. 6. aprfl. Reuter. SPÆNSKI forsætisráðherrann, Adolfo Suarez, batt í gærkveldi anda á fimm vikna óvissutímabil í stjórnmálalifi landsins er hanr: birti ráðherralista fyrir tuttugu og fjögur ráðuneyti. Vakti mesta athygli útnefning hershöfðingja til að fara með embætti dómsmálaráðherra. Tíu nýir menn eiga sæti í stjórn forsætisráðherrans, sem sigraði í kosningunum hinn 1. mars. Þetta verður þriðja kjörtímabil Suarezar og hafa fjórir af fyrri ráðherrum hans verið látnir hætta störfum. í hópi þeirra er Rodolfo Martin Villa dómsmálaráðherra og Frans- isco Fernandez Ordonez fjármála- ráðherra. Martin Villa lét ráðu- neyti sitt af hendi að eigin ósk en búist hafði verið við að hann myndi eftir sem áður eiga sæti í stjórninni. Dómsmálaráðherrann nýi er Antonio Ibanez Freire, sextíu og sex ára gamall, fyrrver- andi yfirmaður varðliðasveita og náinn trúnaðarmaður Suarezar. Örðugasta verkefni Freire hers- höfðingja verður án efa baráttan gegn hermdarverkamönnum úr röðum Baska, sem fellt hafa meira en þrjá tugi manna á árinu. 7. apríl 1976 — Teng Hsiao-ping steypt af stóli í Kína og Hua Kuo-feng tekur við. 1975 - Loftárás á höll Thieu forseta sem sakar ekki. 1971 — Bandarísku borðtennis- liði boðið til Kína. 1967 — Mesta loftorrusta ísraelsmanna og Sýrlendinga í 19 ár. 1%6 — Bandarísk vetnis- sprengja finnst við strönd Spánar. 1953 — Dag Hammarskjöid kosinn framkvæmdastjóri SÞ. 1948 — WHO verður ein af sérstofnunum SÞ. 1945 — Bandarískar flugvélar sökkva „Yamato", stærsta hersipi Japana. 1941 — Herlið Wavells hörfar frá Benghazi. 1939 — ítalir gera innrás í Albaníu — Spánn gengur í Andkominternbandalagið. 1936 — Zamora forseta steypt á Spáni. 1934 — Mahatma Gandhi hættir óhlýðniaðgerðum á Indlandi — Griðarsáttmáli Rússa og Finna framlengdur í tíu ár. 1926 — Fyrsta banatilræðið við Mussolini. 1906 — Ráðstefnunni í Algeiciras um Marokkó lýkur. 1897 — Tyrkir segja Grikkjum stríð á hendur. 1862 — Orrustunni um Shiloh lýkur. 1831 — Pedro I leggur niður völd í Brazilíu. 1652 — Van Riebeck stofnar Höfðaborg í Suður-Afríku. Afmæli. St. Framcis Xavier, jesúíta-trúboði (1506—1552) — William Woedsworth, brezkt skáld (1770-1850) - Sir David Low, nýsjálenzkur skipmynda- teiknari (1891—1964) — James Garner, bandarískur leikari (1928-) Andlát. Ei Greco, listmálari, 1614 — Anton Diabelli, tón- listarútgefandi, 1858 — Henri Ford, bifreiðaframieiðandi, 1947. Innlent. Ingvarsslysið á Viðeyjarsundi (20 fórust) 1906 — f. Jörgen Jörgensen 1780 — Trampe greifa veitt amtmanns- embætti í Ringköbing 1860 — Tilkynnt að fyrstu verkamanna- bústöðum í Reykjavík sé lokið 1932 ’ — Laugarnesspítaii brennur 1943 — Kanada semur um sögulegan rétt á hafréttar- ráðstefnunni í Genf 1960 — Eltingarleikur „Óðins“ við „Milwood" 1963 — Hvítabjörn í hafís við norðfjörð 1968 — Áfengissmyglið í „Lagarfossi" 1973 — f. Ingimar Eydal 1873 — d. Bjarni pr. Arngrímsson 1881 — f. Jón Vestdal 1908 — Einar Bragi 1921. Orð dagsins. Fuilkomnun næst stig af stigi. hún þarfnast hald- leiðslu tímans — Voltaire, franskur rithöfundur (1694-1778).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.