Morgunblaðið - 07.04.1979, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL1979
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Verkstjóri
Verkstjóri óskast í gott frystihús á Norður-
landi.
Upplýsingar hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna, Eftirlitsdeild.
Laus staða
Leklorsstaöa í frönsku f heimspekideild Háskóla íslands er laus tll
umsóknar.
Laun samkvaemt launakerfl starfsmanna ríkisins.
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinnl rækilega skýrslu um
vísindastörf þau er |jeir hafa unnið, ritsmíöar og rannsóknir svo og
námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamála-
ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík.
Menntamálaráöuneytiö,
29. mars 1979.
Afgreiðslu-
maður óskast
Óskum eftir aö ráða vanan afgreiöslumann
til starfa í varahlutaverslun okkar nú þegar.
Umsóknir með uppl. um fyrri störf sendist
afgreiöslu Mbl. fyrir 10. þ.m. merktar:
„Varahlutaverslun — 5699“. Uppl. ekki
gefnar í síma.
Fordumboðiö
Sveinn Egilsson h.f.
Innri Njarðvik
Umboðsmaður
óskast til aö annast dreifingu og innheimtu
fyrir Morgunblaðið í Innri Njarövík.
Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6047 og
afgreiðslunni Reykjavík sími 10100.
Offsetprentari
óskast nú þegar.
Upplýsingar í síma 13392.
Lausar stöður
Tvær kennarastööur, önnur í stæröfræöi en hin í þýsku (% stööu), viö
Menntaskólann viö Hamrahlíö eru lausar til umsóknar. Umsækjendur
skulu taka fram í umsókn hvaöa greinar aörar þeir séu færir um aö
kenna viö skólann.
Laun samkvæmt launakerfl starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf,
skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík,
fyrir 1. maí n.k. — Sérstök umsóknareyöublöö fást í ráöuneytinu.
Menntamálaráöuneytiö,
29. mars 1979.
Fiskiðnaðar-
maður
23 ára áhugasamur fiskiönaöarmaður með
eins árs reynslu sem verkstjóri auk reynslu
sem matsmaður, óskar eftir góöu verk-
stjórastarfi í frystihúsi.
Gæti tekiö aö mér uppsetningu á bónus-
kerfi.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt:
„Framlegö — 5697“.
Umboðsmaður
óskast
Óskum eftir umboðsmanni fyrir alþjóðlegt
fyrirtæki til að sjá um dreifingu á plakötum,
merkjum á jakka og ýmsar aörar vörur.
Heimsþekkt nöfn s.s. Grease, Elvis, Bee
Gees Sgt. Peppers o.fl. o.fl.
Komum til Reykjavíkur fljótlega.
AS GAKO,
POSTBOKS 2944, Toyen,
Oslo 6, NORGE.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Skip til sölu
6 — 7 — 8 — 9—10—11 — 12—13 —
20 — 25 — 26 — 29 — 30 —39 — 45 —
48 — 53 — 55 — 61 — 62 — 64 — 65 —
66 — 81 — 85 — 86 — 87 — 88 — 92 —
120 — 140 — 230 — tn.
Einnig opnir bátar af ýmsum stærðum.
Aðalskipasalan
Vesturgötu 17
símar 26560 og 28888
Heimasími 51119.
Prentvélar til sölu
Hjá Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg eru til
sölu neðantaldar vélar:
Intertype setjaravél, 4 magasína
Heidelberg prentvél 52x72 sm.
Eichoff prentvél A 3,
Eichoff prentvélar 26x48 sm.
Saumavél Smith.
Upplýsingar um vélar þessar gefa verkstjór-
ar viðkomandi deilda.
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg
Síðumúla 16—18,
sími 84522.
þakkir
Innilegar þakkir færum við hjónin öllum
þeim sem meö heimsóknum, símtölum,
skeytum og gjöfum geröu okkur afmælis-
daginn 25. mars s.l. ógleymanlegan. Sér-
stakar þakkir færum viö börnum okkar
öllum og fjölskyldum þeirra fyrir þennan
dag. Maríu dóttur okkar og Einari tengda-
syni okkar þökkum við þeirra stóra hlut en
þau höfðu þessa ánægjustund á heimili
*
Jóhanna og Jón Daníelsson,
Hvallátrum.
Aðalfundur
Sjúkraliða-
félags íslands
verður haldinn í Kristalsal Hótel Loftleiöa
laugardaginn 21. apríl kl. 14.00.
Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning til stjórn-
ar. Önnur mál.
Stjórnin
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur veriö aö viðhafa alsherjar-
atkvæöagreiöslu um kjör stjórnar og
trúnaðarmannaráðs í Félagi starfsfólks í
Veitingahúsum fyrir næsta starfsár. Frestur
til að skila tillögum rennur út föstudaginn 6.
apríl kl. 16.
Tillögur eiga aö vera um 7 menn í stjórn og
4 til vara. 4 í trúnaöarmannaráð og 2 til
vara.
Tillögum skal skilað til kjörstjórnar á
skrifstofu félagsins, Óöinsgötu 7, 4. hæö
ásamt meðmælum að minnasta kosti 40
fullgildra félagsmanna.
Listi stjórnar og trúnaðarmannaráös liggur
frammi á skrifstofu F.S.V.
Stjórnin.
Til leigu við Lauga-
veg f nýju húsi
2. hæðin að Laugavegi 71 er til leigu. Ca.
150 fm.
Uppl. í síma 22569.
Útboð
Tilboð óskast í smíði 1. áfanga viöbygging-
ar viö Barnaskólann á Eyrarbakka. Húsinu
skal skila fokheldu, með gleri og útidyra-
hurðum.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Eyrar-
bakkahrepps og hjá Teiknun s.f. Fellsmúla
26, 5. hæð.
Skilatrygging er kl. 30 þús.
Tilboöin verða opnuð í samkomuhúsinu
Staö á Eyrarbakka, mánudaginn 23. apríl
n.k. kl. 17.
Sveitarstjóri
Eyrarbakkahrepps.
KAU PM AN N ASAMTÖK
ÍSLANDS
Til kaupmanna og
viðskiptavina verzlana
Kaupmannasamtök íslands vilja vekja
athygli á því, að heimilt er aö hafa verzlanir
opnar til kl. 22, miðvikudaginn í dymbilviku.
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AKiLÝSINíiA-
SÍMINN EH:
22480