Morgunblaðið - 07.04.1979, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 07.04.1979, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 35 Skipti- og sölu- markaður safnara á Hótel Borg 14. apríl nk. Nýlega hafa stjórnir Félags frímerkjasafnara og Myntsafn- arafélags Islands ákveðið að gangast fyrir sameiginlegum skipti- og sölumarkaði. Er þetta skemmtileg nýjung og þörf til- breytni, sem vafalítið á eftir að verða árlegur viðburður í lífi safnara almennt, ef vel tekst til í upphafi. Markaður þessi verður hald- inn í Gyllta salnum á Hótel Borg laugardaginn 14. þ.m. milli kl. 14—18, og á að ganga inn um aðaldyr. Hefur öllum félags- mönnum þessara félaga verið boðin þátttaka, en ekki er vitað, þegar þetta er ritað, hversu mikil hún -verður, enda ekki liðinn tími sá, sem menn höfðu til að tilkynna þátttöku sína. Gert er ráð fyrir, að menn geti haft um 40 borð til umráða í salnum. Undirbúningsnefndin segir í bréfi sínu til félagsmanna, að hún vonist til, „að meðal efnis verði: frímerki, mynt, seðlar, póstkort, gömul umslög, hluta- bréf, vindlamerki, skömmtunar- seðlar, vöruávísanir, jólamerki, prjónmerki og margt annað, sem menn kynnu að vilja skipta, kaupa eða selja". Þessi upptalning ber með sér, að nefndin vill stuðla að því, að ekkert það, sem gera má ráð fyrir, að geti vakið áhuga og um leið glatt safnarana, verði út undan á markaði þessum. Þá er enn fremur vakin athygli allra á því, að þarna gefst mönnum kjörið tækifæri til hagkvæmra skipta eða ódýrra kaupa, þótt þeir taki ekki borð á leigu. Stjórnarmenn frá báðum fé- lögunum munu svo verða þarna, meðan markaðurinn stendur, bæði til aðstoðar og ráðgjafar. Enda þótt þessi fyrsti mark- aður sinnar tegundar hér á landi sé einkum ætlaður félög- um áðurgreindra félaga, munu safnarar utan þeirra geta sótt markaðinn. Vil ég eindregið hvetja þá til að kynna sér það, sem þarna fer fram, enda ætti það að geta orðið þeim bæði til gagns og ánægju og um leið hvatning til þess að gerast félagar í þessum samtökum safnara. Eins hefur undirbún- ingsnefndin áformað, að sér- stakir menn og sérfróðir um frímerki og mynt verði þarna við ákveðið borð, svo að almenn- ingur geti farið með sitthvað til að sýna þeim og fengið um leið góð ráð. Að mínum dómi er Frlmerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON þetta líka mjög brýnt verkefni, því að vitað er, að margur maðurinn hefur oft eignazt frí- merki og umslög eða mynt og seðla úr gömlum dánarbúum, en svo lent í vandræðum með að fá hlutlausar upplýsingar um verð- mæti þeirra ef hann vill losa sig við þess konar efni. Loks má ekki gleyma því, að þarna á markaðinum á Hótel Borg geta gestir setzt niður og keypt sér kaffi og rabbað um leið við aðra safnara um áhuga- mál sín. Slík hvíld yfir kaffi- bolla er alltaf notaleg. Ef einhverjir lesendur þáttar- ins vildu fræðast eitthvað nánar um þennan væntanlega frí- merkja- og myntmarkað, geta þeir snúið sér til Antons Holt (M.í), s. 23603, eða Björgúlfs Lúðvíkssonar (F.F.) s. 35273. Aðsent bréf um söluskatt af frímerkjum Kæri þáttur! Þakka góða við- kynningu og leyfi mér að leggja orð í belg. Ekki er að efa, að frímerkja- söfnun er eitt útbreiddasta tóm- stundagaman, sem til er. Þetta áhugamál hefur margsannað gildi sitt, bjargað óhemjuverð- mætum frá glötun, auðgað þekk- ingu, sem ekki verður mæld, skapað vináttu og veitt gleði. Mikils er því um vert, að þjóðfé- lagið hlúi að því, að ungir sem gamlir fái notið sín við söfnun frímerkja og ekki séu lagðir steinar í götu þeirra. Að undanförnu hefur færzt í aukana hér á landi að bjóða opinberlega upp frímerki, og er það góðra gjalda vert. En bögg- ull fylgir skammrifi. 20% sölu- skattur kemur til viðbótar kaup- verði. Það er að segja, ef Islendingur hlýtur boðið. Sé efnið aftur á móti slegið erlendum aðila, þarf hann ekki að greiða 20% skatt- inn. Þetta er óréttlæti, sem illt er við að una. Segja má, að ákveðinn þjóðernismetnaður sé Þessi auglýsing birtist í blað- inu Víkverji í Reykjavík 16. okt. 1873 eða sama ár og íslenzk frímerki komu fyrst út. Er þetta elzta auglýsing um kaup ís- lenzkra frímerkja, sem ég hef fundið í blaði. Náestelzta auglýs- ingín um frímerkjakaup, sem ég hef rekizt á, er e'innig í sama blaði 3. sept. 1874 og hljóðar þannig: hjá okkur frímerkjasöfnurum. Við viljum af fremsta megni leitast við að halda í þessi verðmæti og láta þau ekki úr landi. En okkur er gert mjög óhægt um vik, þar sem við verðum að greiða 20% meira en erlendir aðilar fyrir sama efni. Af þessu leiðir svo eðlilega, að áhugi okkar, íslenzkra safnara., og geta fer þverrandi og upp- boðsefnið streymir í æ ríkara mæli til erlendra aðila. Frímerki eru seld án sölu- skatts í pósthúsum landsins, en hugsanlega gæti sama frímerkið verið á uppboði ár eftir ár og þar selt með 20% söluskatti í hvert skipti, ef íslenskir aðilar ættu í hlut. Allir hljóta að sjá, hversu fráleitt þetta er. Eg skora því á fjármálaráðherra að hlutast til um, að íslenzkir frímerkjasafnarar fái til þess aðstöðu að keppa á jafnréttis- grundvelli við erlenda aðila um íslenzkt frímerkjaefni. Virðingarfyllst, Jóhann Guðmundsson Látraströnd 8. Undir þessi orð Jóhanns Guð- mundssonar deildarstjóra taka örugglega allir íslenzkir frí- merkjasafnarar. Áður hefur þessu máli verið hreyft í fri- merkjaþáttum mínum. Eins hef- ur stjórn Félags frímerkjasafn- ara og svo uppboðshaldari þess leitað eftir niðurfellingu þessa óréttláta skatts hjá fjármála- ráðuneytinu. En fram að þessu hafa safnarar talað fyrir dauf- um eyrum — því miður. Hér er þó um hreint sanngirnis- og réttlætismál að ræða. Aðal- hættan, sem fylgir í kjölfar daufheyrslu ríkisvaldsins, er einmitt sú, sem Jóhann bendir á, að allt dýrara frímerkjaefni og þá um leið hið eftirsóttasta fari úr landi til erlendra safnara eða jafnvel engu síður til erlendra kaupmanna, sem selja síðan aftur og þá vitanlega oft með góðum hagnaði. Eg þakka að endingu Jóhanni Guðmundssyni fyrir þetta bréf og „innlegg" í mikið hagsmuna- mál allra safnara. Um leið skal lesendum bent á, að vel er þegið að fá línur í þáttinn, bæði um þetta mál og eins um önnur þau mál, sem varða frímerkjasöfnun og menn telja þess virði, að á þeim sé vakin athygli. Nýju frímerkin I síðasta þætti var greint frá því, að ný íslenzk frimerki væru væntanleg 30. apríl. Enn hefur engin formleg tilkynning borizt til þáttarins um þessa næstu útgáfu, en hún mun alveg á næstu grösum. Mér hefur hins vegar tekizt að fá myndir af merkjunum og birti þær með þessum þætti til þess að svala forvitni lesenda. Verður þetta eins konar bráðlætisbiti, svo sem sagt var í sveitinni, því að merkjunum verður betur lýst, þegar tilkynning póststjórnar- innar er komin út. Frímerkjauppboð F.F. er í dag Eg minni lesendur á frí- merkjauppboðið, sem hefst í ráðstefnusal Hótels Loftleiða kl. 14. En milli kl. 10 — 12 verður efnið til sýnis á sama stað. Hvet ég safnara eindregið til að sækja uppboðið, því að margt verður þar eigulegt boðið upp, og eins má ekki gleyma því, að menn gera oft góð kaup á upp- boðum. BLÚM VIKUNNAR UMSJÓN: ÁB. Páskalilja (Narcissus pseudonarcissus) Ættkvíslin NARCISSUS, sem nefnd hefur verið hátiðalilja, geymir innan síns ættleggs margar fallegar og blómlegar tegundir og vaxa sumar þeirra hér vel í görð- um. Jafnframt eru þær ræktaðar að verulegu marki í gróðurhúsum á vetri, til afskurðar. Narcissus-tegundir hafa verið þekktar og ræktaðar frá gamalli tíð. Þannig getur gríski heimspek- ingurinn Theofrastos þess — en hann var uppi á 4. öld f. Krist — að Grikkir hafi ræktað Narcissus. Sá hinn sami er reyndar oft talinn upphafsmaður grasafræðinnar því hann skrifaði mikið um ýmis við- fangsefni á því sviði. I sögum er þess getið að Narcissus hafi verið helguð guðum undirheimanna. Linné gaf ættkvislinni þetta heiti en narcissus er dregið af nafninu narco — að deyfa — og vísar til ilmsins sem er sætur. Páskalilja. Vitað er að einni öld fyrir Krist var tazetta, en það er fjölblómategund, notuð við jarðarfarir í Egyptalandi og á veggmyndum í Pompej má bæði greina hvítasunnulilju og páskalilju. Narcissus skartaði í klausturgörðum miðalda ásamt mörgum öðrum gróðri, en fyrst á 16. öld virðist þó vakna almennur áhugi fyrir ræktun þeirra. Er þá fljótlega getið margra tegunda. Talið er að sú tegund sem verið hefur hvað lengst í ræktun muni vera páskaliljan. Vex hún villt víða suður við Miðjarðarhaf og allt til Þýskalands og Englands en þar gætir hennar hér og þar í skóg- lendi. Af páskalilju þekktust snemma ýmis afbrigði t.d. Telemonius plenus, sem álitið er að borist hafi frá Flórens til Englands árið 1620. Á 4. tug 18. aldar er vitað að bæði í Flæmingjalandi og Holl- andi hafi fólk verið iðið við fram- leiðslu á nýjum afbrigðum. Síðar verða Englendingar þekktir á þess- um vettvangi og með tímanum hefur orðið til fjöldinn allur af nýjum bastörðum og afbrigðum. Hér og þar við strendur Miðjarð- arhafs hófst ræktun á tazettum til útflutnings fyrir nær 250 árum og vitað er að byrjað var að ylrækta hátíðaliljur á Englandi þegar á fyrri hluta 19. aldar. í Danmörku vex páskaliljan sem slæðingur hér og þar. Hefur hún dreifst frá klausturgörðum og herrasetrum en þar festi hún rætur á miðöldum. Danir byrjuðu einnig snemma að ylrækta páskaliljur til sölu að vetri sem afskorið blóm. Sums staðar eru hátíðaliljur ekki aðeins ylrækt- aðar til afskurðar, heldur eru þær einnig ræktaðar sem pottaplöntur. Er þá oftast um páskaliljur að ræða, en sem pottablómalaukar eru þær víða um lönd mjög vinsælar. Til afskurðar er ræktað mikið af mismunandi gerðum hátíðalilja. Skipta páskaliljur þar mestu máli, enda þótt hvítasunnuliljur, skálda- liljur og tazettur gegni einnig nokkru hlutverki. Eru þær á mark- aði allt frá jólum og fram í maí. Langmest kveður þó að ræktun þeirra fyrir páska enda hafa þær löngum þótt einkennandi fyrir þá hátíð. Oft blómgast páskaliljur úti í görðum um það leyti er páskahá- tíðin fer í hönd. Hér á landi getur þetta einnig hent ef páskar eru seint og snemma hlýnar i veðri. Annars sjá blómabændur árlega fyrir því að nægilegt sé fyrir hendi af þessum vorboðum sem einnig hér á landi teljast hin hefðbundnu blóm páskahátíðarinnar. O.V.H. N. poetaz — Skáldalilja. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.