Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 07.04.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 37 Þetta kort sýnir jarðarmörk skv. dómlinu og hvernig þau ganga yfir lönd annarra jarða. Við þetta raskast hlutföll jarðanna skv. jarðamati allt frá 1703 til síðasta mats 1957. Þríhyrningurinn miili vörðuðu landamerkjanna frá 1889 er það svæði, sem Sandgerðisjörðum var eignað með dóminum. Dr. Gunnlaugur Þórðarson: „Dóm- slys” Hæstaréttarmál nr. 185 /1960 í febrúar sl. boðaði Einar Magnússon, bóndi á Klöpp 1 Miðneshr. ásamt undirrituðum til blaðamannafundar út af bréfum, sem rituð höfðu verið til þriggja forseta Alþingis og aiþingismanna, þar sem óskað var eftir því, að Alþingi léti þingnefnd athuga samkv. ákvæðum 39. gr. stjórnarskrár- innar, meðferð dómstóla á hæstaréttarmálinu nr. 185/1960, sem er landamerkja- mál á milli aðaleigenda Sand- gerðisjarða og eigenda jarða að Flankastöðum, sem eru tveir jarðahelmingar, annars vegar Suður- og Norður-Flankastaðir og hins vegar Klöpp, Arnar- bæli og Flankastaðakot, en jarðir þessar hafa frá fornu fari verið nærri jafn stórar innbyrðis og til samans jafn- stórar Sandgerðisjörðum, en með dómi í málinu voru Suður- og Norður-Flankastaðir sviptir nærri 156 hekturum, Klöpp og hjáleigur 36 hekturum og Fitj- ar, sem er 3ja jörð frá um 5 ha., en allt umrætt landsvæði var bætt við Sandgerðisjarðir. í málinu liggur nú fyrir svart á hvítu. að enginn einasti maður, sem til þekkir telji dóminn réttan, reyndar ekki aðrir en dómararnir, ef þeir eru enn vissir í sinni sök. Hins vegar eru um 20 menn, sem kynnt sér hafa málið eða þekkja til þess, sem telja dóminn í einu og öllu alrangan og ekki styðjast við neinar staðreyndir. Var um það talað á milli undirritaðs og blaðamannsins, að þessu skyldi gerð ýtarleg skil í blaði yðar, nú hefur það ekki orðið og því, hef ég látið útbúa smækkuð ljósrit af sum- um gögnum málsins og upp- drátt, sem óskast birt í blaði yðar, til þess að ljós megi verða að hér hafi ekki verið farið með fleypur. Það sem óskast birt er yfirlýsing Ágústs Böðvarsson- ar fyrrv. forstjóra Landmæl- inga íslands, kaflar úr bréfi Arnórs Sigurjónssonar fyrrv. starfsmanns á Hagstofu ís- lands sérfræðings í jarðamöt- um og kaflar úr bréfi Magnús- ar Thorlacius til Hæstaréttar. Ennfremur uppdráttur. Undirritaður hefur kallað þau mistök, er átt hafa sér stað um meðferð þessa máls dóms- morð, vera má að réttara sé að kalla það dómslys. Slík niður- staða og hér um ræðir ætti ekki að geta átt sér stað í okkar þjóðfélagi og hafi orðið slys, þá gætu fjölmiðlar átt þátt í að þau fáist leiðrétt. Þess vegna tel ég nauðsyn að almenningur í landinu fái að sjá staðreyndir slíkra mála, en harma að geta ekki birt allt bréf mitt til alþingismanna. Reykjavík, 27. mars 1979. Gunnlaugur Þórðarson hrl. Yfirlýsing Þann 16. október 1969 gaf ég undirritaður, Ágúst Böðvarsson, þáverandi forstöðumaður Landmælinga Islands að beiðni dr. Gunnlaugs Þórðarsonar hrl. álit mitt á niðurstöðu hæsta- réttarraáls nr. 185/196o: Ingibjörg Magnúscióttir o.fl. gegn Miðnesi hf. o.fl. en álit þetta fylgdi þriðju beiðni um endurupptöku umrædds máls fyrir Hæstarétti. Mér þykir rétt að endurtaka örfá atriði úr umræddu áliti. í því segir m.a. "Eftir að hafa kynnt mér gögn málsins og allar aðstæður, verð ég því miður að láta í ljós furðu mína á gangi málsins og niðurstöðum, sem raska svo verðmætishlutföllum jarðanna raiðað við landverð þeirra samanborið við jarðamat allt frá Árna Magnússyni 17o3 til síðasta mats 1957, að ég get enga ástæðu fundið fyrir því, að slíkt geti stuðst við nokkra sanngirni." Því næst var með rökum færðar sönnur á umræddri skoðun og vísast til þess í umræddu áliti, en niðurstaða þeirra rök- semda kemur hvað best fram í eftirfarandi orðum á bls. 5 í álitsgerðinni: "Þetta er meginástæðan fyrir því, að ^ég tel dómlínuna ekki sararímast neinu réttlæti.." (Aths. Ofangreind álitagerð var 6 vélritaðar bls., rökföst gagnrýni á röngum dóm. G.Þ.) Frá því að umrætt álit var gefið hefur beiðni um endurupp- töku umrædds hæstaréttarmáls verið ítrekaðar með nýjum gögnum .... Eitt þessara gagna sker sig þó úr að tvennu leyti þ.e. að það sannar tilvist landamerkja í þeirri mynd, sem ég og fleiri hafa haldið fram uift landamerki Sandgerðis og Flankastaða og að hinu leytinu, að það var með öllu ótiltækt aðilum máls þessa..... Það var ekki fyrr en á árinu 1972, er Ágúst Guðmundsson landmælingaraaður, starfsmaður Landmælinga íslands, hafði verið dómkvaddur matsraáður í sambandi við umrætt hæstaréttar- mál nr. 185/196o, að honum hugkvæmdist að gera ýtarlega leit að loftljósmyndum af hinu umdeilda svæði...... Eftir mikla vinnu og nákvæma athugun fundust hinar tvær áður- greindu loftljósmyndir. Á þeim sést greinilega, að árið 195o eru uppistandandi röð af landaraerkjavörðum, í beinni línu á stefnu austur-landsuður frá annarri svokallaðri Magnúsarvörðu í átt að svokallaðri Friðriksvörðu, sem er litlu sunnar en Þrívörður. Loftljósrayndir þessar fylgdu 5. og 6. endurupptöku- beiðnum til Hæstaréttar sem málskj. nr. 146 og 146 a og síðar sem mskj. 176. Á loftljósmynd af umræddu svæði frá árinu 1957, sem fylgdi 6. beiðni um endurupptöku hæstaréttarmálsins sem málsskj. nr. 213, kemur í ljós að umrædd röð af landamerkjavörðum er með öllu horfin..... Þegar frú Ingibjörg Magnúsdóttir, eigandi Suður-Flankastaða leitaði á sínum tíma aðstoðar um að fá loftljósmyndir af umræddu landssvæði vegna fyrrgreindra málaferla, gátu Landmælíngar fslands ekki veitt henni neina þá aðstoð, sem mali skifti, þvi þá var engum kunnugt um tilvist hinna tveggia oskrasettu loftljósmynda ..... Hefði undirrituðum verið kunnugt um tilvist loftljósmyndanna frá 195o,‘ er hann gerði álitsgerðina frá 16. okt. 1969, hefði að líkindum ekki verið lögð jafn raikil vinna í að sanna órétt- mæti dómlínunnar og raun varð á, heldur látið nægja að leggja fram hin skýlausu sönnunargögn um landamerki Sandgerðis og Flanksstaða sem umræddar loftljósmyndir sýndu á ótvíræðan hátt. Samkv. 59. gr. 1. nr. 57/1962, nú 1. nr. 75/1973, er Hæstarétti heimilt að leyfa samkv. ósk aðila að raál, sera dæmt hefur verið í Hæstarétti sé tekið til meðferðar og dórasupp- sagnar að nýju, m.a. ef sterkar líkur eru að því leiddar, að atvik málsins hafi eigi verið réttilega í ljós leidd í Hæsta- rétti, er málið var þar til meðferðar hið fyrra skifti, enda sé aðila eigi um að kenna. Með umræddum loftljósmyndum frá 195o er rkiTyrði hinnar til- vitnuðu lagagreinar fullnægt og vill undirritaður ekki trúa öðru en að Hæstiréttur íslands geri sitt tii pess að koma því til leiðar að svo röng dómsniðurstaða og í umræddu hæstaréttarmáli nr. 185/196o fáist leiðrétt með endurupptöku málsins..... Framanritað er ég reiðubúinn að staðfesta fyrir rétti, ef óskað verður .... Reykjavík 9. janúar 1978. Ágúst Böðvarsson A6 endingu skulu hér tilfærö 8rfá or6 úr bréfi Magnúsar Thorlacius, hæstaréttarlögmanna til Hæstaréttar, 14. apríl 1969: "Ég hef ekki geta6 sannfærst un, a6 dómur Hæstaréttar frá 10. nóv. 1961 60 réttur. Landaorklabréf Flankastaöa- og Sandgerðisiaröa eru samhljóöa um aöalatriöi málsins, að raerkjalínan skuli dregin frá MagnúsarvörÖu í austur suðaustur. Enginn dómstóll hefur heimild til þess aÖ breyta þcssu og raska þar meö réttum merkjum, 6em enginn ágreiningur er um. A6 vísu er auövelt, en vitaskuld aö sama skapi léttvægt og sæmir ekki fullorönum manni, heilum á sálu, aö segja viö náunga sinn þú ert áttavilltur." ... "Rétt skýring á þessu ranrhermi landa- merkjabréfs Sandgeröisjaröa er í augum uppi. Frumrit bréfsins er ekki til, en oröin "sama" er bersýnilega óviljandi innskot ritara... tvítekning orösins "sem", er hefur veriÖ mislesiö og misritast "sama". ... "Hitt er bein fölsun aÖ strika út úr bréfinu oröin "til austur landsuöurs", enginn hefur ætla6t til þess, þegar bréfiö var saniÖ, aö þessi orö væru gerÖ aö hreinura hortitri, gersamlega þýöingarlau6um og án allrar merkingar." Þetta álit á dóminum talar sínu máli. SíÖar 6egir: "meÖ hæataréttardómnum eru FlankastÖir gerÖir land- lausir meö öllu, er tekur til heíÖarlandsins." LokaoTÖ bréfsins eru þessi: "Cg leyfi mér aö vænta þess, aö þessi viröulegi domur geti fallist á beiöni Gunnlaugs ÞórÖarsonar hæstarettarlögmanns um endurupptöku." Kafli úr bréfi Magnúsar Thorlacius hrl. til Hæstarétfar til stuðnings beiðni um endurupptöku málsins. Bréfkafli þessi er úr bréfinu til alþingismanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.