Morgunblaðið - 07.04.1979, Síða 44

Morgunblaðið - 07.04.1979, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1979 KA Fr/NU (ö <>«$__ -te "" ~~í- Megum við ekki leika okkur hér. — Mamma hans er búin með taugatöflurnar sínar? Ég vil ráðleggja yður að flengja hann þrisvar á dag, unz einkennin eru horfin! Það hlýtur eitthvað að vera að yður, maður minn, úr því yður finnst allt í bezta lagi? „Á skammri stundu skipast veður í lofti” BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Þegar vörnin var stödd á kross- götum, í spilinu hér að neðan, virtist í fyrstu eðlilegt afkast nægja til að ná nægilega mörgum slögum. En þegar betur var að gáð kom annað í Ijós. Suður gaf, allir á hættu. Norður Q QQ H. KD10975 T. 75 L. D64 Vestur S. 10762 H. 862 T. 8 L. K10852 Austur S. 4 H. G T. ÁKG10643 L. ÁG97 Suður S. ÁKDG85 H. Á43 T. D92 L. 3 Eftir opnun suðurs á einum spaða og tvö hjörtu norðurs stökk austur í fjóra tígla. Sleginn blindu af fjórum spaðahonorum sínum sagði suður fjóra spaða í stað þess að segja fjögur hjörtu, sem hefðu unnist gegn hvaða vörn, sem var. En þá væri ekki heldur skrifað um spilið hér. Gegn spaðasamningnum spilaði vestur út einspili sínu og austur tók á ás og kóng. í seinni tígulslag- inn lét vestur hjartatvist og austur tók þá réttilega á laufásinn. í fyrstu virtist þá eðlilegt og sjálfsagt fyrir vestur að kalla með tíunni og biðja með því félaga sinn að spila aftur laufinu. En hugsan- legt var, að suður ætti ekki fleiri lauf og þá yrði kóngurinn ekki slagur. Aftur á móti gat tromptían orðið fjórði slagurinn væri hægt að fá austur til að spila tíglinum. í laufásinn lét vestur kónginn. Þar sem drottningin var í borðinu gat þetta aðeins þýtt eitt — vestur kærði sig ekki um fleiri slagi á lauflitinn. Og þar sem hann hafði áður látið hjartatvistinn hlaut hann að hafa áhuga á frekara tígulspili. Austur, blessaður mað- urinn, skildi málið, spilaði tígli og vörnin fékk fjórða slaginn á spaða- tíuna. 7983 C0SPE.R Ræfilstuskan hann Siggi hefur ekki haft auraráð til að kaupa sér skíði. Heill og sæll Velvakandi. Fyrir skömmu las ég það í einu dagblaðanna, að Jónas Árnason hefði setið hljóður og álútur í stól sínum í þinginu og horft í gaupnir sér. Ekki er þess getið í blaðinu hversu lengi hann dvaldi í þessu ástandi, hins er getið að þegar hann hóf upp ásjónu sína þá hafði hann ekki séð neins staðar rautt nema nefið á Guðmundi J. „Á skammri stundu skipast veður í lofti,“ hugsaði ég. Kannski hefur hann einnig verið dapur yfir því að ekki er langt síðan að Karl Steinar alþingismaður kallaði einhverja af félögum hans pólitíska geldinga og framagosa. (ja, er það nú orðbragð maður minn). Mér er hlýtt til Jónasar vegna þess að hann er gott skáld og áður en ég vissi af hrökklaðist þessi vísa fram úr mér. Dapur er Jónas og litdautt hans lið, sem leitar til hægri á brokki, en rauðnefur rembist og rekur við, í ráðþrota „geldinga" flokki. Ath. Ef Karl Steinar lýgur þessu ekki með geldingana þá vona ég Jónasar vegna að geldingarnir reynist v'ænir sauðir á haustnótt- um. J.J. • Líta í sinn eigin barm og berjast Allir þekkja hagkerfi Karls Marx og vita að þar er allt þjóð- nýtt. Framleiðslutækin skammta nauðþurftir og það gerast ekki góðu kaupin á þeirri eyrinni. Andlegheitin eru ekki síður skömmtuð og þar er ekki of mikið af vítamínum. í hinum frjálsa heimi segja menn, þetta er bara í sósíalríkjun- um en ekki hjá okkur. En þannig á ekki að hugsa. Maður á að líta í sinn eigin barm og svo berjast eins og maður best getur til þess að frelsa þetta vesalings fólk og síðan eru postular þessarar helstefnu sífellt að angra mann. Núna er eitt dæmið um það að nú ætla Rússar að leggja undir sig skáklistina og hafa þeir nokkurn rétt til þess? Það getur ekki verið innanríkismál Rússa hvernig stað- ið er að skákmótum sem haldin eru í hinum frjálsa heimi. Það vita Hverfi skelfingarinnar 17 staðhæfa margir að meira að segja draumar sem okkur virð- ast stapda í eiiífðartíma standi ekki yfir nema í fácinar sekúndur — kannski bara brot úr sekúndu. Draumur Kirstens var alltaf svipaður. flana dreymdi að hún vaknaði og sæi að Ijósið í forstofunni væri kveikt. Það var ckkert óhugnanlegt við það. pkki vitund. Ilún fór fram úr ruminu og slökkti ljósið og síðan lagðist hún aftur upp í rúm. En nú kom það óþægilega. Þegar hún hafði lagt sig aftur í rúmið sneri hún sér við og uppgötvaði sér til skelfingar að það var enn ljós í forstofunni. Ilún varð svo hrædd að hún settist upp með rykk og hjartað barðist í brjósti hennar. Ilún andvarpaði af feginleika þegar hún vaknaði við þetta og varð ljóst að þetta hafði verið draumur. Að það var ekki ljós í forstofunni. Og að Bo lá við hlið hennar í hjónarúminu. Síðan lá hún oft lengi vakandi og lagði við hlustir áður en hún gat sofnað aftur. Og þetta endurtók sig í nótt sem oftar. Það voru fleiri en Kirsten og Bo sem sváfu fyrir opnum svefnherbergisdyrum. Það gerði til að mynda Caja, dóttir kaupmannsins. Hún var átján ára gömul. Og herbcrgið henn- ar var við hliðina á húðinni á neðri hæðinni. Kaupmaðurinn og kona hans sváfu á næstu hæð fyrir ofan. kaupmanninum til sárrar hrellingar, því að þar með var honum fyrirmunað að heyra hvað fram færi í her- bergi dóttur hans. Hann gat orðið hreinlega sjúkur við þá tilhugsun að Caja fengi ef til vill karlmenn í heimsókn á næturnar. Þvf hafði hann kraf- izt þess síðustu árin að dyrnar á herhergi hennar stæðu í hálfa gátt. Þá gat hann læðzt niður — þegar hann vaknaði á nótt- unni — læðzt niður stigann og gægzt inn til Caju og gcngið úr skugga um að hún væri ein. Hann gat einnig kannað hvort hún hefði sparkað af sér sæng- inni. því að hún átti vanda til þess. Og að minnsta kosti einu sinni á hverri nóttu stóð David Petersen við dyrnar á herbergi dóttur sinnar og kikti. Ilann gat staðið þarna tímunum saman — alvcg sérstaklega cf hún var búin að sparka af sér sænginni. Fram til þcssa hafði hann aldrei staðið hana að þvi að vera með karlmenn í nætur- heimsókn. En ef það kæmi fyrir ... David skalf frá hvirfli til ilja við tilhugsunina eina sam- an. Hann fann til næstum ólýs- anlcgrar löngunar til að refsa henni fyrirfram. Draga hana fram úr rúminu. þvinga hana á fjóra fætur og láta höggin ríða á afturendanum á henni. Og kannski viðar. Ilann skalf i Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku hnjáliðunum við tilhugsunina. Hann læddist inn til hennar og dró andann ótt og títt. Svo tók hann sængina upp af gólfinu, lagði hana yfir stúlkuna og læddist á braut. Hann skundaði niður í húðina. dró fram flösku með sætu púrtvíni og fékk sér vænan gúlsopa. Svo lét hann flöskuna aftur á felustaðinn og fór á klósettið. Síðan upp stig- ann og ofurgætilega mjakaði hann sér inn í svefnherbergið þar sem Rigmor hraut. Æ. Rigmor — litil og feit og hálfgömul — en það varð að hafa það. Hann lagðist út af í rúminu og andvarpaði þungan. Solvej Lange hafði sofnað með bók í hendi. Litli lampinn á borðinu varpaði birtu á ná- grennið. En Ijósið þrengdi sér ekki út um gluggatjöldin. Sol- vej svaf óvært. Hana var að '-dreyma samræðurnar sem hún haíði átt við Stig — svo ömur-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.