Morgunblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 23 3. Karl Frímannsson Ak. 136.47 4. Bjarni Sigurðsson Húsav. 136.79 5. Árni Þór Árnason Rvk. 136.91 Ekki var veðurblíðan minni á páskadag og því meiri hluti bæjar- búa kominn upp á Seljalandsdal til að fylgjast með keppninni og njóta sólarinnar. Var mikið á dagskrá, þá keppt skyldi í 15 og 30 km göngu, svigi karla og kvenna og flokkasvigi. Strax um morguninn hófst keppni í svigi. Ekki gekk það alveg áfallalaust, því af 24 sem hófu keppni tókst aðeins 5 kepp- endum að komast í mark. Sigurði Jónssyni tókst að bæta fyrir ófar- irnar frá deginum áður og var með langbeztan brautartíma eftir fyrri ferð. Á eftir honum voru svo Akureyringarnir Karl Frí- mannsson og Haukur Jóhannsson. í kvennaflokki hélt stjörnuleikur Steinunnar Sæmundsdóttur áfram og var hún eftir fyrri ferð rúmum tveimur sekúndum á undan systur sinni Ásu. Ekki voru áföllin eins mikil hjá kvenmönnunum og tókst sjö af ellefu keppendum að komast í mark. Hófst nú seinni ferð í svigi karla og gekk hún fljótt fyrir sig enda keppendur ekki nema fimm. Ekki tókst Norðanmönnum að vinna upp forskot Sigurðar og náði hann að halda íslandsmeistaratitl- inum. Svig karla. 1. Sigurður H. Jónss. ísaf. 100.37 2. Karl Frímannsson Ak. 101.11 3. Haukur Jóhannsson Ak. 101.80 • Þessar ísfirzku yngismeyjar tóku þátt í fyrstu göngukeppni kvenna á skíðum. Þær heita Anna Gunnlaugsdóttir, Ólöf Oddsdóttir og Hjördís Hjartardóttir. mmmmmmmmmmmmm 4. Tómas Leifsson Ak. 103.14 5. Gunnar Þ. Jónsson Is. 105.06. I seinni ferð í svigi kvenna urðu lyktir þær eins og við var að búast að Steinunn Sæmundsdóttir varð rúmum tveimur og hálfri sekúndu á undan systur sinni og vann því glæsilega með fimm sekúndna mun á næsta keppanda. Svig kvenna: 1. Steinunn Sæmundsdóttir Rvík. 93,28 2. Ása H. Sæmundsdóttir Rvík. 98,31 3. Guðrún Leifsdóttir Ak. 100.80 4. Halldóra Björnsdóttir R. 100.83 5. Ásta Ásmundsdóttir Ak. 101.35 Þá var komið að þeirri grein landsmótsins sem er hvað mest spennandi eða flokkasvigi. Byrjað var í karlaflokki. Komust sveitir ísfirðinga, Húsvíkinga og Reyk- víkinga heilar í mark, en sveit Akureyringa var dæmd úr leik. Var sveit Isafjarðar með bezta tímann, en þó ekki nema einnar og hálfrar sekúndu mun fram yfir Húsvíkinga. Var því spennan mikil því ekkert mátti út af bregða. Það fór þó svo að lokum að Isfirðingum tókst að sigra, þó aðeins væri það með einnar sekúndu mún. Sveit Reykjavíkur var dæmd úr leik. Flokkasvig: 1. Sveit ísafjarðar. Gunnar Þ. Jónsson. Valdimar Birgisson. Einar Valur Kristjánsson. Sigurður H. Jónsson 268,81. 2. Sveit Húsavíkur. 269,82. í flokkasvigi kvenna voru það eins og við var að búast Reykjavík- urstúlkurnar sem urðu hlutskarp- astar. Þrjár sveitir voru skráðar til leiks og luku þær allar keppni. Beztan brautartíma átti Steinunn Sæmundsdóttir, en hún krækti sér með þessum sigri í fjórða Islands- meistaratitilinn. Flokkasvig kvenna: Sveit Reykjavíkur. Ása H. Sæmundsdóttir Halldóra Björnsdóttir Steinunn Sæmundsdóttir 217.39 Sjá næstu síðu. • Haukur Sigurðsson göngugarpur frá ólafsfirði. • Björn Þór ólafsson frá ólafsfirði vann enn einn sigur í stökkinu. — Þegar Ármann og Fram skyldu jöfn ÁRMANN kom mjög á óvart í Reykjavíkurmótinu í gærkvöldi pegar félagið náði naftefli gegn 1. deildarliði Fram 1:1, en Armann leikur sem kunnugt er í 3. deild. Liöin léku á Melavellinum og komust Framarar lítt áleiöis gegn sprækum Ármenningum og góöum markverði, Óskari Asmundssyni. Á 90. mínútu færðist heldur betur fjör í leikinn, því aö þá var dæmd víta- spyrna á Ármann, sem Pétur Orms- lev skoraði úr. Ármenningarnir hófu skyndisókn sem endaöi meö stór- glæsilegu skoti Smára Jósafatssonar af vítateig og boltinn small í stönginni fjær og þaöan fór hann í marknetið. Dómarinn flautaói markið gilt og 5 sekúndum síöar flautaöi hann leikinn af. Ármenningum gekk ekki eins vel á laugardaginn þegar þeir töpuöu fyrir Þrótti 3:0. Mörk Þróttar skoruöu Ársæll Kristjánsson 2 og Þorvaldur Þorvaldsson. Þá léku KR og Víkingur einnig á laugardaginn og vann KR stórsigur 4:0. KR-ingar voru miklu betri í og skoruðu þrívegis framhjá Diðrik Ólafssyni Víkingsmarkverði í fyrri hálfleiknum og í þeim síðari mátti Sigurjón, sem leysti hann af hólmi, einu sinni sækja knöttinn í netið. KR-ingar sýndu þaö sem sást af Óvænt tap West Bromwich LIVERPOOL hefur evo gott sem tryggt sér enske meistaratitilinn eftir að helsti keppinautur liðsins, West Bromwich Albion, tapaði fyrir Bristol City í gærkvöldi 1:0. Þá tapaði Birmingham stórt í gær- kvöldi og bjargar sér ekki fré falli úr pessu. Úrslit leikja í gærkvöldi: 1. deild: Bristol City — West Bromwich Albion 1:0 Ipswoch — Birmingham 3:0 Middlesbrough — Manchester City 2:0 2. deild: Crystal Palace — Charlton 1:0 Millwall — Cambridge 2:0 Preston — Leicester 4:0 Sheffield Utd. — Wrexham 1:1 Stoke — Bristol Rovers 2:0 M.a. úrslita f 3. deild: Swansea — Wallsall 2:2 og Watford — Southend 2:0. Kevin Mabbutt skoraöi sigurmark Bristol á 69. mínútu. WBA, sem lék án Tony Brown, átti aldrei möguleika í leiknum. Mörk Ipswich skoruöu Gates, Butscher og Brasil. í 2. deild fóru fram nokkrir mikil- vægir leikir og þar unnu m.a. topplið- in Crystal Palace og Stoke mikilvæga sigra. Þess ber aö geta aö ofangreindir leikir eru ekki meðreiknaðir í töflun- um yfir stööuna í 1. og 2. deild á bls. 26. knattspyrnu í þessum leik og er lið þeirra mjög sprækt miöað viö árs- tíma. Meiösli hrjá hins vegar liö Víkings þessa dagana. Mörk KR geröu Sverrir Herbertsson (2), Guöjón Hilmarsson og Jón ísfirðing- ur Óddsson, sem þarna skoröi sitt fyrsta mark fyrir sitt nýja félag. Staðan í Reykjavfkurmótinu er nú: KR 3 3 0 0 8:2 7 Valur 2 2 0 0 6:1 5 Fram 3 2 1 0 5:3 5 Þróttur 3 1 0 2 5:4 3 Fylkir 2 0 1 1 2:3 1 Víkingur 3 0 1 2 2:7 1 Ármann 4 0 1 3 2:10 1 • CLEMENCE markvörður Liverpool horfir á eftir skoti miövarðar síns Phil Thompsons i netið í leiknum gegn Aston Villa á mánudaginn. Staða Liverpool batnaði mjög eftir tap West Bromwich í gærkvöldi. Tvö mörk á lokamínútunni Simonsen leikur meö Barcelona næsta vetur SPÆNSKA liðið Barcelona tilkynnti í gærkvöldi að danski landsliðsmaðurinn Allan Simonsen mynd leika með liðinu næsta keppnistímabil. I tilkynningu Barcelona var þess ekki getið hve mikið félagið þurft að borga Borussia Mönchenglad bach fyrir Simonsen, en talið er að upphæðin sé nálægt einni milljón doliara eða um 330 milljónir íslenzkra króna. Árslaun Simon sen verða væntanlega um 1 milljónir króna. Nú eru tveir erlendir leikmenr hjá Bareelona, Hans Krankl og Johann Neeskens, en sá síðar nefndi mun leika með New York Cosmos á næsta leiktímabili. - ss. r,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.