Morgunblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 'J L ínur skýrðust í ensku knattspyrnunni um páskana AÐ VENJU voru geysimargir leikir háðir í ensku knattspyrnunni um páskana og skýrðust línurnar allnokkuð. Liverpool hefur enn örugga forystu í 1. deild þrátt fyrir tap gegn Aston Villa á annan í páskum því West Bromwich náði ekki nema jafntefli í þeim tveimur leikjum, sem liðið lék. Liverpool hefur 6 stiga forystu en hefur leikið tveimur leikjum fleiri en WBA. Önnur félög blanda sér varla í baráttuna og reyndar má segja að Liverpool sé svo leikreynt lið að það missi ekki af titlinum úr þessu. A botninum hefur staðan skýrst mjög. Chelsea er þegar fallið og sömuleiðis er staða Birmingham vonlaus orðin þótt tölfræðilegir möguleikar séu á því enn að liðinu takist að forða sér frá falli. Þá virðist fátt geta bjargað QPR úr þessu fyrst Úlfunum tókst að krækja í 3 stig um páskana. I 2. deild fékk Brighton 4 stig úr þremur leikjum um páskana og hefur sterkustu stöðuna en Sunderland, Stoke, Crystal Palace og West Ham fylgja á eftir. Sunderland tapaði óvænt á heimavelli fyrir neðsta liðinu, Blackburn. Hér fara á eftir úrslit leikja um páskana og frásagnir af því markverðasta, sem gerðist: • Cyrille Regis (t.v.) og félagar hans hjá West Bromwich Albion heyja harða baráttu við Liverpool um enska meistaratitilinn. Regis skoraði gegn Southampton á föstudaginn og hér sést hann í baráttu við Gary Collier, leikmann Bristol City. FÖSTUDAGUR- INN LANGI Úrslit leikja s.l. föstudag: 1. deild: QPR — Norwich 0:0 Southapmt. — WBA 1:1 2. deild: Brighton — Charlton 2:0 Oldham — Blackburn 5:0 Sunderland — Notts County 3:0 3. deild: Brentford — Southend 3:0 Bury — Carlisle 2:2 Chester — Blackpool 4:2 Hull — Sheffield Wednesday 1:1 Watford — Colchester 0:3 4. deild: Reading — Portsmouth 2:0 Wigan — Port Vale 5:3 York City — Grimsby 0:0 Skotland, úrvalsdeild: Dundee Utd — Celtic 2:1 Herats — Partick Thistle 0:2 Morton — St. Mirren 1:0 Rangers — Motherwell 3:0 WBA lenti í basli í Southampt- on. Malcolm Waldron skoraði fyrir heimaliðið á 8. mínútu seinni hálfleiks en Cyrille Regis jafnaði metin á síðustu mínútu leiksins. Norwich kom til London í þeim tilgangi einum að ná jafntefli. Liðið varðist allan tímann gegn QPR og hafði aðeins einn mann í framlínunni og útkoman varð hörmulega leiðinlegur leikur. I 2. deild unnu toppliðin Bright- on og Sunderland örugglega. Paul Clark og Peter Shaw (sjálfsmark) skoruðu mörk Brighton en mörk Sunderland skoruðu Bob Lee, Alan Brown og Gordon Grisholm. I 3. deild vakti stórtap forystu- Iiðsins Watford á heimavelli gegn Colchester verulega athygli. LEIKIR Á LAUGARDAG: 1. deild: Birmingham — Wolverhampton 1:1 Bolton — Middlesbrough 0:0 Chelsea — Southampton 1:2 Coventry — Bristol City 3:2 Derby — Nottingham Forest 1:2 Leeds — Aston Villa 1:0 Liverpool — Man. United 2:0 Man. City — Everton 0:0 Norwich — Ipswich 0:1 Tottenham — QPR 1:1 WBA — Arsenal 1:1 2. deild: Blackburn — Burnley 1:2 Bristol Rovers — Crystal Palace 1:2 Cambridge — Fulham 1:0 Cardiff — Brighton 3:1 Charlton — Stoke 1:4 Leicester — Sunderland 1:2 Luton — Millwall 2:2 Newc. — Sheff. United 1:3 Notts County — Oldham 0:0 Orient — West Ham 0:2 Wrexham — Preston 2:1 3. deild: Blackpool — Tranmere 2:0 Carlisle — Chester 1:1 Colchester — Oxford 1:1 Lincoln — Peterborough 0:1 Mansfield — Hull 0:2 Plymouth — Brentford 2:1 Rotherham — Bury 2:1 Sheff. Wednday — Ch.field 4:0 Shresbury — Watford 1:1 Southend — Gillingh. 0:1 Swindon — Swansea 0:1 Wallsall — Exeter 2:2 4. deild: Aldershot — Northampton 2:0 Bournemouth — Reading 0:0 Crewe — Wigan 1:1 Darlington — Doncaster 3:1 Grimsby — Scunthorpe 1:1 Halofax — Hudderafield 2:3 Hartlepool — York City 1:1 Portsmouth — Wimbledon 0:0 Port Vale — Barnsley 3:2 Rochdale — Bradford 1:0 Skotland, úrvalsdeild: Hearts — Dundee United 0:3 Morton — Hibernian 2:2 Motherwell — Rangers 2.0 Partick Thistle — Aberdeen 0:1 St. Mirren — Celtic 0:1 1. deild: Ayr United — St. Johnstone 4:2 Clyde — Clydebank 0:1 Dundee — Hamilton 4:3 Kilmarnock — Queen of South 3:1 Montrose — Dumbarton 2:1 Raith Rovers — Abroath 1:2 Stirling Alb. — Airdrie 2:1 LIVERPOOL KOM FRAM HEFNDUM Leikmenn Liverpool lögðu sig alla fram í leiknum gegn Man- chester United, liðinu sem hafði slegið þá út úr ensku bikarkeppn- inni 10 dögum áður. Liverpool átti allan leikinn og hefði átt að vinna stærri sigur en markvarzla hins unga Gary Bailey kom í veg fyrir það. Mörk Liverpool skoruðu þeir Kenny Dalglish á 36. mínútu, gott skallamark eftir fyrirgjöf frá Alan Kennedy og Phil Neal á 47. mínútu eftir sendingu Jimmy Case. Ahorf- endur voru geysimargir eða 46.608. West Bromwich fékk Arsenal í heimsókn og varð að láta sér nægja jafntefli. Liam Brady skor- aði fyrir Arnsenal strax á 2. mínútu leiksins en Tony Brown jafnaði metin á 57. mínútu. Jenn- ings markverði urðu á herfileg mistök, óvanaleg mistök af hans hálfu og Brown nýtti sér þau til hins ýtrasta. Ahorfendur voru 28.353. Meistararnir frá Nottingham komust upp í 3. sætið með sigri sínum yfir nágrannaliðinu Derbý. Tony Woodcock var maðurinn bak 1. DEILD Liverpool 34 24 6 4 70 14 54 West Bromwich 32 20 8 4 64 29 48 Everton 38 16 16 6 50 36 48 Nottinjfham Forest 32 16 14 2 50 21 46 Arsenal 36 16 11 9 53 37 43 Leeds 35 15 12 8 59 43 42 Coventry 39 12 16 11 50 63 40 Ispwich 36 15 8 13 46 42 38 Bristol City 38 14 9 15 46 48 37 Aston Villa 34 11 14 9 45 38 36 Manchester United 34 13 10 n 52 56 36 Middlesbrogh 36 13 9 14 50 45 35 Southamton 34 11 13 10 41 40 35 Norwich 38 7 21 10 48 52 35 Tottenham 36 11 12 13 38 53 34 Bolton 36 12 9 15 48 59 33 Manchester City 34 9 13 12 46 45 31 Derby 38 9 10 19 42 64 28 Wolverhamton 36 11 6 19 35 60 28 QPR 37 5 13 19 35 58 23 Birmingham 35 5 8 22 32 53 18 Chelsea 36 4 8 24 35 79 16 við bæði mörk Nottingham Forest, hann átti sendinguna fyrir markið þegar Garry Birtles skallaði í markið á 27. mínútu og sömuleiðis átti hann sendinguna á Martin 0. Neill á 35. mínútu, þegar sá síðarnefndi skallaði laglega í markið. Derby barðist hetjulega en allt kom fyrir ekki, tapið var staðreynd þótt gömlu kempunni David Webb tækist að minnka muninn í eitt mark á 42. mínútu. Áhorfendur voru 30.256. EVERTON VINNUR NÚ VARLA LEIK Everton, sem átti lengi vel möguleika á meistaratitlinum, vinnur nú varla leik. Á laugárdag- inn lék Everton við Manchester City og jafntefli varð 0:0 í af- spyrnulélegum leik. Áhorfendur bauluðu á leikmenn liðanna í mótmælaskyni þegar þeir yfirgáfu völlinn. Manchester City lék þó öllu betur og hefði átt að vinna 2. DEILD Brighton 39 21 9 9 66 36 51 Stoke 38 17 15 6 54 31 49 Sunderland 38 19 11 8 59 39 49 Crystal Palace 37 15 18 4 44 23 48 West Ham 36 17 11 8 65 34 45 Notts County 36 13 14 9 45 54 40 Burnley 35 14 11 10 49 50 39 Fulham 37 12 13 12 46 43 37 Orient 39 14 9 16 50 50 37 Cambridge 37 10 16 11 40 44 36 Preston 36 9 16 11 50 53 34 Neweastle 35 14 6 15 41 49 34 Wrexham 31 11 10 10 37 29 32 Lelcester 36 9 14 12 39 40 32 Brístol Rovers 35 11 10 14 42 52 32 Charlton 38 10 12 16 57 66 32 Luton 37 12 8 17 54 50 32 Sheffield United 35 10 10 15 45 53 30 Cardiff 35 11 8 16 44 67 30 Oldham 36 9 12 15 40 57 30 Blackburn 36 7 9 20 34 65 23 Millwall 32 8 6 18 33 48 22 leikinn en George Wood, mark- vörður Everton, kom í veg fyrir það með góðum leik. Áhorfendur voru 39.711. Leeds vann Aston Villa á heima- velli með marki miðvarðarins Paul Hart í fyrri hálfleik. Leeds á nú talsverða möguleika á því að kom- ast í UEFA-keppnina en liðið hefur ekki leikið í Evrópukeppni síðan það fékk tveggja ára bann vegna framkomu áhangenda þess eftir úrslitaleikinn við Bayern Munchen í París 1974. Áhorfendur voru 24.281. Norwich, mesta jafnteflislið deildarinnar, tapaði á heimavelli fyrir nágrannaliðinu Ipswich. Nor- wich sótti mun meira en Laurie Sivell átti stórleik í marki Ipswich og hann kom í veg fyrir að Nor- wich skoraði. Á 63. mínútu kom eina mark leiksins, hollenski tengiliðurinn Frans Thijssen skor- aði stórglæsilegt mark, hans fyrsta mark fyrir Ipswich og þar við sat. Áhorfendur voru 25.061. Coventry lagði Bristol City að velli í baráttu tveggja liða um miðbik deildarinnar. Barry Powell skoraði úr vítaspyrnu á 7. mínútu, Tommy Hutchinson bætti öðru markinu við tveimur mínútum síðar og fyrir leikhlé bætti Steve Hunt þriðja markinu við með glæsilegri hjólhestaspyrnu. í seinni hálfleik skoruðu Kevin Mabbut og Gerry Gow fyrir Bristol. Áhorfendur voru með fæsta móti í Coventry, 17.802. BARÁTTAÁ BOTNINUM Botnliðin börðust áfram sinni vonlitlu baráttu. Chelsea tapaði enn einum leiknum á heimavelli. David Peach skoraði fyrir South- ampton og Sutton skoraði sjálfs- mark og staðan var 2:0 í hálfleik fyrir Southampton. 18.243 áhorf- endur sáu Stanley skora fyrir Chelsea í seinni hálfleik. Bolton og Middlesbrough gerðu jafntefli í daufum leik, þar sem Middles- brough var mun sterkari aðilinn en Jim McDonagh í merki Bolton varði hvað eftir annað glæsilega. Áhorfendur voru 22.621. I Birmingham léku heimaliðið og Wolverhampton og voru Úlf- arnir heppnir að hljóta jafntefli. John Richards skoraði fyrir heimaliðið á 7. mínútu en Álan Ainscow jafnaði metin fyrir Birm- ingham 18 mínútum síðar með skoti af 25 metra færi. Bakvörður Birmingham, Mark Dennis, var rekinn af leikvelli fyrir gróf brot gegn Richards. Áhorfendur 20.556. QPR náði stigi gegn Tottenham. 28.853 áhorfendur sáu Dave Cle- ment skora fyrir QPR eftir 13 mínútur en Steve Perrymann jafn- aði metin mínútu síðar. HÖRKUBARÁTTA í 2. DEILD I 2. deild urðu úrslit þessi I svigum eru nöfn markaskorara og aftast fjöldi áhorfenda: Blackburn 1 (Garner) — Burn- ley 2 (Morley, Hall). 14.761. Bristol Rovers 0 — Crystal Palace 1 (Walsh). 10.986. Cambridge 1 (Finney) — Ful- ham 0. 6.573. Cardiff 3 (Stevens, Evans, Moore) — Brighton 1 (Ward). 12.613. Charlton 1 (Hales) — Stoke 4 (Richardson, Randall, O’Callag- han, Irvine). 9.084. Leicester 1 (Henderson) — Sun- derland 2 (Docherty, Brown). 20.740. Luton 2 (Moss 2) — Millwall 2 (Chambers, Seasman). 8.292.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.