Morgunblaðið - 18.04.1979, Side 23

Morgunblaðið - 18.04.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 31 Hávaðarok var á Þingvöllum og vart stætt á barmi Almannagjár er Mondale staldraði þar við áður en hann brá sér niður að Lögbergi. Þar lét hann þau orð falla að hefðu íslendingar haldið þing sitt til forna að vetri til hefðu þingræður án nokkurs vafa verið í styttra lagi. Áður en haldið var aftur til Reykjavíkur skoðaði Mondale kirkjuna á Þingvöllum í fylgd séra Eiríks J. Eiríkssonar. Eiríkur tjáði Mondale m.a. að messa félli aldrei niður í kirkjunni nema ef veður hamlaði, og kom Mondale það m.a. spánskt fyrir sjónir að veður gæti orðið miklu verra en það var úti fyrir kirkjudyrum í það skiptið. Við komuna frá Þingvöllum hitti Walter Mondale Geir Hallgríms- son formann Sjálfstæðisflokksins að máli, en Geir var forsætisráð- herra þegar Mondale kom hingað til lands fyrir um tveimur árum, þá nýskipaður varaforseti Banda- ríkjanna. Óskaði Mondale sérstak- lega eftir þessum fundi. I kvöldverðarboði til heiðurs Mondale sagði bandaríski varafor- setinn að það væri sér sérstakur heiður að vera staddur á Islandi, og hefðu þau hjónin notið dvalar- innar á Islandi einkar vel. Islend- ingar og Bandaríkjamenn ættu margt sameiginlegt þar sem ís- lendingar hefðu fyrst fundið Ameríku og síðar flutzt þangað og lagt sitt að mörkum til þeirrar menningar sem Bandaríkjamenn byggju við í dag. Mondale vitnaði í ummæli Þor- geirs Ljósvetningagoða á Þingvöll- um árið 1000 þegar hann úrskurð- aði að íslendingar skyldu taka kristni til að varðveita friðinn í landinu, en þeim sem blótuðu á laun yrði þó ekki refsað. „Ég undrast að það voru ekki Islend- ingar sem sömdu um frið í Miðausturlöndum, þar sem þeir ráða yfir stjórnkænsku af þessu tagi,“ sagði Mondale. I skálaræðu sinni komst Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, en hann var gestgjafi í kvöldverðar- boðinu, m.a. svo að orði: Ég hika ekki við að staðhæfa, herra varaforseti, að með okkur Islendingum, sem rekjum ættir okkar til Noregs, vekur það ánægju og stolt, að bandaríska stórþjóðin hefur kjörið í annað æðsta embætti ríkis síns afkom- anda norrænna landnema. Það hefur haft og hefur enn gífurleg áhrif á framvindu sögunnar, að við lýði er, beggja vegna Norður-At- lantshafs, samfélag þjóða, sem aðhyllast rótgróna lýðræðishefð og lögbundna stjórn. Þið Banda- ríkjamenn hélduð nýverið hátíð- legt tveggja alda afmæli sjálf- stæðisyfirlýsingarinnar. Sú þrótt- mikla tjáning frelsisanda hefur bergmálað öld fram af öld. Dvöl erlends herliðs í landi setur bæði heimafólk og komumenn í vandasama aðstöðu, sem felur í sér hættu á ýfingum. Mér er engin launung á því, að af fenginni reynslu tel ég æskilegt að Banda- ríkin leggi til liðsaflann, meðan þörf er á dvöl varnarliðs á íslandi. Áður en Walter Mondale hélt frá Keflavíkurflugvelli að morgni föstudagsins langa staldraði hann við í varnarstöðinni þar og fögn- uðu bandarísku hermennirnir hon- um þar innilega og færðu að gjöf leðurstakk alsettan merkjum og fánum sem eru táknrænir fyrir varnarstöðina í Keflavík. Meðan varaforsetinn átti við- ræður við ráðamenn, litaðist um á Þingvöllum og rabbaði við Geir Hallgrímsson, skoðaði Joan kona hans sig um í Listasafni íslands og einnig heimsótti hún listamennina Steinunni Marteinsdóttur að Hulduhólum í Mosfellssveit og Sigurjón Ólafsson í Laugarnesinu. Frá íslandi héldu þau hjónin í opinbera heimsókn til Noregs, og sem kunnugt er vörðu þau páska- helginni í Mundal í Vestur-Noregi, en þaðan eru langfeðgar varafor- setans runnir. — ágás. Joan Mondale með Sigurjóni ólaíssyni myndhöggvara í vinnustofu Sigurjóns. Ljósm. Mbl. Kmllía. Varaforsetafrú Bandaríkjanna. Joan Mondale, í heimsókn hjá Steinunni Marteinsdóttur listakonu að Hulduhólum í Mosfellssveit. . iAsm Fmil(. Mondale fullvissar Norðmenn Ósló. 17. aprfl. AP. WALTER Mondale vara- forseti Bandaríkjanna átti í dag fund með norsk- um ráðamönnum og full- vissaði þá um stuðning og áhuga Bandaríkjastjórn- ar á velferð þessarar dyggu aðildarþjóðar Atlantshafsbandalagsins. Skýrði Mondale Norð- mönnum frá því að Bandaríkjamenn myndu reyna til þrautar að ná afvopnunarsamningum við Sovétríkin. Á blaðamannafundi í morgun eftir fund hans og Odvar Nordlis forsætisráð- herra sagði varaforsetinn að samskipti Bandaríkj- anna og Noregs „gætu ekki verið betri“. Hann lofaði Norðmenn ekki aðeins fyrir að hafa sýnt Sovétmönnum fulla einurð í lagadeilum í Ishafinu heldur einnig fyrir að „taka sífellt ríkari þátt í alþjóðaumræðu". Mondale heldur til Danmerkur á morgun, miðvikudag, en fyrirhugað er að hann komi einnig við í Svíþjóð, Finnlandi og Hollandi á ferð sinni. Franska vikan að Hótel Loftleiðum Við kynnum Franskan mat! Franski matreiðslumaðurinn J.J. Moulinier velur matseðilinn og stjórnar matargerð- inni. Með matnum gefst kostur á frönskum vínum og tilheyrandi. Franska skemmtikrafta! Sex listamenn frá París sýna látbragðs- leiki, gamanþætti, Can Can dansa, ofl. Einnig verða sýndir franskir þjóðdansar. Frakklandsferðir Kvikmyndasýningar á hverjum degi í ráð- stefnusalnum, kl. 17 til 19:30. Myndirnar eru nýkomnar frá Frakklandi í tilefni Frönsku vikunnar. Happaferð Hótel Loftleiðir býður heppnum gesti í Frakklandsferð með sérstöku gestahapp- drætti. KOMIÐ, BORÐIÐ, DANSIÐ OG SKEMMTIÐ YKKUR á la francaise! HÓTEL LOFTLEIÐIR „Litla París á íslandi!"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.