Morgunblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 28
3 6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 Skákþing íslands 1979 Úrslit í Skákþingi íslands. landsliðsflokki, urðu þau að sigurvegari varð INGVAR ÁSMUNDSSON, hlaut 8VÍ vinn- ing af 11 mögulegum og hlýtur hann nafnbótina íslandsmeist- ari í skák 1979. í öðru til þriðja sæti urðu þeir HAUKUR ANG- ANTÝSSON (íslandsmeist- arinn 1976) og BJÖRN ÞOR- STEINSSON (íslandsmeistari 1975) hlutu 8 vinninga hvor. í 4. saeti varð 1' gi Halldórsson, hlaut 7. Þessi 4 menn voru í efstu sætunum allan timann og börðust «m íítilinn. Úrslit : ÁSKORENDA- FLOKKI urðu það að BENE- DIKT JÓNASSON varð sigur- vegari, hlaut 8V2 vinning, en 1 2. sæti varð JÚLÍUS FRIÐJÓNS- SON, hlaut 8 vinninga. Þriðja sætið hlaut Akureyringurinn, GYLFI ÞÓRHALLSSON, hlaut 7 vinninga. 7. umferð Eftirfarandi staða kom upp í skák þeirra Braga Halldórs- sonar og Björns Þorsteinssonar í 7. umferð. Svartur lék 20. - g6? (Mun betra var 20. — h3) 21. Rxh4 — dxe4? (Á þennan hátt verður B á b2 stórveldi. Betra var 21. — Ra5). 22. fxe4 - Hxe4. 23. d5 - Ilxel, 24. Dxel - Rxd5,25. Rf3 — He8, 26. Dh4 og hvítur vann stuttu síðar. í 7. umferð fóru leikar þannig: Jón Pálsson — Hilmar 1-0 Jöhann Örn — Elvar 0-1 Bragi Halld. — Björn 1-0 Ingvar Ásm. — Jóhann Hj. 0-1 Sævar Bj. — Haraldur '/2-V2 Jóhannes — Haukur 0-1 Segja má að þetta hafi verið umferð „barnanna" því allir þrír unglingarnir áttu nú góðan dag. Elvar vann Jóhann Örn, en Jóhann virðist ekki vera kominn í essið sitt ennþá. Hann tefldi mjög hægfara byrjun á móti Elvari sem átti ekki í miklum erfiðleikum með að nýta sér þá taflmennsku Jóhanns. Jóhannes Gísli fékk heldur þrönga stöðu á móti Hauki, en brá þá á það ráð að fórna riddara fyrir tvö peð og fékk í staðinn auk þess glimrandi sóknarstöðu. En honum fataðist síðan tökin og lét hina reyndu kempu snúa við blaðinu aftur og þegar skákin fór í bið virtust öll sund lokuð fyrir Jóhannes. Skák kvöldsins tefldi Jóhann Hjartarson sem vex nú ásmegin við hverja umferð eftir mikla óheppni í byrjun mótsins. Hvítt: Ingvar Ásmundsson Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. c3 (Ein af mörgum aðferðum til að beina skákinni af alfaraleið, en Jóhann er mjög vel lesinn í byrjanafræðunum) 3. - d5, (Hvassasta svarið) 4. exd5 — Dxd5, (Á þennan hátt stefnir svartur að því að hvítur standi uppi með einangrað peð á d4 sem gæti orðið hvort sem væri, veikleiki ’eða styrkleiki eftir því hvernig á málum er haldið) 5. d4 - Rc6, 6. Be2 - Rf6, 7. 0-0 — cxd4, 8. cxd4 — Be7, 9. Rc3 - Dd6,10. Bg5 (Hér bregður hvítur útaf frá viðurkenndri leið sem ætti að veita hvítum a.m.k. jafnt tafl, nefnilega 10. Rb5. Dd8, 11. Bf4 - Rd5). 10. - 0-0,11. a3 - b6,12. Dd3 - Bb7, 13. Hfdl - Hac8, 14. b4? (Þó það sjáist ekki í fljótu bragði hversu slæmur þessi leik- ur er, veldur hann samt hvítum talsverðum erfiðleikum síðar vegna þess að nú verður riddar- inn á c3 valtari á fótum). 14. - Hfd8,15. Hacl - Db8! (Góður leikur, sem undirbýr næsta leik svarts). 16. De3 (Öruggara var 16. h3 til þess að koma í veg fyrir næsta leik svarts). 16. - Rg4!, 17. Df4 - Bxg5, 18. Dxg5 (Betra var 18. Dxb8 enda þótt svartur hafi betri möguleika vegna veikleikans á d4. Nú dynur yfir falleg leikflétta). 18. - Hxd4!, 19. Rb5 (Að sjálfsögðu mátti hvítur ekki leika 19. Rxd4?? vegna 19. — Dxh2 og mátar. Ennfremur eftir 19. Hxd4 — Rxd4, 20. Dxg4 — Hxc3, 21. Hxc3 — Rxe2 og Rxc3 og svartur hefur mann yfir. I þessu síðara afbrigði koma greinilega í ljós vankantarnir við 14. leik hvíts b4?). 19. - h6 Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON (Yfirlætislaus en sterkur milli- leikur). 20. Dh4 - Hxdl, 21. Hxdl - Rf6, 22. Rd6 - Hd8, 23. Rxb7 - Hxdl, 24. Bxdl - Dxb7, 25. Dc4 - Dd7! (í fljótu bragði virðist þessi leikur vera hin hrapallegasta yfirsjón, en annað á eftir að koma á daginn). 26. Ba4 (Svartur virðist nú tapa manni). 26. - Re5!, (Á þennan hátt bjargar svartur ekki einungis manninum heldur knýr fram mjög hagstæð upp- skipti á léttum mönnum). 27. Rxe5 — Dxa4, 28. Dd3 — Rd5, 29. g3 - a5, (Oþarfa varkárni, því til muna sterkara var 29. — Rxb4!, 30. axb4 — Dal og vinnur manninn til baka, en svartur var hér í miklu tímahraki, því tímamörk- in eru við 30. leik). 30. b5 - h5, 31. Df3 - Rf6, 32. Da8 (Ef 32. Dd3 - h4). . — Kh7, 33. Rxf7 — Dxb5, 34. h4 — Db1, 35. Kh2 — Df1, (Hótar máti með 36. — Rg4). 36. Í3 - DÍ2, 37. Kh3 - Dfl, 38. Kh2 - Df2,39. Kh3 - Dgl, 40. Rg5? (Skárri vörn var í 40. f4 og síðar Rd6 til þess að virkja betur riddarann). 40. - Kg6, 41. f4 - Dfl, 42. Dg2 - Dxg2, 43. Kxg2 - Kf5, 44. Kf3 - b5, (Sigurinn blasir nú við svörtum, en hvíti riddarinn er fjarri góðu gamni og nýtist illa í vörninni). 45. Rf7 - Re4, 46. Re5 - Rd2, 47. Ke2 - Rc4, 48. Rc6 - Ke4, 49. Rd8 - Kd5, (Jóhann teflir endataflið af mik- illi nákvæmni). 50. Kd3 - Rxa3, 51. Rf7 - Rc4, 52. Rg5 - b4, 53. Gefið. Eftirfarandi staða kom upp eftir 30. leik svarts í skák þeirra Jóhannesar Gísla og Hauks Angantýssonar. Hvítur er orðinn dálítið að- þrengdur og sér þess kost vænstan að fórna nú biskup fyrir tvö peð með von um ein- hverja sóknarmöguleika. 31. Bxc4! — bxc4, 32. Rxc4 — Rc-d7, 33. Rxd6 — Dxd6, 34. IIc6 - Df8, 35. b4 - Ha8, 36. Da4! (Hvítur hefur metið stöðuna hárrétt þegar hann fórnaði manninum því hann hefur nú mjög góða sóknarstöðu og þriðja peðið fellur brátt). 26. - h5, 37. Hxa6 - g4, 38. Khl? (Miklu betra var 38. Kfl til þess að geta alltaf svarað framrás g-peðsins með Bgl án þess að kóngurinn lokaðist inni í horni). 38. — Hxa6, 39. Dxa6 — Ha8, 40. De6? (Önnur ónákvæmni hvíts. Eftir 40. Dd3 heldur hvítur ennþá öllu sæmilega gangandi. 40. - Df7, 41. Dxf7 (Síðasta vonin lá í 41. b5 og reyna þannig að fiska í grugg- ugu vatni). 41. - Kxf7, 42. Hc3 - g3, 43. Bgl - Re8, 44. b5 - Rd6, 45. b6 - Ke7, 46. Hb3 - Rb7 og svartur vann stuttu siðar. 8. umferð Úrslit í 8. umferð urðu þessi: Jóhann Hj. — Bragi H. V2-V2 Haukur — Ingvar 0-1 Jón Pálsson — Sævar 'k-'k Hilmar — Elvar V2-V2 Haraldur — Jóhannes 0-1 Björn Þ. — Jóhann Örn V2-V2 Merkustu tíðindi þessarar umferðar voru sigur Ingvars yfir Hauki Angantýssyni, en Haukur hafði leitt allt mótið og hefðí heldur betur stungið aðra keppendur af hefði honum tekizt að sigra Ingvar. Haukur tefldi hinsvegar alltof hægfara skák og átti Ingvar í engum erfiðleik- um með að ná undirtökunum og vann sannfærandi. Bragi Halldórsson slapp fyrir horn á móti Jóhanni Hjartar- syni sem á ekki mikilli vel- gengni að fagna í þessu móti miðað við þær stöður sem hann hefur komið sér upp. Þetta er önnur eldraun Jóhanns í lands- liðsflokki og á hann eftir að eflast með meiri reynslu á því er ekki nokkur vafi. Staðan að loknum 8 umferð- um í landsliðsflokki var þannig: Haukur 6 v., Bragi 5 v., Björn 5 v., Ill^var 4,5 v. Við skulum líta á lokin í skák þeirra Jóhanns og Braga. Stað- an var þessi að loknum 62. leik svarts. Jóhann lék í þessari stöðu: 63. Df7? ? (Hér missir hvítur af vinningi. Hvítur óttast þráskák eftir 63. a8D — Dg4, en eftir 64. Kh2 — Df4, 65. Kgl - Dcl, 66. Kf3 er hvíti kóngurinn sloppinn úr þráskákinni) 63. - Kh6, 64. f3? (Hvítur gat enn náð upp sömu stöðu). 64. - Da3, (Meistaralegur björgunarleikur hjá svörtum. Með þessum leik kemur hann í veg fyrir skákina á f8 m.a.). 65. Db7 - De3, 66. a8D (Nú afræður hvítur loksins að vekja upp drottningu, en nú er það orðið of seint). 66. - Dg5, 67. Kh3 - Dh5, 68. Kg3 - Dg5, 69. Kh3 - Dh5, 70. Kg2 - Dg5,71. Kfl - Dcl, 72. Ke2 - Dc2, 73. Ke3 - Dc3, 74. Kf4 - Dd4. Jafntefli. 9. umferð í 9. umferð urðu úrslit þessi: Sævar — Hilmar 'k-'k Ingvar — Haraldur 1-0 Bragi — Haukur V2-V2 Elvar — Björn 0-1 Jóhann Örn — Jóhann Hj. 0-1 Jóhannes — Jón Pálsson 1-0 Ingvar hélt sínu striki og vann mjög sannfærandi enn einu sinni og saxaði nú á forskot Hauks, því þótt Haukur væri nú einn í 1. sæti með 6lk átti Ingvar eina skák eftir óteflda úr 2. umf. Björn Þorsteinsson tefldi nú líkt og hann gerir þegar hann teflir sem best og vann mjög snoturlega á móti Elvari. Jó- hann Örn komst ekki í keppnis- form og tapaði heldur óhöndug- lega á móti nafna sínum. Hinn kornungi og efnilegi Jóhannes Gísli vann góða skák af gömlu kempunni Jóni Páls- syni og er býsna fróðlegt að sjá þessa ungu skáksnillinga að verki þegar þeim tekst upp. Eftirfarandi staða kom upp í skák þeirra Elvars og Björns eftir 17. leik hvíts. Svartur lék 17. - d5! (Öflugur leikur, sem hótar að sjálfsögðu fyrst og fremst d4 og vinnur mann). 18. cxd5 — cxd5, 19. Hadl — Hc8! (Skyndilega er c-línan orðin mikilvæg vegna þess að þar standa báðir léttu menn hvíts illa valdaðir). 20. Hf3 — dxe4, 21. Bxe4 — Bf5, 22. Hd4 - Hxc3, 23. Dxc3 — Dxc3, 24. Hxc3 — Bxe4 og svartur vann. 10. og 11. umferð í 10. umferð urðu úrslit þessi: Hilmar — Björn 0-1 Haraldur — Bragi V2-V2 Sævar — Jóhannes V2-V2 Jóhann Hj. — Elvar V2-V2 Jón Pálsson — Ingvar 0-1 Haukur — Jóhann Örn 1-0 Þrír skákmenn unnu í þessari umferð, en það voru einmitt þeir sem harðast berjast um fyrsta sætið. Auk þess hafði Ingvar nú loksins teflt frestuðu skákina úr 2. umferð sem hann átti við Hilmar Karlsson og vann Ingv- ar þá skák. Eftir þessar 10. umferðir stóðu þvi leikar þannig að þeir Haukur og Ingvar voru jafnir með 7V2 vinning hvor en Björn Þorst. með 7 vinninga. Úrslit urðu þessi í 11. og síðustu umferðinni: ' Jóhannes G. — Hilmar 1-0 Bragi — Jón P. 1-0 Björn Þ. — Jóhann Hj. 1-0 Elvar — Haukur V2-V2 Jóhann Örn — Haraldur V2-V2 Ingvar — Sævar 1-0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.